Helgarpósturinn - 07.05.1982, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 07.05.1982, Blaðsíða 27
Jielgarpósturinn 27 Flotið á málamiðlunum Karvel Pálmason alþingismaður var ómyrkur i máli um störf þingsins i vetur: „Þetta hefur verið drepleiðinlegt, hrein- lega niðurdrepandi ástand. Það er kominn timi til að hrista upp i þessu pólitiska kerfi okkar.” Ekki voru allir aðrir þingmenn sammála Karvel. „Þetta er misskilningur,” sagði annar. „Karvel segirþetta bara vegna þess að hann hefur verið of mikið i burtu — hann er alltaf hjá kjósenduml" Þessari hálf- kæringslegu athugasemd fylgdi skelli- hlátur nokkurra þingmanna við kaffi- borðið, tæpast fylgir mikil alvara þessum orðum. E n hvort sem þinghaldið i vetur hefur verið skemmtilegt eða leiðinlegt, þá er 104. löggjafarþingi Islendinga að Ijúka. Það hefur verið álika starfsamt og undanfarin ár ef marka má málafjöldann: á mið- vikudagskvöldið höfðu verið samþykkt 79 ný lög og 32 þingsályktunartillögur af sam- tals 318 framlögðum málum. Þingskjöl voru álika mörg og undanfarin ár, i fyrra- kvöld voru þau orðin 932 og talið liklegt að einhverjir tugir ættu eftir að bætast við. Hvortþaunáað verða 1078eins ogi fyrra er aftur á móti óvist, enda var þá metár. 1 vor, eins og flest önnur vor, hefur mála- fjöldinn verið mestur siðustu vikurnar. Ekki eru nema 2—3 vikur siðan rikis- stjórnin lagði fram lista yfir nærri 60 mál, sem hún vildi fá samþykkt fyrir þinglausn- ir. Óbreyttum áhorfanda þykja það ef til vill nokkuð undarleg vinnubrögð — væri ekki hægt að dreifa þessu betur yfir vet- urinnogjafna álagið? Ýmsir þingmenneru þeirrar skoðunar, að afköstin framan af vetri hafi verið heldur litil. Einn orðaði það meira að segja svo, að i vetur hafi „ekkert gerst mánuðum saman þar til örfáum vikum fyrir þinglausnir að dengt er hér inn hverju stórmálinu á fætur öðru.” etta á sér þó sinar skýringar. Hjör- leifur Guttormsson iðnaðarráðherra sagði skýringarnar einkum vera þrjár. 1 fyrsta lagi væru ráðuneytin, þar sem frumvörpin yrðu helst til, vanbúin hvað varðar mann- afla, þau réðu á stundum varla við tækni- legan undirbúning á þeim tima sem ráð- herra hefði óskað eftir. t öðru lagi nýttist sumartiminn illa, þvi þingflokkarnir væru ekki i kallfæri yfir sumarmánuðina og þvi væru það i raun aðeins veturnir semgæfust til vinnu og umfjöllunar um mál, og i þriðja lagi væri vinna þingflokkanna oft á tiðum ekki nægilega vel skipulögð yfir sumartim- ann. Vinnan hæfist ekki fyrr en á haustin og þá væri timinn fljótur að liða — það væri hreinlega komið fram á vor þegar nefnd- irnar hefðu fjallað um málin og umræðum væri að ljúka. Benjamín Menendez,herlandstjóri Argent*nu u Faiklandseyjum, ráögast viö undir- foringja .gina. Umsát um Falklands eyjar reynd í stað landgöngu Fyrir viku hermdu fréttir frá London, að frú Thatcher forsætisráðherra hefði ákveðið að skipa breska flotanum við Falk- landseyjar að leggja til landgöngu á eyj- unum og atlögu gegn argenti'nska hernáms- liðinu. Auðveldur sigur yfir Argentinu- mönnum á Suður-Georgi'u og vandkvæði herskipa við að velkjast til langframa i' stórsjóum Suður-Atlantshafs voru einkum tilfærð sem ástæður fyrir afstöðu frú Thatcher. r | gær var ljöst að breska stjórnin hefur slegið striki yfir hugmyndina um skjótan og algeran hernaðarsigur i Falklanseyjadeild- unni. Að loknum fundi landvarnaráðherra Atlantshafsbandalagsins i Brussel sagði breski ráðherrann Nott, að ekki væri hætta á frekari blóðsúthellingum i bráð, ef Argentinumenn virtu 200 milna bannsvæði Breta umhverfis Falklandseyjar og létu ekki herskip sin eða flugvélar ógna bresk- um skipum. Orð Nott bera með sér, að eins og stendur telur breska stjórnin rétt að biða átekta, halda nokkur þúsund manna liði Argentinu á Falklandseyjum i herkvi, meðan sést hvað verður úr nýjum til- raunum til aðfinna samningaleiðsem báðir aðilar geta sætt sig við. Atburðir á hafinu við Falklandseyjar i' öndverðri þessari viku eru sh'kir, að ekki er furða þótt deiluaðilum finnist þörf á að taka sér tóm til að átta sig áður en lengra er haldið á sömu braut. Breski flotinn skákaði frá upphafi i þvi skjóli, að hann hefur yfir að ráða kjarnorkuknúniim kafbátum, sem eiga auðvelt með að komast að herskipum Argentinu. Þetta ásannaöist, þegar eitt tundurskeyti bresks kafbáts sökkti beiti- skipinu Belgrano meö um eitt þúsund manna áhöfn. Breska herstjómin lýsti strax yfir, að einungis einu tundurskeyti hefði verið beitt til að takmarka manntjón og laska skipið frekar en sökkva þvi. óvist er enn um afdrif skipshafnarinnar, en horfur á að nálægt 200 argentinskir sjóliðar hafi farist. Ekki leið á löngu að Argentinumönnum tækist að hefna Belgrano. Flugskeyti frá flugvél sökkti breska tundurspillinum Sheffield, einu nýjasta og best búna ofan- sjávarskipi breska flotans, og þar munu Einn Alþýðuflokksþingmanna sagðist i samtali við blaðamann Helgarpóstsins telja að einnar meginskýringar á mála- fjöldanum i þinglok væri að leita i þeirri staðreynd, að ýmsir ráðherra, svo sem Hjörleifur og Svavar Gestsson, væru óvanir þingmennsku. Þeir hefðu ekki verið þing- menn það lengi, að þeir áttuðu sig nægilega vel á störfum þingsins og þeim tima, sem færi i vinnu einstakra mála. Bæði Svavar og Hjörleifur brostu breitt þegar þetta var borið undir þá og töldu þetta af og frá, skýr- inganna væri miklu frekar að leita i þvi sem Hjörleifur hefði rakið. Það sem kannski hefur helst sett sinn svip á þingið er „afbrigðileg rikisstjórn”, eins og einn ráðherranna orðaði það, „rikisstjórn sem er meira og minna i minnihluta i mörgum málum. Stjórnin er svo veik, að það þarf stöðugt að vera að leita málamiðlana, ekki aðeins milli stjórnar og stjórnarandstöðu, heldur einnig milli stjórnarflokkanna. Og eftir þvi sem iiður á kjörtimabilið verður meiri losara- bragur á störlum þingsins. Framan af stóðustjórnarþingmenn þétt að baki stjórn- inni og þeir sem höfðu lofað að verja hana falii sömuleiðis. Menn stóðu þétt um stjórnarsáttmálann. Nú hefur þetta eðli- lega riðlast. Þetta þýðir m.a. að breytinga- tillögur við frumvörp og þingsályktanir verða miklu fleiri en gerðist fyrir örfáum árum. Heilu málin gjörbreytast i með- förum þingsins og þar er ekki hægt að sjá sérstakan mun á stjórnarþingmönnum og stjórnarandstöðuþingmönnum. Allir gera sinar breytingar. Þetta er allt annað en til dæmis siðasta vinstri stjórn, sem var með afgerandi meirihluta og þurfti ekki jafn mikið að leita málamiðlana,” sagði þessi ráðherra. líetta ástand hefur m.a. haft þær afleiðingar, að fjöldi mála stjórnarinnar hefur verið „frystur” — jafnvel látinn daga uppi i nefndum, eins og skyldusparnaðar- frumvarpiö er dæmi um. Það varð mjög fljótlega ljóst að ekki var meirihluti fyrir þvi máli i þinginu og þvi varð samkomulag um að afgreiða það ekki l'rá nefnd. Fleiri mál hafa veriö fryst af sömu sökum. Nefna má frumvarp um fatlaða, aldraða, hús- næðismál, lytjadreifingu, framhaldsskóla, staðgreiðslu skatta, sykurverksmiðju og jafnvel kisilmálmfrumvarpið, sem tekið hefur miklum breytingum i meðförum þingsins, þótt það hljóti afgreiðslu. Einn sjálfstæðisþingmanna kvaðst ekki geta tekið undir það að hann og hans menn hefðu verið slappir: „Við höfum reynt að halda uppi málefnalegri og ábyrgri stjórnarandstöðu og held að okkur hafi tekist það nokkuð vel. En auðvitað mótast okkar stjórnarandstaða verulega af þvi, að eftir landsfundinn i haust hefur verið lögð á það mikil áhersla að sameina flokkinn aftur. Við munum til dæmis ganga sam- einaðir til sveitarstjórnakosninganna i vor — og undir svona kringumstæðum er vita- skuld ekki sérlega hyggilegt að halda uppi stifum árásum á forsætisráðherra og aðra samflokksmenn okkar i rikisstjórninni.” Hafi mönnum ekki þótt sérstakt „fjör” i þinginu i vetur (vissulega hefur verið unnið mikið og tekist á við stórmál á borð við virkjana- og orkumálin) þá stafar það ekki sist af komandi kosningum. Flokk- arnir vilja.núskerpa linurnar á milli sin og gæta allrar varkárni i samstarfinu til að standa betur að vigi i sveitarstjórnakosn- ingunum 22. þessa mánaöar. Þingstarlið mótast að þessu leytinu einnig af þvi, að augljóslega verður stjórnarsamstarfið ekki endurnýjað að loknum næstu alþingiskosningum, hvenær sem þær verða — þótt ílestir séu á þvi, að stjórnin sitji út kjörtimabilið. Mörg meiri- háttar mál eru þvi i'einskonarbiðstöðu. Það er haldið i horfinu en ekki teknar afgerandi ákvarðanir — enda ekki nægilega sterkur meirihluti fyrir hendi. Og svo á ýmislegt eftiraðgerast isumar og fram á haust. Allt er óvist um úrslit sveitarstjórnakosning- anna, ekki sist i Reykjavik, samningar eru lausir og blæs ekki byrlega fyrir fljótri af- greiðslu þar. „Það veit enginn hvaö kemur út úr þessu öllu. Á meðan er bara haldið á floti," sagði einn þingmanna við blaða- mann Helgarpóstsins. eftir Ómar Valdimarsson i YFIRS ÝN 1 hafa látið lífið tveir til þri'r tugir sjóliða. Franska Exocet flugskeytið, sem Argentinumenn beittu gegn Sheffield, er nú i fyrsta skipti notað i hernaði, enda aðeins fáárfrá þvi framleiðsla áþvi'hófst. Kemur á daginn að þetta er hið skæðasta vopn, svo tilvera þess getur orðið til að flotaforingjar þurfi að breyta hugmyndum sinum um sjó- hernað. Frá öndverðu blasti við, að veiki blett- urinn á flotaleiðangri Breta til Falklands- eyja eraðþangað ná argentinskar herflug- vélar frá stöðvum á landi. Yfirráð arg- entinska flughersins yfir Exocet skeyt- unum.og getan til að beita þeim, sem sann- aðisti'árásinni áSheffield, gerirað verkum að þessi veila i hemaðarstööu breska flot- ans er mun meiri en fyrirfram virtist. Við þetta bætist, að þótt þjóðareiningu megikalla i Bretlandi um að senda flotann til Falklanseyja i þvi skyni að sýna Argentinustjórnað fleiri geti beitt hervaldi en hún, gegnir allt ööru máli um ákvörðun að beita flotanum i stórum stil til hernaðar- aðgerða að fyrra bragði. Bretar og banda- mennþeirra eru sammála um að Argentinu má ekki haldast uppi að beita valdi til að hafa sitt fram i landaþrætu, en þar með er ekki sagt aö réttlætanlegt sé að efna aö fyrra bragði til meiriháttar blóðsúthellinga i þvi skyni að knýja Argentinustjórn til að láta undan siga. Ekki getur breskur floti haldið vörö um 2000 Falklendinga um aldur og ævi. Pólitisk lausn verður að finnast á deilunni að lokum, og hún verður þeim mun vandfundnari sem fleiri láta lifið á vopna- viðskiptum. Fyrstu aðgeröir Breta gagnvart stöðvum Argentinuhers á Falklandseyjum sjálfum, árásirnar á flugbrautina við Port Stanley, voru þess eðlis að engum tiðindum þótti í rauninni sæta. Sjálfgefiö var að um leiö og breski flotinn kæmi á vettvang, væru gerðar ráöstafanir til að rjúfa loftleiðina milli hernámsliðsins á eyjunum og birgða- stöðvaþess i landi. Bretar skýra nú frá því, að endurteknar árásir á flugbrautina hafi gert hana með öllu ónothæfa. Þar með hefurBretland taká Argenti'nu, sem ætti að knyja hana til samninga, en sá hængur er á aöbreski flotinn er óraveg frá heimastööv- um sinum og staddur á hafi sem þekkt er fyrir hvössustu storma og stærstu sjói sem fyrirfinnast. En auk þess aö hafa nokkur þúsund arg- entinska hermenn i' s\ clti a Falklands- eyjum, getur breska stjórnin skákað i' þvi skjóli að efnahagshrun blasir við Argentinu af völdum refsiaðgerða hennar, annarra Efnahagsbandalagsrikja og Bandari'kj- anna. Hernaðarævintýrið til Falklandseyja var i og með hugsað af hálfu Galtieri og félaga hans i herforingjastjórninni til að draga athygli landslýðsins frá ófremdar- ástandinu i Argentinu. Bann af hálfu rikja Vestur-Evrópu og Bandarikjanna við nýjum viðskiptasamningum og fjármála- fyrirgreiðslu við Argentinu verður til þess, að við landinu blasir vöruskortur og greiðsluþrot. Sovétrikin hafa á síðustu árum keypt mestallan kornútflutning Argentinu, sem á siðasta ári nam 72% af heildarútflutningi landsins. Sovétmenn eru isliku gjaldeyrishraki, að þeir hafa orðið að fara fram á sivaxandi greiðslufrest, en hann hafa Argentinumenn verið I vand- ræðum með að veita, af þvi engar lána- stofnanir fást til að kaupa skuldaviður- kenningar Sovétri'kjanna. Rikisskuldir Argentinu eru taldar nema 34 milljörðum dollara, og þegar fyrir innrásina á Falk- landseyjar voru þeir komnir i 500 milljón dollara vanskil. Bankar I Vestur-Evrópu og Bandarikjunum eru nú lokaðir Argentinu við aö endurfjármagna lán, sem falla f gjalddaga i ár, og talin eru nema allt að 12 • milljörðum dollara. Fjárhagsástandi innanlands má marka 'afþvi', að veröbólga var komin upp i 140% á !;ári áöur en til átakanna viö Bretland kom. Viðskiptavextir i Buenos Aires nema 400% af viku lánum og lán til mánaðar bera frá 215% til 275% ársvexti, eftir þvi hversu góðs launstrausts lántakandi nýtur. Riki sem býr við slika fjármálaóstjórn getur ekki með nokkru móti staðið i stór- ræðum gagnvart helstu lánardrottnum sinum til langframa. Þvi er fyrirsjáanlegt, aö Argentinumenn eru dæmdir til að láta af kröfu sinni, um að yfirráð þeirra yfir Falk- landseyjum séu viðurkennd, áður en þeir kalli hernámslið sitt brott.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.