Helgarpósturinn - 07.05.1982, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 07.05.1982, Blaðsíða 14
14 Sl£k kraftatök teljast til meiriháttar af- reka, enginn efast um það. Enda er Jón Páll bæði fslandsmeistari og Evrópu- meistari í sinum þyngdarflokki. Hann vóg hvorki meira né minna en 128 kiló þegar við ræddum við hann en stefndi á að vera kominn niður i 125 kiló fyrir kraftlyftinga- mótið i Sviþjóð til að þurfa ekki að reyna sig við allt að 160 kilóa rumi. En fyrsta afrek hans i þessum heimi var að spræna framani eina hjúkkuna á Sólvangi í Hafnarfirði, andartaki eftir að hann leit heiminn i fyrsta sinn en það gerðistfyrir réttum 22árum,hann átti af- mæli 28. april. Það er þó varla hægt að telja hann Gafl- ara, þvi tveimur árum seinna fluttist hann með foreldrum sinum vestur i Stykkishólm þar sem hann átti heima fram til niu ára aldurs. „Snemma beygist...” „Þaðan flutti ég til Reykjavikur og saknaði aö sjálfsögðu sjávarplássins þar sem maður var vanur að veiða marhnúta af bryggjunni og vasast i ýmsu sem strák- ar gera á slikum stað. Það er alltaf ein- hver sjarmi yfir svona litlum stöðum”, segir Jón Páll. Hann gerði fleira en veiða marhnút frá bryggjunni i Stykkishólmi á þessum ár- um, hann ,;ón Páll. Um hann gildir nefni- lega hið fornkveðna að snemma beygist krókurinn og sex ára fór hann fyrst með föður sinum á glimuæfingu en þá þjóðlegu iþrótt stundaði hann af kappi. „Ég fór snemma að æi'a hinar og þess- ar iþróttir, meðalannars glimu með föður minum, og ég var mikið i sundi. Sund- mennskan byrjaði reyndar all ævintýra- lega hjá mér, ég byrjaði á þvi að hálf drekkja mér: hoppaði ósyndur út i laug- ina þar sem hún var dýpst og andaði að mér vatninu. Faðir minn hvatti mig alltaf mjög mikið til að æfa iþróttir og gaf okkur bróður minum snemma æfingagalla með þeim orðum, að i staðinn fyrir þá gjöf ættum við að vera duglegir að æfa okkur. Og það vorum við svo sannarlega.” Alltaf sterkastur En það hafa fleiri byrjað ungir að æfa iþróttir af kappi án þess þó að komast i tölu sterkustu manna landsins. „Krafta- kallar” hafa heldur ekki þótt með virðu- legri persónum og margir fara heldur niðrandi orðum um þá. Málið býr jafnvel vfir ágætu orði sem lýsir vel slikri af- stöðu: Kraftidjót. Það þykir svo ljótt orð að ágætur maður var eitt sinn saksóttur fyrir að nota það opinberlega um annan ágætan mann. En ef betur er að gáö skyldi þá ekki virðing fyrir slikum kraftamönnum vera rótgróin i menningu okkar?. Gunnar á Hliðarenda, Grettir og fleiri hetjur Is- lendingasagnanna hafa löngum verið fyrirmyndir ungra drengja. Hvaðer þá að þvi að likjast þeim.jafnvel slá þeim við? „Eg hafði alltaf áhuga á fornköppun- um, las Islendingasögurnar og lika allar Tarsanbækur sem ég komst i. Draumur- inn var að likjast þessum köllum. Ég var alltaf sterkastur og stærstur i skóla og góður i öllum iþróttum, meðal annars handbolta ogl'ótbolta, og var mjög fljótur að hlaupa. Þaö er ég enn með min 128 kfló þótt ýmsir hali viljað halda öðru fram. Ég vildi alltaf vera öðrum fremri, sætti migekki við að vera númertvö.Þessvegna lét ég ekki nægja aö æl'a venjulegar iþróttir en fór snemma að bisa við að lyfta þungum steinum. Svo komst ég einhvern- timann yfir bækur um likamsrækt og fór að æfa likamsræktarkerfi, aðallega Atlas- kerfið og Jowett og ég notaði mikið „bull- worker”. Þetta var um það leyti sem ég var tiu ára og ég fann strax, að allar svona æfing- ar auka styrkinn gifurlega. Otlitið breytt- ist lika mikið og mér fannst ég vera „meiri kall” en skólafélagarnir.” Tuskaðist við tvo” — Hvaða augum litu skólafélagarnir þig — hvaða áhrif hafði það á stöðu þina i hópnum, að þú varst alltaf sterkastur og bestur? „Strákarnir litu alltaf mikið upp til min. En ég gerði yfirleitt ekkert til að sýna hvað ég var sterkur, til dæmis með þvi að fara i sjómann eða svoleiðis. Aftur á móti tuskaðist ég dálitið, gjarnan við tvo i einu. Einu sinni man ég eftir þvi, að það kom nýr strákur i bekkinn, sem lét mikið á þvi bera hvað hann var sterkur. Hann fór náttúrlega fljótlega að mana mig i að reyna mig, en ég vildi það ekki. Það varð til þess, að hinir strákarnir fóru að segja að hann væri áreiðanlega sterkari en ég, og ég þyrði ekki i hann. Að lokum lét ég undan og fór i sjómann við þennan nýja og lagði hann á augabragði. Viö það endur- heimti ég aftur stöðu mina sem sá sterk- asti og strákarnir hentu gaman að þessu og fullyrtu að hinn hefði oröið eldrauður af áreynslunni, en ég frekar fölnað!” Þetta var áður en Jón Páll fór að æfa lyftingar, i fullri alvöru að minnsta kosti. Og raunar byrjaði hann seinna á þvi en ætlunin var. „Það komu þarna erfiðir timar, faðir minn fór að byggja og ég hjálpaði honum mikið i þvi. A meðan lögðust æfingarnar niður nema ég reyndi að halda mér við heima með þvi að æfa kerfi þar sem áhersla er lögð á að þjálfa innri liffæri með allskonar fettum og brettum, i stað þess að þjálfa svona „sýningarvöðva,” sem flestir vilja byrja á. „Eins og örmjótt strá” En ég hafði sett mér það markmið að byrja aftur að æfa strax og húsið var orðið fokhelt. Það varð fyrir jólin og strax fyrsta janúar mætti ég staðfastur hérna niðurfrá i Jakabóli og fór að æfa. 1 fyrstu varég dálitiðhikandi en var ákveðinn i að verða eitthvaö i þessu,en var til að byrja með eins og örmjótt strá miðað við það sem ég er núna. Ég hafði æft margar iþróttagreinar og var góður i þeim öilum, en mig langaði til að skara verulega framúr i einhverju og jafnframt æfa iþrótt sem gerði mig öðruvisi en annað fóik, jafnvel i útliti.” Það tókst svo sannarlega. Nú, rúmum fjórum árum siðar,lyftirhann 345kilóum i hnébeygju, 362 kilóum i réttstöðulyftu og 232.5kg. i bekkpressu. Samanlagt eru það 949 kiló. Betur munu ekki aðrir gera i Evrópu allri saman. Sterkari en Grettir? — Hafa draumarnir úr barnæsku ræst, — að likjast fornköppunum úr Islendinga- sögunum og Tarsan? Heldurðu til dæmis að þú jafnist á við Gretti? „Grettir hlýtur að hafa verið sterkur ef hann á að hafa getað lyft til dæmis 230 kilóum i bekkpressu óþjálfaður. Ég ber mikla virðingu fyrir honum, en held þó að hann hafi varla lyft nema svona 130 kiló- um. 1 gamla daga hafa sjálfsagt verið til eins sterkir menn og nú. Sérstaklega hafa menn verið sterkir i baki og fótum af allri erfiðisvinnunni, einkum grjótburði. Þeir hlóðu heilu bryggjurnar með höndunum einum. En allur almenningur hefur sjálfsagt verið máttlaus hér áður fyrr. Fólk hafði Föstudagur 7. maí 1982 litið að borða og lifið var mikill þrældóm- ur, sem slitur likamanum frekar en bygg.ir hann upp”. — Hvað um annan fornkappa sem is- lenskir strákar hafa lengi dáð — Gunnar Hámundarson á Hliðarenda? Heldurðu að þú getir stokkið hæð þina i loft upp i öllum herklæðum eins og hann? „Ég efast um, að bestu hástökkvarar i heimi gætu leikið það eftir og ég ætla mér nú ekki að fara út i slikt!” Fleiri aflraunir, sem kalla mætti klassiskar islenskar aflraunir á Jón Páll eftir að spreyta sig við. Hann hefur ekki reynt sig við helluna á Húsafelli né heldur steinana þrjá vestur á Snæfellsnesi, am- lóða, hálfsterk og fullsterk. Sá siðast- nefndi yrði áreiðanlega fyrir valinu þegar i fyrstu atrennu, og þegar við minnumst á þessar þrekæfingar forfeðra okkar færist hann allur i aukana og fær blik i augun. Þetta þarf hann að reyna! Sterkastur i minni grein — En ert þú sterkasti maður á Islandi núna? „Ég er sterkastur i minni grein á þvi er enginn vafi. Það sést best á þvi að ég lyfti meira en 900 kflóum i samanlögðu en næstbesti Islendingur er Óskar Sigurpáls- son sem hefur lyft 852,5 kilóum. Ég er þannig kominn framúr „þeim gömlu”, og þetta er ekki það mikil tæknigrein að það þýðir einfaldlega að ég er sterkari”. — Liður manni betur svona sterkum og með þennan vöxt en með „venjulegt” út- lit? „Mér liður að minnstakosti ekki verr. Raunar liður mér eins vel og best verður á kosið”. — Burtséð frá árangri I Iþróttinni kem- ur krafturinn að notum svona i daglega lifinu? Ertu þolnari til vinnu en aðrir menn? „Auðvitað kemur það fyrir að maður þarf að lyfta þvottavél eða isskápji svo- leiðisátökum nýtist þetta afskaplega vel. En að sjálfsögðu þarf maður sjaldan á svona miklu afli að halda nútildags. Þegar ég var að hjálpa pabba i bygg- ingunni gerði ég mér oft leik að þvi að taka eina fjóra sementspoka og hlaupa með þá bara til þess að ganga framaf köllunum! Hinsvegar er það bara vitleysa að nýta allan þann kraft sem maður býr yfir til vinnu, það hækkar ekkert kaupið. Auk þess slitur púlsvinna skrokknum, en ég er að reyna að byggja hann upp”. Lyfti tonni — Hvert er eiginlega mesta afrekið sem þú hefur innt af hendi fyrir utan að vera Evrópumeistari i samanlögðu? „Ætli það hafi ekki verið þegar ég lyfti hraðbát með tveimur utanborðsmótorum, þremur fullorðnum og fjórum krökkum um borð samanlagt liklega um tonn. Ég stóð uppi á búkka og hélt ég mundi ekki hafa þetta, en það vareins og ég fengi ein- hvern aukinn kraft siðustu sekúndubrotin og mér tóksl þetta”. Það er þvi ljóst, að tonnið er ekki of þungt fyrir hann þótt honum mistækist við „vikingalyftuna” i Sviþjóð. — Það minnir á þessi frægu öskur ykkar lyftingamannanna. Hvers vegna öskrið þið? „Þetta er dálitið sérstök tilfinning, sér- staklega i keppni erlendis. Maður veit að maður verður að standa sig, fólkið heima biður eftir að frétta hvað maður getur. Þá er ekki bara verið að lyfta fyrir sig sjálf- an, lika fólkið heima. Ég hugsa gjarnan um ástvinina um leiö og ég geng að stöng- inni og finn til hálfgerðs klökkva sem kemur beint frá brjóstinu. Svo magnast þetta upp og i lyftunni hugsa ég ekki um annað en stöngina og lyfti af öllum lifs og sálar kröftum”. — Hrópið þitt I sjónvarpinu um daginn, „Ekkert mál fyrir Jón Pál” var það til að stappa i þig stálinu eða var þetta einhver brandari? „Ef til vill var þetta einhverskonar brandari —en þetta var ekkert mál og átti ekki að vera það heldur!” Hrár krafturinn — Nú skilst mér að það sé talsverður munur á þvi sem bara eru kallaðar lyftingar og svo kraftlyftingum. Hver er hann? „Aðal greinarnar i lyftingum eru snör- un og jafnhöttun. Það eru meiri tækni- greinar en kraftlyftingar og gefa ekki eins hvelfdan brjóstkassa og svera handleggi. 1 kraftlyftingunum er það hinsvegar hrár krafturinn sem ræður. Ég hafði gaman af að æfa lyftingar til að byrja meö,þær eru fjölbreyttari, og stundaði þær fyrsta árið. En smám saman fékk ég meiri áhuga á likams- ræktaræfingum og fór út i kraftlyfting- arnar. Þær þykja hinsvegar draga úr ár- angri i lyftingum og núna lyfti ég ekki nema 130 kilóum i snörun og jafnhatta 160 kiló”. —-Þaðer oft sagt, að „kraftakallarnir” séu heldur heimskir, hafi vitið mest i vöðvunum. Hvað segir þú um það? „Já, það virðist algengt meðal Is- lendinga að halda að þegar likamsþung- inn er kominn yfir 90 kiló séu menn al- gjörir hálfvitar. Þetta kann að vera að breytast, en auðvitað eru sterkir menn misjafnlega vel gefnir eins og aðrir. Við höfum lika það orð á okkur að vera montnir. En maður verður að vera friskur þegar maður kemúr fram opinberlega i viðtölum i útvarpi, sjónvarpi og við slik tækifæri,maður má ekki vera leiðinlegur og þungur á brún. Þá er maður kallaður fýlupúki. Ég vil frekar vera álitinn mont- inn en fýlupúki, þessvegna sprella ég stundum dálitið!” Lyftingarnar allt — Hvað með aðrar hliðar á þér en lyftingarnar. Þú hlýtur að eiga aðra hlið, eða hvað? „Jú, ég hlusta dálitið á tónlist,fer á bió — og svo sinni ég kærustunni auðvitað. Annars set ég allt i lyftingarnar. Eftir þvi sem ég fæ best séð er vonlaust að ná ár- angri með öðru móti,ég tel mig hafa sannað það fyrir sjálfum mér, að það er ekki hægt. Og gangi mér ekki vel næstu tvö til þrjú árin ætla égaö reyna fyrir mér i ameriskum fótbolta. Skólagöngu hef ég alveg lagt á hilluna enda verð ég að sjá um mig sjálfur, bý ekki hjá foreldrum minum. Og ég er dýr i rekstri,þarí mikið að borða. Venjulega borða ég sex sinnum á dag, tvær heitar máltiðir, mikið kjöt og fisk og milli mála borða ég gjarnan hálft kíló af skyri með einum litra af mjólk. Ég þarf mikið eggjahvituefni og kolvetni. Enda er ég yfirleitt aldrei svangur — nema i dag. Ég hef eiginlega ekkert borðað i dag það er svo mikið að gera fyrir Sviþjóðarferðina, ég þarf meðal annars að taka i hendurnar á öllum þeim sem styrktu mig i fjársöfn- uninni. Og þeir eru margir! Svo vinn ég venjulega hér i Jakabóli, segi strákunum til og er auk þess stundum við dyravörslu á Borginni”. — Hefur þú haft not fyrir kraftana þar? „Stöku sinnum. Enyfirleitter ég ekki að æsa mig yfir hlutunum. Það er kannski spurning um sekúndubrot sem maður þarf að reyna á sig i þessu starfi.Ég hef aðallega verið við dyravörslu á tónleikum og á fimmtudagskvöldum þegar gömlu dansarnir eru. Fólkið sem sækir þá segir, að við séum bestu dyraverðirnir i bæn- um”. Jon Páli Sigmarsson l neigarposisvioi

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.