Helgarpósturinn - 07.05.1982, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 07.05.1982, Blaðsíða 8
LJieigaL_________________ pósturinn— Blað um þjóömál. listir og menningarmál. Utgefandi: Vitaðsgjafi hf. Framkvæmdastjóri: Bjarni P. Magnússon. Ritstjórar: Arni Þórarinsson, Björn Vignir Sigurpálsson. Blaöamenn: Guðjón Arn- grímsson, Guðlaugur Berg- mundsson, Gunnar Gunnars- son og Þorgrimur Gestsson. Utlit: Kristinn G. Harðarson. Ljósmyndir: Jim Smart Auglýsingar: Inga Birna Gunnarsdóttir Gjaldkeri: Halldóra Jónsdótt- ir. Dreifingarstjóri: Sigurður Steinarsson. Ritstjórn og auglýsingar eru að Síðumúla 11, Reykjavik. Simi 81866. Afgreiðsla að Hverfisgötu 8 10. Simar. 81866, 81741, og 14906. Prentun: Blaöaprent hf. Askriftarverð á mánuði kr. 40. Lausasöluverð kr. 12. Kvikmyndirnar úr kviksyndinu! Ástandið I islenskri kvik- myndagerð idager ekki glæsilegt og eru kvikmyndagcrðarmcnn nokkuðuggandi um sinn hag, eins og fram kemur í samtölum við nokkra þeirra i'Helgarpóstinum i dag. Þótt stutt sé um liðið frá endurfæðingu þessarar list- greinar hér á landi hafa kröfur og aðsókn breyst töluvert. Það er ekki lengur tryggipg fyrir vel- gengni myndar, að hún sé islensk. Ahorfendur eru farnir að velja og hafna. Eins og einn viðmælandi hlaðsins orðar það: „Krafta- verkið var ekki að gera myndir, hcldur að gera myndir, sem standa undir sér hér á landi”. Samhliða minkandi aðsókn hefur fjármögnun kvikmyndagerðar- innar orðið erfiðari en áður. Kvikmyndasjóður hefur verið helsti bakhjarl kvikmynda- gerðarinnar frá þvi að hann komst á laggirnar árið 1979. Ráð-( stöfunarfé hans hefur alitaf verið j af mjög skornum skammti og stuðningur hans við kvikmynda- gerðarmenn því mikiu fremur verið siðferðilegur, á meðanbeðið væri eftir nýrri löggjöf um kvik- myndastofnun íslands. Frumvarp um kvikmynda- stofnun, kvikmyndasjóð og kvik- myndasafn var unnið á siðasta ári og hefur legið á borði mennta- málaráðherra sfðan i september. Kvikmyndagerðarmenn höfðu vonir um, að frumvarp þetta yrði lagt fram á þvf þingik sem nú er að ljúka störfum, en þcim varö ekki að ósk sinni. Eru þeir hræddir um, að frumvarpið eigi eftir að rykfalla og sofna í kerf- inu. Menntamáiaráðherra segir hins vegar, að frumvarpið verði lagt fram á Aiþingi i upphafi næsta þings, og verði þar eitt af stórmálunum. Hið nýja frumvarp gerir ráð íyrir stórauknum tekjum kvik- myndasjóðs, og ef það verður aö lögum, ætti kvikmyndagerð f landinu aö komast á heilbrigðan starfsgrundvöll. Helgarpósturinn skorar á menntamálaráöherra að veita máli þessu brautargengi og tryggja þannig framhald á þeirri miklu grósku, sem hefur verið í islenskri kvikmyndagerð. Ný lög um kvikmyndastofnun tslands eru ekki aðeins hagsmunamál kvikmyndagerðarmanna, heldur landsmanna allra. tslendingar hafa sýnt það, að þeir vilja sjá góðar islenskar kvikmyndir og þvi verður að tryggja, að kvik- myndagerðarmenn geti stundað sin störf, eins og aðrir lands- menn, okkur öilum til heilla. Föstudagur 7. mai 1982 Fram þjáðir menn... fie/garpósturinn- Nýliðinn er fyrsti mai sem eins og allir vita er alþjóðlegur hátiðis- og baráttudagur verkalýðs- ins. Löngum hefur rauði liturinn þótt loða allnokkuð við þennan dag, en að þessu sinni bendir flest til þess að einkennislitur hans verði hvitur. Vetur konungur á það nefnilega sammerkt með öðrum einræðis- herrum kollegum sinum, hvort sem þeir heita nú Jaruselski eða Pinochet, að hann er ófús að láta af völdum þegar hann hefur nú einu sinni náð þeim. Og á þessari stundu er það allsendis óvist að verka- lýðurinn eigi þess kost að fara i sinn árlega labbitúr niður á Torg, kyrjandi Nallann til að reyna að halda á sér hita i vorkuld- anum. En að öllu gamni slepptu, þá leiðir fyrsti mai ávallt hugann aö þjóðar- kökunni gómsætu og skipt- ingu hennar. Það leikur varla vafi á þvi' að þessi skipting mætti vera jafnari en nú er. Sú hefur nefnilega verið raunin að þeir sem minna mega sín vilja oft verða útundan í þessu yfir- borgaða samfélagi. Og auðvitað eru allir sammála um það að þessa gómsætu köku þurfi að stækka svo meira verði til skiptanna, ,vonandi þó ekki þannig að hinir riku fái meira og hinir fátækari minna. En það eru ekki eingöngu þjóðfélagsstéttirnar sem bítast um hina eftirsóttu köku. Inn i þá mynd koma einnig hinir ýmsu lands- hlutar og landssvæði A nýliðnum vetri tókst Norð- lendingum að krækja i örlitla ögn með steinullar- bragði. Nú þótti Sunnan- mönnum komið i óefni. En þeir búa aö þvi enn þann dag í dag að eiga sinn Njál. Tókst honum með bragð- visi sinni aðná tangarhaldi á bitanum, en ekki er þó á þessu stigi málsins vitað hvort hann nær að halda þvi nema til haustsins. Og ekki er þetta eina dæmið um hina rómuðu bragðvisi Njáls þessa. Honum tókst lika að „redda” lánsfé til lagningar vegarspotta eins- sem þeir Sunnlendingar telja lifsnauðsynlegan, og plataði þar jafnvel sjálft Alþingi. „Mikill maðr ok vitr Njáll”. að fer ekki framhjá neinum að eftir fáeinar vikur verður kosið til bæjarstjórnar. Fram til þessa hefur kosninga- baráttan verið fremur tiðindalitil. Það er helst að kvartað er yfir þvi að ekkert heyrist frá and- stæðingunum. En þetta á þó vafalitið eftir að breyt- ast áður en yfir lýkur. Sönnu nær er að flokkarnir séu að taka til efnið i sprengjur sinar. A næstu dögum og vikum á það svo eftir að koma i ljós hvort þær verða eitthvað meira en bara hvellurinn. Það eru vafalaust fleiri en Akur- eyringar einir sem biða úr- slitanna hér með nokkurri eftirvæntingu. Menn biða þess að sjá hvort ihaldið hafi fund- ið hina týndu einingu, eða gloprað henni strax niður, hvort Kvennalistinn kemur manni (fyrirgefið konu) að, hvort rauða slikjan á hinum græna lit Frammaranna fæli nokkuð frá, eða hvort Kratarnir komist upp úr lægðinni. Eitt er vist, þetta verða spennandi kosningar, og margir spá óvæntum úr- slitum. Eitt er vist, og það er að mikil endurnýjun er fyrirsjáanleg i bæjarstjórn, hvernig sem kosningarnar fara þar sem mikið er um ný andlit á framboðslist- unum. Það væri annars ekki úr vegi að blaðið með i tvöföldu áhrifin gerði eina skoðanakönnun um úrslitin hér, en liklega eru þeir haldnir þessari algengu blindu islenskra fjölmiðla að sjá ekki nema inn að Elliðaám. Þessi f jölmiðlablinda þjakar jafnvelhið ágætasta fólk, þar á meðal vinsæla sjónvarpskonu, reyndar upprunna héðan að norðan. Hún taldi það varða alla landsmenn miklu á dögunum hvort Laugaveg- urinn (ekki á Siglufirði) yrði gerður að göngugötu eður ei. Þetta kann vel að vera, en ólikt hlýtur það að standa okkur Akureyr- ingum nær hvort Hafnar- strætið okkar verður gert aö göngugötu, eöa hvort Leiruvegurinn verður lagður, og ekki aðeins varðar þetta Akureyringa eina heldur raunar ibúa alls Norður- og Austur- lands, það er að segja ef fylgt er röksemdafærslu sjónvarpskonunnar fyrr- nefndu. En svona nokkuð hendir ekki bara burtflutta Akureyringa. Nú nýlega var frumsýnd kvikmynd sem ber nafnið „Rokk i Reykjavik”. I mynd þess- ari kemur fram þótt hljótt fari hljómsveit ein héðan að norðan, og hún hreint ekki svo slæm. En piltarnir hafa þvi miður gleymt þeirri staðreynd að þeir eru BARA Akureyringar, og eiga þeirri staðreynd hugsanlega að þakka vel- gengnisína. Þótt það kunni að vera einhverjum erfið- leikum bundið að gera út rokkhljómsveit héðan ættu þeir að reyna að stuðla að þvi með öðrum sem áhuga kynnu að hafa, að skapa slikum hljómsveitum starfsskilyrði hér, svo sem með þvi að koma upp að- stöðu til tónleikahalds. En allt er i heiminum hverfult. Meðan við hér á þessu landi erum að karpa og metast um kökubitana gerast miklir atburðir út i hinum stóra heimi. Rikis- stjórn sem helst hefur afrekað það heima fyrir að skipuleggja eitt mesta at- vinnuleysi frá þvi á kreppuárunum, og önnur sem helst hefur stytt sér stundir við pyndingar og mannrán, eru i þann veg- inn að etja þegnum sinum út i fáránlega styrjöld út af nokkrum verðlausum smá- eyjum. Styrjöld þar sem þeir einu sem tapa er það saklausa fólk sem úthella skal blóði sínu á altari þjóðrembunnar. Og ef stór- veldin fara að skerast i leikinn verður það allt mannkynið sem tapa mun. Vonandi verður þó heil- brigð skynsemi ofaná, áður en til hins óbætanlega. harmleiks kemur. Kalt í hvítu Akureyri i nokkra daga. Óskaplega kalt, vorið i hvitum pakka meö hvitri slaufu. Það búa þrestir á svölunum fyrir utan hótel- gluggann og ég gef þeim ristað brauö meö sultu i morgunmat. Þeir vilja það frekar en kornið sem ég fjárfestki um daginn og væri hollara. Veturinn kom aftur án þess að hafa farið. ast ég við atorkumann af Grundarfirði sem stjórnar stórfyrirtæki á sokkaleyst- unum og gengur ágætlega. Það er friðsælt i lauginni þómennskiptistáglensi og geri grin hver aö öðrum og á andapollinum er sams- konar friður. að var hinsvegar heldur órólegt eina nóttina Birgir Sigurðsson— Heimir Pálsson— Hrafn Gunnlaugsson — Jón Bald- vin Hannibalsson — Jónas Jónasson — Magnea J. Matthiasdóttir — Sig- urður A. "-----A---- I dag skrifar Jónas Jónasson f staöinn fyrir góðgeröir halda þeir morgunkonsert fyrir mig, þessir dún- klæddu trúbadorar sitja á handriðspipum eins og nót- ur á blaði og syngja um þig, frá þvi ég birtist þeim þeg- ar gluggatjöldin fara frá, þar til ég fer út að synda uppi i lauginni hjá anda- pollinum A Akureyri eru fastir sundgestir sem leysa vanda veraldar og munar ekki um að taka fyrir nær- liggjandi vandamál jafn auðveldlega og þeir sem fyrir sunnan safna floti i heitum pottum sundstaö- anna. Þó er munur á, hér er sundföstum boðiö kaffi með ljúfmennsku, og þá sitja menn eða standa á sokka- leystum, bora tánum i teppið og er gaman. Ef ég man eitthvað af viti kann- á hótelinu. Þá hafði hópur tekið samkomusalinn á leigu og voru þar einhverjir iþróttamenn sem stunda blak var mér tjáð. Dans var stiginn með braki og brestum eins og gengur og söng hátt i gömlu gólfi og hærra í ofsaglöðu fólki. Þegar hljómsveitin fór heim að hátta var auðvitaö heilmikið eftir af þvi stuði og sumir vildu ekki heyra á það minnst að fara að sofa eins og sumir hótelgesta höföu lagt til enda ekki á balli. Nema hvað? Ég vakna og hélt fyrst að skrúðganga frá fyrsta mai væri byrjuð aö marsera en hefði villst af leið og væri komin uppá svefnálmu- gang en heföi einhversstað- ar týnt lúörasveitinni.-Þeg- ar ég gáði á klukkuna var að veröa bjart, þó hánótt og matti ég eftir það sitja upp- réttur i rúminu og róa frammi gráðið of syfjaður til að lesa, of vakandi til að sofa og vantaði mig þá til- finnanlega prjóna eða önnur þau verkfæri sem hjálpað hafa þessari þjóð að vaka langar vetrarnæt- ur. Þrestirnir vöknuðu snemma um morguninn og byrjuðu konsertinn en ég var þá i fýlu og neitaði að gefa þeim ristaðbrauð með sultu. Hverslags er þetta, halda þeir að ég hafi ekki annað að gera en að fóðra þá á franskbrauði með sultu? Þeir eru ekki silung- ar i tjörninni á Laugum. Egfór niður i morgun- mat. Þaö var fámennt þar. Framreiðslustúlkan : að færa fram hangikjöt og annað óhollt en aldeilis bráðgott. Af trtakliöi blakti ekki hár, enda enginn úr þeim hópi eöa annað fólk semfyrir nokkrum klukku- stundum fannst nóttin óskaplega ung og hótelið leikvöllur eða hallærisplan fyrir fullorðna. Það þarf varla að orðlengja, það hlytu allir á hótelinu að hafa veriö á næturrölti, ég veit þó ekki hvort Gústi næturvörður var spurður. Svo snjóaöi meira. í samræðum við kunn- ingja hér á Akureyri þóttist ég alveg undrandi á þessu tiðarfari, þeir voru ekki hissa á norölensku veðri í byrjun maimánaöar. Sum- irmundu gasalega ótíð ein- hverntima á sautjánda júni og hátiðahöldin fariö fram i snjó. Aðrir mundu smala- mennsku i stórhriö 9. júní og lömb dregin úr sköflum. Það var meira aö segja tal- aö um hret i maibyrjun sem stóð allt sumarið og frammá haust. Það er vonaö tilvonandi sending að sunnan sé hissa. Reykvikingar fá sjaldan aö finna fyrir svona veðri á þessum. tima. Þeir hins- vegar hafa rikisstjórnina greyin. Þrátt fyrir allt er bjart yfir fólki, glettni i svip og nær til augnanna. Fólk er gjarnan á hraðferð eftir götunum en má þó vera að þvl að stoppa og segja eitt- hvað fyndiö, svo maður stendur á götuhorni og hlær hissa á þvi að maður skuli ekki hafa búiö hér alla tið, með afa og ömmu i Banda- gerði, meðan sú jörð var og hét, og foreldra á Sigur- hæðum. Hjartarson og Gogol og má ekki milli sjá hvor er fyndnari. Þegar veður eru válynd getur verið undir hælinn lagt hvort menn komast norður, hvað þá suöur. Einn morgun horfði ég á flugleiðavél hætta við lend- ingu i 500 fetum, snúa við og hverfa I mistur i beygj- unni sem snýr að Vaðla- heiði. Vélin sveimaði yfir lengi, en öryggiö skal fyrir öllu. Vélin fór suður með farþega sem komustaldrei norður. Dagur kemur út reglu- lega. Leikhúsiö sýnir eftir- litsmanninn eftir Jón Þægar ég fór suður var komið sólskin. Umhverfið allt i skipaleik á pollinum. Þeir segja að sumarið verði óvenju snjólétt.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.