Helgarpósturinn - 07.05.1982, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 07.05.1982, Blaðsíða 13
he/garpósturinn Föstudagur 7. maí 1982 13 Jæja. Það þýðir víst ekkert annað en reyna að vera hress þrátt fyrir þennan napra vormánuð og byggja sig upp, ekki síst þar sem kosninaabapát&ftf^^ú að harðna... Því hljóðar góðan morgunverð. )ur, i hádeg- ÍTgi á kvöldin," sagði eitt er nú einu sinni eldsneyti fágsins og því er t.d. miður skynsamlegt þungan kvöldverð að loknum vinnudegi, en láta sér nægja snarl í morgun- og hádegismat. Morgunverðurinn er að dómi heilsufræðinga mikilvægasta máltið dagsins. Hann ætti að innihalda eggjahvituefni ogkol- vetni, a.m.k. þriðjung þess sem likaminn þarfnast yfir daginn. En þvi er nú þannig farið með mörg okkar, að nývöknuð höf- um við tæpast lyst á ööru en svo sem einum kaffibolla og ristaðri brauðsneið. (Sumir láta jafnvel kaffibollann nægja og slikt get- ur haft fremur óskemmtilegar afleiðingar fyrir maga og taugakerfi, þegar til lengdar lætur...) En til að geta notið þess að boröa verulega staðgóðan morgunverð, þurfa menn helst að hafa verið á fótum i a.m.k. hálftima áður en þeir setjast að snæðingi. 1 kulda og skammdegi getur reyndar verið erfitt að drifa sig fram úr rúminu. Allir kannast sjálfsagt viö freisting- una að „lúra aðeins lengur” sem gjarna endar meö þvi að menn stökkva fram úr á siðustu stundu, tina á sig spjarirnar á leiðinni fram i eldhús þar sem kaffivélin er sett i gang. Hún vinnur sitt verk á meðan að morgunsnyrtingin fer fram. Siðan er svolgrað i sig kaffinu á meðan rennt er yfir miður upp- lifgandi blaðafyrirsagnir. Það getur vel veriö að billinn ykkar fari i gang þrátt fyrir þetta sleifarlag og komist jafn- vel i þriðja gir, en það er bókað að þiðverðið i fyrsta gir fram að hádegi. Einhverjir eiga þá til með að afsaka sig i grini með þvi að segjast hafa farið með vitlausan fót fram úr rúminu um morguninn. 1 þessum orðum felst reyndar hálfgildings viður- kenning á þeirri staðreynd, að dagurinn ákvarðast af þvi hvernig þú byrjar hann. Lýsingin hér að ofan átti vist bara við barnlaust fólk. Eða það ætla ég að vona. Foreldrar skyldu hins vegar hafa hugfast að blessuð börnin hafa ólikt betri matarlyst á morgnana, ef maður gefur sér tima til að borða með þeim i rólegheitum, i stað þess að þeytast argur og úf- inn á milli isskáps, brauðristar og kaffivélar meðan á morgun- verðinum stendur. Brjótið klafa vanans niður með svart kaffi og ristað frans- brauð fyrir fullorðna, „coco- puffs” fyrir börn, upp með hafragraut og heilhveitipönnu- kökur fyrir alla! Þótt það kunni að kosta ykkur ögn lengri tima, þá endurgreiðist það margfalt i léttari lund og betri vinnuaf- köstum. Samsetning morgun- veröar Æskilegast er að morgun- verðurinn innihaldi eftirfar- andi: — kornmat (t.d. gróft brauð eða musl); — dýraeggjahvitu (mjólk, ost, jógúrt eða egg), i hófi þó; — ávexti og/eða ávaxtasafa; — örlitla fitu og sykur. Tökum nú nokkur dæmi: — mjólkurglas, linsoöið egg, 2 heilhveitibrauðsneiðar, önn- ur með hunangi, hin með osti, epli; — sitrónute, súrmjólk með heimatilbúnu musli og bananasneiðum, heilhveiti- brauðsneið með ávaxta- mauki; — svo verður maður fjári sprækur af kúfuðum diski af ávaxtastyrktum hafragraut, hrökkbrauðsneiö með osti og eigum við kannski að bæta kaffibolla við upptalninguna i þetta skipti? — á tyllidögum er ekki úr vegi að breyta til og framreiða heilsupönnukökur með ávaxtamauki... Plássins vegna verður heima- tilbúið musl að biða betri tima, en variö ykkur á pakkamusli kjörbúðanna þau eru oft óhemju sæt og auk þess nokkuð dýr. Styrktur hafragrautur Mig langar rétt til að minna á gamla góöa hafragrautinn sem þvi miður sést hér æ sjaldnar á borðum. Það er þó fjandakornið ekki mikið seinlegra að laga hafragraut en kaffi: skutla i pottinn 1 litra af vatni, 125 gr. af hafragrjónum og ögn af salti: að visu þarf að hræra aðeins i pottinum meðan suðan er að koma upp, en siðan er grautur- inn látinn sjóða við vægan hita i nokkrar minútur. Hafragrautur er óhemjuholl- ur þvi við suðu minnkar ekkert næringargildi kornsins (sum B-vitamin i kornmat rýrna hins vegar um 15-30% t.d. við ristun). Og nýlagaður hafra- grautur er sannkallað lostæti, bæti maður út i hann banana- sneiðum, rúsinum eða döðlubit- um, þurrkuöum aprikósum eða hnetum. Að ég tali nú ekki um blessaða kotasæluna. Hver fúls- ar t.d. við bananastyrktum og kotasæluprýddum hafragraut? Heilsupönnukökur Aður en aö uppskriftinni kem- ur skulu helstu eiginleikar korn- metis rifjaðir upp. — Kornmatur inniheldur kol- vetni, eggjahvituefni, örlitla fitu, vitamin, einkum ýmis B-vitamin, trefjar og vatn. — Trefjarnar eru ómeltanlegar, en þær auka þarmahreyfing- arnar og eru þvi mjög gagn- legar. — Gróft mjöl, s.s. heilhveiti og rúgmjöl,er rikara af eggja- hvituefni,söltum, vitaminum og trefjum en fint mjöl, þ.e hvittað hveiti. Hér kemur svo pönnuköku- uppskrift sem ætti aö duga i 18 kökur. 1/2 bolli hveitikim 2 bollar heilhveiti 2 tsk. lyftiduft 1 msk. púðursykur 1 tsk. salt 2 stór egg 2 1/2 bollar mjólk 2 msk. matarolia. Blandið saman öllum þurr- efnunum með gaffli. Þeytið eggin og hrærið siðan mjólkinni saman viö. Samlagið blönduna þurrefnunum og hrærið að lokum oliunni saman við með nokkrum sleifarstrok- um. Hitiðpönnuna en setjið ekki feiti á hana fyrr en hún er orðin svo heit að vatnsdropar dansi,sé þeim stökkt á hana. Bakið pönnukökurnar við miðlungs hita, snúið þeim þegar loftbólur myndast á yfirborðinu og jaðrarnir eru orðnir þurrir. Og að lokum koma uppskriftir af tvenns konar ávaxtamauki sem gera þessar pönnukökur hreint ómótstæðilegar. Epla- maukið geymist vel i kæliskáp, en bananamaukið verður að hesthúsa strax. Ferskt ávaxtamauk Þessi uppskrift gerir 1 1/2-2 bolla af mauki. Sist er það áhyggjuefni að maukiö geymist ekki þvi það er svo ljúffengt að það hverfur óðar en þaö er kom- ið á borðið. 4 bananar 1 appelsina, afhýdd og skorin i smátt safi úr einni sitrónu 1/4 bolli rúsinur 1/4 bolli sjóðandi vatn. Hellið sjóðandi vatni yfir rúsinurnar og látið standa þar til þær eru orðnar meyrar. Hrærið vel saman með einhvers konar þeytara. Eplamauk 6 epli handfylli af rúsinum 1/2 bolli vatn eða eplasafi sitrónusafi (má sleppa). Afhýðið eplin, fjarlægið kjarnana og rifið þau niður eða skerið i smáa bita. Setjið i pott ásamt rúsinum og eplasafa, hleypið upp suðunni og látið malla þar til maukið hefursam- lagast vel. Bragðbætiö með sitrónusafa ef verkast vill. Uppskriftin gerir 3-4 bolla af mauki. Vonandi hefur ykkur ekki þótt hanagalið láta of hvellt i eyrum. Þetta var nú allt vel meint... Og hvers vegna skyldu svo margir Islendingar þjást af magasjúk- dómum?! ^matkrAkanc^ eftir Jóhönnu Sveinsdóttur Qomjnn HJOLBARDAHUSID h> SKEIFAN 11 — við hliðina á Bflasölunni Braut — SIMI 31550 Sérlega góð inniaðstaða nPin kl. 8-21 virka daga kl. 9—5 laugardagaogsunnudaga Ef einhvers staðar er opið þá U* er opið hjá okkur — og alltaf kaffi á könnunni RADIAL DIAGONAL SÓLUÐ JEPPADEKK MICHELIN KANADADEKK DUNLOP BRIDGES TONE GOOD YEAR Tmr 09 s^'“Ur hringir í urvali- GOOD YEAR BRIDGESTONE GENERAL ISLENZK AMERÍSK OG ÞÝZK MARGAR GERÐIR Á GÓDU VERÐI GERIÐ VERÐ- OG GÆÐASAMANBURÐ. Mikið úrval af krómfelgum og jeppafelgum mOKOKOKOKOKOKOKOKOyTOXOTOO

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.