Helgarpósturinn - 07.05.1982, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 07.05.1982, Blaðsíða 16
16 Föstudagur 7. maí 1982 holrjpirpn^ti irinn Orsaka afbrota m.a. að leita í uppeldisaöstæöum — gripið niður í hæstaréttardóma og geðrannsóknir á afbrotamönnum Undanfarnar vikur og mánuði hefur verið i gangi býsna at- hyglisverð umræða um geðsjúka afbrotamenn, öryggis vistun þeirra, fangavistun og þátt sam- félagsins í orsökum afbrota þess- ara manna. Margt umhugsunar- vert hefur komið fram i þessari umræðu og deginum ljósara, að mikiö vantar á að aðbúnaður geð- veikra afbrotamanna og vankaðra sé sómasamlegur. bessi umræða hefur m.a. farið fram á siðum Helgarpóstsins. Blaöið hefur itrekað reynt að skoða þessi mál i vlöara sam- hengi eins og t.d. i desember sl., þegar gerö var úttekt á afplánunarmálum og tiöni glæpa, sem framdir eru af geösjúku fólki. í viötali viö Jakob Jónas- son, geölækni, kom fram aö hættulegir geðsjúklingar heyri til undantekninga. „Fremji menn meö geöveiki á háu stigi glæp, er hann i flestum tilfellum til- viljanakenndur og óúthugsaöur og kemur oft niöur á nánum ættingjum. Það má segja aö slikir glæpir séu hvatvfslegir,” sagöi Jakob i viðtalinu viö Helgarpóst- inn. Jakob sagöi ennfremur aö ástandið hérlendis nú væri þannig, að fjórir menn væru álitnir ósakhæfir sökum geðveiki. Tveir þeirra væru undir sérstakri gæslu á Litla-Hrauni, einn væri erlendis og sá fjóröi á Kópavogs hæli. Sem kunnugt væri vildi Kleppsspitali ekki taka við geð- veikum afbrotamönnum á þeirri forsendu, að þar væru aðstæður til gæslu sliks fólks ekki nógu góöar. „Á það hefur hins vegar verið bent,” sagöi Jakob Jónasson einnig, „að geödeild viö fangelsi þurfi ekki að vera stærri en að þar komist fyrir sex rúm. Þaö mundi fullnægja þörfinni hér á landi og mikiö mundi sparast viö aö hafa rekstur slikrar deildar og fangelsis að nokkru leyti sam- eiginlegan.” Þeim mönnum skal eigi refsað... Margar spurningar hafa vaknað i þessu sambandi og ekki öllum veriö svaraö — kannski er ekki hægt aö svara þeim. Ein spurningin er: hvers konar fólk eru þessir geðveiku afbrotamenn hvernig lifi hefur þaö fólk lifaö, sem skyndilega — og oft fyrir- varalaust — stendur berskjaldaö eftir aivarleg brot á lögum og reglum samfélgasins sem fóstr- aöi þaö? Viö litum i hæstaréttardóma, gamla og nýja, til að leita svara viö þessari spurningu. Þaö er undantekningalaus regla i mann- drápsmálum, aö sakborningurinn er látinn undirgangast geörann- sókn sem m.a. skal skera úr um hvort viðkomandi er sakhæfur eöa ekki. baö er tiltölulega fá- gætt, aö niöursaöan veröi sú, aö brotamaöurinn sé ekki sakhæfur. Spurningunni, sem þarf að svara er hvort 15. grein refsilaga eigi við en hún hljóöar svo: „Þeim mönnum skal eigi refsaö sem sökum geöveiki, andlegs van- þroska eöa hrörnunar, rænu- skerðingar eöa annars samsvar- andi ástands voru alls ófærir á þeim tima sem þeir unnu verkiö til aö stjórna geröum sinum”. Stöðugur flækingur Tökum dæmi um mann,K, sem svipti unnustu sina lifi eftir stormasama og býsna óreglu- sama sambúö og samveru. Geö- læknir taldi hann sakhæfan. Alits- gerð læknisins iauk meö svofelld- um oröum: „Pilturinn K hefur frá allra fyrstu æviárum veriö á stööugum flækingi milli staöa og stofnana. Naumast getur talist, aö hann hafi nokkurntimann átt til lengri tima þá aðbúð er sæmileg heimili veita. Ast hans til móöur viröist ekki hafa verið eölilega endur- goldin, svo tilfinningaleg afstaða hans til hennar er mjög tviskauta. Hann missir föður sinn þriggja ára gamall, eignast tvo stjúpa en hvorugur gengur honum i fööur staö. Fær aldrei vasapeninga til aö þroska fjármálavit sitt. Hann eignast ekki vini i skóla enda allt- af i andófi og vörn gagnvart ein- staklingum og stofnunum, óöruggur og þjáöur minnimáttar- kennd. Hann reynir aö stækka sig með þvf að fá yngri skólafélaga meö sér til óknytta. Hóflegur agi og góðvild ber hins vegar árangur, er hann dvelur i seinna sinn á barnaheimilinu R. Þegar hann leitar kunningja i Reykja- vik, lendir hann i afbrotafélags- skap, en reynir aö taka sig á og tekst það aö nokkru er hann ihug- ar, hvert afbrotaferill hans stefn- ir. Hann festir ást á stúlku, sem á ýmsan hátt virðist hafa átt viö öröugleika aö striöa sjálf og hafa haft svipaða skapgerö. Þau áttu að þvi er séö veröur, fátt sam- eiginlegt nema kynmök, drykkju og skemmtanir. Auösætt er, aö þörf K fyrir ástvin er svo brýn, aö þetta samband veröur honum mjög mikils viröi þrátt fyrir ósamrýmanlegar skaphafnir, rif- rildi og handalögmál á báöa bóga, ásamt ótrúskap. Athafnaferill þessara tveggja ungmenna hlaut aö leiöa til slyss fyrr eöa siöar, ef áfram var haldið á sömu braut.” Með eindæmum óheppi- leg... Eins og fram kemur missti sak- borningurinn fööur sinn þegar hann var þriggja ára. Um þaö leyti fórhann aö fá áköf reiöiköst, fleygöi sér i gólfiö, orgaði og lét

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.