Helgarpósturinn - 07.05.1982, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 07.05.1982, Blaðsíða 10
10 Kristur kemur um leið og krían ... I mai, þessum mánuði sem hlýtur að mega kallast timi til- hlökkunar og sátta milli okkar grasbitanna og náttúrunnar, er i flestra hugum, amk. þeirra sem i skólum hafa numið og starfað, þreytandi tið. Mai er mánuður prófanna. Ég ætti að vita það. Um þessar mundir verð ég að þola tvær manneskjur undir minu þaki, sem báðar lesa fyrir próf. Próf — eða réttar sagt það hugarfar, sem veldur þvi að þúsundir námsmanna eru reknir i þennan upprifjunarlestur og siðan vegnir og metnir eins og sauðfé eða hross, hlýtur að vera afskaplega brenglað. Hugsið um það. Ekkert i náttúrunni byggist á skyndikönnun á hæfni eða getu. Ekkert i náttúrunni er útskriíaö meö látum og slegið á það máli i leiðinni. 1 náttúrunni, sem viö og hugsunarháttur okkar hlýtur að mótast af, gerist alltaö undangenginni þróun. Og hver einstakling- ur verður að fá sinn tima lil að þróa með sér hugmyndir, fróðleik og svo framvegis. bað hljóta að hafa verið einhverjir verkfræðingar eða iliviljaðir, guðhræddir barnakennarar, sem fundu upp hina andlausu aðferð prófdómaranna til aðkomast hjá þvi aðkenna og uppfræða. Að kenna og fræöa er list sem fáum lætur. En það er enginn vandi að prói'a. Albert Einstein, einhver merkasti nemandi okkar aldar, stóð sig oft illa á prófum. Og hann var mikill andstæðingur prófa og þess hugsunarháttar sem mótast'af skólum og skólamönnum sem segir i raun, að enginn veröi maður með mönnum, nema hægt sé að mæla árangur hans i tölum. Einhvern lima báöu menn Albert Einstein að fara i gáfnapróf og sálkönnun hjá Ereud. Honum varð vitanlega ekki ekiö þangað og sagði: ,,Ég vil gjarna fá að vera áfram i þvi myrkrisem umlykur þá manneskju sem ekki er búiö aö sálgreina”. Próf, sagði Einstein, eru iyrir vélar og ekki fólk. En sennilega eru þau próí, sem barnakennarar þessa lands skýla sér á bak við á þessu vori barnaleikur, amk. ef við miðum við prófið sem mannkynið allt verður sett i þann f jórtánda mai. Vonandi hafa menn verið boöaðir til þess. bann fjórtánda mai á aö tilkynna um gervitungl og sjónvarpa þannig beint útsendingu þar sem Kristur okkar tima birtist. Undanfarna daga hefir söfnuður einn, fjármagnaður með frjáls- um íramlögum i Bandarikjunum og stjórnað af Bretanum Benja- min Creme, auglýst i stærstu dagblöðum sextán þjóðlanda um endurkomu Krists: KRISTUK HÉR, segir i auglýsingunni og siðan hefur Benjamin Creme sagt, að þessi nýi Kristur muni gefa sig i ljós þann 14. mai n.k. Það fyigir og boðskapnum, að það skipti engu þótt menn eigi ekki sjónvarp til að ná beinni útsendingu um gervitungl, þviKristurmunitalaáalheimstungusemnái öllum eftir telepatisk- um leiðum. Skyldum við standast þetta próf? Vikcpóstur frá Gunnari Gunnarssyni Föstudagur 7. maí 1982 Jie/garpásturinru Aö fara rökrétt í svínurnar Eftirfarandi spil sýnir hve fara verður með mikilli gát, þegar nauðsynlegt er að svina og möguleikarnir fleiri en einn. S G985 H AD7 T AD108 L 84 S K62 S 3 H 8 H 1096432 T K743 T 652 L AKG52 L D93 S AD1074 H KG5 T G9 L 1076 of seint, þvi nú trompar suður og heldur áfram með tromp. Hefði austur átt spaða kóng annan eða þriðja, þá gat vestur ekki átt neinn spaða til þess að trompa hjartað. En nú átti vestur spaða kóng þriöja og fær á kónginn. Alit sem suður þarf nú að gera er að hirða siðasta tromp vesturs og þvi tapaði hann aðeins þrem slögum. Nú séröu lesandi góður, hve nauðsynlegt er að fara rökrétt i svinuna. Vissulega erhægt að hnekkja spilinu, en þá verður vestur að byrja á því að spila út hjarta áttunni. En laufa útspil hans er afar eðlilegt. Spil eftir Friðrik Dungal Vestur gaf og opnaði á einu laufi. Norður doblaði. Austur sagði eitt hjarta, sem reyndar er vafasöm sögn er merkir veik- leika. Suður sagði spaða og vesturtvölauf. Norður hækkaði sögnina i tvo spaða og suður skellti sér i fjóra. Vestur lét út laufa kónginn. Siðan hjarta áttuna. Og nú erum við á vegamótum. Hvernig eigum við að spila spilið? Suður á tvo tapslagi i laufi. Ennfremur vantar hann bæði spaða- og tigulkóng. Þess utan getur vestur jafnvel trompað eitt hjarta. Við byrjum á að taka á hjarta drottninguna. Spilum spaða gosanum til þess að reyna að veiða kónginn frá austur. Þaðan kemur þristurinn. Nú má alls ekki svina. Ef við hleypum vestur inn þá spilar hann lágu laufi og setur austur inn. Hann spilar hjarta sem vestur trompar og þarmeð er spilið tapað. Þvi tökum við á ásinn. Samkvæmt sögnum er ekkert sennilegra en aö vestur eigi bæði spaða og tigul kóng. Sitji báðir kóngarnir rangt, þá er spilið hvort sem er tapað Nú er eina vonin að svina fyrir tigul kónginn. Gosinn látinn og hann heldur. Þá tigul nían og tekið á tiuna. Siðan er ásinn látinn og laufa sjöinu hent. Þá tigul drottning og laufa tiunni hent i hana (tapslagur á tapslag). Vestur fær slaginn og spilar lágu laufi t'il þess aö koma makker sinum inn. En nú er það „Ég varaðfrétta aðdóttirþi'n hafi verið að gifta sig. Égóska þér til hamingju. Er þetta ekki ágætis maður sem hún giftist?” „Þakka þér fyrir. Jú, tengda- sonur minn er besti náungi, en einn galla hefur hann samt. Hann kann ekki að spila bridge”. „Það kalla ég nú ekki beint galla”. „Og þó, hann spilar nefnilega ósköpin öll”. Heyrt að lokinni spilakeppni: „Spilamennska þin var óvenju góð i kvöld. Nærri þvi eins og afsakanirnar”. 1 Morgunblaðinu 4. þ.m. segir kollega minn Guömundur Páll frá kurr sem kom upp i spila- keppni nýlega. Orsökin var sú að einn spilarinn hugsaði sig um i hálfa minútu áður en hann passaði fjögur hjörtu. Ekki ætla ég að skipta mér á einn eða annan hátt af þessu. Það er fjarri mér. En i sambandi við þetta rifjaðist upp fyrir mér eftiríarandi saga: Það var spilakeppni i Ame- riku. Sagnir gengu þannig: 1 hjarta + 2,hjörtu + + 3: hjörtu+ + + Pass+ + + + Skýringar: + 30 sekúndur + + ein minúta .+ + + tvær minútur + + + + tvær minútur Þeir unnu fimm hjörtu og aö spili loknu ásökuðu þeir hvor annan fyrir að hafa ekki farið i úttektina. Þá sagði annar and- stæðinganna að það væri ekki von, það hefði alls ekki verið hægt að melda úttektina. Þá spurði annar spilaranna: „Hversvegna?” „Ykkur gafst enginn timi til umhugsunar”. Skákþraut helgarínnar A. E. Holm B. Úr einni af skákum Morphys, hann hefur gefið hrók i forgjöf. -r- Hvítur á að vinna. Hvítur á leikinn. Lausn á bls. 23 Á grunn- og djúpmiöum 22 mikla velgengni áriö 1980, þegar litlu plöturnar Going Under- ground og Start vermdu báðar efsta sæti vinsældarlistans um skeið og stóra platan Sound Aff- ects gekk einnig mjög vel. Þær tvær litlu plötur sem komu út á siöasta ári vöktu svo ekki neina hrifningu,, en hins vegar fór litla platan með lögunum Precious og Town Called Malice, sem kom út fyrr á þessu ári, ifyrsta sæti. Lagið Precious er i fönkstil með góðum „wah-wah” rythmagitar og kraftmiklum lúðrablæstri. Town Called Mal- ice er hins vegar undir sterkum áhrifum motown-soul tónlistar- innar, sem var svo mjög vinsæl milli 1960 og 70. Bæði eru þessi lög hinágætustu danslög. Þau eru bæði að finna á nýrri stórri plötu, sem ber yfirskrift- ina The Gift. Þar er og margt annaö góðgæti að finna og greinilegt er að hljómsveitin er enn jafn fersk og hún var á fyrstu plötunni. Rætur tónlistar The Jam er fyrst og fremst aö finna i ýmsum tónlistarstefnum sjöunda áratugsins. Áhrifavald- ar eru hljómsveitir svo sem The Who.TheKinks, Bitlarniro.fi. A The Gift eru þó mikið áberandi þau áhrif sem Paul Weller, git- arleikari, söngvari og aðallaga- smiður hljómsveitarinnar, hef- ur orðiðfyriraf soultónlist fyrr- nefnds áratugar. Mest eru áhrif hins svokallaða motownhljóms en einnig verður maður var viö áhrif frá „Stax souli”. Þó að greinilegt sé á tónlist The Jam hvaðan áhrifin og sumar hug- myndir eru fengnar, er samt sem áður ekki hægt að segja annað en Weller hafi þróaö með sérsinn eigin stil. Weller er oft á tiðum mjög pólitiskur og adeilinn i textum sinum. 1 Just Who Is Thí 5 O’Clock Hero segir m.a. My hard earned dough goes in biils and the larder/It seems a con- stant struggle just to ex- ist/Scrimping and saving and crossing of lists,- Og i Running On The Spot segir svo: í was hoping we’d make real progress-/But it seems we have lost the power/Any tiny step of advancement/Is like a raindrop falling into the ocean/We’re running on the spot-always have-always will?/We’re just the next generation of the emot- ionally crippled. En mikilvæg- astur allra texta á plötunni, a.m.k. eftir þvi er Paul Weller segir, er Trans-Global Express. Þar er meðal annars kastað fram eftirfarandi spurningu: Imagine if tomorrow the work- ers went on strike/not just the British Leylands but the whole world/who would earn their profits?/Who would make their bombs? Það sem er þó nær óskiljan- legt, fyrst þessi boðskapur er þeim svona mikilvægur, er að söngurinn i laginu skuli vera hljóðbandaöur svo aftarlega að ekki er nokur von til að textinn komist til skila öþruvisi en eð lesa hann um leið af blaði. Þetta er stór galli á annars ágætu og forvitnilegu lagi. En Weller semur fleira en góða ádeilutexta, þvl ástartext- ar hans eru margir hverjir ekk- ert siöri, og um margt óvenju- legir. Nægir i þvi tilfelli aö benda á lögin Happy Together og Precious. Sem lagasmiður er Weller óð- um að skapa sér nafn, sem einn sá fremsti er fram hefur komið á undanförnum árum. Og erfitt er að hugsa sér pottþéttari hljómsveit en The Jam. Trommuleikur Rick Bucklers er þéttur og litrikur og það sama má segja um bassaleik Bruce Foxton, sem er ákaflega, lipur og lýriskur. Paul Weller fer svo sifelltframsem gitarleikara, en hann er fyrst og fremst mjög rythmiskur. Auk þess spilar hann svo K'tilsháttar á hljóm- borð og ekki sakar að geta þess að hann hefur sjaldan sungið betur. Þess ber að geta að á plötu þessari njóta The Jam aö- stoðar blásara i allmörgum lög- um og eru útsetningar blásturs- hljóðfæranna allar hinar smekklegustu og falla vel að tónlistinni. Fyrir utan mixið á söngnum i Trans-Global Express er aðeins eitt atriði sem ég get ekki fellt mig viöáTheGift og þaö er suð- ur-ameriski fi'lingurinn i laginu The Planners Dreams Goes Wrong sem á illa viö. I heildina er The Gift þó þræl- góð plata. Hún er einhver sú besta sem The Jam hefur sent frá sér, og þá er nú sterkt til orða tekið, og áreiöanlega ein besta plata sem komið hefur út það sem af er árinu.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.