Helgarpósturinn - 18.06.1982, Side 4

Helgarpósturinn - 18.06.1982, Side 4
Allskyns æði koma og fara með vissu millibili. Núna stendur eitt þeirra yfir, og ekkert fararsnið á þvi. Það var i fyrrasumar að hér spruttu upp likamsræktarstöðvar, ein á eftir annarri, þar sem að- staða var til að fegra á sér likamann með lyftingatækjum, sólarii og böðum hverskonar. Hvers' vegna skyndilega vaknaði þörf fyrir slikt veit likast til enginn. En hún var greinilega fyrir hendi, þvi fjöldi manns fyllti sali þessara stöðva og fyllir enn i flestum tilfellum. Og hvern hefði órað íyrir þvi fyrir ári, að innan nokkurra mánaða yrði haldið hér ísiandsmót i vaxtarrækt að viðstöddum fleiri þúsund áhorfendum, eins og raunin varð á i Broadway. Og þó karlmenn væru i meirihluta þeirra sem hófu að rækta lik- ama sina, eins og við var að búast, voru konurnar vissulega með. Frammá siðustu ár hafa kraftalæti og aflraunir allskonar verið einkamál karla, eins og allir vita, og kvenlegheit jafnvel þýtt það sama og vöðvaleysi. Konur hafi óttast „vöðva” álika mikið og fitu, og óttinn við vöðva fælt marga stúlkuna frá iþróttaiðkun, þvi með vöðvunum hafi þær orðið karlmannlegar i vexti, segir kenn- ingin. En margt hefur breyst á undanförnum árum, og á timum jafn- réttis, kemur það kannski ekkert á óvart þó stúlkur æfi lyftingar til að efla likamshreysti sina. Er það kannski liður i kvenréttinda- baráttunni? Eru þær þarmeð að brjóta niður siðasta vigi karl- anna, sem verið hefur hinir kraftalegu yfirburðir? „Nei, alls ekki”, var einróma svar þeirra stúlkna sem Helgarpósturinn talaði við. „Konur verða aldrei eins og karlar”, sögðu þær. „Við erum að þessu fyrst og fremst til þess að bæta linurnar”, sagði Marta Unn- arsdóttir. „Fólk hefur ákveðið vaxtarlag og þvi getur það ekki breytt. En þaðer hægt að slipa þennan vöxt aðeins til. Það er hægt að sverfa fitu af hér og styrkja vöðva þar, og svo framvegis. Við erum ekki i þessu tií að fá stóra vöðva, til að gera handleggina svera”, sagði Marta. „Ég vildi, til dæmis, ekki eiga mann sem væri langtum slappari en ég. Mann sem ég gæti tuskað til þegar mér sýndist. Nei, takk”, bætti Hrafnhildur Valbjörnsdóttir við. Stúlkurnar lögðu áherslu á að þær væru i þessu til að auka heilbrigði sitt og likams- hreysti. Og til þess að fá fallegri vöxt. En einhver takmörk eru þó til i þeim efnum. Hrafnhildur er nýkomin frá Sviss, þar sem hún tók þátt i Evrópukeppni vaxtar- ræktarfólks, og henni leist ekki meira en svo á það sem hún sá þar. „Það var eins og holdanaut fólkið sem vann i þeirri keppni. Maður hafði á tilfinningunni að ef maður styngi á þvi með nál, þá myndi það springa eins og útblásin blaðra”, sagði hún. Steinunn Agnarsdóttir „Við fáum enga ofsalega vöðva af þessu. Ég er i þessu fyrst og fremst til að losa mig við fituna og laga likamsvöxtinn”, sagði Steinunn Agnarsdóttir, sem æfir i Orkubót. Hún kynntist likamsræktinni i gegnum blöðin og byrjaði að æfa i ársbyrjun 1981. Fyrst þrisvar i viku og kannski heldur óskipulega, en áhuginn jókst fljótlega. „Fyrst var ég bara i þessu fyrir sjálfa mig. En svo lét ég til leiðast að taka þátt i sýn- ingunni i Háskólabiói i nóvember i fyrra, og uppúr þvi vaknaði áhugi fyrir að breyta verulega mataræðinu og taka upp erfiðari æfingar”. — En af hverju þessi iþrótt frekar en ein- hver önnur? „Ég sá að þetta gerði mikið fyrir mig. Ef maður er að spá i að bæta vöxtinn þá tel ég að maður nái fljótar árangri i þessu en öðrum iþróttagreinum”, sagði hún. í augnablikinu er Steinunn ekki að æfa fyrir neina sérstaka keppni eða neitt slikt, hún er bara að halda sér i formi. Og það gerir hún með þvi að æfa fimm sinnum i viku, einn og hálfan tima i einu. „Þetta er náttúrlega einstaklingsiþrótt og þess vegna æfi ég ein. En fyrir keppnir er gott að vera tvær og tvær saman, þvi þá eru það stell- • ingarnar sem eru mesta málið. En annars eru það númer eitt æfingar, númer tvö mat- aræði og númer þrjú stellingar sem gilda i þessari i þrótt”, sagði Steinunn. Hún er 21 árs gömul og vinnur á Hrafn- istu i sumar, en er annars i skóla. Hún sagði að þær konur sem urðu i efstu sætunum hefðu verið nánast eins og karl- menn i vexti, herðamiklar, mittislausar og mjaðmir eins og karlmenn. Þá hefðu þær haft smá skeggrót og hárvöxt á maganum. „Það var akkúrat ekkert kvenlegt við þess- ar manneskjur”, sagði hún. En er það ekki einmitt svona sem þessar stúlkur, sem æfa vaxtarrækt sem keppnis- iþrótt hér á landi, eru að sækjast eftir að verða? „Nei, aldrei’jsögðu þær. Og Hrafnhildur sagði: „Ef dómurunum á þessum mótum lýst ekki á mig eins og éger, þá verður bara að hafa það. Mér dettur ekki i hug að fara að éta hormónalyf til að fá stærri vöðva.” Stúlkurnar voru reyndar sammála um að það væri einmitt það sem þær borðuðu sem skipti sköpum i sambandi við árangurinn. Þær borða mjög litið, og náttúrlega engin sætindi og Hrafnhildur og Marta borða ekkert kjöt. Bara grænmeti, egg, osta, jóg- úrt og drekka vatn og te. „Það er ekkert mál að lyfta”, sögðu þær. „En að halda svona i við sig i mat — það er annað mál ! ” Áfengi og tóbak nota þær ekki — nema Þórunn Pálsdóttir Þórunn Pálsdóttir byrjaði að æfa vaxtar- ræktina í janúar á þessu ári. „Ég veit ekki almennilega af hverju. Sennilega af þvi að mig langaði til að prófa eitthvað nýtt. Ég hætti i jassballett fyrir nokkru og vildi halda mér i formi”, sagði hún. Til að byrja með æfði hún bara þrisvar i viku, en ákvað svo i vor að taka þátt i keppninni um islandsmeistaratitilinn og fór þá að æfa meira. Núna æfir hún tvo daga og hvilir sig i einn á milli. Fyrri daginn æfir hún helming likamans, ef svo má að orði komast, og seinni daginn klárar hún prógramrnið. Þetta gerir hún svotil leið- beiningalaust. ,,Ég fékk náttúrlega leið- beiningar fyrst þegar ég byrjaði hér i Orku- bót, en núna er ég bara sjálf að þessu,” segir hún. Það eruhelst hinar svokölluðu pósur eða stellingar sem hún fær leiðbein- ingar um frá kollegum. En er það þess virði að púla svona? „Já, svo sannarlega. Mér finnstnú þar að auki bara gaman að púlinu, sérstaklega þegar maður sér árangurinn af þvi. Ég er að þessu til að fá fallegri likama og þetta hefur borið nokkurn árangur i þá átt. Og svo liður mér svo vel af þessu”. Þórunn Pálsdóttir er 16 ára, vinnur hjá útlendingaeftirlitinu, en er annars i Menntaskólanum við Sund. kannski kampavin við hátiðleg tækifæri. „Við erum ekkert fanatiskar á þetta, okkur finnst bara ekkert varið i það. Og er ekki sagt að það taki likamann hálfan mánuð að L

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.