Helgarpósturinn - 18.06.1982, Side 16

Helgarpósturinn - 18.06.1982, Side 16
16 Jón Ragnarsson i Regnboganum var helst á þvi, aö þaö væri eitthvaö fariö aö haiia undan fæti i blaöaheiminum fyrst hann væri ientur i helgarviötali. Enda lýsir hann sér sem „ósköp hógværum”. En þetta er dugnaöarforkur, sem steypir sér af fullri alvöru út I þaö, sem blasir viö hverju sinni. Það fyrsta, sem Jón Ragn- arsson steypti sér út I, var veitinga- mennska. Þaö lá kannski alltaf beint viö aö svo færi, sagöi hann þegar viö sátum I bjartri og rúmgóöri skrifstofu hans á annarri hæö i Regnbogahúsinu viö Hverfis- götu. „Foreldrar minir voru i þessum bransa frá þvi aö ég man eftir mér og þegar ég var oröinn sextán ára fór ég sjálfur aö læra til þjóns. Þegar þvi lauk var ég svo I tveggja ára framhaldsnámi I hótel- og veitinga- rekstri I Lausanne i Sviss, þar er heimsins fremsti skóli á þessu sviöi. Þar kenna þeir manni allt, sem viövikur veitingamennsku, bæði bóklega og verklega, þannig að maöur fær ansi góöa yfirsýn”. iNennti ekki þeim ðarrðOardansi Jón sagöist hafa komiö galvaskur heim haustiö 1962 og áriö eftir fariö út i sjálf- stæöan veitingarekstur. „Ég leigöi Tjarnarbúö, veitingaaöstööuna i Odd- fellowhúsinu, og rak þaö I ein fimm ár. Ég var svo til eingöngu i einkasamkvæmunum, sem var ágætur grundvöllur fyrir á þeim tima. Fljótlega upp úr þvi fór aö fjölga samkomusölum klúbba og félagasamtaka, hótelin byggöu upp og fjölgaöi og þá voru orönir allt of margir aö bitast um sömu kökuna. Þetta voru oröin tóm undirboö og öll aöstaöa oröin önnur. Þá nennti ég ekki lengur aö taka þátt I þeim darraöardansi og fór út.” — Var þaö þá, sem þú keyptir Hafnar- bió? „Já, þaö var ’68, raunar áður en ég hætti viö Tjarnarbúö. Þá hellti ég mér á fullu út I kvikmyndaiönaöinn. Þaö horföi samt ekki mjög björgulega viöá þeim tima — sjón- varp var tiltöluiega nýtt fyrirbæri hér og öll bióin búin aö vera meira og minna i klessu út af þvi. Ég var þó búinn að kynna mér hvernig þróunin haföi oröiö I öörum löndum. Þar haföi aösókn aö kvikmynda- húsum dregist mikiö saman fyrst eftir til- komu sjónvarps en siöan náö sér á strik ,«ftur. Ég reiknaöi þvi dæmiö þannig aö . ^bíóin væru á leiö upp og aö framtiöin blasti viö þeim. Mér fannst rétt að gera þetta á þessum tima — og er náttúrlega löngu sannfæröur um aö þaö var.” — Og Hótel Valhöll á Þíngvöllum kemur inn I myndina á þessum tima, eöa hvaö? „Ja, pabbi keypti Valhöll ásamt tveimur öörum ’61, þeim Sigursæli I Sæla-Café og Þorvaldi i Sild og fisk. Þeir fóru út slðar og þá keypti ég helminginn á móti pabba. Þegar hann féll frá eignuöumst viö syst- kinin og mamma hans hlut, þannig aö ég er ennþá inni i þvi en nú leigjum viö rekst- urinn. Fyrstu árin vann ég mikiö á Valhöll og var þar mikiö þess fyrir utan. Mér finnst alltaf gott og gaman aö koma þangaö — þar liöur mér vel.” 600 manna „Kúliúrmalía” — Þetta var kannski útúrdúr — viö vorum aö tala um Hafnarbió. Þar gengu, fannst manni, svona ákveönar myndir fremur öörum... Jón Ragnarsson brosti — eöa örlaöi fyrir glotti? „Auövitaö eru allar myndir ákveön- ar myndir, eins og þú oröar þaö, en þaö má kannski segja, aö þar hafi einkum verið sýndar svokallaðar „aksjón-myndir” eöa afþreyingarmyndir. Fyrir þannig myndum er einfaldlega besti grundvöllurinn enda gaf aðsóknin aöHafnarbió ekkert eftir aö- sókn aö stærri bióunum þótt þaö væri minnst.” — Hvaö þurfa menn helst aö kunna til aö reka bió? Hann hikar: „Ég kann nú eiginlega ekki alveg aö svara þessu... maöur þarf náttúr- lega aö hrærast meö þörfum kúnnanna, vita fyrir hvernig myndir er helst þörf. Mál málanna er náttúrlega aö velja réttar myndir fyrir okkar markaö. Fjöldinn vill afþreyingarmyndir, þaö er engin spurning. Þaö er ákveöinn hópur, sem kemur fljótt I bió, fóik sem fer I bió til aö drepa tíma og skemmta sér en leitar siöur eftir listaverk- um á þessu sviöi. Þaö skiptir miklu máli þvi kvikmyndahúsarekstur kostar mikiö fé dags daglega. Svokallaðar betri myndir, listrænar myndir, hafa lika ágætan hóp en það fólk kemur seinna, er latara viö aö fara i bfó. Ég man eftir dæmi frá I vetur þegar við sýndum Montenegro, sú mynd gekk prýöilega en þaö tók lika þrjá mánuöi aö ná fólkinu inn. Viö höfum stundum veriö meö kvikmyndahátlöir hér, þar sem sýndar eru eingöngu svokallaöar listrænar myndir, margar skinandi góöar, en þaö er ekki nema um sex hundruö manna hópur, sem sækir þessar myndir.” Föstudagur 18. júní 1982 — Er þá kúltúrmaflan ekki stærri en þetta? „Þaö viröist ekki vera... Staöreyndin er sú, aö þaö er ekki grundvöllur fyrir þvi aö sýna margar myndir af þessu tagi. Þær kosta stórfé og geta ekki borgaö sig ef þær eru of þungar.” SniHinprinn FassDinder — Sumar hafa þó gengið vel hér hjá þér — eins og til dæmis Hjónaband Marlu Braun og fleiri Fassbindermyndir. „Já, já. Fassbinder hefur gengið vel og lengi. Ég sýni nýjustu myndina hans, Lolu, hér á næstunni og trúi aö hún eigi eftir að ganga vel eins og fyrr.” — Þaö spillir kannski ekki fyrir aö nú er hann allur,þannig er það a.m.k. í bóka- og plötusölu, salan margfaldast oft þegar höfundarnir deyja skyndilega. „Já en ég heföi nú gjarnan viljaö sjá hann lifa lengur — hann ætlaöi aö koma og vera hér viö frumsýningu á Lolu.” — Þaö er rétt.já. Þiö kynntust... Manni skilst helst aö hann hafi farið úr sukki og svlnarii... „Ég vil nú ekki kenna mér um þaö þótt viö höfum kannski tekið glas saman’’ — ?! Nei, ég átti nú kannski ekki viö þaö. Hvernig kom hann þér fyrir sjónir? Var hann orðinn toginn og teygöur af sukki og svalli? „Þaö fannst mér ekki. Hann var mjög snyrtilegur — en hann drakk mikinn bjór. Aö öðru leyti ... ja, þetta var náttúrlega snillingur. Ekkert annað og ekkert minna. Mér þótti hann skemmtilegur, hann virtist vel heima i öllum hlutum, haföi talsveröan áhuga á Islandi og þekkti eitthvað til hér. Hann íór fyrir aldur fram, þaö er engin spurning.” — Þetta var I Cannes, ekki satt? Borgar sig aö sækja kvikmyndahátiðir og kaup- stefnur af þvi tagi? „Borgar sig? Engin spurning. Þarna mæta allir sem vettlingi geta valdið. Þaö er á stefnum af þessu tagi, sem ég kaupi mest af mlnum myndum. Svo aflar maöur ým- issa sambanda á kvikmyndahátiðum og kaupstefnum, sem skipta miklu máli fyrir þennan rekstur og iönaöinn allan.” ... |)á er Dara verið ao sieia — En nú ertu kominn I enn nýjan bransa, þótt hann sé tengdur kvikmyndunum. Ég á viö vídeóleiguna hér viö hliöina á Regn- boganum. „Ég er nú ekki einn I þvi, þetta er og heitir Myndbandaleiga kvikmyndahús- anna. Þaö fyrirtæki var stofnaö af nauösyn og ég held aö rekstur þess hafi borið nokk- urn árangur.” — Þaö er mikiö talaö um lögbrot I sam- bandi viö þessar myndbandaleigur allar og fjölbýlishúsakerfin. 1 hverju felast lög- brotin — ég er ekki viss um aö allir viti þaö nákvæmlega. „1 sem allra stystu máli, þá felast þau I þvl, aö þaö er veriö aö leigja út og sýna al- menningi sjónvarpsefni, kvikmyndir og annaö, sem viökomandi eiga ekki rétt á. Samningar viö höfunda og rétthafa um notkun á þessu efni hafa ekki verið geröir. Þó held ég aö þetta sé mikiö aö lagast, menn eru farnir aörespektera höfundarrétt og afnotarétt annarra. Þetta hefur veriö — þótt þaö fari mjög minnkandi — þannig, aö fólk hefur veriö aö kóplera af sjónvarpi erlendis og jafnvel aö afrita myndbönd, sem þaö hefur keypt I útlöndum, og leigt siöan og sýnt almenningi. Ég held samt að flestir þeirra, sem reka leigurnar, hafi ekki byrjaö meö slæmu hugarfari eöa ætlaö sér aö brjóta á rétt- höfum. Menn vissu einfaldlega ekki betur, sem kannski er ekki nema von, þvi þessi vídeóvæðing hérlendis byrjaði mjög snögg- lega og gekk mjög hratt fyrir sig.” — En nú er þetta aö lagast, segir þú. Hvernig standa húskerfin sig? „Þau eru ekki orðin nógu góö ennþá — eins og til dæmis þeir I Videosón. Þeir eru ekki eins og þeir ættu aö vera og ég hef reynt þá aö ólöglegum hlutum — þeir eru aö sýna myndir I kerfunum hjá sér, sem þeir eiga ekki rétt á. Ef menn gæta ekki alls réttar I þessu sambandi, þá er bara veriö aö stela. Þaö er ekkert annaö orö yfir þaö. Allargjaldskrárhér eru miöaðar viö einka- not og auövitaö eru heilu blokkirnar og ibúðahverfin ekkert annaö en almenningur I þeim skilningi. RíKisvaldið qerir öKKur erliðara lyrir — Nú eru engar reglur til um þessa starf- semi hérlendis ef maöur undanskilur lög um höfundarrétt. Hvernig hefur rlkisvaldið staðið sig? „Ja, við höfum veriðað reyna að fá lækk- un á tollum á innfluttum myndböndum en sú viðleitni okkar mætir engum skilningi. Ef eitthvaðer, þáhefur rikisvaldið reyntað gera hlutina erfiðari — eins og sést á þvi, að myndbönd eru hvergi dýrari en hingað- komin. Tollurinn er hvorki meira né minna en 137%. Þeir vilja til og með tolla höf- undarrétt á hverri kassettu fyrir sig, jafn- vel þótt maður sé löngu búinn að borga það gjaldog eigi — eða hafi umboð fyrir — þann rétt hérlendis. Þannig vilja þeir meta hverja kassettu á allt að þreföldu verði.” — Svo eru i gangi málaferli ykkar kvik- myndahúsaeigenda gegn sumum þessum fyrirtækjum. Hvernig gengur sá mála- rekstur? „Ég held að það gangi sinn gang, hvorki hratt né hægt. Okkar lögsóknir beinast gegn leigum, sem hafa verið að leigja út efni án réttar og jafnvel að fjölfalda það sjálfir. 1 rauninnisnúast þessi mál ekki um réttinn, hann er augljós og viður- kenndur. Þetta verður fyrst og fremst spurning um fjárkröfurnar — skaðabætur- nar. Menn vita orðið nokkuð almennt hver réttarstaðan er — en það er jafn augljóst, að sé brotið á þessum rétti, þá er ekki um annað að ræða en að kæra menn og stefna þeim.” — Hver heldurðu að verði framtiðar- skipan þessara mála — áttu von á að lát verði á vídeóæðinu? „Ég held að þetta muni minnka og jafna sig, en aðstæður I landinu eru þannig að grundvöllurinn fyrir þessari starfsemi er góður. Veðurfar er ekki sérlega skemmti- legt og það er tiltölulega litið um aÖ vera, S svo þetta er prýðileg heimilisskemmtun. Þá sýnist okkur nokkuð bera á þvi, að fólk sé að slíta sig út úr stóru kerfunum. Greini- lega vill það fá að velja efnið sjálft. Kannski skiptir lika máli i þessu sambandi, að fólk er smeykt við lögbrotin og kærir sig ekki um aðgeta átt von á lögfræðingi heim I stofu einn daginn. Það er þó ekki megin- atriðið, að mlnu mati, heldur hitt: eigiö val.” nasarmyndir qanqa Dcsl -Hvernig efni gengur svo best? „Það eru afþreyingarmyndirnar. Og raunar allar góðar myndir úr bióunum. En það er eitt i þessu, sem hefur komið mér mjög á óvart og mér þykir merkilegt. Kvik- myndir, sem hafa gengið mjög vel og fengið kannski 50—60 þúsund áhorfendur, eru bull- andi söluvara I vídeó á eftir. Ég get nefnt The Deer Hunter sem dæmi. Hún gekk mjög vel I bióinu. Þegar aðsókn fór að minnka settum við hana hér I myndbanda- leiguna. Þar gekk hún vel og svo er ég að sýna hana aftur hérna i Regnboganum. Þá kemur mikill kippur I hana i myndbanda- leigunni. Það er eins og fólk vilji sjá vin- sælar myndir tvisvar og þrisvar sinnum, bæði I bió og heima hjá sér. Hm, merki- legt.” — Nú er komin alislensk kvikmynd á myndband, Punkturinn. „Já, ég er mjög spenntur að sjá hvernig það gengur. Það hafa verið gerðar hundrað kasettur svona I fyrsta umgang.. myndin gekk vel þegar hún var sýnd I bió og það verður forvitnilegt að sjá hvort þetta sama lögmál, og ég var að lýsa um Deer Hunter, á lika við Punktinn.” — Ég hef á tilfinningunni, að þér þyki þetta skemmtileg atvinnugrein... „Já. Þetta er mjög gaman. Skemmti- legur iðnaður — svolitið hasarfenginn af og til — en það þarf með”. — Langar þig þá ekki að búa til kvik- myndir sjálfur? „Svolitið er ég tengdur þvi, ég er aðili að kvikmyndafélaginu Óðni, sem gerði Punkt- inn. Við erum fjórir, sem eigum það. Nú erum við með áform um að kvikmynda Atómstöðina eftir Laxness. Það er verið að vinna að handritinu og væntanlega verður hægt að byrja að kvikmynda I haust.” — Komstu ekki eitthvað nálægt mynd- inni hennar Rósku, sem frumsýnd var I vetur? „Þab er varla hægt að segja það, ég keypti erlenda sýningarréttinn. Enn sem komið er hefur sú mynd aðeins verið sýnd I sjónvarpi á Italiu — en þeir borguðu vel og þeir gætu gert það annars staðar lika. Sú mynd er nú fyrst og fremst sjónvarpsefni, aðminu mati, fremur en að hún eigi erindi I kvikmyndahús. Eq er eKKi dauðylli Siminn hringdi nokkuð stöðugt á meðan við sátum og töluðum saman. Sýningar voru hafnar og þar sem verkfall stóð þessa daga voru tiltölulega óvanir fjölskyldumeö- limir Jóns við vinnu. Hann bauð upp á kalt kók og reykti mikið. Jóni Ragnarssyni hefur verið lýst á ýmsan nátt. En hvernig lýsir hann sér sjálfur? „Þú verður liklegast að spyrja aðra um það en mig...” sagði hann. „Ætli ég sé ekki... ja, ég held að ég lýsi mér helst sem ákaflega hógværum manni.”

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.