Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 18.06.1982, Qupperneq 23

Helgarpósturinn - 18.06.1982, Qupperneq 23
He/gar—— Föstuda.gur ,18.. júní. )982 postunnn % Umsjón: Jóhanna Þórhallsdóttir Frá vinstri. Anna Hún, Auður, Guðrún, Brynhildur,Hanna og.... Maria Gisladóttir sem lesendur Stuðarans ættu nú aldeilis að þekkja * ??? *»*l hver? Héldum hún væri barnabarn Hitlers. ,,Ef við erum heppnar kom- umst við inn á fimmtudögum i Klúbbinn og Sigtún. Nú annars fer maður i bió og á tónleika.” — Fóruð þið á Human League tónleikana? „Bara Guörún sem skemmti sér mjög vel. En Hanna er öll i pönkinu, hlustar á Vonbrigði, Purrkinn, Q4U, Þeysarana, Egó, Bodies og á plötuna Hvað tefur þig, bróðir? ” — Eruö þið með eða á móti her hér á landi? Hanna: „Island úr Nató, herinn burt!” Guðrún: „Eg held ég vilji að her- inn fari úr landi þótt ég sé alltaf upp I Albert Hall aö vinna fyrir Sjálfstæðisflokkinn.” Brynhildur: „Ég vil hafa herinn.” Auður: „Ég lika.” Og Anna Rún er hlutlaus. — En af hverju með og á móti??? Auður og Brynhildur: „Ef herinn fer koma rússarnir bara og þeir mundu ekki láta mann i friöi eins og kaninn gerir.” Hanna og Guörún: „Island á að vera sjálfstætt riki. Her þýðir vopn, sem þýðir strið sem þýðir dauðiog við erum friðarsinnar. — betta var bara nokkuð gott svar hjá okkur.” Stuðarinn samsinnir þvi og þakkar fyrir spjallið. ÖMURLEGT w A rigningardögum hlýtur að vera hundleiðinlegt að vinna úti, sérstaklega ef að fólk er á kafi i moldarbeðum. Það er best að skreppa niður i kirkjugarö og at- huga hvort fólk er ekki I letistuði, hugsaði Stuðarinn með sér og aidrei þessu vant dreif hann sig i rigningargallann: frakkann hans afa gamla og gömlu gúmmiskóna og arkaði af stað. Og nema hvað! Þegar ég kom á staöinn hitti ég fyrrverandi stuðkonu Mariu Gisladóttur, sem stjórnaði flokki af miklu kappi og það var sko ekkert letistuð á mannskapnum. Maria leyfði mér samt með góðu, að sjálfsögðu, að rabba laufiétt viö nokkrar stelpur, önnu Rún, Auði, Guðrúnu, Brynhildi og Hönnu. Þær eru á aldrinum 15-17 ára. Þegar Hanna kemst á þing... — Hvernig er að vinna i bæjar- vinnunni? var fyrsta spurningin, sem ég lagði fyrir þær. „Iss, þetta er skitakaup sem við fáum. Þær sem eru orðnar 16 ára fá 31,21 á timann en þær sem eru 15, fá 10 krónum lægra. Það fer ekki eftir þvi hvaða ár maður er fæddur, heldur eftir afmælisdeg- inum. Sem betur fer á þetta þó eftir að breyast þegar Hanna kemst á þing. Eini kosturinn er að fá að vera úti og að sjálfsögðu að fá að vera meö Mariu”, segja þær og brosa sætt. „Við héldum fyrst að hún væri barnabarn Hitlers”, bæta þær viö og skýra ekkert nán- ar...hmmm. Við viljum komast á traktorana! — Eru engir gæjar að vinna hérna? „Jú, það eru sko glataðir gæjar. Þeir sitja á rassgatinu allan dag- inn á traktorum og kalla okkur svo letiblóð. Jafnréttið felst i þvi að þeir fá sama kaup og við. En þaö ætti sko aö leyfa okkur stelp- unum að keyra traktora alveg eins. En við erum komnar á nám- skeið hjá Orkubót til að komast á traktorana. — Annars er örugg- lega betra að vinna hér en i fiski, þótt við höfum engan saman- burð”. Hvað tefur þig, bróðir? — A hvaða skemmtistaöi farið þið? I RIGNINGU Og á leiöinni frá kirkjugarð- inum hitti ég fjórar vinkonur minar úr Réttó en þær voru allar að klára hann i vor. Þetta eru þær Laufey, Kolla, Sigrún og Gauja. — Hvernig likar þeim að vinna i kirkjugarðinum ? „Það er fint þegar það er gott veður en ömurlegt i svona rign- ingu. Svo er þetta ekki fjölbreytt starf. Og það er asnalegt að ekki skuli allir hafa sama kaup fyrir sömu vinnu.” Segja þær. Annars eru þær bara hressar og kátar og eru farnar að hlakka til 17 júni. Stuðarinn vonar að sá dagur hafi heppnast vel og biður svo bara aö heilsa. HEIMSMEISIARAKEPPNIN í KNATTSPYRNU Á SPÁN11982 Til Benidorm 22. júní Fylgist með heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu á Spáni. Það er aðeins um klukkutíma aksturfrá Benidorm til borganna Valencia, Alicante og Elche, en þari fara t.d. fram leikir heimsmeistaranna Argentínumanna og leikir landsliðs Spánverja (3. og 5. riðillinn). Z2JIM Ferðamiðstöðin hefur þegar útvegað takmarkað magn miða á leiki,sem fara fram eftir 22 júní, og á þeirra vegum fóru farþegar frá Benidorm ströndinni á setning- arathöfnina WHKUIITB. Það varla hægt að fylgjast betur með heimsmeistara- keppninni en að fara til Benidorm 22 júní með Ferðamið- stöðinni!. FERDAMIÐSTÖDIIM AÐALSTRÆTI9 SÍM128133 11255

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.