Helgarpósturinn - 18.06.1982, Side 29
jjíSsturinru Föstudagur 18. júní 1982
29
★ ★
Lola — sjá umsögn i Listapósti.
Ekki er allt sem sýnist (Hustle).
Bandarisk kvikmynd. Leikendur:
Burt Reynolds, Catherine
Deneuve. Leikstjóri: Robert
Aidrich.
Gamla kempan Aldrich meö
mynd um störf lögreglumanna i
stórborg. Ef aö likum lætur er hér
á feröinni góö spenna og mikil
harka. Meö ást inn á milli.
Lognar sakir (Framed). Banda-
risk kvikmynd. Leikendur: Joe
Don Baker, Conny van Dyke.
Leikstjóri: Robert Aldrich.
Gamli maöurinn enn á ferö og i
þetta sinn meö mynd um barátt-
una viö Mafiuna, þaö auma félag
óheiðarlegra manna.
Ahættulaunin (Wages of Fear).
Bandarisk kvikmynd, árgerö
1978. Leikendur: Roy Scheider,
Bruno Cremer. Leikstjóri: Willi-
am Friedkin.
Spennandi og nokkuö góö mynd
um glæfralegan flutning á
sprengiefni um ógreiðfæra leiö.
En sprengiefnið á að nota til aö
slökkva oliuborholueld. Remake
af annarri gamalli og góöri. Fiör-
ingur i magann.
Skæruiiöarnir (Game For Vuitur-
es). Bandarisk kvikmynd, árgerö
1980. Leikendur: Richard Harris,
Richard Roundtree, Joan Collins,
Ray Milland. Leikstjóri: James
Fargo.
Afrika er álfa, sem iöar i
byltingum og alls kyns uppákom-
um, og þvi tilvalinn staöur fyrir
ævintýramenn alls konar. Hér
eru þaö málaliöar og annaö
skemmtilegt fólk. Kl. 5,7, 9 og n.
Patrick. Bandarisk kvikmynd.
Leikendur: Robert Heipman,
Susan Penhaligon, Rod Muilinar.
Leikstjóri: Richard Franklin.
Mynd, sem ætti aö falla Islend-
ingum i geð. Dulræn mynd.
Ungur maöur liggur i dái, en hann
býr yfir dulrænum hæfileikum og
getur náö valdi á fólki þrátt fyrir
dáiö. Myndin hefur unniö til verö-
launa á kvikmyndahátiö i Asiu.
Moröhelgi (Death Weekend).
Bandarisk kvikmynd, árgerö
1980. Leikendur: Don Shroud,
Brenda Vaccaro. Leikstjóri:
William Fruet.
Ungur tannlæknir ætlar aö eyöa
helgarfriinu meö kærustu sinni,
en á vegi þeirra veröa fjórir snar-
geggjaöir náungar, sem gera
þeim lifiö leitt. Upphefst nú mikill
hasar.
★ ★ ★
Fram í sviösljósiö (Being There)
Bandarisk, árgerö 1981. Handrit
Jerzy Kosinski, eftir eigin skáld-
sögu. Leikendur: Peter Sellers,
Melvyn Douglas, Shirley
MacLaine. Leikstjóri: Hal Ashby.
Eldribekkingar (Seniors).
Bandarisk kvikmynd. Leikendur:
Priscilla Barnes, Jeffrey Byron,
Gary Imhoff. Leikstjóri: Rod
Amatau.
Unglingamynd i stil viö Delta
kliku og fleiri myndir. Um skóla-
krakka.
Texas Detour (Afvegaleiöing I
Texas). Bandarísk kvikmynd.
Leikendur: Patrick Wayne, Pris-
cilla Barnes. Leikstjóri: Hick-
ment Avedes.
Unglingar i klandri. Samskipti
við löggur og ræningja.
Allti lagi vinur (Hallelujah
Amigo) Bandarlsk-ltölsk kvik-
mynd. Leikendur: Bud Spencer,
Jack Palance. Leikstjóri: Maur-
izio Lucidi.
Gamanvestri i Trinitý stil.
Austurbæjarbíó:
i klóm drekans (Enter the Drag-
on). Hongkongisk kvikmynd.
Aöalhlutverk: Bruce Lee. Æsi-
spennandi karateslagsmál.
& 2-21-40
★ ★
Rániö á týndu örkinni (Itaíders of
the lost Ark): Bandarísk, árgerö
1981. Handrit: Lawrence Dasdan.
Leikendur: llarríson Ford, Karen
Allen, Wold Kahler, Paul
Freeman, Denholm Elliot. Leik-
stjóri: Steven Spieiberg. /
Hér er allt, sem prýöa má gott
bió, afburða tæknivinna i öllum
deildum, einkum kvikmyndun,
klippingu og bellibrögöum, linnu-
laus hraöferö áhorfenda um heim
spennuþrunginna ævintýra af
hasarblaöaættinni, viðburöarik
skemmtun — sem sagt allt, sem
prýöa má pottþétt bió. Allt nema
einhver tilfinning, einhver örlitil
mannleg tilfinning fyrir fólki og
atburöum. — AÞ.
TÓNABÍÓ
Sími 31182
Hundahermennirnir (Dog
Soldiers). Bresk-bandarisk kvik-
mynd. Leikendur: Nick Nolte,
Tuesday Weld. Leikstjóri: Karel
Reiz. ★ ★★
Góö mynd. Hinn ágæti leikari,
Michael Moriarty, leikur náunga
sem þreyttur er orðinn og sjúsk-
aöur og striöshrjáður af veru i
Víetnam á tlmum striösins, sem
slær öllu uppi kæruleysi og
smyglar dópi til Bandarikjanna.
Hann biður vin sinn, Nick Nolte,
aö koma þvi i réttar hendur. En
svo byrja ævintýrin. Mikil spenna
frámunalega góður leikur.
Semsagt: Gott. Sérstaklega
músikin. — GA
ÞJÓÐHÁ TÍÐARVAKNING
Þegar ég sit hér undir súöinni minni, heyri
regniö falla á þakiö og huga að þjóörækilegum
matarpistli i tilefni 17. júni, kemur mér fyrst i
hug ljóö Jóns Óskars, Vorkvæöi um tsland, þar
sem hann rifjar m.a. upp stemmninguna sem
rikti viö lýöveldisstofnunina tiu árum áöur:
Einn dag er regniö fellur
mun þjóö min koma til min
°g segja manstu barn mitt
þann dag er regniö streymdi
um heröar þér og augu
og skiröi þig og landiö
til dýröar nýjum vonum
(...)
Ljóöiö er ort 1954 og þaö ár varö mörgum is-
lenskum skáldum æriö tilefni endurlits og upp-
gjörs við fortið og nútiö þjóöarinnar, þvi i júni
þaö ár má segja aö vera bandariska hersins hér
á landi hafi fyrst verið viöurkennd i verki. Þá
voru t.d. islenskum verktökum fengin I hendur
verk sem tslendingar gátu leyst af hendi. Þessi
ákvöröun rikisstjórnar Framsóknarflokks og
Sjáifstæðisflokks fór ásamt öörum I þessum efn-
um fyrir brjóstiö á mörgu skáldinu, s.s. Steini
Steinarr, Jóni úr Vör og Jóhannesi úr Kötlum.
Næst guöar á sáiargluggann Eggert ólafsson
og ekki aö ástæöulausu. Þaö var t.d. hann sem
fyrstur ieiddi fjalikonuna inn i islenskan skáld-
skap i kvæöi sinu islandsem táknlegan persónu-
gerving landsins. En eftir lýöveldistökuna 1944
hafa svonefnd Fjallkonuljóö oröiö liöur i þjóö-
hátiöarhöidum 17. júni, yfirleitt nýtt ljóö hverju
sinni, flutt af konu I fslenskum þjóöbúningi.
iliatkraksin
eftir Jóhönnu Sveinsdóttur
Eggert Olafsson er væntanlega i flestra hug-
um þekktastur sem skáld, þótt hann hafi fengist
viö fjölmörg viöfangsefni önnur, aö hætti upp-
lýsingarmanna. I lengsta kvæði sinu, Búnaöar-
bálki, hvetur hann bændur tii aö lifa af landsins
gæöum, rækta þaö sem rækta megi, en ekki elt-
ast viö erlent „ómeti” sem geri þá duglausa.
Sumir kaflar kvæöisins verka eins og rimaðar
siöapredikanir um heilsusamlega lifnaöarhætti
og landbúnaðarmál (enda er hann maður aö
minu skapi...)
En þegar viö metum skáldskap Eggerts Olafs-
sonar i dag, veröum viö aö hafa I huga aö á 18.
öld var siöur en svo litiö á skáldskap sem list
fyrir listina, eins og stundum siðar meir, heldur
var hann i ætt viö visindi og átti fyrst og fremst
aö vera til gagns, en sérkenni hans voru i þvi
fólgin aö hann setti gagnsemina fram á þægileg-
an hátt. t mörgum kvæöum Eggerts Olafssonar
eru einkunnaroröin einmitt fremur lystin fyrir
lystina, eins og i áróöurskvæöi hans Sælgætiö
i þessu landi þar sem hann rómar hollustu inn-
lendra afuröa eins og skarfakáls, drafla, kút-
maga og lifrar. I siöasta erindinu sveiar hann
útlendum „sætindum” er vaidi „heilsu-banni”:
En sætindum annarra rikja
aldrei skal viö þetta Hkja,
eigurnar þau af oss svikja,
orsök gerast hcilsu-banns
útum sveitir Isalands;
þurfa skáldin ei aö ýkja
um þann matinn fina;
enga langar útum heim aö blina.
Ég ætla i þessum pistli að feta i fótspor Egg-
erts og koma á framfæri tveimur uppskriftum
sem byggjast á „þjóölegu hráefni”, þ.e. saltfiski
og steinselju. Vonandi fyrirgefur hann mér þótt
mig langi oft „út um heim aö blina”, sæki oft
hugmyndir út fyrir iandsteinana, t.d. er saltfisk-
rétturinn sem hér er á boðstólum ættaður frá
Suöur-Frakklandi. En hollustan situr i fyrir-
rúmi, hvað sem þvi liður.
Ef þiö viljiö setja ykkur i þjóörækilegar stell-
ingar I tilefni þjóöhátiöar — tilvaliö aö nota dag-
inn til endurmats á stöðu þjóðarinnar að hætti
skálda — þá getiö þiö sem hægast boröaö stein-
seljusúpuna I forrétt, saltfiskinn I aðalrétt og
skálaö á eftir i isiensku brennivini I minningu
Eggerts Olafssonar og jafnvel kyrjaö kvæöi
hans 0, min flaskan friöa....
Steinseljan eöa pétursseljan (úr lat. petro-
selinium) er tvimælalaust þekktasta kryddjurt-
in, og furöulegt aö svo fáir skuli rækta hana i
görðum sinum, þvi auöræktuö er hún. En þó eru
þeir erfiöieikar i sambandi viö ræktunina aö
spirun fræsins tekur töluvert langan tima og aö
plönturnar eru lengi aö komast á legg. En þetta
er þó ekkert vandamál ef ræktunarskilyröi eru
góö, þ.e. ef jarðvegurinn er myldinn og frjóefna-
rikur.
1 matreiöslu á steinseljan viöa heima. Hún er
notuð i súpur, sósur, salöt til bragöbætis, til
skrauts á steikur o.fl. Hér á eftir fer uppskrift að
kjarnmikilli grænmetissúpu, kenndri viö stein-
selju. Uppskriftin er handa sex.
1 stór steinseljuvöndur
1 blaösalathaus
500 gr kartöflur
60 gr smjör
salt og pipar
1 harðsoöiö egg (má sleppa)
1. Setjiðpottá hlóöir meö 11/21 af vatni og einni
msk af grófu salti.
2. A meöan vatniö er aö hitna, þvoið þiö stein-
seljuna og salathausinn, afhýöiö kartöflurnar,
þvoiö þær sföan og skeriö i litia bita.
3. Haldið eftir þremur steinseljukvistum, en
setjið afgang hennar ut i sjóöandi vatniö ásamt
salati og kartöflum. Látiö suöuna koma aftur
upp og látiö súpuna sjóöa i 1 1/2 tima viö vægan
hita i opnum potti.
4. Nú helliö þiö súpunni i gegnum sigti og merjiö
grænmetiö um leiö, setjiö siöan smjörklipuna i
stóra súpuskál og hellið súpunni yfir.
5. Saxiö nú steinseljukvistina sem þiö hélduö eft-
ir og stráiö þeim yfir súpuna. Mjög gott er aö
blanda einu harösoönu eggi, söxuöu, saman viö
hráa steinseljuna.
Próvensalskur salt-
fiskur (Stoficado)
1 sumum hérubum Suöur-Frakklands svo sem
Provence er saltfiskur ekki óalgengur á boröum
manna, og hefur svo verið um margar aldir.
Norskir kaupmenn á miööldum kynntu fyrir
Frökkum bæöi saltfisk og skreiö, en þáöu i
staðinn vefnaöarvöru og vin. Frakkar nota salt-
fiskinn yfirleitt I plokkfiskpottrétti og svo er um
þennan hér. Uppskriftin er fyrir sex.
1 kg beinlaus afvatnaöur saltfiskur
1 kg kartöflur
4 tómatar
4 hvitlauksrif
kryddblanda úr steinselju, timjan og þurrkuöu
sellerii ásamt einu lárviöarlaufi
I dl ólífuolia
10-20 svartar óllfur (eftir smekk)
pipar
1 glas af hvftvini
1. Afvatniö saltfiskinn sólarhring áður, ef þess
þarf. Aður en þið matreiðið hann látiö þiö vatniö
drjúpa vel af honum, fjarlægiö roö og bein og
skeriö hann siöan i jafna bita.
2. Þvoiö kartöflurnar, afhýöiö þær og skeriö i
vænar sneiöar. Afhýöiö laukinn og saxið. Þvoið
tómatana og skeriö þá i fjóra hluta hvern um sig.
3. Hitið oliuna i potti, látiö laukinn meyrna i
heitri oliunni, bætiö siöan tómötunum út i,
minnkið hitann og leyfið þessu aö malla i 10 min-
útur og hræriö kröftuglega I af og til.
4. Setjið nú fiskbitana i pottinn ásamt möröum
hvitlauknum og kryddblöndunni, pipriö vel.
Helliö hvitvininu saman viö og sjóðandi vatni
sem á að ná upp að yfirboröi fisksins. Látiö
malla i klukkutima i lokuöum pottinum.
5. Nýjar ólifur höfum viö ekki hér, þvf miöur.
Þær dlifur sem eru á boöstólum eru niðursoönar
i dálitiö sætum edikslegi. Ef ykkur finnast þær
góöar samt sem áður, takiö þá til hæfilegan
ólifuskammt, skeriö þær i tvennt, ef vill, og fjar-
lægið steinana. — Þegar fiskurinn hefur soöiö i
klukkutfma setjiö þiö ólifurnar út i pottinn á-
samt kartöflusneiöunum. Bætiö viö vatni á sama
hátt og fyrr segir og látiö réttinn malla enn i
hálftima.
Einfaldast er aö bera réttinn fram I suðupott-
inum, svo hann haldist sem best heitur, og þar
sem hann er saman settur bæði úr fiski og marg-
vislegu grænmeti, nægir aö bera fram meö
honum ristaö brauö og smjör.
Steinseljusúpa
1 þriöja hluta Búnaöardálkser nefnist Munað-
ardæla, er upptalning á þvi sem rækta megi hér
á landi, og hvatning til aö rækta og borba grös.
Þvi má segja aö Eggert Olafsson hafi haft mat-
arást á landinu. Þar segir svo um steinselju:
steinselja leysir þvagsins þunga,
þá miltisteppu og kviðarstcin;
Aö lokum...
Ekki er gott að spá fyrir um þjóöhátiðarveör-
iö. En hvort sem hann rignir eins og i ljóöi Jóns
óskars eöa ekki, þá munu væntanlega eftirfar- .
andi orö Antons Helga Jónssonar eiga vel viö i
ár, en i ljóöinu . I7di júni I Reykjavik segir svo
m.a.:
Nýkomiö úr verkfalli
rápar spáriklætt fólk um bæinn
telur sig sömu þjóöar og viösemjendur.
En milli heröibreiöra steinhúsa gægist Esjan,
öðrum fjöllum pólitiskari.
/
I7di júni og Lækjargata
hjá ykkur hjónum er sopinn alltaf góöur
og andstæöingar glcvma dægurþrasi
fyrir áhrif þjóðhátiöavakningar.