Helgarpósturinn - 18.06.1982, Blaðsíða 30
I <
30
Föstudagúr'18. júrií'1982
_Helgar——•••••——
.posturinn
Aðfaranótt miðvikudags var bjargað i horn á knattspyrnuvelli kjarasamninganna. Spurn-
ingin er hvort þjóðarhag var þar með borgið.
Bjargað í horn
Hefur þjóðarhag verið bjargaö i horn?
Þetta hlýtur að vera spurning dagsins eftir
að leikurinn á knattspyrnuvelli kjarasamn-
inganna var óvænt og skyndilega stöðvaður
aðfaranótt miðvikudagsins, þegar allt virt-
ist komið i einn hnút, svo jaöraði við leik-
leysu.
^^þessum lótboltatimum mætti halda
likingunni áfram og velta þvi fyrir sér
hvernig spilast úr hornspyrnunni. En eitt er
vist, aö það ber að virða þaö við dómara
leiksins, Guðlaug borvaldsson rikissátta-
semjara, að hann skyldi flauta á þessu
augnabliki.
Það hefur nefnilega komið betur og betur
i ljós i samningaviðræðunum undanfarnar
vikur, að samninganefndarmenn launþega
hafa i rauninni afskaplega litinn áhuga á
þvi að fara i verkföll, og harðar verkfalls-
aðgerðir eigi minni hljómgrunn meðal al-
mennings en oft áður. Og það hef ég sann-
frétt, að svo hafi samninganefndarmenn
ASI verið hræddir við verkföll, að þeir hafi
gripið fegins hendi það tækifæri sem gafst
til að fresta þeim, ekki sist nefndarmenn
utan af landi, sem fylgjast náið með at-
vinnuvegunum. Um afstöðu VSl manna til
verkfalla þarf ekki að fjölyröa.
í fréttatima sjónvarpsins á þriðjudags-
kvöldiö var þó ekki á oddvita þeirra VSÍ-
manna, Þorsteini Pálssyni, að heyra, að
rofa mundi til innan tiðar. Þá var útlitið
þannig, að hinir óvæntu samningar bygg-
ingamanna mundu keyra allt saman fast.
Nærri 10% hækkun til þeirra strax og um
20% á næstu þremur árum var of stór biti
fyrir atvinnurekendur að kyngja, að ekki sé
talað um þá hækkun á reiknitölu bónus-
manna i byggingariönaðinum sem um
samdist. Hefðu þessir samningar orðið fyr-
irmynd að allsherjarsamningum má bóka,
aðallt bónusfólk i fiskiðnaðinum hefði orðið
að fylgja á eftir.
■ ■
Onnur ástæðan fyrir þvi að samningar
byggingamanna fóru svona fyrir brjóstið á
mönnum er sú, að þar til sprengjan sprakk
með „leyniplagginu” fræga lá i loftinu, að
samið yrði um hækkanir á bilinu þrjú til
fjögur prósent fram til haustsins, en kaup-
mætti launanna haldið óbreyttum með
breytingu á visitölugrunninum.
— Með öllum skerðingarákvæðum sem
gilda um visitöluna er Ijóst, að hækkun á
borð við þá sem byggingamenn sömdu um
ést upp á innan við einu ári, og þá er verr
farið en heima setið, segir heimildarmaður
okkar, sem fylgst hefur náið með gangi
mála i Karphúsinu.
Herforingjastjórn Argentinu við hátiöahöld á þjóöhátiöardaginn 25. niai. Frá vinstri:
Galtieri forseti ogyfirmaður landhcrsins, Dozo yfirforingi flughersins og Anaya aömiráil
yfirmaöur flotans.
Herforingjastjórn Argentínu
riðar til falls eftir ósigurinn
Asannast hafa ummæli franska aðmir-
álsins Sanguinetti, sem hann viðhafði þegar
sýnt varð aö til vopnaviöskipta myndi
koma á Falklandseyjum milli bresks og
argentlnsks herafla. Hann lét þá i ljós þetta
álit á argentínska hernum:
„Það er auðvelt fyrir vopnaða menn að
ástunda nauöganir og pyndingar, en herir
fyrirgera sál sinni með sliku atferli. Að
ganga til bardaga á vigvelli útheimtir viss-
an hreinleika, og honum hafa hermenn
Argentinu glatað.”
Eftir missi beitiskipsins Belgrano I
fyrstu vopnaviöskiptum við breska flotann,
hefur argentinski flotinn himt i landvari og
ekkert látið til sin taka. Frammistaða
15.000 manna landhers á Falklandseyjum,
sem átt hefði að hafa sterka stöðu gagnvart
mun fámennari landgöngusveitum Breta,
gat varla aumlegri verið. Flugherinn er
eina grein argentinska heraflans sem sýnt
hefur hreysti og leikni.
Menéndez, hershöfðingi argentinska
liðsins á Falklandseyjum, geröi hver her-
stjórnarmistökin öörum verri. Hann notaöi
ekki þyrlurnar, sem hann hafði til umráða i
Port Stanley, höfuöstað eyjanna, til aö
veita af landi mótspyrnu landgöngu fyrstu
sveita Breta við Port San Carlos. Siðan lét
hann undir höfuð leggjast að reyna að hefta
hálfs mánaðar sókn Breta torfæra leið um
hrjóstur Austur-Falklands til Port Stanley.
Þegar Bretar komust svo i skotfæri við
bækistöðvar meginhers Argentinu, kom i
ljós að Menéndez hafði ekki hugkvæmst að
láta menn sina búa um sig á hæðakollunum
umhverfis bæinn.
Argentinumenn hafa verið leyndir öllu
sem máli skiptir um gang vopnaviðskipt-
anna og frammistöðu hers sins, herfor-
ingjastjórnin i Buenos Aires hefur látið rit-
skoöun sina birta þjóðinni þá mynd af
framvindu átakanna, að árásir flughersins
hafi valdið slikum usla I breska flotanum að
leiðangur Breta geti ekki annað en mis-
heppnast.
Nú duga blekkingarnar ekki lengur.
Leopoldo Galtieri, forseti herforingja-
stjórnarinnar og yfirhershöfðingi land-
hersins, hætti við aö ávarpa Argentinu-
menn af svölum forsetahallarinnar, af þvi
að hallartorgið var fullt af fólki, sem heimt-
Og á það er lika bent, að meistarar þurfi
ekki einu sinni að standa ábyrgir gerða
sinna. Þurfi þeir að greiða byggingamönn-
um hærri laun geti þeir einfaldlega hækkað
taxtá útseldrar vinnu, auk þess sem meist-
arar séu flestir launþegar sjálfir, með ör-
fáa menn i vinnu.
Áður en það kom til tals aðfaranótt mið-
vikudagsins að fresta boðuðum verkföllum
hafði sú hugmynd þegar vaknað hjá samn-
inganefnd Verkamannasambandsins. Þeir
voru orðnir uggandi um það, að saga und-
anfarinna ára mundi endurtaka sig, þeim
yrði beitt fyrir verkfailsvagninn, en bæru
svo minnst úr býtum. Og eftir þvi sem næst
verður komist breiddust umræður um
frestun út um samninganefndirnar eins og
eldur i sinu þar til sáttasem jari tók af skar-
ið og mæltist til þess viö menn, að vinnu-
brögðum yrði breytt á þann veg, að verk-
föllum yrði frestað og málin rædd i alvöru.
— Eigtók þessa ákvörðunfyrst og fremst
með tilliti til fiskiskipanna og fiskiðnaðar-
ins. Með þessu móti geta íiskveiðar hafist,
og timi fæst til að vinna úr þeim afla sem
berst, en ella hefði fiskiðnaðurinn lamast
þegar i stað. Auk þess var ljóst, að jafnvel
þótt menn vildu setjast niöur strax um nótt-
ina og hefja viðræður var vonlaust að ná
nokkrum samningum i höfn áður en verk-
föll skyllu á. Til þess þarf að minnsta kosti
hálfan mánuö, sagöi Guölaugur Þorvalds-
son rikissáttasemjari þegar ég náði tali af
honum tveimur timum áður en viðræður
áttu að hefjast á miðvikudaginn.
Liklega er óhætt að fullyröa, að mörgum
hefurlétt við að heyra útvarpsfréttir á mið-
vikudagsmorguninn. Fleiri og fleiri eru
nefnilega farnir að sjá, að ávinningurinn af
þvi að eiga heimsmet i verkföllum hefur
verið býsna litill, nema þá kannski fyrir
einstaka hátekjuhópa sem hafa öðrum betri
aðstæður tii að láta að sér kveða. Aðrir liða
fyrst og fremst vinnutap og ná varla meiri
árangri i launabaráttunni en halda i horf-
inu, nema kannski rétt i bili. Slikar raddir
heyrast meira að segja úr röðum vinstri-
manna núorðið.
Eins og hér hefur komið fram er nú svo
komið, að jafnvel samninganefndarmenn
Alþýðusambandsins veigra sér við að
leggja út i verkfall. Ásmundur Stefánsson
forseti ASl sagði um þessi mál á miðviku-
daginn, að hann væri sáttur við þessa
ákvörðun um frestun verkfalla framyfir
IMIMLEMO
YFIRSVM
'MD
aði aö herforingjarnir tækju afleiðingum
ósigursins meö þvi að láta af völdum. Lög-
reglan var látin dreifa mannfjöldanum, og
hafa forustumenn tiu stjórnmálaflokka og
verkalýössambanda mótmælt hrottaskap
hennar.
Stjórnmálaforingjarnir, sem herinn ýtti
til hliðar fyrir hálfum áratug, krefjast að
stjórnskipan Argentinu veröi látin ganga i
gildi á ný, en Galtieri og félagar hans ætla
sér greinilega að halda sem fastast i völdin,
enda eiga þeir ekki von á góðu eftir morö á
allt að 15.000 löndum sinum á fyrstu árum
valdaferilsins og nú ósigur fyrir Bretum.
Galtieri komst til valda með þvi að hrifsa
forsetatignina af öðrum hershöfðingja,
Viola aö nafni. Til þess naut hann stuðnings
Dozo, yfirforingja flughersins, og Anaya,
yfirmanns flotans. Allir bera þeir jafna
ábyrgð á hertöku Falklandseyja og öllu
sem af henni hiaust. Losni tök þeirra á her-
aflanum við ósigurinn, má búast við að
lægra settir foringjar hugsi sér til hréyf-
ings, úr þvi sú venja er komin á að hver
herforinginn svipti annan völdum.
mánaðamótin, fyrst og fremst með tilliti til
þess að útgerð geti haldið áfram.
Ef við litum út fyrir þennan undirstöðu-
atvinnuveg þjóðarinnar má lika benda á, að
komi til verkfalla riðar annar mikilvægur
atvinnuvegur til falls. Það er feröamanna-
þjónustan, sem einmitt er að komast i full-
an gang um þessar mundir. Það leynist
engum að sú atvinnugrein er þjóðarbúinu
mikilvæg, þegar þess er gætt, aö hvorki
meira né minna en 5 - 6 prósent þjóðarinnar
byggir afkomu sina á henni, eða álika stór
hópur og islenskir bændur, og gjaldeyris-
öílun þessa atvinnuvegar er álika mikil og
allra útflutningsatvinnuvega landsmanna,
aðfrádregnum útflutningiá áli og álmálmi.
Og jafnvel þótt ekki komi til verkfalla er
talsverður skaði skeöur i ferðamannaþjón-
ustunni. Undanfariö hefur nefnilega af-
pöntunum á feröum til ísiands rignt yfir
flugfélög og þær ferðaskrh'stofur sem
skipuleggja ferðir innanlands. Hver vill
eiga á hættu að verða innlyksa á Islandi,
landi verkfallanna, um óákveðinn tima?
— Þetta er i fyrsta sinn sem ég heyri upp-
gjafarhljóð á fólki i bransanum, segir
Kjartan Lárusson, forstöðumaöur Ferða-
skrifstofu rikisins, og bætir þvi við, að þó
kalli þeir ekki allt ömmu sina.
Þessi orð eru rituð um það bil stundar-
fjórðungi áður en fyrsti samningafundurinn
eftir frestunina átti að hefjast. Það var þvi
ekki vitað þá hvaöa stefnu málin mundu
taka. Forseti ASI lét þau orð falla, að þótt
nú eigi að ganga til viöræðna af alvöru séu
mörg ljón á veginum. En rikissáttasemjari
kvaðst bjartsynn svo lengi sem menn töluð-
ust við. Hvort frestunin á miðvikudags-
morgun gaf aðeins gálgafrest eða muni
leiða til samninga innan þriggja vikna er
þvi ómögulegt að segja á þessari stundu.
þó virðist andrúmsloftið vera þannig, að
samið verði um beinar launahækkanir á
heldur lágum nótum, einhversstaðar á bil-
inu 3 - 4 prósent og lagfæringar á visitölu-
grunninum, þannig að fyrst og fremst verði
haldið i horfinu hvað kaupmátt varðar.
Spurningin er bara sú, hvort Þorsteini
tekst að verja eftir að Ásmundur tekur
hornspyrnuna, eða leikmenn á knatt-
spyrnuvelli kjarasamninganna lenda aftur
i þeirri þvögu, sem sáttasemjari greiddi úr
á miðvikudagsmorguninn.
eftir
Þorgrim Gestsson
[
eftir
Magnús Torfa ólafsson
Herforingjastjórnin anaði út I töku Falk-
landseyja af þvi hún reiknaöi alla þætti
dæmisins rangt. Hún taldi af og frá aö
Bretar snerust til varnar, og ef þeir geröu
sig liklega til sliks væri enginn vandi fyrir
Argentinumenn að fá Reagan Bandarikja-
forseta til að hafa hemil á bresku stjórn-
inni. Þar skákaði herforingjastjórnin i þvi
skjóli, aö Argentina gegndi sliku lykilhlut-
verki i fyrirætlunum Reagans varðandi
skipan mála i Rómönsku Ameriku, að hann
hætti alls ekki á að hrinda landinu frá sér.
Allar þessar bollaleggingar herforingj-
anna reyndust rangar, og nú halda þeir þvi
á loft að Argentina eigi að snúa baki við
Bandarikjunum og leita eftir forustuhlut-
verki meöal þróunarlanda sem leiötogi
Rómönsku Ameriku. Ekki er sú hugmynd
likleg til að bera mikinn árangur, þó ekki
væri fyrir annað en hversu Argentinumenn
eru illa liðnir meðal annarra þjóða álf-
unnar, sér i lagi fyrir kynþáttahrokann sem
áður var getið.
Ný herforingjastjórn er liklegri mögu-
íeiki i Argentinu en að foringjum gömlu
stjórnmálaflokkanna takist að fá herinn til
að skila völdunum. Flokkarnir eru veik-
burða eftir langt valdatimabil hersins, ó-
sammála hver öðrum og sumir þar á ofan
klofnir. Þvi er með öllu ósýnt aö þeir fái
virkjaö ólguna i landinu og óánægjuna með
herforingjastjórnina i sina þágu. Frétta-
menn, sem fylgst hafa með gangi mála i
Argentínu undanfarnar vikur, virðast hall-
ast að þeirri skoðun, að eftir ósigurinn taki
við upplausnartimabil, þangað til fram á
sjónarsviðiö kemur leiötogi og stjórnmála-
hreyfing, sem fyllt getur tómarúmiö sem
nú rikir.
Sjáifsálit Artentinumanna er mikið, og
þeir hafa jafnan taliö sig hafna yfir aðrar
þjóðir Rómönsku Ameriku. Byggja þeir
það einkum á kynþáttafordómum, telja sig
nær hreinræktaða Evrópumenn og því æðri
en blendinga eins og til dæmis Brasiliu-
menn. Ljóst er af atburðum siðustu mán-
aöa, að hofmóður Argentinumanna getur
hæglega fætt af sér svæsna sjálfsblekkingu.
En meðan Argentinumenn eru að leita
aö sjálfum sér eftir pólitiska svefngöngu,
fer ekki hjá þvi aö Falklandseyjastriðið
hefur áhrif i öðrum löndum Rómönsku
Ameriku. Sér i lagi hefur Castro Kúbufor-
seti séð sér leik á boröi að koma sér I mjúk-
inn hjá hinum herforingjunum sem löndum
stjórna og hingað til hafa haft horn i siöu
Kúbuforseta i þvi skyni að þóknast Banda-
rikjunum.
Sömuleiðis breytist nú staða Brasiliu.
Herforingjastjórnin þar hefur verið alger
andstæða þeirrar i Argentfnu að þvi leyti,
að hún hefur kostaö kapps um aö skipta sér
sem minnst af málum nágrannarikja sinna.
Brasilia er lang f jölmennasta og stærsta riki
Rómönsku Ameriku, og þjóðir landanna
sem að henni liggja eru tortryggnar gagn-
vart nágranna sem gnæfir svo mjög yfir
þau. Meöan Argentina er úr leik vegna
óvissu um framvindu mála þar i landi,
verður stjórn Brasiliu aö taka að sér for-
ustuhlutverk, hvort sem henni líkar betur
eöa verr.