Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 09.07.1982, Qupperneq 19

Helgarpósturinn - 09.07.1982, Qupperneq 19
JpiSsturmfi •fr-östudagur .9., júJí rl.982 19 Litast um á Elefanti Hinrik áttundi lifði, eins og menn vita, öllu film- stjörnulegra f jölskyldulifi en aðrir þjóðhöfðingjar. Fyrsta kona hans var af konungsættinni spænsku, eða öllu heldur konungsætt Kastiliu, þvi að þá var enn litið á Spán sem samband tveggja rikja. Aður en brúðurin varð drottning, var hún prinsessa að tign en á spænsku heitir prins- essa infanta. Englendingar nefndu þvi hina tignu brúði T .íinriií n annst.ivr frá Helga Skula Kiartanssyni N um sem ekki borgaði sig að kosta upp á til að koma inn rennandi vatni og öðrum þægindum. Þvi var, eins og svo viða i London, ákveðið að rifa öll hús á svæðinu og byggja eitthvað allt annað i staðinn. Þetta heitir „slum clearance” (að rifa ruslið) og „redevelopment” (að skipuleggja nýtt). Ennþá sér maður hér og hvar i eldri borgarhlutum hvar verið er að rifa svona niður heila götureiti, yfirleitt Infanta of Castille.Svo var og nefnt,henni til heiðurs, glæsilegt gistihús og bjór- stofa við þjóðveginn suður frá London. I ú lauk hinu konung- lega hjónabandi með þeim hætti, að konunghollir Eng- lendingar reyndu að gleyma sem rækilegast prinsessunni suðrænu og viðskiptavinir einnar bjór- stofu lengst úti i Southwark voru ekkert sérlega geymnir á þá minningu sem framandlegt nafn fyrirtækisins átti að halda i heiðri. Brátt hét húsið Ele- phant and Castle, fill og kastali. Nafnið færðist yfir á nálæga járnbrautarstöð, þegar hún kom til sögunnar, og siðan á svæðið umhverf- is. Eitthvað hafði eyðilagst þarna i loftarásum, svo var þarna úrelt byggð, lé- leg hús með þröngum ibúð- mjög þétta og hrörlega raðhúsabyggð. Það var um 1960 að búið var að ryðja stóran reit á Elefanti og bæjarstjórnin okkar i Southwark (sem er einn af þessum Kópavog- um sem Lundúnaborg samanstendur af) ákvað nú að vera stórhuga og reisa nýjan miðbæ. Þetta var á þeim árum sem Lundúna- bæirnir voru yfirleitt stór- huga i verklegum fram- kvæmdum. Þá vildu þeir fjölga ibúðum i húsnæðis- skortinum, án þess þó að ganga á grænu svæðin, og byrjuöu að byggja hrika- legar blokkir, oft upp á tugi hæða. En ntí vill enginn i þeim búa og öðru hvoru er veriö að ri'fa háhýsi. Stund- um er sprengdur kjallarinn og afgangurinn látinn detta og þá kaupir fólk sér að- gang til að sjá bomsið. Um þetta leyti var lika mikið unnið i umferöarmann- virkjum, vegagöngum, vegabrúm, vegaslaufum, nærri þvi vegarembihnút- um, jafnvel heilu hring- torgin reist á súlum þar sem vegabrýr komu marg- ar saman i kross, eins og margir íslendingar hafa séð nálægt Heathrow-flug- velli. W I nýja miöbænum okkar var gömul járnbrautarstöð og lika endastöð tveggja neðanjarðarbrauta, og ótal strætisvagnaleiðir ligg ja þarna um, svo að þarna var mikil samgöngumiðstöð. 1 samræmi við það var sett i nýja miðbæinn griðarstórt hringtorg, fimm akreina og stoppistöðum allra strætis- vagnanna raðað við göt- urnar út frá torginu. Utan við torgið komu hringgryf j- ur með gangstétt i botnin- um, tengdar með jarðgöng- um og stigum og brekkum hver við aöra og við helstu staði á svæðinu. Þarna er upplagðast að villast af öll- um stöðum sem ég þekki, og að skipta um strætó er þarna óhemju kúnst, aö hvolfa sér þarna ofani skipulagsundrið og reyna að koma upp á röttri gang- stétteinhvers staöarhinum megin. H Ivað vantar svo fleira i nýjan miðbæ? Jú, verslun- ar- og skrifstofuhúsnæði. Og enn var stórhugurinn virkjaður og reistar hrika- legar hallir. Gallinn var bara sá að þetta húsnæði reyndist ekkert eftirsótt. Þegar það kom i gagnið, var efnahagslif landsins orðið heldur slappt.svo var stutt i oliukreppuna og all- ar hinar kreppurnar sem gangana viðu sem verslan- irnar kvisluðust út frá i glerhöllinni nýju. Á endan- um höfðust þóleigjendur i mestallt verslunarhúsnæð- ið, en verr kvað ganga með skrifstofurnar. Enda er það svo viða um borgina að flennistór skilti auglýsa til leigu splunkunýtt (eða a.m.k. ónotaðog tiltölulega nýtt) og hæstmódernt skrifstofuhúsnæði. Arf frá bjartsýnistimabilinu sem nú er svo rækilega liðið i þessu landi; nú býst hér ekki nokkur maður við þvi að úr rætist i einu eða neinu. Fólk hugsar sér bará að þrauka, vonar að ekki versni mikið, en siðan hafa kreppt að þessu hrjáða landi. London sér i lagi var hætt aö soga til sin vaxandi hlut af atvinnu og viðskiptum i landinu, og i Southwark fór ibúum sifellt fækkandi. Einhvern veginn var lika eins og ibúarnir, þeir sem þó þraukuðu, vildu heldur versla við bara svona gamaldags götu með búð við búð, gagnstétt fyrir framan og góða gamaldags ös i búð- unum, troöning á gang- stéttinni og öngþveiti á göt- unni.heldur enaðhætta sér inn i skipulagsundrið á Ele- fanti, þræða hringgryfjurn- ar og undirgöngin og svo forstofurnar miklu og glæsta framtið hugsar það sér ekki. Fólk spyr mig stundum, hvort ég ætli að setjast að i Englandi. Ég er þá kannski með son minn með mér og geri það af kvikindisskap að horfa á strákinn og segja sem svo, að það sé nú nóg atvinna á islandi, og ekki geti ég farið að láta barnið alast upp hér. Ekki einn kjaftur hefur svo mik- ið sem sett upp svip, hvað þá sýnt þann þjóðlega metnað að hreyta i mig. Nei, það er eins og ekkert sé sjálfsagðara: auðvitað er ekki hægt að láta barnið alast upp hér. Á landi og sjó með vídeó Ekki hefði skrifara órað fyrir þvi, fyrir svo sem nokkrum árum, hversu viðtæk áhrif videóbyltingin myndi hafa. Þetta apparat sem virtist svo ósköp sak- laust i upphafi er nú orðið að heilmiklu kerfi sem viö- urkennt er að taka verður tillit til og það bæði til sjós og lands. Ekki er nefnilega nóg með að menn geti eignast sin eigin tæki og horft sig vitlausa með þeim, heldur er einnig hægt aö fá dýrð- ina á leigu frá aðskiljanleg- um stofnunum — og á Stór-Reykjavikursvæðinu munu þaö vera helstu aug- lýsingatekjur sjónvarps sem frá þeim stofnunum koma. Fyrir nokkru hugðist ung dóttir skrifara halda hátiölegan fæðingardag sinn eins og gerist viðast hvar. Og þá þótti skrifara heldur komið illa þegar HONUM VAR TILKYNNT að ekki væru tiltök á að halda viðkomandi gleöskap á heimilinu þar sem ekki væri videótæki til staöar fyrir gestkomandi. Þannig væri nefnilega málum komiö aö afmæli hæfust með pylsum og kóki, um miöbikiö væru smar tispillur og poppkorn og svo væri endað á videói og þvi haldiö áfram meöan nokkur gestur væri innan dyra, ásamt þvi aö haldiö væri áfram að poppa. Svo undir lágnættiö, þegar videóspólan væri búin, segðu gestirnir bless og takk fyrir og þá væri af- mælið búið. Þá þætti það og sjálfsagt i afmælisveislum þar sem gestir væru komnir yfir fermingaraldur aö boöiö væri upp á bláar spólur I videó (en slikt nefnist á skandinavisku „pornograf- isk video” ). Þegar hér var komiö sögu setti skrifara hljóöan og er það ekki i fyrsta skipti eftir orðastað viö af- kvæmi sin. Osjálfrátt fór hann að rifja upp gömlu af- mælin, þegar bara var kakó og tertur og kannski is á eftir eins og var hjá þeim alflottustu. Og svo var fariö i kábojleik úti á bletti ef veöriö var gott en i rigning- artiö voru leikrett (já mik- iö rétt,orðiö leikrett mun hvergi til á bókum nema i Vestmannaeyjum). Og öll þau leikrett voru frumsam- in á staðnum og aldrei hörgull á leikurum, sviös- menn þurfti enga i þá daga. Helst er skrifari á þvi aö margir bestu leikarar þjóö- arinnar i dag um og yfir miöjum aldri hafi slitiö barnsskóm sinum leiklist- arlegum i afmælisboðum. Svo klappaði einhver fulloröinn saman lófum um ellefuleytiö og tilkynnti aö afmæliö væri búiö. Og þá þusti hver heim til sin á tveimur jafnfljótum. Al- deilis voru þetta dásamleg afmæli. Nú fara afmæli fram eins og lýst hefur veriö, mestan part meö videóspólum og detti einhverjum i hug um ellefuleytið aö fara aö til- kynna um brotthvarf gesta er honum sagt aö grjót- halda kjafti og setja nýja spólu i tækiö. En þar sem skrifari reynir eftir megni aö vera i takt við timann (meira aö segja búinn að kaupa sér diskóföt) sér hann sér ekki annað fært en taka vídeó- tæki á leigu fyrir næsta af- mæli. Og viöa liggja videóveg- ir. Nú i þessum oröum töl- uðum er skrifari nýkominn úr nær mánaöartúr á tog- veiðum. Hér áöur fyrrum voru slikir útilegutúrar, hvort sem var á trollurum ellegar sildveiðum. eitt mikið bókmenntalegió. Þá var farið á bókasafnið fyrir brottförog'fenginni svokall- aöur bókakassi um borö. Einn úr áhöfninni annaö- ist kassann og lánaöi út fagurbókmenntir sem aö- allega samanstóöu af Alist- er Makklian og Baggley en með flutu nóbelsafuröir is- lenskar. Þaö var þó alla- vega heilmikiö lesiö um borö i þá daga hvaö sem um fagurfræöilegt gildi skáldskaparins má segja. Nú mun þaö liðin tiö aö beöiö sé um bókakassa um borö (þökk sé videó). Þess i stað koma videóbakkar meö þetta 10 til 14 mynd- um. Og sá er sendur úr áhöfninni sem liklegastur þykir til aö hafa gott vit á hasarmyndum og bláum tii aö velja hæfilegan skammt fyrir tvær til þrjár vikur á hafi úti. Svo gerast kannski þau uggvænlegu tiöindi i miðj- um túr að allt er uppurið af spólum og allir búnir aö horfa á allt sem til er um borö. Og þá er aöeins um tvennt að velja, sökkva sér niöur i þunglyndi eöa horfa á prógrammiö upp á nýtt og veröur sá kosturinn oft- ar fyrir valinu. Oft er þaö þvi svo aö menn kunna heilu mynd- irnar utanaö (og gætu þess vegna tekið aö sér hlutverk i þeim) og samtöiin i borö- salnum ganga yfirleitt út á það hvaö helvitis fólið geri núna og hvaö hann geri næst. Svo ef einhver dregur sig út úr sjónvarpsmynd- mni og vill huga aö lesefni, er þaö af harla skornum skammti. Helst er aö nokk- urra daga gömul dagblöö liggi frammi (og stundum Helgarpósturinn sem ein- hverjir menningarvitar bera um borö) en algengast er aö lestrarefniö sé á framandi tungum i formi timarita sem aö nafninu til hafa á sér sakleysislegt yf- irbragö, svo sem Rapport (skýrsla), Penthouse (Þakskýli), Playboy (leik- bróöir) og þar fram eftir götunum. Ekki þarf þó lengi aö renna i gegnum þessi ágætistlmarit til aö finna hvert megininntak þeirra er og er yfirleitt nóg að fletta upp á miösiöum þeirra (yfirleitt er þó fyrsti lesandi búinn að kippa þeim siöum úr og búinn aö lima myndina upp i klefan- um sinum, gjarnan nálægt kojunni). Afgangurinri af blööunum er sve yfirleitt auglýsingar frá áfengis-og tóbaksframleiðendum ásamt krassandi lýsingum i formi lesendabréfa um hegöan skrifendanna i ást- arbrima og þá meö báöum kynjum jafnt. Af þessu má skilja aö fagurfræöilegur smekkur manna er ekki ýkja stórbrotinn þegar komiö er úr mánaöartúr á trolli. Og þess vegna vonar skrifari aö lesendur fyrir- gefi honum þennan pistil-, siöasti mánuður hefur nefnilega mest megnis gengib út á pornógrafiu og videó.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.