Helgarpósturinn - 16.07.1982, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 16.07.1982, Blaðsíða 4
Föstúdagur 16. |ulí' 1982’ 4 jjústurinn Laxveiði i islenskum ám minnkaði um nær helming á árunum 1978—1971, eða úr liðlega 80 þúsund löxum ’78 i tæp 47 þúsund laxa i fyrrasumar. Það er þvi ekki að ófyrirsynju, að menn spyrji hvort laxinn sé að hverfa úr ánum. Og margir telja sig vita ástæðuna: stórauknar úthafsveiðar Færeyinga og Dana. Þórarinn Sigþórsson, tannlæknir, sem er einn kunnasti og feng- sælasti stangveiðimaður hérlendis, segist ekki vera i neinum vafa um að laxinn sé að fara úr ánum. ,,Ég er búinn að halda þvi fram undanfarin tvö eða þrjú ár. Það var aumt i fyrra og gæti orðið slakara i ár, er ég hræddur um,” sagði Þórarinn, er blaðamaður Helgarpóstsins ræddi við hann. „Siðan hefur veiðin farið hrað- minnkandi þrátt fyrir alla ræktun og ýmsar aðgerðir i ánum sjálfum. Ég tel engan vafa á, að úthafsveiðarnar hafa haft mjög alvarleg áhrif á þetta hér. En menn eru vitaskuld ekki á einu máli um þetta, fleira kemur til eins og til dæmis kuldaköst.” eftir Ómar Valdimarsson 011 lifkerfi ganga i bylgjum Það er kuldavorið 1979 sem menn eiga helst við, þegar leitað er veðurfræðilegra skýringa á stórminnkandi laxveiði innan- lands. Einkum eru það Þór Guðjónsson veiðimálastjóri og sérfræðingar við stofnun hans, sem benda á þetta atriði sem liklegri skýringu en úthafsveiðar Færeyinga og Dana enda hafi aðeins þrir laxar merktir á íslandi veiðst við Færeyjar. Ekki verður annað sagt, en að fáir taki undir þetta sem meginskýringu — og vita- skuld er viðurkennt af Veiðimálastofnun, að veiðar Færeyinga geti átt sinn þátt i hvernig komið er. Og einn fiskifræðingur stofnunarinnar, Jón Kristjánsson, bendir á að allt lifkerfi jarðar gangi nokkuð i bylgjum — stundum gangi mikill lax, stundum litill. ötal atriði hafa áhrif á laxa- gengd — en skortur á rannsóknum stendur nokkuð i vegi fyrir að hægt sé að fullyrða um mjög marga þætti. Þannigkom t.d. fram hjá Ara Teitssyni á ráðunautafundi Búnaðarfélags Islands i fyrravor, að i árum, þegar heildarlaxveiði var léleg og kulda var um kennt, voru margar ár upp á sitt besta, ekki siður en i áiium þegar laxveiði var almennt góð. I góðum laxveiðiárum voru einnig margar ár i lágmarki. Veðurfarsskýringin er þvi óljós og margt ókannað. Stóraukin veiði Færeyinga En hversu mikið veiða Færeyingar i rauninni og hvað veldur fullyrðingum um að þeir beri alla sök á minnkandi laxveiði i islenskum ám? Fram til ársins 1970 fór lax- veiði á A-Atlantshafi aldrei upp fyrir 946 tonn, var yfirleitt 10—200 tonn. Talið var, að 80—85% af laxinum, sem veiddist á svæðinu, væri af norskum uppruna, að þvi er Þór Guðjónsson veiðimálastjóri segir i grein i búnaðarblaðinu Frey fyrr á þessu ári. Siðan segir veiðimálastjóri: „Laxveiðar við Færeyjar hófust 1968. A árunum 1968—1972 var meðalveiðin á ári 6,6 tonn, á árunum 1973—78 var meðalárs- veiðin 34,5 tonn, 1979 komst veiðin uppi 194 tonn og 718 tonn 1980.” Á siðasta ári veiddu Færeyingar 1065 tonn og nú herma óstaðfestar fregnir frá Noregi, að sögn Jakobs Hafstein, fiskeldis- fræðings, að afli Færeyinga i ár sé kominn upp i svipað magn. Vertið þeirra lýkur um næstu mánaðamót. Laxveiðin á Færeyjasvæðinu hefur þannig aukist gifurlega á mjög stuttum tima og kannski ekki undarlegt að menn leiti skýringar á minni laxi hérlendis, einkum i ám á Austur- og Norðausturlandi, i þessari veiði. Fleiri þjóðir hafa orðið fyrir aflarýrnun, laxafli Ira i fyrrasumar var um þriðjungur af aflanum 1975. Talið er að árlega sé hægt að veiða um 5800 tonn af laxi i NV-Atlantshafi. A tima- bilinu ágúst 1980 — ágúst 1981, veiddist, samkvæmt fyrirliggjandi tölum: Kanada 2000 tonn, Grænlendingar samsvarandi 1800 tonnum og laxeldis- og laxveiðilönd i Evrópu og Ameriku (Bandarikin, Island, Irland, England, Skotland, Noregur, og Sviþjóð) um 2000 tonn. Annar hver lax Þessar tölur eru fengnar frá Birni mynd: Jim Smart

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.