Helgarpósturinn - 16.07.1982, Side 24

Helgarpósturinn - 16.07.1982, Side 24
24 Föstúdagúr ló.' iúlí 1982 ' MtuWi „Enn einn naglinn i líkkistu einokunarinnar” segir Ellert B. Schram um lögbannsmálið á hendur Vídeósón 1 öllu þvi moldviðri sem þyrlað hefur verið upp vegna slælegrar frammistöðu sjónvarpsins i þvi að sýna okkur leikina i heims- meistarakeppninni i knattspyrnu i beinni útsendingu hefur nafn eins manns orðið nokkuð áberandi. Ellert B. Schram ritstjóri Dagblaðsins og Visis, formaður Knattspyrnusambands íslands, útvarpsráðsmaður og einn forráðamanna myndbandakerfisins Videósón hefur verið sakaður um að leika tveim, þrem eða jafnvel fimm skjöldum i þessu máli. Gamall félagi Ellerts úr KR, Bjarni Felixson iþrótta- fréttamaöur sjónvarpsins, sagði i viðtali við Timann að ,,ef einhver hefur staðið sig illa og verið seinn i sambandi við útsendingar frá heimsmeistarakeppninni, þá er það útvarpsráð og Ellert B. Schram er þar ekki undanskil- inn.” Þessi ásökun hefur siðan verið endurtekin i Timan- um og öðrum blöðum, þám. i siðasta Helgarpósti. Fátt hefur verið um svör frá Ellerti af þeirri ástæðu að hann hefur verið erlendis —hann var á Spáni að fylgjast með heimsmeistarakeppninni i knattspyrnu. Þess vegna hafa menn orðið að láta sér nægja að ráða i leiðara sem hann skrifaði um málið i blað sitt 2. júli sl. Leiðarinn heitir „Lok, lok og læs” og þar segir ma.: ....Islendingar höfðu tækifæri til að fylgjast með þess- ari keppni eins og milljónir manna um allan heim. For- svarsmönnum Rikisútvarpsins var i lófa lagið að panta samband við gervihnött, hagræða sumarleyfum starfs- fólksogafla auglýsinga til að standa straum af kostnaðin- um. Þess i stað ypptu hinir háu herrar öxlum, settu upp gáfumannasvip menntahrokans og drógu fæturna þangaö til allt var um seinan.” Við hverja á Ellert þegar hann sakar forsvarsmenn Rikisútvarpsins um að „draga fæturna”? Er hann ekki i þeim hópi sem fulltrúi i útvarpsráði? Allt mér að kenna? Nú er Ellert kominn heim frá Spáni, degi siðar en hann ætlaði. Hann lenti i örtröðinni sem myndaðist á flugvöllum Spánar að lokinni heimsmeistarakeppninni. Hann er mættur i viðtal hjá Helgarpóstinum. „Ef marka á þessi blaðaskrif mætti halda að það sé allt mér aðkenna hve litið íslendingar fengu að sjá frá heims- meistarakeppninni. Ég náði mér þvi i fundargerðir út- varpsráðs frá siðustu áramótum og fram i júni og þar kemur i ljós að f jallað hefur verið um málið á 8 fundum og á þeim fundum hef ég alltaf unnið að þvi að fá sem flesta leiki frá keppninni i beinni útsendingu. Ef við litum fyrst á fundargerðina frá 15. janúar þá spurðist ég fyrir um möguleika sjónvarpsins á að sýna leikina ibeinni útsendinguogbaðum skriflega skýrslu um málið. Sú skýrsla kom aldrei. Hins vegar fjallaði Pétur Guðfinnsson framkvæmdastjóri sjónvarpsins um útsend- ingarnar sem hann kvað erfiðleikum bundnar vegna þess að ákveðin tæki skorti til móttöku á þeim. Viku siðar er einnig minnst á knattspyrnu og 26. febrúar verða töluverðar umræður um beinar útsendingar eftir að Bjarni Felixson hafði lagt fram lista yfir knattspyrnuleiki sem hann óskaði eftir i beinni útsendingu. A þeim lista voru tveir enskir bikarleikir og leikir úr heimsmeistara- keppninni. Þá tók Hörður Vilhjálmsson fjármálastjóri til máls og varaði við þvi að sjónvarpið tæki kollsteypu i þessum málum. Hér væri á ferðinni dýrt efni. Þó væri heldur ódýrara að fá bikarleikina. Við þetta tækifæri lét hann sér um munn fara þau fleygu orð að gott væri að sýna leikina úr heimsmeistarakeppninni i ágúst eða sept- ember þvi þá væri svo langt siðan þeir fóru fram að allir yrðu búnir að gleyma úrslitunum! Útvarpsstjóri varaði við þvi að nokkuð væri vikið frá sumarleyfi sjónvarpsins. Það var þvi greinilegt að litill skilningur var hjá stjórn- endum Rikisútvarpsins á þessu máli. Tangarsókn Fyrir þennan fund hafði ég rætt við Bjarna Felixson og höfðum við orðið sammála um að sækja á um einn leik til að byrja með, fyrri bikarleikinn. Við vorum sannfærðir um að ef hann yrði sýndur myndu beinar útsendingar ná slikum vinsældum að auðveldara væri að fá fleiri leiki sið- ar. Þess vegna lagðiég fram á þessum fundi tillögu um að bikarleikurinn yrði sýndur þann 13. mars og var hún sam- þykkt. Á fundi þann 5. mars er enn minnst á knattspyrnu og þann 19. skýrir Hörður Vilhjálmsson frá þeim hagnaði sem varð af útsendingu bikarleiksins. 2. april leggur Pét- ur fram drög að júnidagskrá þar sem gert er ráð fyrir að sýna 15 leiki frá heimsmeistarakeppninni og voru þau samþykkt. A fundi 1. júni kemur enn i ljós að útvarpsráðs- menn eru fylgjandi beinum útsendingum en Hörður reynir að draga úr, segir að frávik frá júlilokun sjónvarpsins vegna heimsmeistarakeppninnar þýði að hafa þurfi 6 - 8 manns i starfi. Þá er komið að fundinum 8. júni. Þar greinir Pétur frá þvi að erfitt kunni að reynast að fá úrslitaleikinn i beinni útsendingu af tæknilegum ástæðum. Ég átaldi sjónvarpið fyrir að hafa dregið lappirnar i þessu máli og taldi heiður stofnunarinnar i veði ef ekki yrði gerð úrslitatilraun til að sýna úrslitaleikinn og jafnvel fleiri leiki i beinni útsend- ingu i júli. Tóku flestir ráðsmenn undir með mér og var i lokin samþykkt ályktun þar sem ráðið „harmar fyrir- hyggjuleysi viðundirbúning þess að „dekka” heimsmeist- arakeppnina”. Þannig var gangur málsins i ráðinu. Ráðsmenn voru fullir áhuga á að sýna sem flesta leiki frá Spáni en for- svarsmenn Rikisútvarpsins andæfðu þvi. Komu fram ýmsar skýringar á þvi af hverju það væri svona erf- itt. Pétur sagði að of seint hefði verið pantað og Bjarni sagði að útsendingar frá Spáni væru á öðru litakerfi en hér er notað og þess vegna væri ekki hægt að taka við þeim. En svo kom i ljós þegar milliriðlarnir hófust að hægt var að fá leik Belga og Pólverja i beinni útsendingu og þá við- urkennir Pétur að hægt hefði verið aðfá fleiri leiki. Éghef tekið mark á ráðamönnum útvarpsins um tækni- hlið málsins, en þeir gáfu útvarpsráði allt of litlar upplýs- ingar um hvaða möguleikar væru fyrir hendi. Þeir urðu ekki við óskum um skýrslugerð til ráðsins. Það er þetta seméger aðgagnrýna ileiðaranum frá2. júli.” íslenska knattspyrnan hvarf — Nú hefur þvi verið haldið fram að þú sem formaður KSl hafir viljað draga úr beinum útsendingum frá Spáni vegna þess að þú óttaðist að aðsókn að islensku knatt- spyrnuleikjunum myndi minnka. Hvað er hæft í því? „Það er ekkert hæft i þvi. Hins vegar lét ég i ljós þá von áfundinum 8. júniaðútsendingarnar frá Spáni kæmu ekki niður á umfjöllun sjónvarpsins á íslenskri knattspyrnu. Það er ekkert óeðlilegt við það að ég hafi áhyggjur af minnkandi aðsókn að islensku knattspyrnunni meðan á keppninni stóð. Það voru fleiri en við sem höfðum áhyggj- ur af þvi og erlerídis dró mjög úr aðsókninni. Þetta hefur verið rætt, ma. á Norðurlöndunum, en engum hefur dottiö ihugað mæta vandanum með þvi að draga úr útsending- um frá Spáni. Það hefur verið rætt um nauðsyn þess að hafa nána samvinnu um þessar útsendingar og sú hug- mynd kom fram á Norðurlöndunum að Samband evr- ópskra sjónvarpsstöðva — Eurovision eða UEFA og FIFA —veittu hluta af ágóðanum af útsendingunum frá Spáni til knattspyrnusambandanna svo þau geti mætt minnkandi aðsókn. Þetta hefur þvi ekki haft áhrif á þá afstöðu mina að ég vildi fá sem flesta leiki i sjónvarpinu. Ég skil þvi ekki þessi ummæli Bjarna Felixsonar. Ég get hins vegar nefnt það að ég hafði samband við Bjarna og minnti hann á að sýna þyrfti landsleik íslands og Danmerkur fyrir leik- menn undir 21 árs aldri. Það var ekkert sýnt i sjónvarpinu frá þeim leik né úr 1. deildinni, meðan keppnin á Spáni stóð yfir.” ,,Sá engar spólur” —- Videósón sýndi nokkra leiki frá Spáni i sinu kerfi þangað til útvarpið lét setja lögbann á útsendingar þess. Hefur þér sem útvarpsráðsmaður engar áhyggjur af því að slik lögbrot séu f ramin? „Þegar um er að ræða aö sjá þessa kappleiki velti ég þvi ekkert fyrir mér hvort það er lögbrot að fá þá senda hing- að til lands. Að svo miklu leyti sem ég hef afskipti af Videósón, þá studdi ég þá hugmynd, að fyrirtækið fengi leiki til sýningar, þegar ljóst var að Rikisútvarpið mundi hagnast á þvi. Ég gerði bara eins og fjölmargir tslending- ar þegar útséðvar um aðsjónvarpið sýndi leikina og dreif i þvi að fá þá senda að utan. Ég geri mér grein fyrir þvi að útvarpið hefur réttinn til að sýna leikina. Ég vildi fá að sjá þessa leiki og fannst það sjálfsagt að útvega mér þá. Ætlar útvarpið að kæra hvern þann sem það hefur gert?” —-En er ekki munur á þvi að útvega sér leikina og horfa á þá heima hjá sér annars vegar, og hins vegar að senda þá út i dreifikerfi Videósón? „Úr þvi hefur enn ekki verið skorið, það hefur enginn dómur fallið i þvi máli svo ég treysti mér ekki til að segja af eða á um það hvort þarna hafi verið framið lögbrot.” — Er það rétt sem sagt hefur verið að spólurnar til Videósón hafi komið til landsins merktar þér? „Um það veit ég ekkert, ég fékk engar spólur i hendurn- ar. Ég var jafnvel farinn úr landi, þegar Videósón hófst handa um sýningar.” —Þaðhefur lika komiðfram aðDanir ogEurovision séu ævareiðir vegna þessa tiltækis Videósón. „Það hef ég nú hvergi séð nema i Helgarpóstinum. Ég held að það skipti þá afar litlu máli hvort við látum taka upp leikina fyrir okkur. Það er bara til að .hlæja að, að halda þvi fram að Danir séu okkur reiðir. Ég heyrði ekk- ert minnst á þetta mál þegar ég var úti á Spáni. Ég þorði mas. ekki að segja nokkrum manni á FIFA-þinginu frá þvi hneyksliað íslendingar ættu þess ekki kostað sjá HM leiki i júii.” Einokun á undanhaldi — Var þetta tiltæki Videósón meðvituð tilraun til að rjúfa einokun útvarpsins? „Ég er nú kannski ekki rétti maðurinn til að svara þessu. En ég get ekki imyndað mér að menn hafi verið að þessu af þvi að þeir vildu ná sér niðri á einkarétti útvarps- ins. Við hér á landi höfum áhuga á að sjá þessa leiki eins og fólk um allan heim. Það er þvi sjálfsögð þjónusta að sýna þá. Þetta lögbannsmál undirstrikar það hve úreltur einkaréttur útvarpsins er orðinn. Viðbrögð stofnunarinnar sýna það svart á hvitu.” — En hefur þú sem útvarpsráðsmaður engar áhyggjur af þessu? „Ég var kosinn i útvarpsráð sem einstaklingur og ég hef sinnt þeirri skyldu minni að láta heilindi og hagsmuni út- varpsins ráða i minu starfi. En þróunin stefnir i átt til af- náms á einkarétti útvarpsins og þetta mál er bara eitt af mörgum sem vitna um það, þetta er enn einn naglinn i lik- kistu einokunarinnar. Það er þvi ekki spurningin hvort hún verður afnumin heldur hvenær. Ég tel að það væri útvarpinu til heilla að fá samkeppni. Það getur haft yfirburði i slikri samkeppni vegna þess að það býr að langri hefð og að mörgu leyti góðu starfsliði. Ég er ekki á móti útvarpinu. En útvarpið á ekki að vera á móti fólki sem vill afla sér fleiri upplýsinga en stofnunin lætur i té.” eftir Þröst Haraldsson mynd: Jim Smart

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.