Helgarpósturinn - 25.10.1984, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 25.10.1984, Blaðsíða 8
HEFÐBUNDIÐ KLIFUR Alexander Stefánsson, Framsóknarflokki Próf frá héraðsskólanum á Laugarvafni 1941. Samvinnuskólapróf árið 1943. Starfsmaður kaupfélagsins Dagsbrónar í Ólafsvik 1943-47. Kaupfélagsstjóri i Ólafsvik 1947-62. Formaður Samtaka sveitar- félaga á Vesturlandi 1969-76. Sveitarstjóri Ólafsvikurhrepps 1966-78. Skrifstofustjóri Ólafsvíkur- hrepps 1962-66. i stjórn Útvers ht. á Ólafsvík. Hreppsnefndaroddviti i Ólafs- vík 1964-82. I stjórn Innheimtustofnana sveitarfélaqa 1971-82. Varaþingmaður Vesturlands- kjördæmis, nokkurn hluta ár- anna 1972, '73 og '74. i stjórn Sambands ísl. sveit- arfélaga 1974-82. í bankaráði Útvegsbanka Is- lands síðan 1976. Varaformaður Sambands isl. sveitarfélaga 1978-82. Kosinn 5. þingmaður Vestur- landskjördæmis árið 1978, þingmaður síðan. i stjórn Framkvæmdastofn- unar rikisins frá 1979. Félagsmálaráðherra i ráðu- neyti Steingríms Hermanns- sonarfrá 1983. Eiður Guðnason, Alþýðuflokki Stúdent frá M.R. 1959. Nám i stjórnmálafræðum við University of Delaware i Banda- ríkjunum 1960-61. B.A.-próf í ensku og enskum bókmenntum við H.í. 1967. Próf fyrir löggilta dómtúlka og skjalaþýðendur i ensku árið 1962. Blaðamaður við Alþýðublaðið 1962-64. Ritstjórnarfulltrúi við Alþýðu- blaðið 1964-67. Yfirþýðandi við Sjón varpið árið 1967. Fréttamaður við Sjónvarpið frá 1967-75. í stjórn Blaðamannafélags ís- lands 1968-71. Formaður Blaðamannafélags íslands 1971-72. Hlaut verðlaun úr Móðurmáls- sjóði Björns Jónssonarritstjóra 1974. Varafréttastjóri Sjónvarpsins frá 1975-78. Beðinn um að taka sæti á lista Alþýðuflokksins i Vesturlands- kjördæmi árið 1977, þáði. Alþingismaður Vesturlands- kjördæmis frá 1978. i Útvarpsráði síðan 1978. Formaður islandsdeildar Norðurlandaráðs 1978-79 og siðan 1981, jafnframt i forsæt- isnefnd ráðsins. Formaður fjárveitinganefnd- ar Alþingis 1979. Formaður menningarmála- nefndar Norðurlandaráðssið- an 1982. Formaður þingflokks Alþýðu- flokks frá 1983. Þorsteinn Pálsson, Sjálfstæöisflokki Innritast í Heimdall 14 ára gamall, 1961. i stjórn Bindindisfélags Versl- unarskóla islands 1966. Sigurvegari í mælskukeppni Verslunarskóla islands 1967. Stúdent frá Verslunarskóla is- lands 1968. I stjórn Vöku, félags lýðræðis- sinnaðra stúdenta í H.í. 1968-74. Formaður Vöku, félags lýð- ræðissinnaðra stúdenta í H.í. 1968-70. I stúdentaráði H.l. 1968-71. Lausráðinn blaðamaðurá Morgunblaðinu með námi sinu í lögfræði 1970-74. í háskólaráði H.í. 1971-73. Formaður Orators, félags lög- fræðinema við H.í. 1972-74. Virkur þátttakandi í hópi nokk- urra ungra frjálshyggjumanna innan Sjálfstæðisflokks, sem stóðu að útgáfu tímaritsins Eimreiðin áárunum 1972-75. í stjórn Sambands ungra sjálf- stæðismanna SUS, 1973-77. Próf í lögfræði við Háskóla Is- lands 1974. Fastráðinn þingfréttaritari og leiðarahöfundur við Morgun- blaðið 1974-75. Ritstjóri Vísis 1975-79. Framkvæmdastjóri Vinnu- veitendasambands íslands 1979-83. Meðlimur Félags frjálshyggju- manna frá stofnun 1979. Kosinn i miðstjórn Sjálf- stæðisflokksins 1981. Fyrsti þingmaður Sunnlend- inga frá 1983. Formaður Sjálfstæðísflokks- ins, frá hausti 1983. Hjörleifur Guttormsson, Alþýðubandalagi Stúdent frá Akureyri 1955. Diplomgráða i líffræði við há- skólann i Leipzig í Austur- Þýskalandi 1963. Fluttist í Neskaupstað 1963, búsettur þar siðan. Formaður Alþýðubandalags- ins í Neskaupstað 1965-67 og aftur 1976-78, á sama tíma for- maður kjördæmisráðs Abl. á Austurlandi. I fjölda nefnda á vegum Nes- kaupstaðar 1966-78, m.a. sér- stakri menntamálanefnd, skólanefnd og snjóflóða- nefnd. Formaður NAUST 1970-79. Forgöngumaður að stofnun Náttúruverndarsamtaka Austurlands, NAUST, 1970. j miðstjórn Abl. frá 1968. Forstöðumaður Náttúru- gripasafnsins I Neskaupstað 1972- 78. Sat á þingi Sameinuðu þjóð- anna um umhverfi mannsins 1971. Fulltrúi i sendinefnd isl. á um- hverfisráðstefnunni í Stokk- hólmi 1971. í Náttúruverndarráði 1972-78. í stjórn Safnastofnana Austur- lands 1972-78. I undirbúningsnefndfyrirstofn- un menntaskóla á Austurlandi 1973- 78. Formaður orkunefndar mið- stjórnar Abl. 1974-76. Alþingismaður Austurlands síðan 1978. Iðnaðarráðherra í stjórn Olafs Jóhannessonar1978-79. fðnaðarráðherra í stjórn Gunn- ars Thoroddsen 1980-83. í Þingvallanefnd frá 1980. í Rannsóknarráði frá 1983. Albert Guðmundsson Sjálfstæðisflokki Samvinnuskólagengna knatt- spyrnuhetjan, sjálfskipaðurvin- ur litla mannsins, sólóisti próf- kjaranna, frímúrarinn, fjöl- miðlagosinn og bangsi borgar- íhaldsins. Jón Helgason Fram- sóknarflokki Hinn hægláti Seglbúðabóndi sem sigldi fyrir staðvindum flokks og hagsmunasamtaka bænda inn á þing og upp í rikis- stjórn. SJÁLFSTÆÐIS- FLOKKUR ennilega státar Sjálf- stæðisflokkurinn af fjölbreyttasta en um leið fíistmótaðasta metorðastigcinum innem hefðbundna s. Birgir ísleifur Gunnarsson er gott dæmi um alþingismann sem hefur klifið upp stiga sjálfstæðis- manna með hvað hefðbundnust- um hætti. Hann hefur haftviðkomu á nánast öllum valdaþrepum flokksins í réttri röð, verið „þæg- ur“ og þetta veganesti nægði hon- um til að blanda sér í baráttuna um formennsku í flokknum fyrir ári. En skoðum feril Birgis. Pólitísk sól hans byrjaði snemma að rísa í ungiiðahreyfingu flokksins, þeim sjálfsagða byrjun- arreiti margra atvinnustjómmála- manna. Á háskólaárum sínum gegndi hcinn til dæmis formennsku í Vöku og Stúdentaráði. Hann varð fljótt formaður Heimdallar, settist síðan í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismcmna og var fram- kvæmdastjóri þess í tvö ár uns hann opnaði eigin lögmannsskrif- stofu 1963. Ári áður hafði hann tek- ið sæti í borgarstjóm, þá aðeins 26 ára og 31 árs tók hann við for- mennsku í SUS. Borgarstjórastað- an í Reykjavík hefur löngum verið einhver mest metni viðkomustað- ur foringjaefna Sjálfstæðisflokks- ins, og að sjálfsögðu finnum við Birgi þar síðar, enda búinn að klífa metorðastigann á undanliðnum ámm af festu og öryggi. Hvergi feil- spor. Hann Véu- borgcirstjóri tilj ársins 1978, en það ár dró líka ský fyrir sólu á ferli Birgis. Hann tapaði borginni yfir til vinstri mauma og 8 HELGARPÓSTURINN hrasaði þannig í stigcinum, sem lík- lega hafði hvað mest áhrif á að hann náði ekki formennsku í flokknum á sínum tíma. Klifrið feil- aði. Hann komst þó inn á þing árið 1979 sem fjórði þingmaður Reyk- víkinga, en árið áður hafði hann verið kosinn formaður fram- kvæmdanefndar flokksins. Með því náði hann ágætri fótfestu í stigan- um á ný. Og eftir þetta brölt sitt um metorðastigann má segja að Birgir hafi komið sér fyrir á tryggum stað í flokksmaskínunni. Hann þykir nú helsti talsmaður flokksins í orku- og iðnaðarmálum og er vel liðinn í þingflokknum. Dæmið hér að framan af Birgi ísleifi Gunnarssyni sýnir sem fyrr segir mjög hefðbundna leið upp metorðastiga Sjálfstæðisflokksins þarsem farið er af gætni upp hvert þrepið af öðru. Þó er vitaskuld um margar aðrar leiðir að ræða fyrir frcunagjarna flokksmenn. Ýmsar aðrar meginlínur eru fyrir hendi, svo og sérstök tilbrigði. Það má þó heita sammerkt með nær öllum þeim einstaklingum sem síðar brjóta sér leið inn á Alþingi fyrir Sjálfstæðisfiokkinn, að þeim er fyrst skotið á loft úr bak- landi flokksins, ungliðcihreyfing- unni; Vöku, Heimdalli, SUS og nú síðast Félagi frjálshyggjumanna. í þessum félögum flokksins alast menn upp, oftast nær undir hand- cirjaðri þeirra sem lengra eru komnir í flokksklifrinu. Það fer síð- an eftir menntun, starfi og frama- girni, hvaða viðkomustaðir eru næstir á ferli hvers og eins og hversu fljótt komist er þar áleiðis. Góður meirihluti núverandi þingmanna Sjálfstæðisflokksins er lögfræðingar að menntun. Þessir lögmenntuðu sjá'fstæðismenn taka sér gjaman biðstöðu í kerfinu, einkanlega ef flokkurinn er í stjórn og hefur því með að gera ýmis áberandi ráð og stöður. Aðrir halda út í atvinnulífið og taka jcifn- frcimt sæti, helst formennsku eða framkvæmdastjórastöðu, í hinum ýmsum stjórnum og ráðum fyrir- tækja eða hagsmunafélaga. Staða borgar- eða bæjarfulltrúa virðist oft fylgja í kjölfarið. Einnig er dæmi um nýlega leið sem lögmenntaðir sjálfstæðismenn hafa farið, en það er vegur Þorsteins Pálssonar og Eilerts B. Schram, fjölmiðlaleiðin. Auk þess virðist svo sem margir yngri sjálfstæðismenn, skemur á veg komnir í klifrinu, ætli að taka þessa leið upp eftir þeim, enda virðist hún geta verið fljótfarin. Þorsteinn til dæmis var þingfrétta- ritari og leiðarahöfundur Morg- unblaðsins í fimm ár og tók síðan við ritstjórn Vísis sem hann gegndi í fjögur ár. Hann hafði aðeins einn viðkomustað eftir það, VSÍ, áður en hann stökk með glans inn á þing og hlotnaðist formannsstaðan skömmu síðar. Þorsteinn vau- enn- fremur með þeim fyrstu sem náði að hagnýta sér mátt sjónvarpsins til þess að ná til þjóðarinnar, en sú list hefur orðið sífellt mikilvægciri með tilkomu prófkjara. Sjálfstæðisflokkurinn er mál- svciri einkaframtaksins, og því mætti búast við að í þingflokknum væri að finna góðan hóp manna sem lagt hafi gjörva hönd á plóg atvinnulífsins. Svo er þó ekki. Ein- ungis fjóra núverandi þingmenn hans má telja til hreinna og klárra kaupsýslumanna, Albert Guð- mundsson, Eyjólf Konráð Jónsson, Matthícis Bjarnason, sem meðal annars rak verslun á ísafirði um áratugaskeið, og Sverri Hermanns- son, sem á útgerðarfyrirtækið ’dgurvík með bræðrum sínum. Þó er rétt að taka fram að það eru f fæstum tilvikum þessi störf ein og sér sem færa mönnum í Sjálfstæðis- flokknum frama í pólitíkinni, held- ur verða þeir yfirleitt frægari fyrir frcimlag á öðrum vettvcingi. Dæmi, borgarstjórnarþátttcika Alberts Guðmundssonar. Stiginn er marg- þrepa og menn þurfa að drepa fæti á fleiri en einn stað til að komast áfram upp. Sjálfstæðisflokkurinn telur sig flokk allra stétta og til að standa undir því nafni hefur hann lyft und- ir ýmsa fulltrúa í stiganum til þess að auka á fjölbreytni á freunboðs- listum sínum. Fá inn fleiri en lög- fræðinga. Flokkurinn státar þannig af þremur bændum, tveimur kon- um og einum sjómanni. Klifur þessara síðastnefndu manna og barátta þeirra fyrir stöðu sinni hef- ur þar af leiðandi verið átakaminni og einfaldæi en cinncUTa sjálfstæð- ismanna á framábraut. Stiginn verður þannig einskonar sjálfvirk- ur rúllustigi þegar svo mikið liggur við að halda breiddinni við topp- inn. FRAMSÓKNARFLOKKUR f fjórtán núverandi þingmönnum Frcim- sóknarflokksins eru fimm bændur, fjórir sem fengist hafa við kennslu að meira eða minna leyti og tveir lögfræð- ingar. Af þessum þingmönnum tengjast að minnsta kosti sjö þeirra Samvinnuhreyfingunni með bein- um eða óbeinum hætti. Algeng menntun þingflokksins er búfræði, samvinnuskólapróf eða kennara- próf. Þetta segir sitt um flokkinn og ekki síður um þá viðkomustaði sem framagjörnum liðsmönnum hans eru hvað kærastir. Þetta skýrist betur ef einn venju- legur framsóknarmaður er tekinn út úr þingflokkinum og ferli hans lýst. Hvaða leið fór til dæmis Páll Pétursson inn á þing? Jú, hann er sveitamaður og kom- inn cif bændafólki. Heimcikjördæmi hans, Norðurland vestra, hefur og jafnan verið sterkt vígi Framsókn- ar. Páll útskrifaðist sem stúdent frá Akureyri 1957 og strax að því loknu tók hann við búi föður síns á Höllu- stöðum, aðeins tvítugur að aldri. Ekki leið nema ár þar til hann var kominn í stjórn ungliðahreyfingar flokksins í sýslunni. Formaður ungra framsóknarmanna þar var hann orðinn eftir fimm ár í stjóm- inni, 26 ára, og ári áður hafði hann reyndar líka sest í stjóm kjör- dæmisráðs flokksins í Húnavatns- sýslu. Þar sat hann í tíu ár. En nú var Páll líka kominn á góða ferð í stiganum, hver stjómarsetan og formennskan í allra handa félögum Húnvetninga rak aðra næstu árin. í hreppsnefnd Svínveminga tók hann sæti 1970 og sat í fjögur ár. Hann fór inn í stjórn Búnaðarsam- bands Austur-Húnvetninga 1972 og varð strax varaformaður þess og gegndi því embætti í fjögur ár. 1972 gerðist hann einnig formaður veiðifélags Auðkúluheiðar og var þar í fimm ár. Fulltrúi Austur-Hún- vetninga á fundum Stéttarsam- bands bænda var Páll frá 1973 til 77. Embætti formanns Hrossa- ræktcirsambands íslcinds losnaði um líkt leyti og það hreppti Páll, auk þess að hann hóf enn eina set- una í stjóm árið 1977, í þetta skipt- ið hjá Veiðifélagi Blöndu og Svart- ár. í þeirri stjórn er Páll enn. Þetta er dægileg upptalning, og sýnir hvað Páll hefur undirbyggt vel það sem koma skyldi, því segja má að hann hafi á ámnum 1957 til 1977

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.