Helgarpósturinn - 25.10.1984, Page 3

Helgarpósturinn - 25.10.1984, Page 3
Luxus: bægt frá mæöu ☆ Dollarar, Leica-myndavél, golf, SeikoQuarz, BMW.gull- húöaöar vindlingaöskjur (,,Etui“ erafarfyrirferðarmikiö hugtak hjá Thómasi Mann), gull, demantar, Calvados, snekkja á Miðjarðarhafinu, styrjuhrogn... Ef ofantaldir hlutir eru í þínum augum jafn sjálfsagðir og nývirki í augum nauts ættirðu að fara heim og leggja þig: Þá hefur þér hvort eð er aldrei verið gefinn séns. Eða þú getur lesið um og skoðað allt í LUXUS, tímarit- inu sem SAM-útgáfan, með Þórarin Jón Magnússon í broddi fylkingar, ætlar að fara að hleypa af stokkunum. ,,Um hvað heldur þú sjálfur að tímarit með slíku nafni fjalli helst?“ sagði Þórarinn þegar hann var spurður um hug- myndina á bak við LUXUS. „Ætli það verði ekki einkum það sem má flokka undir lífs- gæði af öllu tagi: Munaðarvör- ur, skemmtun og annað sem gleður mannsins hjarta. Anægjuefni er sem sagt númer eitt, en sorg og sút bægt frá. LUXUS á að fjalla mikið um vandaðar vörur," sagði Þórar- inn ennfremur, „íslendingar eru afar kröfuharðir og vanda vöruval sitt. Hér er mikil eftir- spurn eftir bifreiðum úr hærri verðflokkum og fatnaði meö frægum vörumerkjum; mjög hefur færst í vöxt að fólk láti eftir sér að snæða á veitinga- húsum, og skemmtiferðalög landans bera uppi ótrúlegan fjölda ferðaskrifstofa. Það er Ijóst að gifurlegum fjármunum er varið í lúxus hér á landi.“ Af ummælum Þórarins Jóns Magnússonar er Ijóst aö fleiri en einungis innsti kjarni glæsi- kvenna og stertimenna þessa lands muni leita hugsvölunar í tímaritinu Luxus. Tímaritið mun eiga erindi til allra sem eru þannig gerðir að þeim þykir skemmtilegra að fá sér kökubita en narta í þurra brauðskorpu.* Það sem er mikilvægast fyrir þann sem er að byggja eru auðvitað fjármálin og byggingar- hraðinn. J.L. Byggingavörur gerir húsbyggjendum kleift að byggja með fyrsta flokks vörum á sérstökum J.L.-lánakjörum. J.L. Byggingalánin eru þannig í fram- kvæmd: Stofnaður er viðskiptareikningur, fyrir tí- unda hvers mánaðar er úttekt fyrri mánaðar yfirfarin, a.m.k. 20% greidd í peningum, og allt að 80% sett á skuldabréf til allt að sex mánaða. Þannig er þetta framkvæmt koll af kolli. Einnig er hægt að semja um sérstök J.L.-lán, sem miðast t.d. við útborgun líf- eyrissjóðslána eða húsnæðismálastjórnar- lána. Þannig getum við verið með frá byrj- un. Iðnaðarmenn sem vinna fyrir viðskiptavini okkar þurfa ekki að leita annað í efniskaup- um. Um leið og búið er að grafa grunninn geta smiðirnir komið til okkar og fengið fyrstu spýturnar. Og í framhaldi af því fæst allt byggingarefnið hjá okkur. Renndu við vestur í bæ og talaðu við okkur ef þú ert að byggja. iBYGGlNGflVÖBUB HRINGBRAUT 120: “12 ,'8 MX) So<uM|Oi. 28 693 t.oiNcpu,i<ic*<) • . 28 603 SM.'sloU 28 620 í S 1 I Á að bylta Þjóðviljanum? „Það hefur nú verið nánast stöðug bylting á blaðinu á und- anförnum tveimur árum. Þeirri byltingu verður haldið áfram. Hún miðast að því að gera blaðið að hvössu og snörpu vopni fyrir alla vinstrimenn í landinu. Og hvað mína stjórn á blaðinu varðar, þá ætla ég að reyna að gera það að sameiningartákni fyrir vinstrivænginn." Hvaða ritstjórnarstefnu ætlarðu að fylgja? „Það verður framfylgt aðhaldsblaðamennsku, hvortheldur fyrir vinstrimenn eða þá sem tilheyra hægrikantinum." Á að taka nákvæmt mið af flokkslínunni eins og hef- ur verið gert á undanförnum árum Þjóðviljans, eða verður hann sjálf stæður sósíalískur miðill sem fer gegn flokksforystunni þegar blaðinu býður svo við að horfa? „Blaðið hefur sjálfstæða rödd. Það er engin spurning. Það verður ekki tekin upp nein hrá lína frá einum eða neinum. Blað- ið er og verður málsvari verkalýðshreyfingarinnar og mun fylgja sósíalískri stefnu eins og það hefur reynt að gera dyggi- lega í verkföllunum, enda veitir ekki af. Það er vargöld í þjóðfé- laginu sem bitnar harðast á launafólkinu." Þjóðviljanum verður sem sagt ekki fjarstýrt af foryst- unni? „Nei. Það er alveg á hreinu." Þú skákaðir Óskari Guðmundssyni, núverandi rit- stjórnarfulltrúa Þjóðviljans, og Vilborgu Harðardóttur, varaformanni flokksins, í kapphlaupinu um ritstjóra- stólinn. Var það harður leikur? „Hafi verið einhver hráskinnaleikur um þetta starf, eins og þú ert að gefa í skyn, þá varð ég hans ekki var, og þá vitið þið á Helgarpóstinum meira um það en ég." Þarf flokksskírteini í Alþýðubandalaginu til að kom- ast í ritstjórastól Þjóðviljans? „Þegar ég kom til landsins frá námi síðastliðið sumar hafði ég ekki gengið í Alþýðubandalagið. Og þeir sem lesið hafa greinar mínar í blaðinu á undanförnum árum hafa séð að ég hef þar ekki hikað við að gagnrýna forystumenn Alþýðubanda- lagsins og stefnu flokksins ef svo hefur borið undir. Ég gekk hinsvegar í flokkinn fyrir fáeinum mánuðum, en get ekki séð að það hafi haft nein áhrif á að ég var valinn í þetta starf." Þú munt vera mjög utarlega á vinstrivæng Alþýðu- bandalagsins. Heldurðu ekki að margir lesendur Þjóð- viljans óttist þennan róttæka vinstrimann í þér? „Ég hugsa ekki. Þó getur það vel verið að ýmsum í Alþýðu- bandalaginu líki ekki alls kostar vel við þennan róttækling í mér. En það verður þá bara að taka því." Og loks þetta össur: Ertu nú með ritstjórastöðunni byrjaður að fikra þig upp metorðastiga Alþýðubanda- lagsins? „Sko, ég er menntaður í fiskeldi og hyggst þegar tímar líða fram snúa mér aftur að þeirri grein. Ég fékk einfaldlega ekki vinnu við hana þegarég kom frá námi í sumar, og fór því hing- að á Þjóðviljann í staðinn. En ef þú ert að spyrja mig um hvort ég ætli mér á þing með þessari viðkomu í ritstjórastólnum, þá er svarið afdráttarlaust nei: Þangað ætla ég örugglega ekki. Það er hinsvegar um þessa menntun mína að segja, að hún á ábyggilega eftir að reynast mér vel við ritstjórn Þjóðviljans, því fyrir tilstilli hennar hef ég útvegað mér allnokkra reynslu í að fást við og temja stórlaxa." — SER. Össur Skarphéðinsson hefur verið ráðinn ritstjóri Þjóðviljans til næstu þriggja ára. Össur er fæddur á kvenréttindadaginn árið 1953 og því 31 árs gamall. Hann er Reykvlkingur I húð og hár, sonur hjónanna Valgerðar Magnúsdóttur og Skarphéðins össurarsonar, og menntað- ist í fiskalífeðlisfræði í Bretlandi á árunum 1979 — 84. HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.