Helgarpósturinn - 25.10.1984, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 25.10.1984, Blaðsíða 20
Nafn rósarinnar Thor Vilhjálmsson vcir að ljúka við þýðingu II Nome della Rosa: „Ég var rétt að ljúka meginvinn- unni við þetta. Nú er ég bara að fægja, slípa..." Thor Vilhjálmsson. II Nome della Rosa. Þessa frumraun ítcilans Umberto Eco í skáldsagnagerð hefur hann verið að þýða á síðustu mánuðum. Erfitt? Ja, ekki var hlaupið í gegnum þetta, enda cisskoti mikið verk. Og vinna. Það þarf að fara varlega að svona lög- uðu, gá að sér í hverju orði. Bókin er svo nákvæmt skrifuð." Segja má að Nafn rósarinnar, eins og Thor nefnir hana á ís- lensku, hafi stolið senunni í bók- menntaheiminum þegar hún kom út árið 1980. Sigurganga hennar hefur verið óstöðvandi síðan. í fyrsta lagi hlaut hún aðalbók- menntaverðlaunin á Ítalíu skömmu eftir útkomu, varð síðan metsölubók bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi og víðar og til að mynda í Þýskalandi einu hefur hún þegar verið gefin út í 28 útgáfum. Ensk útgáfa bókarinnar, The Name of the Rose, hefur og mikið verið lesin hér heima, en um hana segir Thor: ,3ú útgáfa er mikið stytt, og ég verð að segja að þeir lesendur hennar sem ekki kunna ítölsku, verða að Iesa íslensku útgáfuna sem verður óstytt og þýdd beint úr frummálinu, til þess eins að vita hvað stendur í frumútgáfunni að þessu snjalla verki. Ég vil þó taka það fram í þessu sambandi, að hér er ég ekki að dæma um það hvort mér hafi tekist að koma þýðingu verksins frá mér eins og best verð- ur á kosið, en ég reyndi altént..." II Nome della Rosa Umberto Eco er að ýmsu leyti byggð á raunverulegum atburðum er gerð- ust á Ítalíu og víðar árið 1327, eða á þeim tímum sem við köllum í dag myrkustu miðaldir. Sumar persón- ur sögunnar eru byggðar á lífi raunverulegra mcinna frá þessum tíma. „Þetta er óskaplega margþætt verk. Það gerist á sjö dögum með einu morði á dag,“ segir þýðand- inn og bætir við: „Það þykja góð kaup nú á tímum, þetta með morð- in, er það ekki? Annars finnst mér það ekki borga sig að vera að segja mikið úr söguþræðinum, það væri líka skemmdarverk að vera að reyna að segja hann í stuttu máli. Og spennan, ekki vil ég eyðileggja hana fyrír væntanlegum lesend- um.“ - Hvernig vannstu að þýðing- unni Thor, efég má spyrja? „Ég sat við. Vann og vann. Lá í bókinni og las mikið. Og það verð ég að segja að mér finnst verkið verða sífellt betra eftir því sem ég kynnist því nánar. Það er svo margsiungið og vel upp byggt og efnið sérlega tímabært þrátt fyrir að það sé að gerast fyrir sex öldum og hálfri betur. Og svo er nú hitt líka: Það gerir mann ákaflega bjcirtsýnan að þetta verk hafi fengið metsölu þrátt lyrir að það sé svona gott og vandað. Menn eru nefnilega stundum að örvænta um góðar bókmenntir á þessum síðustu tímum þegar verið er að djöfla út misserisbókum sem eiga ekki að endast, mega ekki end- ast, fremur en fjöldaframleiddir bílar. Að jafn mikið öndvegisrit og Nafn rósarinnar fái slíka lesningu sem hún hefur þegar, eru sannar- Thor Vilhjálmsson: ,,Paö ertími til kominn að aftur heyrist frá Bologniu.*' lega gleðitíðindi þeim er bera hag fagurbókmennta fyrir brjósti." Sem fyrr segir er Ncifn rósctrinn- ar frumraun Umberto Eco í skáld- sagnagerð. Hcmn er fæddur árið 1932 og því rúmlega fimmtugur, „heimskunnur vísindcimaður", bætir Thor við og segir fræðigrein hans vera semiotik, ,sem er ein af þessum göfugu kynjuðum tíkum og á íslensku sjáilfsagt þýtt sem táknfræði og tekur fyrir, ekki að- eins mannlegt mál heldur cillt mannlegt fas og hvernig menn hegða sér. Eco er brautryðjandi í þessum fræðum sínum eins og Frakkinn Roland Barthes var á sín- um tíma.“ Nokkur síðustu ár hefur Eco starfað sem kennari við háskólann í Bologna „þar sem Jón Ogmunds- son, fyrsti Hólabiskupinn okkar, var eitthvað að grufla á sinni tíð“. Thor bætir við: „Það er tími til komin að það heyrist aftur hingað frá Bologníu.“ Bókaforlagið Svart á hvítu gefur út þýðingu Thors Vilhjálmssonar á II Nome della Rosa. -SER. KVIKMYNDIR Dalandi líf eftir Ingólf Margeirsson Nýja bió: Dalalíf íslensk 1984 Leikstjóri: Þráinn Bertelsson Framleiðandi: Jón Hermannsson. Kvik- myndataka: Ari KristinssonHandrit: Þráinn Bertelsson og Ari Kristinsson.Aðalhlutverk Eggert Þorleifsson, Karl Ágúst Úlfsson, Hrafnhildur Valbjörnsdóttir, Sigurður Sig- urjónsson og m. fl. Þá hafa Þráinn og kó hleypt Nýju lífi tvö af stokkunum og ber afurðin nafnið Dalalíf. Formúlan er sú sama og í Nýju líf i; pjakkam- ir Þór og Danni demba sér í undirstöðuat- vinnuveg þjóðarinnar - í þetta skipti land- búnaðinn - gera þar allt vitlaust og æra kallana (yfirmenn eða eigendur fram- leiðslutækjanna), taka sætu, ljóshærðu stelpuna á löpp og stinga svo ai frá öllu geiminu. Einfcddcir formúlur sem þessar bjóða upp á alls kyns möguleika og hægðarleikur fyrir þjála höfunda eins og Þráin Bertelsson að skrifa smellið, snjallt og jafnvel írónískt handrit að bráðskemmtilegri gamankvik- mynd í ætt við dönsku húmormyndimar og tengja grunnhugmyndina og p>ersónumar í nokkrar seríumyndir. En Þráni verður al- Vcirlega á í messunni hvað Dalalíf varðar. Allar hugmyndirncir em hráar og óunnar, og þeim dembt saman svo útkoman verður hroðvirknislegur vanskapnaður. Þótt eygja megi frásögn og atburðarás í Dalalífi, liggur aðstandendum kvikmyndarinnar svo mikið á að troða skoplegum hugdettum og atrið- um inn í heildina að sjálf sagcin verður of- hlaðin og mglingsleg. Þannig vaða inn og út úr myndinni Víetnamar, flugdrekamenn, færeyskir þjóðdansarar, Kántrí-Hallbjöm á sebrahesti, nýríkur lostaseggur með dreif- býliskomplex, hænsnamergð, lystisnekkj- ur, þyrlur og límosínur að ógieymdu rímnaskáldi og allsherjargoða Asatrúar- manna. Það þarf minna kraðak til að drekkja góðum hlutum í einu handriti. Varla er hægt að tala um leik í Dalcilífi. Atvinnumennirnir Eggert, Karl Agúst og Sig- urður sleppa fyrir hom á eigin reynslu og ágæti en þeir jafnt sem leikmenn fá að því er virðist enga leiðsögn eða aðstoð leikstjóra. Endaþótt Hrafnhiidur Valbjömsdóttir sé þrælsæt og sjcinnercindi stúlka er hún oft í stökustu vandræðum fyrir framan vélina og láir henni það enginn. Sömu sögu er að segja af Guðmundi Inga Kristjánssyni og öðmm amatörum. En jcifnvel fagmennimir komast í hann krappan: Eggert fleytir sér' stundum naumlega á hinni fyndnu persónu Þórs, og Karl Ágúst missir oft tökin á per- sónu Danna sem verður æ þokukenndari sem líður á Dalalíf. Sigurður Sigurjónsson, sem er talent á heimsmælikvarða, svamlar nær ósjálfbjarga gegnum textann í senunni á Oðali og fær eina setningu -1 love it! - til að skerpa karakterinn með. Svo er það tæknivinnan. Hún hlýtur að teljast það versta sem ein íslensk kvikmynd hefur boðið upp á hingað til. Hljóðið er oft svo slæmt að erfitt er að greina heilu setn- ingarnar og iðulega er það of hátt eða lágt. Stórir hlutar Dalalífs em gjörsamlega úr skerpu og ofelska Ara Kristinssonar kvik- myndatökumanns á aðdráttarlinsunni skil- ar oft samanþjappaðri og óeðlilegri mynd, sbr. senuna í Austurstræti. Ekki veit ég hvort framköllunin fór í handaskolum eða hvort ljós hefur komist inn á filmuna annað veifið; alla vega dansar blár litur á tíðum eftir hálfu tjaldinu, svo stundum freistast maður til að hcilda að meiningin hafi verið að gera bláa mynd í bókstaflegri merkingu. Klippingin er einnig til lítillar eftirbreytni og stundum gjörsamlega óskiljanleg í mynd- flæði (continuity) eins og þegar hinn nýríki JR fer í sveitina með kádílják, þyrlu, lysti- snekkju og loks árabát. En Dalalíf er greinilega nógu góð í pakkið að mati framleiðendanna. Og furðulegt nokk; kvikmyndahússgestir - sem flestir vom börn og unglingar þegar undirritaður sá myndina - virðast skemmta sér hið besta og mikið hlegið, sérstaklega framan af myndinni, enda margar senur broslegar þrátt fyrir allan vandræðaganginn. Þráinn Bertelsson og Jón Hermannsson hcifa stað- ið í ströngu á þessu ári og senn er að vænta frumsýningar á Skammdegi sem ku vera sálfræðileg spennumynd. Vera má að of- virkni þeirra félaga og/eða tekjuvonir þeirra hafi ráðið ferðinni við flausturslega gerð Dalalífs. Það breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd að Dalalíf stenst hvergi þær kröf- ur sem gerðar em til manna sem Þráins Bertelssonar og Jóns Hermannssonar, jafn- vel þótt létt gamanmynd sé annars vegar. En vonandi taka þeir félagar sig saman í andlitinu svo bíógestir megi búast við betra lífi á eftir Dalalífi. 20 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.