Helgarpósturinn - 25.10.1984, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 25.10.1984, Blaðsíða 22
Braxton blæs í sax Erlendur djass á leiðinni Anthony Braxton og annar til Vænlegur djassdúett er væntan- legur hingað til lands í byrjun næsta mánaðetr. Þar verða á ferð- inni bandaríski blásturshljóðfæra- leikctrinn Anthony Brcixton og einn liðsmaður úr hljómsveit hans, píanistinn Marilyn Crispell. Þau hafa verið á tónleikaferð um Evrópu síðustu vikumar og líta við í Reykjavíkinni á heimleiðinni með eina hljómleika á vegum Grammsins. Nákvæm dagsetning og húsctkynni em enn ekki ákveð- in, en þau koma. Braxton hefur átt miklum vin- sældum að fagna vestan hcifs, sem sést best á því að flestar hljómplöt- ur hans hafa náð inn á lista kn'tík- era hjá bandarískum djasstimarit- um yfir bestu skífumar ár hvert, og margar þeirra náð toppnum. Þekktastur er hann fyrir allra handa saxafónleik sinn, þó hann þyki jafnframt hafa afbragðs vald yfir öðmm blásturshljóðfærum, svo sem flautum. Hann er fæddur í Chicago og er kominn nálægt fimmtugu í ámm. Sem unglingur Vcikti hcinn athygli fyrir góða hæfileika í skáklistinni, en tónlistin stóð honum líka strax nærri og þegair kom að því að hann valdi lífsstarfið veirð hið síðar- nefnda ofan á. Brcixton er afar lærður tónlistar- maður og mjög virtur í djcissdeild- um bandarískra tónlistarskóla þar sem hann er vel þeginn á nám- skeið. Koma Anthony Braxton hingað til lands í byrjun nóvember verður að teljast mikill fengur fyrir djass- unnendur, því ekki er hér aðeins um frábæran tónfistarmann að ræða, heldur vafalítið einu djasstónleik- ana með erlendu númeri þá mán- uði sem eftir em af þessu ári. -SER. MYNDUST Miö(ad) viö hvaö? Listin krefst venjulega engra skýringa. Ef hún er sjálfri sér nóg og eðlileg, þá þarf áhorfandinn engar leiðbeiningar við lestur bóka eða það að horfa á máfverk. Ég held að það hljóti að vera merki um hnignun list- anna ef fólk þarf að ganga í skóla og læra til að geta notið þeirra. Aftur á móti er hægt að öðlast fróðleik um listirnar og tæknibrögð- in sem listamenn beita, ef áhugamaðurinn gengur til kennara, en eðli listanna verður jafn hulið sem áður. Því miður em listaskólarnir orðnir lítið annað en það að einhverjir fóscir sem kall- ast kennarar kenna listbrögð og meðferð á nýjum efnum. Og út úr skólunum fcira nem- endur örlítið tæknifróðir, menntaðir í hand- bragði, hafa fleytt ofan af kenningum um listirnar og geta þrefað um stefnur með þó- nokkurn orðciforða, en engu að síður em þeir aðeins menntaðir kjánar. Listin lætur ekki undan listbrögðunum. Með upprisu hugmyndalistarinnar á sjö- unda áratugnum var hugmyndin oft ein- angmð frá myndinni sjálfri, en frá aldaöðli hafði hugmyndin og myndin mnnið saman og leyft áhorfandanum að hafa einhverjar kenningar uppi um sig eftir geðþótta. Og þótt inntak málverksins færi fram hjá áhorf- endum jafnvel öldum saman var listinni hundscima um það. Hún hafði yfir höfuð engar áhyggjur af smekk Jóns og Gunnu eða skoðunum. En nú þegar múgurinn Vcir orðin afskap- lega listelskur, einkum eftir að heimsókn í söfn vcir sjálfsagður þáttur í leit að sól- bruna, þá fékk túristinn einhvem fróðlegan forsmekk af vömm gæðanna. Og það stóð ekki á skýringum hjá menntaskólakennur- unum sem höfðu það sem aukastarf á sumr- in að leiðsegja löndum sínum um listasöfn og baðstrendur. Fólk langaði að vita hvaða olíumálverki það átti að vera hrifið cif, eins og hvaða sólarolía gerði aðra hrifna af því. Gædarnir höfðu auðvitað svör á reiðum höndum.Annars hefðu þeir veriðreknirfyrir að hafa ekki nógu mikla útsýn. Listamenn tóku mið af nýjum aðstæðum. Þeir sem komu á sýningar vom menningcir- túristar. Og cif þeim sökum vom málarar alltaf að útbúa hand oul fyrir gesti og blaða- menn. Einhverra hluta vegna senda blöðin venjulega vitlausustu blaðamenn sína til að ræða við listamenn þegar þeir opna sýning- ar, taugaveiklaðar tyggjandi stelpur eða ný- byrjaða stráka. Það þýðir ekki að kalla á blaðamenn fyrr en handátið er tilbúið, sögðu máfaramir. Og síðan komu fjölmiðlabjánamir, hressir og með einslags fitusprengt tal og báðu um handátið. Annars hefðu þeir staðið á gati í kjaftakvörninni. Líklega hefur Guðmundur Thoroddsen haft þetta allt í huga þegar hcinn setti upp sýningu sína að Kjarvalsstöðum. Hann er með handát og leiðbeiningar. En mig gmn- ar að sýningin eigi samt eftir að standa í mörgum, jafnvel í fjölskyldunni og kunn- ingjum, þótt þeir segi: Já, það er bara gamcm að sjá þetta. Við hvað er miðað þegar maðurinn leitar að veruleikanum? Hcinn fer eftir því við hvað er miðað eða frá hvaða sjónarhóli hann er séður. En vemleikinn er „auðvitað allt í kringum okkur“. Guðmundur ákveður að hafa vemleikann í sömu tölu og heilaga þrenningin. Við fáum kort af hlutunum (landslagi í þessu tilviki), síðcm tekur listamaðurinn sig til og málcir „hugmynd" af sama hlut, og að lokum tekur hann mynd af honum. Allt er þottþétt í rök- tilbúningnum. Það sem vekur athygli er hvað hin heilaga þrenning rökdæmisins er innbyrðis lík. Leitin hjá listamanninum er fremur ákvörð- un um hver vemleikinn sé en vemleikinn fái í rauninni að njóta sín. Sérhver hlutur er ekki það sem hann er, því að það gleður eftir Guöberg Bergsson ekki listamanninn, heldur em hlutimir á valdi hcms. Þeir em jafnvel mótaðir cif lita- smekk hans. Mig gmnar einnig, að hann hafi tekið ljósmyndina á Agfa-filmu, vegna þess að sú tegund filmu bregður einslags bláma yfir allt í framköllun. Má segja að „lita- ákvörðunartaka" sé hjá Kodak, Agfa? Hugmyndir Guðmundar em skrökvaðar myndir. Liturinn á landslaginu erskröklitur. Litimir á landcikortinu em skrökvaðir litir. Þessir litir em gulur litur og blár og blönd- un þeirra: grænn litur. Miðað við cillt mótar listamaðurinn mið sitt út frá eigin tilfinningum. Hann beygir menn og náttúm og hluti undir listvilja sinn. Jctfnvel þegar hann ætlar að vera „vís- indafegur" verður hann huglægur og verð- ur jafnvel að lúta lögmálum uppmna síns og ættartengslum. Guðmundur Thoroddsen bregður bláma á allt. Sjálfur er ég ættaður að hálfu úr Breiðaíirðinum. En ég sé hann ekki í bláum lit. Fjarlægðin gerir fjöllin blá - en ekki alltaf mennina mikla, nema miðað sé við einhver ákveðin Mið sem em á láði eða legi, í þjóð- félaginu, aðstæðunum sem við búum við hverju sinni og í trúnni og smekk okkar. Er ísland huldublátt? LEIKLIST Leikur tilviljana Leikfélag Reykjavikur í A usturbœjarbíói: Félegt fés eftir Dario Fo. Þýðandi: Þórarinn Eldjárn Leikstjóri: Gísli Rúnar Jónsson. Kvikmynd og búningar: Jón Þórisson. Lýsing: Daníel Williamsson. Leikendur: Aðalsteinn Bergdal, Bríet Héð- insdóttir, Hanna María Karlsdóttir, Kjartan Ragnarsson, Þorsteinn Gunnarsson, Guð- mundur Pálsson, Guðmundur Ólafsson, Kjartan Bjargmundsson, Karl Guðmunds- son, Viðar Eggertsson, Lilja Þórisdóttir. Ekki hef ég tölu á því hvað búið er að sýna mörg verk eftir Darío Fo hér á undanföm- um ámm, en þau em æði mörg. Misjöfn. hafa þau verið en flest notið mikilla vin- sælda leikhúsgesta. Mörg ieikverka Fo em augnabliksverk í þeim skilningi að umfjöll- unarefni þeirra em sprottin upp úr atburð- um líðandi stundar og þeim ætlað að varpa sérstöku Ijósi á samfélagið og samtímavið- burði. Félegt fés er af þessu tagi og reyndar em atburðir þess og aðstæður allcir óvenju- lega bundnar við sérítalskar aðstæður. Mannrán, rauðar herdeildir, gjörspillt lög- regla, vikalipur saksóknari o_s.frv. er miðað býsna mikið við Ítafíu þó vissulega eigi sumt við miklu víðar. Þetta veldur samt ekki því að leikritið er ekki eins skemmtilegt eða eins fyndið og margvísleg efni sýningarinn- ar standa þó til. Ég held að ástæðan sé fyrst og fremst sú að nafn Angelli vekur alls ekki sömu tilfinn- ingcir í brjóstum vorum og það gerir á ftafíu. En það er einmitt á þessu nafni og því sem það felur í sér sem grunnhugmynd verksins byggist. í sjálfu sér er vel hægt að vinna vel út frá hugmyndinni um að forstjóri lendi í slysi og á hann sé mmpað andlit vesæls verkamanns og gera það alit saman mein- fyndið og skemmtilegt en þetta verk byggir á ámnni sem er í kringum nafn Agnelli og þá opinbem persónu sem hann er í sínu landi. Til þess að fá fram sömu verkan hér á landi hefði þurft að setja inn einhverja álíka opin- bera fígúm hér á landi og Agnelli er heima hjá sér. Má í því sambandi leika sér að því að setja á andlitsskiptinginn nöfn eins og t.d. Jóhcmnes Nordcif eða Ragnar álforstjóra ,,Hröð og kraftmikil sýning en hinar séritölsku forsendur verksins vekja ekki sömu tilfinningar í brjóstum íslenskra áhorfenda,“ segir Gunnlaugur Ást- geirsson m.a. í dómi sínum um Félegt fés eftir Dario Fo sem LR sýnir i Austur- bæjarbíói. - þá kæmist kvikindisskapur leiksins fylli- lega til skila hjá íslendingum. Annars er ég farinn að hallast að þeirri skoðun að það eigi alls ekki að fmmsýna gamanleiki fyiT en búið er að sýna þá nokkr- um sinnum. Til dæmis mætti byr ja á fimmtu sýningu og númera síðan sýningamar aft- urábak. Ástæðan fýrir þessari skoðun er sú að gamanleikur þarf að ryðja sig, ef svo má að orði komast, það er að segja leikaramir þurfa að læra á salinn til að vita hvaða brögð duga og hver ekki til að geta síðan spilað á salinn. Samspil salcir og sviðs skipt- ir alftaf mikfu máli í ieikhúsi en í gaman- leikjum skiptir þetta Scimspil miklu meira máli en endranær og því batna slíkar sýn- ingar yfirleitt þegar á líður og leikaramir hafa lært á salinn. eftir Gunnlaug Ástgeirsson Það sem hér að framan greinir em vanga- veltur út frá því að mér fannst leiksýningin ekki eins skemmtileg og hún hafði þó ýmsar forsendur til að verða, því í sýningunni sjáffri er flest mjög vel gert. Sýningin er hröð og mikill kraftur í henni, margar einstcikar senur em mjög vel út færðar. Leikinn er hamslaus fcirsastí'll og er honum haldið stíft út alla sýninguna. Einstakir leikarar gera forkunnar- skemmtilega hluti. Aðcdsteinn Bergdal leik- ur Agnelli/Antónío, forstjórcinn og verka- manninn, og sýnir hann mikla íþrótt við skiptin á milli þeirra. Bríét Héðinsdóttir bregður yfir sig hjúpi ítalsks skaphita og örgeðja látbragðs í hlutverki eiginkonu Antóníós. Hanna María Karlsdóttir er hæfi- lega gelluleg og sposk í hlutverki hjákonu Antóníós. Þorsteinn Gunncirsson leilóir lög- reguforingja með mafískri lævísi. Óll em þessi hlutverk mótuð og útfærð af ná- kvæmni og og ekki er síður öryggi í samspili persónanna. Minni hlutverkin em einnig flest frekar vel gerð. Þýðing Þórarins Eldjáms er góð og full af hnyttni og skemmtilegheitum auk þess sem gerð er svoiítil tilraun til staðfærslu sem tókst ágætlega. Sviðið í Austurbæjarbíói gefur ekki marga möguleika en Jóni Þórissyni tókst vel að skapa haganlega umgjörð um þenn- an ærslaleik. Sýningin er því að flestu leyti vel unnin og útfærð og má hafa af henni gott gaman eina miðnæturstund. 22 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.