Helgarpósturinn - 25.10.1984, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 25.10.1984, Blaðsíða 19
USTAPÖSTURINN Hver er stefna leikhússtjóranna? Leikhússtjórarnir í landinu eru ualdamiklir menn innan íslenskrar listar. Þeir hafa úrslitavald um það sem okkur er sýnt á sviði, eða öllu heldur hvað okkur er fœrt upp og hvað ekki. Verkefnaval er vandráðið og verður að taka mið afmörgum ólíkum þáttum. Einn þeirra er hlutfallið milli íslensks efnis og erlends, gamalla klassíkera og nývirkja. Gífurleg er fjölbreytni erlendra sviðsverka sem völ er á hverju sinni. Þrengsli í leikhúsakynnum hér heima gera það að verkum að ekki er hœgt að taka til sýninga nema fáein þeirra áhverju leikári. En jafn fá ogþau þurfa að vera, þurfaþau líka að vera jafn ólík að eðli og uppbyggingu innbyrðis, svo gefa megi sýnishorn afþví margbrotna litrófi sem leikhús- bókmenntirnar bjóða upp á, og buðu upp á, talandi um gamla klassíkera sem rétt þykir að sýna nýjum kynslóðum. , íslensk leiklist. Hún er ung. Ekki síður viðkvœm. Það er varla hœgt að tala um að hún eigi sér nokkra hefð miðað við það sem gengur og gerist í gömlu Evrópu. Þetta á einkanlega við um leikritunina sem líkja má við krakka að árum, forvitna og óstýriláta þar afleiðandi. Ekki er deilt um það að hlúa verður að íslensku leikverki og gefa því sömu tækifœri og leik- verkum annarstaðar. Annars nœrþað heldur ekki að dafna. Að öðrum kosti á það ekki lífsmöguleika í hörðum leikhúsheiminum. Framtíð íslensks leikhúslífs og sú stefna sem þar verður tekin er í mikilli mótun um þessar mundir. Það eru þeir menn sem nú gegna leikhús- stjórastöðum sem hvað mest ráða línunum íþví verki. Ogþaðersammerkt með öllum þremur núverandi leikhússtjórum atvinnuleikhúsanna aðþeir eru tiltölulega nýteknir viðþessum mikilvœgu störfum. Þeir eruþví líkast til frjóir að hugmyndum um hvernig og hvert eigi að stefna íslenskri leiklist á nœstu árum svo og erlendu leikverkavali. Helgarpósturinn leitaði tilþeirra um þessi atriði og falaðist eftir svörum við fjórum spurningum sem þeir orða héráeftir, hvermeðsínu lagi; GísliAlfreðsson þjóðleikhússtjóri, Signý Pálsdóttir leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar ogStefán Baldursson leikhús- stjóri Leikfélags Reykjavíkur. samvinnu milli atvinnuleikhús- anna í landinu, t.d. með því að leik- húsin sameinist um uppfærslu á einhverju verkefni. Þá er bráðnauðsynlegt að Litla svið leikhússins komist í annað húsnæði, eins og reyndar kveður á í lögum, því sambýli veitingastaðar og leikhúss er mjög óhagkvæmt fyrir báða aðila. Og svo vil ég auðvitað vinna að betra, áhugaverðara og skemmti- legra leikhúsi." - Hver er listrœn stefna Þjóðleik- hússins, meðal annars í sambandi við verkefnaval þess? „Listræn stefna Þjóðleikhússins er að nokkru mörkuð í lögum, en þar segir að leikhúsinu beri að flytja innlend og erlend leikrit, óperu, söngleik og listdans. List- ræn stefna leikhússins mótast auðvitað að mestu leyti í nánari útfærslu af þeim sem gegnir starfi leikhússtjóra og sitja í verkefna- valsnefnd og Þjóðleikhúsráði hverju sinni, en þó hafa hinirýmsu listamenn, sem við húsið starfa vissulega sín áhrif þar á. Lögð er áhersla á að velja sem fjölbreyttust erlend og innlend leikrit og haft að leiðarljósi að þau henti þeim hópi listamanna sem við höfum úr að spila og séu vænt- anlega jafnframt áhugaverð fyrir fólkið í landinu. Þá er það mörkuð ’stefna að flytja árlega sígilt leik- verk og að fólk eigi þess reglulega kost að sjá eldri íslensk leikrit. Á undanfömum ámm hefur verulega verið lagt upp úr því að örva ís- lenska leikritun og hefur það skilað ánægjulegum árangri. íslensk leik- ritun blómstrar. Þessari stefnu verður framhaldið." - Samrýmist þessi stefna leik- hússins því sem það hefur verið að gera á undanförnum misserum og nú á nýhöfnu leikári? Já.“ - Hvert telur þú vera hlutverk þitt innan Þjóðleikhússins? „Hlutverk mitt er að gegna starfi mínu sem best ég má og framfylgja og ná fram þeim markmiðum sem ég hef sett mér.“ Gísli Alfreðsson þjóðleik- hússtjóri Aukið samstarf milli atvinnu- leikhúsanna - Hvað œtlastu fyrir með leik- húsið sem þú rœðuryfir? „Það er margt. Það var stór stund í menningarlífi þjóðarinnar þegar Þjóðleikhúsið opnaði árið 1950 og atvinnuleikhús varð að vemleika. Leiklistin er einn af meg- instólpunum undir menningu okk- ar og vekur það hvarvetna athygli hve öflugt leiklistarlífið er hér á landi. Að sjálfsögðu er mér skylt að standa vörð um hana. Þá vil ég róa að því öllum ámm að fjölga þeim verkefnum sem leikhúsið tekur til sýninga á ári hverju. Þrengsli og aðrar ytri aðstæður setja okkur skorður með það hvað margar sýningar geta verið í gangi og tak- marka þar með úrvalið. Vinna þarf að því að Iagfæra þetta. Þá vil ég vinna að því að leikhús- ið geti betur rækt skyldu sína við landsbyggðina en verið hefur á undanfömum árum. Svo væri áhugavert að auka Signý Pálsdóttir leikhús- stjóri LA. Leikhúsið verði áfram önnur vídd en vídeóið - Hvað œtlastu fyrir með leik- húsið sem þú rœðuryfir? „Leikhússtjóri er ekki einvaldur sem ráðskast að vild með starf- semina. Leikhús er fyrst og fremst samvinna, þar sem sjónarmið ólíkra listamanna mætast. Sameig- inlegt markmið þeirra hlýtur að vera að galdra fram leiksýningar, sem hafa Iistrænt gildi og fólk vill sjá. Draumur minn sem leikhús- st jóra er m.a. að Leikfélag Akureyr- ar sé menningarstofnun, sem Norðlendingum finnst ómissandi, hver sýning sé áhorfendum unun og aflvaki í senn og fólk alis staðar að af lcindinu hcildi áfram að flykkj- ast hingað á sýningar. Æskilegt væri að fjölga fastráðnum leikur- um og byggja við leikhúsið svo hægt sé að vera með fleiri en eina sýningu samtímis. Síðast en ekki síst vildi ég bera lán til þess að hér væru alltaf góðir listamenn að störfum, sem legðu sig alla fram og ættu erindi sem erfiði." - Hver er listrœn stefna 'þess, m. a. er lýtur að leikritavali? „Listræn stefna Leikfélags Akur- eyrar mótcist af samvinnu leikhús- ráðs og leikhússtjóra á hverjum tíma. Það má e.t.v. segja að að list- ræn stefna LA. sé að flytja sem vandaðastar og fjölbreytilegastar sýningar, vinna upp gæðastaðal svo atvinnuleikhúsið standi undir naini, efla íslenska leikritagerð, styrkja áhugaleikfélög á Norður- landi með aðstoð og góðu fordæmi og vera áfram önnur vídd en vídeó- ið og annar afþreyingariðnaður." -Samrýmist þessi stefna því sem leikhúsið þitt hefur verið að fram- kvœma á undanförnum misserum og nú í ár? „Um gæði sýninga okkar get ég aðeins vísað til fjölmiðlagagnrýni undanfarinna ára og ummæla áhorfenda. Aukin fjölbreytni hefur m.a. fengist með endurvakningu söngleikjanna (,JVfy Fair Lady" í fyrra og söngleiknum „Picif’ eftir næstu áramót). Hvað íslenskri leikritun viðvíkur hafa 22 af þeim 32 leikritum sem hér hafa verið flutt síðan LA. varð atvinnuleik- hús, verið eftir ísienska höfunda og nú er komið í æfingu leikrit sem Sveinn Einarsson skrifaði að beiðni okkar um Sólon íslcindus og nefnist „Ég er gull og gersemi". Gott samstarf er við náigrcinncdeik- félögin um lán á leikstjórum, hand- ritum, búningum, námskeiðsstjór- um og öðru sem gagna má leiklist- inni. Og aðsókn hefur cildrei verið meiri en síðastliðið leikár." - Hvert telurðu vera hlutverk þitt innan Leikfélags Akureyrar? ,Að semja tillögur um verkefna- val, annast allar mannaráðningar, gæta hagsmuna félagsins út á við, vera æðsti stjómandi allrar starf- semi innan leikhússins að fjármál- um undanskildum, sjá um al- mannatengsl, skipulagningu og einkum að samstaða og skilningur ríki á milli starfsfólks á hverjum tíma. Því er svo eins farið með mig og aðra fastráðna starfsmenn LA.: Við emm svo fá og því störf- um hlaðin að við verðum að gæta okkar vel að missa ekki sjónar á listrænum markmiðum starfs okk- ar. Annars tel ég meginhlutverk mitt innan þessa leikhúss vera að hleypa sem bestum sýningum af stokkunum og sjá til þess að fólk komi að njóta þeirra." Stefán Baldursson leik- hússtjóri L.R. Leikhús má aldrei verða ánægt með sjálft sig - Hvað œtlastu fyrir með leik- húsið, sem þú rœðuryfir? „Halda áfram að bjóða þar upp á góða leiklist, sem hefur að mark- miði að víkka sjóndeildarhring áhorfenda og ieikhúsfólksins sjálfs, minna okkur á margbreyti- leika tilverunnar og mannssálar- innar, rjúfa vanahugsun og vera til gleði. Ég vil taka það fram að orðalag spurningarinnar hér að ofan gæti valdið misskilningi. Leikhússtjóri LR er fjarri því að vera einráður. Hann fer með stjóm leikhússins ásamt leikhúsráði, sem skipað er lýðræðislega kjörinni stjóm Leik- félagsins og fulltrúum Reykjavík- urborgar. Leikhússtjórinn er ráð- inn til leikhússins af þeim sem þar starfa. Hann er því ekki atvinnurek- andi, heldur leikhópurinn atvinnu- rekandi hans. í leikhúsráði fer leik- hússtjóri með eitt atkvæði af fimm.“ - Hver er listrœn stefna leikhúss- ins, m. a. er lýtur að verkefnavali? „Listræn stefna leikhússins markast af ofangreindu. Við viljum sýna þau leikrit, sem við teljum, að erindi eigi við íslenska áhorfendur á hverjum tíma, hvort heldur em ný, íslensk verk, merkustu verk er- lendra samtímahöfunda eða sígild öndvegisverk leiklistarsögunnar og búá þessi verk í þann listræna búning, sem leikhúsið best er fært um. Að sjádfsögðu em okkur settar skorður varðandi verkefnaval sök- um þrengsla, erfiðra aðstæðna og takmarkaðra fjárfrcimlaga. Rekstr- argrundvöllur, sem er háður þvi að fá sem flesta áhorfendur í leikhús- ið, kallar á fjölbreytni í verkefna- vali. Leikfélag Reykjavíkur hefur ætíð kostað kapps við að vera ekki leikhús fárra heldur fjöldans, hið sanna alþýðuleikhús og til þessa hefur það tekist." - Samrœmist þessi stefna því, sem leikhúsið þitt hefur verið að gera á undanförnum misserum og nú í ár? Já. - Listin lýtur þó sem betur fer ekki ákveðinni formúlu og eng- um hefur enn tekist að búa til upp- skrift að hinni fullkomnu leiksýn- ingu. Því getur ætíð bmgðið til beggja vona með listrænan árang- ur einstakra sýninga og þar er leik- stjórinn mun meiri áhrifcimaður en flestir gera sér grein fyrir. Hvert æfingaskeið er þrotlaus vinna, leit og bafátta upp á líf og dauða. Skylda leikhússtjóra gagnvart hverju leikriti og áhorfendum er að stefna þar saman því listafólki, sem hann hefur trú á að best sé til þess fallið að bera viðkomandi verk fram til sigurs." - Hvert telurðu vera hlutverk þitt innan Leikfélags Reykjavíkur? „Hlutverk mitt sem leikhús- stjóra innan Leikfélagsins er að veita þeim sem þar starfa hverju sinni listræna örvun og aðhald, sjá til þess að hver einstakur fái þrosk- að hæfileika sína á sem fjölbreyti- legastan hátt í sem ólíkustum við- fangsefnum. Óðm hverju gegni ég hlutverki leikstjóra hér og fæ þannig sett svipmót mitt á starf- semina enda leikstjóm mín aðal- starfsgrein. Hlutverk mitt sem leik- hússtjóra felur einnig í sér frum- kvæði að tillögum um verkefnaval og að sjá til þess að leikhúsið sé í lifandi tengslum við áhorfendur, veki áhuga þeirra og ánægju, hrifn- ingu eða hneykslun, að leikhúsið sé í stöðugri leit og verði aldrei ánægt með sjálft sig- til lengdar." -SER HELGARPÓSTURINN 19

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.