Helgarpósturinn - 27.02.1986, Síða 8

Helgarpósturinn - 27.02.1986, Síða 8
„Guðmundur hefur haft það að markmiði að klekkja a þeim bræðrum og nú er allt tínt til" „Ig lánaði honum veð í ibúð minni en nú á ég á hættu að missa hana. Þess vegna kærði ég hann." „Hún var að búa til pen- inga til að lána honum og átti að fá vænar greiðslur." „Allir vissu að Sumarliði Öskar var í rauninni ekki kröfuhafinn.#/ „I raun má segja að þessir menn hafi sitt eigið hagkerfi og gjaldmiðil." ,,Hinir verstu skúrkar" Bræðurnir Sumarliði Óskar og Arnór Vikar ráku um skeið fast- eignasölu, verðbréfasölu og ieigu- miðlun að Hverfisgötu 82. I sama húsi er lögmannastofa Friöriks Sig- urbjörnssonar, sem gerðist ábyrgð- armaður fasteignasölunnar og tók reyndar við því hlutverki af syni sín- um Fridrik Friðrikssyni, en hinn síð- arnefndi er meðal hinna fjölmörgu sem kallaðir hafa verið inn til yfir- heyrslu. Bræðurnir hafa nýverið hætt þessum viðskiptum og snúið sér að myndbandarekstri, þeir eiga saman Borgarvídeó sem er á tveim- ur stöðum í borginni. En það er fyrst og fremst vegna fyrri viðskipta sem bræðurnir sitja í gæsluvarðhaldi, grunaðir um margra milljón króna misferli. Þeir bræður hafa reyndar áður komið við sögu lögreglunnar. Þann- ig var t.d. lögð fram ákæra á hendur Sumarliða Oskari síðastliðið haust fyrir skilasvik og fleira upp á 1.2 milljónir króna. Sumarliði gat dreg- ið fram kvittanir og útskýrt mál sitt að flestu leyti, en þó kom fram ávís- anamisferli upp á þrjúhundruð þús- und króna „ólögmæta eignaupp- töku“. Að þessu sinni munu liggja fyrir kærur frá nokkrum aðilum. Kær- urnar munu vera misjafnlega sterk- ar fyrir og greinir einn heimildar- manna blaðsins frá þvi að fæst af því sem komið hefur fram muni reynast sakamál. Sami maður fullyrti reynd- ar að bræðurnir væru ofsóttir í þess- um efnum. Sagði hann að á síðast- liðnu ári hafi RLR haft samband við þá bræður vegna stolins mynd- bandstækis, sem þeir höfðu keypt. Bróðir þeirra Sumarliða og Arnórs mun hafa farið með tækið til RLR þar sem á móti honum tók Guð- mundur H. Jónsson rannsóknarlög- reglumaður. Vildi hann yfirheyra þennan bróður betur en sá neitaði og kom þá til stimpinga. Mun bróð- irinn hafa kært Guðmund fyrir lík- amsmeiðingar. Segir þessi heimild- armaður að síðan hafi Guðmundur haft það að markmiði að klekkja á þeim bræðrum og nú sé allt tínt til, hversu smávægilegt sem það kann að vera. Flestir viðmælenda Helgarpósts- ins eru hins vegar sannfærðir um að þeir bræður séu hinir óprúttnustu í viðskiptum. „Hinir verstu skúrkar" orðaði einn viðmælanda blaðsins þetta. Þannig hafi þeir gefist upp á fasteigna- og verðbréfaviðskiptun- um vegna þess að þeim hafi ekki verið treyst lengur. Þeim var til að mynda úthýst hjá Kaupþingi. „Lánaði honum veð í íbúð minni'7 Helgarpóstinum hefur tekist að ná tali af konu einni sem er í hópi þeirra sem kært hafa bræðurna. Þetta er kona á sjötugsaldri sem á íbúð við Bræðraborgarstíg, er ör- yrki og býr ein. Frásögn hennar er á þá leið, að Sumarliði Óskar hafi nálgast hana og falast eftir því við hana að fá að láni hjá henni veð í íbúð hennar. Segist hún hafa látið tilleiðast vegna gamals kunnings- skapar við Sumarliða. Gefin voru út 2 veðskuldabréf þar sem hún var skuldari en Sumarliði kröfuhafi. Samtals var um að ræða um 640 þúsund krónur. Skuldabréf þessi seldi Sumarliði síðan í gegnum Kaupþing. „Samkomulag okkar var á þá ieið að hann greiddi þetta, en ég fengi prósentur fyrir. Ég hélt að þetta væri vinur minn og kunningi. En þegar ég sá að hann var kominn í fangelsi og mér var sagt að hann væri vafasamur þá lét ég lögfræðing minn í málið. Það kom í ljós að hann á engar eignir og ég tel víst að hann borgi mér ekki. Ég lánaði honum veð í ibúð minni en á nú hættu á að missa hana. Þess vegna kærði ég hann.“ Reyndar eru áhöld um stöðu hennar. Þannig er fyrsta afborgun af skuldabréfinu enn ekki fallin í gjald- daga og skuldabréfið sjálft í fínu lagi. Fyrsta afborgun á að koma til 27. mars og ef Sumarliði stendur ekki við hið munnlega samkomulag lendir það á henni að greiða afborg- unina — um 250 þúsund krónur. Hún hefur hins vegar ekkert nema 17 þúsund króna elli- og örorkubæt- ur og stendur því illa — nema Sum- arliði borgi. Einn heimildarmaður blaðsins sem þekkir þá bræður sagðist kann- ast við þetta mál. Hann varð forviða er saga þessarar konu var borin undir hann og sagði málið þvert á móti vafasamt af hennar hálfu. „Ég vil halda því fram að hún hafi í raun sjálf verið að lána Sumarliða Óskari peninga þarna. Ég trúi ekki öðru en að hún hafi einhverja hald- góða tryggingu á móti þessum skuldabréfum, annars má hún telj- ast algjör fáviti. Málið er að hún var að búa til peninga til að lána honum og átti að fá vænar greiðslur. í raun er þetta okurlán af hennar hendi." Það þarf vart að taka fram að þessu neitar konan staðfastlega. „Ég hef ekki heyrt annað eins. Hvar í ósköpunum ætti ég að hafa pen- inga til slíks. Ég hef bara mínar elli- og örorkubætur.” Þeir bræður Sumarliði Öskar og Arnór Vikar eru nú komnir ( myndbandabransann og eiga Borgarvídeó á tveimur stöðum í borginni, meðal annars á Kárastfg, þar sem myndin er tekin. „Vldeóbransinn er furðulegur frumskógur," segir einn viðmaslenda HR 8 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.