Helgarpósturinn - 27.02.1986, Síða 20

Helgarpósturinn - 27.02.1986, Síða 20
Bent Larsen sat útviö glugga á veitingastofu Loftleiöahótelsins og borö- aði eplaköku meö rjóma, miklum rjóma. Þaö var létt yfir honum, enda haföi hann unnið tvœr skákir í röð á Reykjavíkurskákmótinu eftir heldur slaklega byrjun. Hann var kominn í gír, í hópi efstu manna og virtist til alls líklegur. Og það vita skákmenn á íslandi mœta vel að þegar Larsen er kom- inn á skrið standast fáir honum snúning. Larsen er búsettur suður í Argent- ínu og hefur gjarnan kvartað yfir veðrabrigðunum sem á honum dynja þegar hann kemur norður um lönd til að tefla, en núna var hann alsœll með veðurlagið á íslandi og sagði það vera miklu skaplegra en sunnar í álfunni, þar sem hann var á skemmtiferð með eiginkonu sinni argentínskri _og tveimur dœtrum þeirra. Þessa vikuna voru þœr mœðgurnar staddar í Vínarborg og Larsen sagðist œtla að hringja þangað áður en hann tefldi fjöltefli hjá Taflfélagi Reykjavíkur um kvöldið. En góðkunninginn Larsen sat sumsé ennþá við taflborð hér norður á íslandi — örlítið gildari um miðj- una og grásprengdari en forðum tíð, en alltaf sami alþjóðaborgarinn og sjarmörinn. Hann sagði að þetta væri í sjötta skipti sem hann vœri kominn til íslands þeirra erinda að tefla skák. Það þarf varla að eyða mörgum orðum í að kynna Bent Larsen fyrir íslendingum, líka þeim sem fúlsa við hinu göfuga skáktafli. Við höfum víst öll heyrt nafnið, þekkjum hann velflest í sjón af ótal blaðaljósmyndum og vitum að nafnið Larsen er samslungið sögu skáklistarinnar á ís- landi síðustu þrjátíu árin, allar götur síðan hann tefldi hér frægt einvígi um Norðurlandameist- aratign við Friðrik okkar Ólafsson árið 1956; einvígi sem á sínum tíma vakti síst minni athygli meðal þjóðarinnar en heimsmeistaraeinvígið fræga rúmum fimmtán árum síðar. Þá voru þeir kornungir skákmeistarar báðir tveir, Friðrik og Larsen, og áttu eftir að geta sér heimsfrægð. Nú er Friðrik orðinn ráðsettur embættismaður og hættur að koma á skákmót nema sem áhorf- andi, en Larsen er enn að, djarfur og bragðvís sem forðum, helstur fjandvinur landans á skák- sviðinu, vinsæll maður og aufúsugestur hér á norðurhjaranum. Það er altént víst að nýlegir ís- lenskir stórmeistarar hafa sjaldnast sótt gull í greipar honum, frekar en Friðrik gerði hér áður fyrr. „ÓKUNNAR KONUR KYSSTU MIG í STRÆTÓ" Bent Larsen bregst ákaflega hógværlega við þegar ég fullyrði að fáir útlendingar njóti al- mennari og meiri lýðhylli hér á fslandi en hann, þrátt fyrir að hann sé af herraþjóðinni gömlu njóti hann eins konar heiðurs-íslendings tignar. ,,Það hlýtur þá að vera einvíginu 1956 að þakka,“ svarar hann. „Ég man að danski ræðis- maðurinn sem þá var, Bodil Blistrup, var mjög ánægð með þetta og sagði við mig að þetta væri í fyrsta skipti í áratugi sem Dani kæmi hingað norðureftir til að gera eitthvað vinsælt. Skák- áhuginn í Danmörku var heldur ekki ýkja mikill á þessum árum, svo það voru mikil viðbrigði fyr- ir mig að koma á þetta litla land þar sem menn virtust lifa og hrærast í skákinni. Maður hafði á tilfinningunni að öll þjóðin stæði á öndinni, leik- irnir voru lesnir í útvarp á hálftíma fresti og allir þekktu mann á götu. Þetta var mikil upplifun fyrir mig og mér finnst alltaf jafngaman að koma hingað og hitta fólk sem man eftir þessum atburði; það er tildæmis borgarstjórinn ykkar hérna í Reykjavík, sem sagði við mig um daginn að hann hefði fylgst andaktugur með hverri skák, níu ára gamall. Síðan þetta var hef ég alltaf notið sérstakrar gestrisni hér á íslandi — eitt skiptið sem ég kom hingað var árið 1972, árið eftir að Danir skiluðu handritunum, og þá réð- ust ókunnugar konur á mig í strætisvögnum og vildu fá að kyssa mig fyrir vikið." VIÐ VORUM GÓÐIR Þeir Friðrik og Larsen áttu báðir eftir að ná langt í skáklistinni, Larsen þó talsvert lengra. En hversu góðir voru þeir í raun og veru á þessum árum þegar hvað mest var Iátið með þá hér á ís- landi og þeir voru vonarstjörnur Norðurland- anna í skákinni? „Við vorum góðir, með þeim allrabestu í heim- inum,“ segir Larsen. „Af þeim sem voru á okkar reki var Panno sennilega álíka góður, Spassky var aðeins yngri og kannski betri, og Tal var líka góður, en við höfðum ekki svo miklar spurnir af þeim. Við Friðrik vorum báðir fljótir að komast til þroska sem er eitt áreiðanlegasta merkið um að menn hafi skákhæfileika. En hins er að gæta að á þessum árum voru ungstjörnur á borð við Kasparov fágætar og jafnvel Hansenar og Agde- stenar líka. Leið ungra skákmanna á toppinn var ekki jafngreið, þeir þroskuðust ekki jafnhratt — aðallega vegna þess að þá skorti lesefni. Núorð- ið er svo miklu meira af góðum ungum skák- mönnum en áður var, ungum mönnum sem eru í allra fremstu röð, og ástæðan er sú ein að þeir hafa svo miklu betri tækifæri til að mennta sig í íþróttinni. Fjöldi ungra skáksnillinga hefur vax- ið í réttu hlutfalli við allar þær skákbækur sem út koma ár hvert. Megnið af þeim skákbókum sem ég las ungur var frá því fyrir stríð, byrjana- fræði Euwes var tildæmis ein helsta biblía mín. Allur þessi litteratúr flýtir auðvitað mjög fyrir þroska ungra skákmanna, þótt það sé náttúr- lega alltaf varasamt að vera þræll teóríunnar. Svo er það líka hitt að þegar við Friðrik vorum ungir var skákin ennþá aðallega sport fyrir eldri menn og ekki svo gott fyrir unglinga að komast á sterk mót. En samt — við vorum býsna góð- ir . ..“ ÓGÆFAN AÐ TAPA Larsen segir að núorðið tefli hann miklu minna en hann gerði á árum áður, í fyrra hafi hann tildæmis ekki teflt nema á fjórum skák- mótum; ástæðurnar séu aðallega tvær — hann er orðinn ráðsettur fjölskyldufaðir sem þarf að spyrja konuna leyfis og flugmiðinn frá Argent- ínu sé svo dýr að það taki því varla að fara það- an. Þrátt fyrir þetta segist hann ekki hafa minna gaman af skáklistinni en þegar hann var ungur, eftir Egil Helgason mynd Jim Smart sjálfur leikurinn veiti honum ekki minni ánægju, þótt tilstandið í kringum hann sé stund- um þreytandi. „Ungir skákmenn eru áfjáðir í að tefla eins mikið og þeir geta, það eitt er keppi- kefli að fá að vera með á eins mörgum mótum og maður hugsanlega kemst yfir. Þannig var það með mig og þannig var það líka með Ulf Anders- son sem varð frægur fyrir að tefla á næstum öll- um stórmótum þegar hann var rúmlega tvítug- ur. Núorðið er ég ekki jafngráðugur; ég geri kröfur um að aðstæðurnar séu góðar, slæmur aðbúnaður fer óskaplega í taugarnar á mér. Ég er heldur ekki jafnspenntur, ekki jafn tauga- óstyrkur og það fær ekki jafnmikið á mig þótt ég tapi. Ég hef tapað svo mörgum skákum um dag- ana og veit það af eigin raun að heimurinn ferst ekki þótt ég tapi. Vitaskuld er aldrei gaman að tapa, en ég lít ekki á það sem neina ógæfu, eins- og tildæmis Petrosjan heitinn. Mér finnst sú kenning full melódramatísk sem ég heyri stund- um að það að tapa í skák sé líkast því að deyja. Ég held að Najdorf gamli hafi mikið til síns máls þegar hann segir að skákmenn verði að byrja á því að læra að tapa.“ DÝRKEYPTIR AFLEIKIR Allir skákmenn gera sig seka um fingurbrjóta, jafnt þeir lítilfjörlegustu sem þeir mikilhæfustu. Það vita allir sem eitthvað hafa reynt fyrir sér á hvítum reitum og svörtum að það er ónotaleg tilfinning að gera glappaskot sem endar í mannsláti eða umsetnum kóng — og hvað þá fyrir menn sem tefla á stórum mótum og hafa jafnvel eygt von í heimsmeistaratign einsog Bent Larsen. Samt segir hann að gamlar skyssur ræni sig ekki svefni, hann vakni ekki upp með martraðir yfir gömlum mátsóknum sem aldrei urðu. „Allir skákmenn geta náttúrlega rifjað upp afleiki sem urðu þeim dýrkeyptir. Eg var til- dæmis lengi að komast yfir vinningsleið sem ég missti af í annarri skákinni gegn Fisher í áskor- endaeinvíginu 1971. En ég reyni að vara mig á því að grufla yfir skákum sem er búið að tefla; allar skákir eru gallaðar að einhverju leyti og maður hefur ekki nema gott af því að fara yfir þær og læra af mistökunum. En það er ekki mik- ið vit í því að grufla yfir töpuðum skákum árum saman, það hjálpar engum. Ég fæ blessunarlega ekki martraðir yfir skákum sem eru löngu tefld- ar og búnar." Að Elo-stigatölu er Bent Larsen enn í hópi fremstu skákmanna og á tíðum teflir hann ekki lakar en hann gerði á árum áður, en samt hefur stjarna hans í skákheiminum lækkað frá því hann tefldi á fyrsta borði heimsliðsins gegn Sov- étríkjunum árið 1970 og stefndi að heimsmeist- aratitli. Er hann lakari skákmaður en þá, ekki jafnöruggur um eigin getu? „Þegar ég tefli vel, þá veit ég að ég tefli mjög vel,“ svarar hann. „Þegar ég er kominn á skrið er ég snöggur á lagið og viðbrögðin góð. Hæng- urinn er bara sá að núorðið fer mestur tími minn i að skrifa um skák, svo ég tefli mjög lítið og get þess vegna verið seinn í gang. Stundum er ég hálfryðgaður, einsog Fisher myndi orða það, það geta komið lægðir hjá mér þegar langt liður á milli móta. Þá er ég seinni á mér, ekki jafn- skarpur og hættara við að lenda i tímahraki." MÝTAN UM TÍMAHRAKIÐ Er ekki sagt að sumir skákmenn tefli best í tímahraki? „Enginn teflir vel í tímahraki," svarar Larsen ákveðinn. „Það er þjóðsaga að menn tefli vel í tímahraki og þá eru gjarnan tilnefndar frægar skákir, tildæmis á milli Reshevskys og Fines, og sagt að þeim hafi aldrei orðið á mistök í tíma- hrakinu. Sannleikurinn er hinsvegar sá að þegar menn grannskoða þessar skákir kemur í ljós að næstum því hver einasti leikur var afleikur, síð- ustu sjö leikir bæði svarts og hvíts. Ég er ekki trúaður á þessa mýtu um að menn leiki best í tímahraki, maður getur aldrei treyst sínum eigin viðbrögðum í tímahraki. Að minnsta kosti á þetta ekki við um mig — ég var til að mynda í bullandi tímahraki þegar ég tapaði fyrir Curt Hansen hérna um daginn." Hér á Islandi hafa þeir gjarnan verið spyrtir saman, Bent Larsen og Friðrik Ólafsson. Þeir hafa þó farið ólíkar leiðir í gegnum lífið; Larsen gerðist atvinnuskákmaður og er það enn, en Friðrik sló þann varnagla að taka embættispróf í lögfræði og gerði skákina ekki að ævistarfi sínu. Ég spyr Larsen að því hvort hann sjái eftir því að hafa helgað líf sitt skákinni? „Nei, ég sé ekki eftir því. Þetta var að mörgu leyti erfið ákvörðun, því það þötti ekki mikil framtíð í því að verða skákmaður í Danmörku þegar ég var að alast upp. Þegar ég var strákur hélt ég að ég myndi verða verkfræðingur og hóf nám í tækniháskólanum í Kaupmannahöfn eftir stúdentspróf. Ég gaf námið uppá bátinn þegar ég for að tefla meira á stórmótum og eftir að ég varð stórmeistari varð ekki aftur snúið. Nú sé ég mig ekki í anda sem verkfræðing, ég held ekki að það hefði veitt mér meiri lífshamingju. Það er að vísu ýmislegt annað sem ég hefði vel getað hugsað mér að leggja fyrir mig — kannski hefði ég orðið ágætlega sæll með lífið sem pólitíkus, rithöfundur eða vísindamaður. En þegar allt kemur til alls er ég ánægður með mitt starf og vildi ekki skipta." FRIÐRIK - SVOLÍTIÐ KLIKKAÐUR Því er stundum haldið fram að menn þurfi að hafa í sér einhvern snert af geðveiki til að ná langt í skákinni. Larsen hlær við — það er greini- lega ekki í fyrsta skipti sem þetta er borið undir hann. „Það myndi koma þér á óvart hvað flestir skákmenn eru í rauninni eðlilegir. í flestum til- vikum eru þetta menn sem hafa mikla sjálfsög- un og sjálfstjórn og læra það strax á unga aldri að standast mikið álag. Það þola fæstir þá raun að keppa um heimsmeistaratitil án þess að vera í einhvers konar andlegu jafnvægi. Miðað við annað fólk sem ég þekki eru skákmenn ekki vit- lausari en gengur og gerist. Það eru auðvitað til undantekningar, sumar mjög frægar, en þær koma yfirleitt í ljós fyrir utan skákborðið. Menn einsog tildæmis Walter Browne — já, og líka Fisher — eru sérstakur kynstofn sem er upp- runninn í amerískum stórborgum, sérstaklega í New York; þeir hafa þurft að berjast fyrir tilveru- rétti sínum á götunni frá blautu barnsbeini og færa með sér háttarlag og hugarfar götustráksins inní skáksalinn." Larsen verður sposkur á svip og bætir svo við: „Kannski er hann Friðrik svolítið klikkaður líka — ég held að maður þurfi að vera dálítið skrítinn til að sækjast eftir" forsetaembættinu hjá FIDE. . .“ SVEIT FÓTGÖNGULIÐA Samt fer ekki hjá því að maður fái að líta ýmsa kynlega kvisti á fjölmennu móti einsog Reykja- víkurskákmótinu. Það er tildæmis hann Resh- evsky sem ekki þolir að tapa, er alltaf sama óþekka undrabarnið þótt hann sé kominn á átt- ræðisaldur. Það er áðurnefndur Walter Browne sem gengur upp og niður í sætinu í brjálæðis- legu tímahraki. Það er Rúmeninn Gheorghiu sem býður jafntefli á báða bóga og gengur um skák-

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.