Helgarpósturinn - 27.02.1986, Síða 34

Helgarpósturinn - 27.02.1986, Síða 34
Tónleikar í Kristskirkju: Musica antiqua spilar og syngur lög frá endurreisnartímanum. / kvöld 27. febrúar verða lonleik- ar í Kristskirkju. Þar veröur á ferð Musica antiqua með spil og söng. Að sögn Camillu Soderberg verö- ur flutt renaissance-tónlist frá seinni hluta 16. aldarog öndverðri 17. öld, bœði veraldleg og kirkjuleg tónlist. Meðal annars veröa spiluð og sung- in verk eftir Palestrina, Victoria, Viadana, Morley, Wilbye og Dow- land. I hópnum sem stendur að þessu verkefni eru átta sem syngja og þrjú sem spila. Söng annast Marta Halldórsdóttir og Hildigunnur Hall- dórsdóttir, sópran, Svava Kristín Ingólfsdóttir og Sverrir Guðjónsson, alt, Kjartan Oskarsson og Helgi Bragason, tenor og Jón Stefánsson og Halldór Vilhelmsson, bassa. Sér- stakt er að karlmaður syngi alt-rödd en það tíðkaðist mikið á 16. öld. Kamilla sagði að þegar karlmaður syngi alt-rödd þá yrði hljómurinn bjartari. lnn á milli söngatriða er spilað á hljóðfæri sem öll eru eftirlíkingar frá renaissance-tímanum (alvöru renaissance-hljóðfæri finnast nær eingöngu á söfnum). Þetta gefur hljóm sem á að vera eins og hann var upprunalega á 16. öld. Camilla spilar á mismunandi bokkflautur, Olöf Sesselja Oskarsdóttir leikur á violu da gamba, hljóðfæri sem líkist sellói og Snorri Örn Snorrason leik- ur á lútu. Musica antiqua reynir á hverju ári að leika eldri tónlist sem lítið heyrist hér á landi, helst er að Bach sé eitt- hvað spilaður. Renaissance-tónlist á vel við litla hópa eins og Musica Camilla tekur nokkra takta á flautuna. antiqua, en slíkir hópar eru fáir þar sem tónlistarlíf íslendinga snýst mikið um stóra kóra. Fólk þekkir því lítið til renaissance-verka en hér er kærkomið tækifæri til að kynna sér hvað var að gerast í tónlistarheimin- um fyrir þremur öldum. Þetta er þriðja árið sem Musica antiqua starfar og hefur alltaf starf- að með hópnum öruggt tónlistar- fólk, þó að t.d. þeir sem nú syngja séu þekktari fyrir annað en söng. Nægir að nefna Jón Stefánsson stjórnanda Langholtskirkjukórsins. Með hópn- um hafa einnig starfað dansarar því í fyrra var bæði dansað og sungið. Starfið hefur gengið vel að sögn Camillu, t.d. pantaði Kristskirkja hópinn til að syngja umrædda renaissance-tónlist. Það eru allir velkomnir í Kristskirkju. -gpm VSSSSJ'SSJMV •SJSJTJWSSJÍ fci ■JTJTJ'JTJ 'XJ Sætið þitt í veislufagnaði á fyrsta farrými—^ 1800 ódýrarferðir með risaþotu til Sólarlanda MALLORKA perla Miðjardarhafsins Brottför alla laugardaga, 2, 3 eða 4 vikur. Ótrúlegt verð frá kr. 19.800,- (2 vikur á hóteli með þremur máltíðum á dag). Fjöl- breyttar skemmti- og skoðunarferðir með íslenskum fararstjórum. Margir eftirsóttir gististaðir, Magaluf, Palma Nova og Arenal m.a. nýjasta og glæsilegasta íbúðarhótelið á Magaluf. COSTA BRAVA Vinsæl fjölskylduparadís íbúðahótel alveg við breiða og mjúka sand- ströndina. Fjörugt skemmtanalíf og margt að sjá með íslenskum fararstjóra. Skroppið yfir til Frakklands, fjallaríkisins Andorra, Barcelona og ótal margt fleira. Ótrúlegt verð, frá kr. 18.400,- (4 í íbúð í 2 vikur). COSTA DEL SOL OG BENIDORM Ódýrar ferðir til þessara sólskinsstranda í allt sumar. íslenskir fararstjórar fullkomin þjónusta TENERIFE Fögur sólskinsparadís Brottför alla þriðjudaga, 2, 3 eða 4 vikur. Við bjóðum nú upp á ný og glæsileg íbúðahótel á Amer- ísku ströndinni og í Puerto de lacruz. Einnig víðfræg lúxushótel, skemmtanalífið, sjórinn og sólski- nið eins og fólk vill hafa það. ís- lenskir fararstjórar. Verð frá kr. 29.800,- (2 í herbergi með morg- unmat í 2 vikur). GRAN KANARI Sól, sjór og skemmtun Boðið upp á fjölbreytta gisti- möguleika á ensku ströndinni, Sam Agustin, Porto Rico og Las Palmas. fjölbreyttar skemmti- og skoðunarferðir með íslenskum fararstjóra, 2, 3 eða 4 vikur, brottför alla miðvikudaga. Verð frá kr. 29.800,- (2 í herbergi með morgunmat í 2 vikur). Ferðatilhögun Þið njótið frábærrar þjónustu í stuttu morgunflugi Flugleiða til Glasgow eða London. Og síðan með tveggja hæða risaþotu beint í sólina, þar sem íslensku farar- stjórarnir taka á móti ykkur. (Njó- tið veislufagnaðar alia leiðina á fyrsta farrými ef óskað er). Heim- leiðis úr sólinni á einni stuttri dagstund sömu leið, en eigið þess kost að stoppa á heimleið i London eða Glasgow, án nokk- urs aukakostnaðar nema gisting- ar. Njótið þarvíðfrægrarþjónustu Ola Smith og Þorgills flugstöðv- arstjóra Flugleiða í London og Glasgow og starfsliðs þeirra. Aðrar ferðir: Grikkland, Malta, viku- og helgarferðir til Evrópu og Ameríkulanda. Landið helga og Egyptaland, Thailand o.fl. Ódýrustu flugfargjöld, sem finnanleg eru um víða veröld. Risaþota og hagkvæmir samningar lækka ferðakostnaðinn. FLUGFEROIR SOLRRFLUG Vesturgötu 17, Rvk., símar 10661,22100 og 15331. 34 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.