Helgarpósturinn - 06.03.1986, Qupperneq 3

Helgarpósturinn - 06.03.1986, Qupperneq 3
FYRST OG FREMST ALBERT Guðmundsson, fyrrum fjármálaráðherra og núverandi iðn- aðarráðherra, hefur sinn eigin stíl. Þannig hefur það vakið athygli að Albert býður ekki upp á hefðbund- inn kokkteil eins og hinir ráðherr- arnir (og ekki upp á kaffi og mjólk eins og Jón Helgason) heldur veitir Albert ávallt kampavín og kransa- kökur í sínum veislum og móttök- um. Þetta þykir mjög franskt og ele- gant, enda Albert maður franskur í háttum og þar að auki elegant. Um daginn, nánar tiltekið þ. 14. febrúar, var ný viðbygging Iðntæknistofnun- ar á Keldnaholti af hent og opnuð og að sjálfsögðu var ráðherrann mætt- ur til leiks með ræðustúf og nokkra kassa af kampavíni og kransakök- um. Þarna voru margir gestir og mikið kampavín kneyfað og kransa- kökum sporðrennt og allir stífpunt- aðir og elegant. Gestur einn, sem er glöggur maður, tók hins vegar eftir því að Albert bauð ekki upp á neitt slor. Kampavínið sem Albert veitti var frá Moét & Chandon, nánar til- tekið Brut Imperial sem kostar 790 krónur flaskan í ríkinu. Við hér á HP erum mjög impóneraðir yfir þess- um fréttum. Því hver haldið þið að flytji inn Moét & Chandon? Já, alveg rétt, heildverslun Alberts Guð- mundssonar. Taktískur maður Albert. ÞJÓÐVILJINN hefurmjögverið í fréttunum að undanförnu. Það er ekki nema von, því þegar Guð- mundurJ. Guðmundsson blæs í her- lúðra þá heyrast þeir. Starfsmenn blaðsins eru hins vegar ekki mjög hissa á viðbrögðum Jakans enda Sigurdór: Eini maðurinn sem Jakinn tal- aði við. blaðamenn sem lengi hafa starfað á Þjóðviljanum vanir dyntum Jakans og reiðiköstum þegar ritstjórnin skrifar ekki orðrétt eftir fyrirmæl- um Dagsbrúnarhöfðingjans. Guð- mundur J. hefur alltaf með jöfnu millibili farið í mislöng fýluköst og þá ekki yrt á neinn sem á Þjóðviljan- um vinnur. Einu sinni þurfti meira að segja sá stolti maður, Kjartan Ólafsson fyrrum ritstjóri að skrifa Guðmundi J. langt afsökunarbréf þar sem hann baðst afsökunar á skrifum blaðsins. Þá loks fór Guð- mundur J. að gefa Þjóðviljanum áheyrn á nýjan leik. AF starfsmönnum og blaðamönn- um Þjóðviljans er þó einn maður sem Guðmundur J. hefur alltaf haft samband við. Það er Sigurdór Sigur- dórsson, söngvari, fararstjóri, hag- yrðingur og blaðamaður. Sigurdór hefur verið blaðamaður á Þjóðvilj- anum í 15 ár og eini maðurinn sem liefur mátt yrða á hans hágöfgi, Guðmund J. þegar hann hefur lokað á Þjóðviljann. Nú brá hins vegar svo við að árásir og gagnrýni Jakans á Guðmundur J.: Hans hágöfgi hefur klippt á síðustu Ifnuna inn á Þjóðvilja. skrif blaðsins um Dagsbrún hittu Sigurdór. Guðmundur sakaði m.a. blaðið um að hafa ekki sagt frá fyrir- hugaðri fundaherferð ASI um land- ið. Þ. 18. febrúar tók hins vegar Sig- urdór forsíðuviðtal við Asmund Stefánsson forseta ASÍ um málið. Guðmundur sagði í viðtali við Morg- unblaðið að Þjóðviljinn hefði ekki skrifað stakt orð um verkfallsheim- ildina umtöluðu. Þ. 8. feb. hafði sami Sigurdór viðtal við sama Ásmund um það mál. Jakinn sagði að enginn blaðamaður frá Þjóðviljanum hefði nokkurn tímann talað við ábyrgan aðila hjá ASÍ um samningaviðræð- urnar. Steindór talaði sjálfur við Guðmund J. þegar hann kom af stjórnarfundi hjá Dagsbrún en hann vildi ekki láta hafa neitt eftir sér, en setti Sigurdór inn í gang mála. Auk þess hefur Þjóðviljinn á 20 dögum haft ellefu sinnum samband við Ás- mund Stefánsson. Svo það er ekki nema von að ritstjóri blaðsins Össur Skarphéðinsson og blaðamenn blaðsins séu sárir út í Guðmund J. Og nú er Jakinn væntanlega búinn að klippa á síðustu línuna inn á blað- ið, því Sigurdór Sigurdórsson mun vera æfur út í Guðmund J. fyrir um- mæli hans. Sigurdór er hins vegar hagyrðingur eins og fyrr segir og eftirfarandi vísu samdi hann um Jak- ann eftir að kalda stríðið var skollið á og gengur stakan milli blaða- manna Þjóðviljans þessa dagana: Verkalýðsins styrka stoð stœrsta uagninn dregur. Glöggur maður Gvendur Joð og gegnumheiðarlegur. HELGARPÚSTURINN Nordisk Roð Auðskildar voru aldrei mér enska, þýska og franska. En torskildust þó af tungum er töluð framsóknardanska. Niðri SMARTSKOT Finnst þér þetta klám? Þorvarður Elíasson „Persónulegt viðhorf mitt til þess hvort þetta sé klám, skiptir ekki máli. Ég er ekki í neinum persónulegum aðgerðum." — Hefurðu séð sýningu hjá hópnum? „Nei." — Finnst þér ekki ósanngjarnt að dæma um það sem fram fer að óséðu? „Ég er ekki að'dæma neitt." — En nú hefur Bryndísi verið sagt upp vegna þátt- töku hennar í sýningunum, er það ekki? „Mér er falið að tryggja það að skólinn njóti virðingar hér eft- ir sem hingað til og ég á að sjá til þess að það þyki eftirsóknar- vert að vera hér við nám. Sérstaklega verð ég að gæta þess að þeir nemendur, sem nú eru að Ijúka námi og munu síðar Ijúka námi í grunnskólum landsins, hafi áhuga á að koma hingað. Ég verð líka að tryggja að foreldrar þessara barna hafi áhuga á að senda þau hingað. Það er í Ijósi þessa, sem mér finnst það ekki geta farið saman að fólk vinni hér við skólann á daginn og í ann- arri vinnu á kvöldin, sem ég veit að margt fólk lítur á sem ósið- lega vinnu. Þar á ég bæði við álit nemenda og foreldra þeirra. Mitt persónulega viðhorf kemur málinu ekkert við. Ég verð ein- faldlega að gæta hagsmuna skólans hvað þetta varðar." — Óttaðistu að stúlkan myndi spilla nemendum skól- ans? „Nei. Ég óttast og tel fullvíst að þetta myndi hafa mjög nei- kvæð áhrif á aðsókn að skólanum. Sennilega yrði áframhald- andi vera stúlkunnar hér til þess að einhverjir nemendur kæmu ekki hingað og sennilega einhverjir þeirra sem ég mjög gjarnan myndi vilja fá." — Nú verða láglaunakonur að bjarga sér sem best þær geta á þessum síðustu og verstu tímum. Þú skilur freistinguna að taka jafn vel borgaðri vinnu og þeirri sem hér um ræðir, er það ekki? „Ég skil vel að fólk vilji afla sér tekna og er þess mjög hvetj- andi. Ég vil hins vegar einnig hvetja fólk til þess að viðurkenna ekki það sjónarmið að tekna beri að afla með hvaða ráðum sem er. Fólk hlýtur að þurfa að vega það og meta, hvað megi selja fyrir peninga og hvað ekki." — Þér finnst sem sagt aukavinna starfsfólksins vera mál skólayfirvalda? „Það hef ég ekki sagt." — Hefðir þú sagt Bryndísi upp, ef hún hefði verið að sýna tískufatnað á vegum einhverra módeisamtaka? „Ég hlýt að meta það, hvenær sé verið að vinna gegn hags- munum skólans og hvenær ekki. Það er mitt starf að sjá til þess að hér sé ekki fólk, sem vinnur gegn hagsmunum skólans — alveg burtséð frá því hvað það er að gera og hvort það sem það aðhefst er löglegt eða ólöglegt, siðlegt eða ósiðlegt. Verslunar- skólinn getur ekki haft fólk í launaðri vinnu, sem er að rífa nið- ur á kvöldin það sem hér er byggt upp á daginn." — í dagblaðsviðtali fullyrðir þú að verið sé að sýna klámvörur. Hver er þinn rökstuðningur? „Þetta er bara íslensk málnotkun. Ég er ekki að skilgreina þessa vöru í anda klámlaga. Þetta er varningur, sem við sjáum seldan í vissum verslunum erlendis. Þær verslanir ganga á ís- lensku undir heitinu klámbúllur. Sá varningur, sem seldur er í klámbúllum, hlýtur að vera klámvara." Síðastliðna viku hafa birst í dagblöðum myndir af nýstofnuðum sýn- ingarhópi, Pan-hópnum svokallaða, sem fram kemur á skemmtistöðum og í einkasamkvæmum á höfuðborgarsvæðinu. Sýnir þetta fólk vörur frá innflutningsfyrirtæki, sem verslar með „hjálpartæki ástarlífsins". i kjölfar þessara myndbirtinga var Bryndlsi Malmö, skrifstofustúlku hjá Verslunarskóla Islands, sagt upp störfum við skólann. Þorvarður Eltas- son, skólastjóri Verslunarskólans, var af því tilefni tekinn tali. UÓSMYND JIM SMART HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.