Helgarpósturinn - 06.03.1986, Page 31

Helgarpósturinn - 06.03.1986, Page 31
HVERS VEGNA TRAUSTUR BANK3? H ■ Halldór Reynisson forseta- ritari er lærður guðfræðingur. Nú berast okkur þær fréttir að Halldór sé í aðra röndina að hugsa um að breyta til og taka vígslu með það í huga að gerast starfandi prestur. Halldór mun hafa verið mjög hvatt- ur til þessa af blaðafulltrúa kirkj- unnar, séra Bernhardi Guð- mundssyni. Brauð það sem er í sigti er nefnilega ákjósanlegt, sjálfur Hruni í Hrunamannahreppi, Árnes- sýslu. Þar situr fyrir séra Svein- björn Sveinbjörnsson en hann lætur af störfum fyrir aldurs sakir um næstu áramót. Sagan segir enn- fremúr að séra Bernharður hvetji ekki aðeins Halldór til að snúa sér að prestkosningum, heldur enn- fremur séra Solveigu Láru Guð- mundsdóttur sem nú er starfandi aðstoðarprestur séra Ólafs Skúla- sonar í Bústaðasókn. Brauðið sem talað er um er nýtt; á Seltjarnarnesi. Nú segja okkur menn sem þykjast sjá ákveðið mynstur í þessu öllu saman, að fyrir Bernharði vaki að sækja sjálfur um forsetaritarastarfið þegar og ef Halldór lætur af störf- um. Þá sakar náttúrulega ekki að Solveig hreppi starfið á Seltjarnar- nesi því faðir hennar er Guðmund- ur Benedikfsson, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, sem er afger- andi maður varðandi val á forseta- ritara. Hins vegar segja menn sem kunnugir eru prestastéttinni, að þrír mætir prestar hafi þegar sótt um brauðið nýja á Seltjarnarnesi, þeir Ólafur Jóhannsson skólaprestur, Guðmundur Örn Ragnarsson farprestur og Vigfús Þór Arnason, sem verið hefur prestur á Siglufirði í áratug. Þykir Vigfús Þór mjög sig- urstranglegur í þessari baráttu því- liann er maður vinsæll og dugandi, án þess að á hina frambjóðendurna sé hallað. En spurningin er hins veg- ar sú, ef Solveig Lára fer í prestskosn- ingaslaginn, hvað safnaðarmenn á Seltjarnarnesi gera þá? Munu þeir vera hallir undir að kvenmaður hreppi brauðið? Það geríst margt í prestskosningum... ARÐBÆRAN REKSTUR TRAUSTA EIGINFJÁRSTÖÐU STERKA LAUSAFJÁRSTÖÐU MIKINN VÖXT INNLÁNA JAFNA DREIFINGU ÚTLÁNA BANKINN BÝÐUR 7 TEGUNDIR SPARIREIKNINGA, PARÁMEÐAL INNLÁNSVIÐSKIPTI VIÐ BÚNAÐARBANKANN - LEIÐ TIL LÁNSVIÐSKIPTA VIÐ TRAUSTAN BANKA. rjr BÚNAÐARBANKl Vry ÍSLANDS aóeins einn banki býður fíff-VAXTA REIKNING SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. HELGARPÓSTURINN 31

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.