Helgarpósturinn - 24.07.1986, Qupperneq 8
þetta fé sem tap ríkissjóðs af bank-
anum því hann hefur skilað ríkinu
arði.
En það hefur reynst afskaplega
dýrt að reka bankann með svona
takmörkuðu eigin fé því bankinn
hefur þurft að slá lán til þess að
borga lán sem hafa fallið á hann í
tengslum við gjaldþrot Hafskips."
— Voru hinar miklu lánveitingar
til Hafskips veittar eftir eðlilegum
bankalegum sjónarmiðum?
„Menn eiga eftir að fá niðurstöður
í því hvernig stóð á því að Hafskip
skuldaði Utvegsbankanum svona
mikla fjármuni. Menn verða að setja
sig í þær stellingar að vilja skilja
hvernig þessir hlutir hafa gerst á
mörgum árum. Miðað við hvernig
þetta þróaðist tel ég að bankaleg
sjónarmið hafi verið látin ráða.
Menn sjá það ef þeir skýra það lið
fyrir lið hvernig stóð á því að Haf-
skip skuldaði svona mikið og hvað
bankinn reyndi að gera í baráttu
sinni við að koma niður skuldum
Hafskips. Að segja að lán til Haf-
skips hafi verið veitt þegar pólitíkus-
ar toguðu í spotta er gersamlega út
í hött.“
— En áhrif pólitískra bankaráða í
þá veru að neyða bankana til að
lána til atvinnuveganna gegn tak-
mörkuðum veðum og til óvenju-
langs tima?
„Þetta er náttúrlega miklu dýpri
spurning en ég get svarað á einu
augabragði. Þetta er bundið þjóðfé-
laginu og það getur verið að það
hafi verið meira og minna gallað í
sambandi við viðskiptalífið í mörg
ár. Auðvitað hafa þeir ríkisbankar
sem eru með útibú út um allt land
tengst inn í allskonar vandamál
samfara rekstri stórfyrirtækja sem
eru lífæðar heilla byggðarlaga. En
við rekum ekki þjóðfélagið í marga
daga með einkabönkum og þeim
markmiðum sem þeir setja sér. Það
er sjálfsagt hægt að sýna fram á það
samkvæmt arðsemisjónarmiði að
best sé að hola öllum landsmönnum
hér niður á suðvesturhornið og
senda fólk siðan í ver. En ef menn
leggja þetta sjónarmið eitt fyrir sig
þá eru þeir komnir út á hálan ís.
— Nú hefur Útvegsbankinn verið
gagnrýndur fyrir að hafa ekki verið
nógu vel með á nótunum um rekst-
ur Hafskips?
„Þeir sem hafa verið að tjá sig um
þessi mál útfrá einhverjum ímynd-
uðum banka-„prinsippum“ hafa
gleymt að taka með þann raunveru-
leika sem hefur verið i íslenskum
bankaviðskiptum. Það er ekki
þannig á íslandi að bankar hafi á
sínum snærum sérfræðinga á öllum
sviðum viðskipta. Islensk bankavið-
skipti hafa hingað til verið byggð á
trausti og bankarnir hafa treyst því
að þær upplýsingar sem þeir fá hjá
viðskiptaaðilum sínum séu réttar. Ef
það kemur fram í rannsókn á Haf-
skipsmálinu að Útvegsbapkinn hef-
ur verið blekktur er sjálfsagt kom-
inn tími til að endurskoða þessa af-
stöðu og viðskiptalífið hefur tekið
það miklum breytingum á undan-
förnum tveimur árum að það er
kannski þörf fyrir bankana að efla
eftirlitsstarfsemi sína.
En það er alltaf hægt að vera vitur
eftir á og segja að Útvegsbankinn
hefði átt að krefja Hafskip um hlut-
lausa úttekt á Atlantshafssiglingun-
um. En það var ekki gert vegna þess
að bankinn treysti þeim upplýsing-
um er fyrirtækið lét honum i té og
einnig þeim reikningum er endur-
skoðandi hafði skrifað undir.“
Ragnar Hall skiptaráðandi:
„ATLANTSHAFSSIGLINGARNAR
FRÁ UPPHAFI DAUÐADÆMT
FYRIRTÆKI
„Ég tel alveg ljóst að það var þetta
ævintýri þeirra i flutningunum á
milli Evrópu og Bandarikjanna sem
leiddi til gjaldþrots Hafskips," sagði
Ragnar Hall, skiptaráðandi í Reykja-
vík, er HP bar undir hann álit ann-
arra viðmælenda blaðsins á ástæð-
um fyrir þessu stærsta gjaldþroti
seinni ára á Islandi.
Það virðist vera almennt við-
kvæði manna í viðskiptalífinu, og
þar með eru taldir talsmenn Útvegs-
bankans, að ástæðan fyrir gjaldþrot-
inu hafi verið þríþætt; hækkun
Bandaríkjadollars, verðfall á skipa-
stól félagsins og gríðarlegt tap á
rekstrinum á árinu 1984. Um verð-
fallið á skipum félagsins segir Ragn-
ar:
„Það hefði mátt þvæla þessum
skipum áfram í reksti í Islandssigl-
ingum, þótt þau lækkuðu í verði á
heimsmarkaði. En það er náttúr-
lega Ijóst að eiginfjárstaðan var nei-
kvæð um langan tíma og svo hygg
ég að kaup á dótturfyrirtækjum er-
lendis, eins og til dæmis Cosmos-
ævintýrið, hafi reynst fyrirtækinu
afskaplega dýrt.“
— Og jafnvel banabiti félagsins?
„Ekki eitt sér, en sem krydd út í
hina súpuna þá leiðir þetta allt að
einni sprengingu.“
— Nú hefur þad komid fram hjá
talsmönnum Útuegsbankans ad
þeir töldu sig ekki hafa yfir að ráda
þekkingu á þessum Atlantshafs-
flutningum og því ekki getad fylgst
med rekstri Hafskips eins og edlilegt
hefdi mátt telja. En hvaöa þekkingu
höfdu Hafsskipsmenn sjálfir á þess-
um yidskiptum?
„Ég hef ástæðu til að ætla að þeir
hafi haft mjög haldgóðar upplýsing-
ar um samkeppnishorfur áður en
þeir réðust í þetta. En þeir virðast
hafa metið stöðuna þannig að þeir
gætu leikið einhverja sniðugri Ieiki
heldur en aðrir á þessum vettvangi
og eftir því sem þeir halda fram sjálf-
8 HELGARPÓSTURINN
ir þá töldu þeir sér þetta opna leið.
Mér virðist hinsvegar á þeim gögn-
um sem ég hef séð um þetta aö frá
upphafi hafi þetta verið dauðadæmt
fyrirtæki. Eftir þeim gögnum sem
ég hef skoðað bendir állt til þess að
þeir hafi ekki haft ástæðu til að
halda að þeir gætu grætt á þessu."
— Stjórnendur Hafskips hafa því
látid yfirdrifna bjartsýni hlaupa
með sig í gönur?
„Það virðist vera.“
— Nú hafa menn, sem tengjast
þessari rannsókn, látið hafa eftirsér
undir nafnleynd I fjölmiðlum að
hún beindist einkum að smáatrið-
um en stœrri hlutar málsins, sem
frekar hefðu leitt til gjaldþrots,
lœgju utan við hana. Einkum hefur
verið minnst á dótturfyrirtœki Haf-
skips.
„Það eru ótrúlega margir menn
úti í bæ sem telja sig vita allt um
þessa rannsókn og sjálfsagt væri
best fyrir þig að leita til þeirra. Sam-
skipti Hafskips og dótturfyrirtækj-
anna hafa verið rannsökuð en við
höfum ekki lögsögu yfir dótturfyrir-
tækjunum sjálfum eða starfsmönn-
um þeirra. Það hefur verið kannað
hvernig greiðslur á ferðapeningum,
sem greiddir voru af dótturfyrir-
tækjunum, voru bókfærðar hér
heima og það sem snýr að aðalskrif-
stofunni hefur verið skoðað. Það
hafa náttúrlega verið s'áixiskipti milli
móðurfélagsins og dótturfyrirtækj-
anna en við höfum ekki lögsögu yfir
þeim og höfum ekki einu sinni feng-
ið aðgang að öllu því sem við höfum
óskað eftir hjá þrotabúum erlendu
dótturfélaganna."
— Á hvaða hátt hefur Baldvin
Berndsen, forstjóri Hafskip USA,
tengst rannsókn skiptaréttar?
„Hann hefur verið yfirheyrður, en
þar sem hann er búsettur erlendis
höfum við ekki lögsögu yfir hon-
um.“
UNGUR, SÆNSKUR
GUÐFRÆÐINGUR HEFUR
Á ÞREMUR ÁRUM BYGGT
UPP GÍFURLEGT VELDI í
KRINGUM TRÚAR-
SÖFNUÐINN LIVETS ORD.
NÚERHANN
VÆNTANLEGUR TIL
ÍSLANDS.
I ágústbyrjun er vœntanlegur
hingað til lands sœnskur maður að
nafni Ulf Ekman, sem mikill styr
hefur staðið um í Svíþjóð að undan-
förnu. Ekman er ungur guðfrœðing-
ur, búsettur í Uppsölum, og rekur
hann mjög umdeildan trúsöfnuð,
sem kallast Livets Ord. Á þeim
þremur árum sem söfnuðurinn hef-
ur verið starfrœktur hefur hann
dregið til sín fleiri þúsundir Svía og
einnig eitthvað affólki aföðru þjóð-
erni. Nokkrir íslendingar hafa
meðal annars gengið í þetta trúfélag
í Uppsölum og síðastliðinn vetur
voru a.m.k. þrír þeirra nemendur í
biblíuskóla safnaðarins.
Pað eru hins vegar ekki allir jafn-
hrifnir af boðskap þeim, sem Ulf
Ekman hefur að flytja. Hann hefur
hlotið mikla gagnrýni fyrir að lofa
mönnum efnahagslegum ágóða og
góðri heilsu efþeir taka trú og mess-
ur hjá Livets Ord þykja bera mikinn
keim afýktum bandarískum sértrú-
arsamkundum, því þar tala menn
tungum og annað í þeim dúr — auk
þess sem safnað er peningum í
bauka meðan á samkomunum
stendur. Hin gífurlegu umsvif Ek-
mans og hraður vöxtur trúarsamfé-
lagsins hefur einnig orðið til þess að
fjölmiðlar og almenningur í Svíþjóð
hafa mikið velt fyrir sér fjármögnun
þessa „fyrirtœkis".
GÍFURLEGT VELDI
Ulf Ekman er guðfræðingur að
mennt, með framhaldsmenntun frá
Bandaríkjunum. Hann er á fertugs-
aldri og áður en hann stofnaði
Livets Ord, var hann skólaprestur á
vegum sænsku kirkjunnar. Þar kom
þó að Ekman hætti störfum hjá
þjóðkirkjunni og setti á stofn fyrr-
nefnt trúfélag ásamt nánustu ætt-
ingjum sínum og vinum. Þetta gerð-
ist fyrir þremur árum, árið 1983, og
segja má að sívaxandi starfsemi
Livets Ord upp frá því sé kraftaverki
líkust:
Livets Ord er í fyrsta lagi stofnun
(stiftelse), sem hefur það markmið
að breiða út guðsorð.
í öðru lagi er rekin Biblíumiðstöð
í nafni Livets Ord og er þar boðið
upp á eins árs nám fyrir fólk, sem
orðið er 18 ára — bæði á sænsku og
fyrir enskumælndi nemendur.
Þarna er þar að auki boðið upp á
bænaskóla einn eftirmiðdag i viku.
í þriðja lagi er Livets Ord söfnuð-
ur með það markmið að breiða út
boðskap Jesú, meðal annars með
samkomuhaldi og fyrirbænum,
æskulýðsstarfi, svæðisútvarpi og
kapalsjónvárpi.
I fjórða lagi rekur Livets Ord
kristindómsskóla, sem er barna-
skóli þar sem lögð er megináhersla
á fræðslu í kristnum fræðum.
í fimmta lagi gefur Livets Ord út
mánaðarrit, sem dreift er ókeypis
og er prentað bæði á sænsku og
ensku.
í sjötta lagi á Livets Ord síðan út-
gáfufyrirtœki, sem skiptist í þrjár
mismunandi deildir: bókaútgáfu,
kassettuútgáfu og videóútgáfu.
í sjöunda lagi má telja Radio
Livets Ord, en það er útvarpsstöð
stofnunarinnar, sem sendir út efni
snemma morguns á virkum dögum
og um helgar.
í áttunda og síðasta lagi má síðan
nefna Livets Ord TVog Video. Þar er
framleitt sjónvarps- og vídeóefni og
fyrsta sunnudag hvers mánaðar er
sent út efni um gervihnött, New
World Channel, til sautján staða í
SvíJjjóð og víða um Evrópu.
A upptalningu þessari má glöggt
sjá að umsvif Ekmans, sem er for-
stjóri stofnunarinnar, eru gífurleg
og það er hreint ótrúlegt hve miklu
hann hefur fengið áorkað á ekki
lengri tíma. Sjálfur stendur hann í
eldlínunni, ef svo má að orði kom-
ast, og er sá öxull, sem allt snýst um
— eins konar persónugervingur
þessa nýja safnaðar. Og áhrifamikill
er þessi ungi maður svo sannarlega.
Hann hefur laðað til sín fleiri þús-
und manns, sem koma reglulega á
samkomur og taka þátt í ýmsu starfi
hjá Livets Ord. Um það er hins veg-
ar deilt hvort þessi árangur er að
þakka handleiðslu Guðs, sterkum
persónuleika Ekmans eða hreinlega
kenningum markaðssetningar, sem
hann á að hafa numið í Ameríku.
FJÁRHAGUR MÆLIKVARÐI
ÁTRÚ
Fjármál eru ekkert feimnismál hjá
Ulf Ekman og hann veigrar sér síður
en svo við að tengja þau trúmálum. I
viðtali í kynningarriti um Livets Ord
er Ekman t.d. spurður að því hvort
fjárráð og frami manna geti virki-
lega talist mælikvarði á trú þeirra á
Guð, en hann hefur hlotið mikla
gagnrýni fyrir þessa kenningu sína.
Svarið er á þá leið, að mönnum hafi
fram að þessu hætt til þess að setja
neikvæða merkingu í orð eins og
„auð“ og „frama". Boðskapur Livets
HALLA JÓNSDÓTTIR, NÁMSMAÐUR VIÐ UPPSALAHÁSKÓLA:
„EKMAN HEFUR GREINILEGA FARIÐ Á
PERSÓNUTÖFRANÁMSKEIÐ"
Helgarpósturinn náði tali af Höllu
Jónsdóttur,,s$m um þessar mundir
vinnur áð doktorsritgerð við Upp-
salaháskóla. Hún hefur farið á sam-
komu hjá Livets Ord, en er ekki
meðlimur í söfnuðinum. Henni fór-
ust svo orð um þessa reynslu:
„Ég fór á fyrri samkomu af tveim-
ur, sem haldnar eru á sunnudögum
hjá Livets Ord. Þarna voru saman
komin mörghundruð manns og þeg-
ar samkomunni lauk, beið álíka
fjöldi utan dyra eftir næstu sam-
komu. Það kom mér á óvart hve
ungt fjölskyldufólk var þarna í yfir-
gnæfandi meirihluta — allt vel klætt
og auðsjáanlega ekkert lágstéttar-
fólk.
Ég sat fyrir aftan trommuleikara,
en þarna er lítil hljómsveit, og þess
vegna varð þetta ansi hávaðasamt
— sérstaklega þegar fólk fór að tala
tungum. Þá varð heldur betur há-
vaði, en tungutalið er tákn um að
viðkomandi sé frelsaður.
A þessari samkomu var Ulf Ek-
man með biblíulestur um vakning-
ar, en hann kom einnig upp og sagð-
ist hafa fengið köllun á staðnum til
þess að biðja sérstaklega fyrir
hjónabandinu. Þar að auki komu
þarna hjón með lítið barn, sem
Ekman blessaði og bað fyrir. Þá féll
móðirin reyndar afturábak, sem
mér skilst að sé algengt á þessum
samkomum.
Mér fannst margt til í boðskapn-
um, sem þarna var fluttur, en um-
búðirnar kunni ég hins vegar illa
við. Ekman hefur svo augijóslega
farið á einhver persónutöfranám-
skeið og notar mjög greinilega
ákveðna, lærða ræðutækni, sem
minnti mig helst á Gertrud Stein.