Helgarpósturinn - 24.07.1986, Side 10

Helgarpósturinn - 24.07.1986, Side 10
HP HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Ingólfur Margeirsson og Halldór Halldórsson Ritstjórnarfulltrúi: Sigmundur Ernir Rúnarsson. Blaðamenn: Egill Helgason, Friðrik Þór Guðmundsson, Jóhanna Sveinsdóttir, Jónína Leósdóttir og G. Rétur Matthíasson. Útlit: Jón Oskar Hafsteinsson. Ljósmyndir: Jim Smart. Útgefandi: Goðgá h/f. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson. Skrifstofustjóri: Garðar Jensson. Auglýsingastjóri: Steinþór Ólafsson. Auglýsingar: Hinrik Gunnar Hilmarsson Sigurður Baldursson. Dreifing: Garðar Jensson (heimasími: 74471). Berglind Björk Jónasdóttir. Afgreiðsla: Ólöf K. Sigurðardóttir. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík, sími 68-1511. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 36. Sími 68-15-11. Setning og umbrot: Leturval s/f. Hlutafélagsbanki óraunhæf lausn í blaðinu í dag eru höfð at- hyglisverð ummæli eftir Hall- dóri Guðbjarnasyni, einum af bankastjórum Útvegsbankans. Hann segir þar að þeir menn, er hafa haldið á lofti hugmyndum um stofnun hlutafélagsbanka, sem rekinn yrði eftir arðsemis- sjónarmiðum á rústum Útvegs- bankans, geri sig seka um mik- ið ábyrgðarleysi. Halldór telur að ef slíkt yrði gert þyrfti þessi nýi banki að vísa megninu af viðskiptum Útvegsbankans frá sér, þar sem þau samrýmist ekki ströngustu arðsemissjón- armiðum. Bankinn myndi síðan verða þundinn við útlán til hús- bygginga, verslunar og annarra áhættulítilla viðskipta. Halldór segir að með slíkum bankavið- skiptum yrði þess ekki langt að bíða að atvinnulíf landsins liði undir lok. Halldór Guðbjarnason er með þessum ummælum sín- um að svara háværum röddum einkum meðal frjálshyggju- manna, sem telja að minnkandi ríkisafskipti séu í sjálfu sér lausn á flestum vanda. Með því að minnka afskipti ríkisins af bönkunum yrði komið í veg fyrir að stjórnmálamenn gætu sveigt bankana að pólitískum þörfum og í stað þess yrðu bankarnir reknir eftir eðlilegum viðskiptasjónarmiðum. I þessu samþandi hefur verið bent á mörg stór viðskiptaleg afglöp sem hafa fylgt í kjölfar byggða- stefnunnar og annarra afskipta stjórnmálamanna af viðskipta- lífinu. En af ummælum Halldórs að dæma virðist íslenskt við- skiptalíf ekki þola að strangar grundvallarreglur yrðu teknar upp í þankaviðskiptum og kröf- ur um slíkt óraunhæfar. Hér hef- ur fyrirtækjum verið komið upp og þau rekin fyrir lán til langs tíma og gegn litlum trygging- um og þau myndu koðna niður ef hert yrði á útlánsreglum bankanna. Jafnframt hafa bankarnir alið forsvarsmenn fyrirtækjanna upp við slælegar kröfur um rekstur þeirra og kennt þeim að vísasta leiðin að fjármagni liggi í gegnum stjórn- málamennina. Vegna þess hve allt viðskiptalífið er gegnsýrt af þessu, þolir það ekki þær kröf- ur sem gerðar eru til viðskipta í öðrum löndum. Ef vilji væri fyrir því meðal stjórnmálamanna að draga sig frá viðskiptalífinu, tæki það þá sjálfsagt langan tíma að venja fyrirtækin við nýjan raunveru- leik í íslenskum viðskiptum. Þar til að því kemur verða ríkis- þankarnir áfram neyddir til út- lána sem stríða gegn eðlilegum bankalegum sjónarmiðum. s tarfsmannafélag Seðla- bankans á eina fimm sumarbústaði víðs vegar um landið. Félagið hefur bæði fengið þessa bústaði að gjöf og eins hefur það keypt sér bústaði. Við þau kaup er sá háttur yfirleitt hafð- ur á að Seðlabankinn yfirtekur lán sem starfsmannafélagið tekur sam- fara kaupunum. Þar sem þetta eru hagkvæm kaup hyggst starfs- mannafélagið nú kaupa sér sjötta bústaðinn. Hann er í Borgarfirði og í eigu Selmu Jónsdóttur, for- stöðukonu Listasafns ísiands og manns hennar Sigurjóns Péturs- sonar gerlafræðings. Þegar kaupin verða um garð gengin mun starfsmannafélagið eiga bústaði í Holtsdal við Kirkju- bæjarklaustur, við Varmahlíð, í Skriðdal og Borgarfirði, og svo LAUSNIR Á SKÁK- ÞRAUTUM 15 EASTER 1. Kg2! Bcl+ 2. Bc2 mát Bc3 2. Bd2 mát Bxd4+ 2. Bf2 mát 1. Ke2 dugar ekki vegna Bxd4+ 2. Bd2+ Bgl. 16 d’ORVILLE 1. Dal+ Kxal 2. Kc2 flD 3. Rb3 mát. einn glæsilegasta bústaðinn við Þingvallavatn. Seðlabankinn á svo sjálfur íbúð við Ægisíðu sem er fullbúin húsgögnum og notuð þegar erlendir bankamenn staldra hér við. . . sér hvernig Helgi Þór Jónsson hafi farið að því að reisa eitt glæsi- legasta hótel landsins á örfáum mánuðum. Húsbyggjendur landsins hafa í það minnsta á því mikinn áhuga, ef ske kynni að Helgi lumaði þarna á einhverri aðferð sem eng- inn annar hefur hingað til komið auga á. M.a. er talið að Helgi hafi fengið afar góð kjör hjá B.M. Vallá, sem seldi honum steypuna. Einnig er það haft eftir Helga að hann hafi m.a. selt húsið sitt til þess að fjár- magna hótelbygginguna. Enn önn- ur hlið á þessu máli er sú, að Helgi hafi komist að einstaklega góðu samkomulagi við Húsasmiðjuna hf. Heimildir okkar segja, að áður en ráðist var í hótelbygginguna hafi Helgi haft úttektarheimild upp á 3 milljónir króna hjá Húsasmiðjunni og að ekki sé ótrúlegt að það ,,þak" hafi verið hækkað töluvert eftir að Hótel Ork kom til sögunnar... ■ ú eru brátt liðin 5 ár frá því Úlfar Þormóðsson gaf út sínar ein- stæðu bækur um huldufélagsskap- inn Frímúrararegluna. Þar svar- aði hann brennandi spurningum um hverjir þar væru innandyra og hvað þar færi fram bak við luktar dyr. Síð- an hafa vitaskuld fleiri bæst í raðir frímúrara og virðist reyndar nokk- uð föst regla að reglubræðrum fjölgi um 65—66 á ári. Alls teljast reglu- bræður um þessar mundir vera orðnir tæplega 2300 og hafa þá bæst við eitthvað um 400 félagar frá því að Úlfar stóð fyrir afhjúpun sinni. Forvitnileg nöfn læðast inn á‘ meðal nýliða síðustu ára. Við nefn- um hér nokkur: Magnús G. Frið- geirsson, deildarstjóri búvöru- deildar SÍS, Björn R. Einarsson hljóðfæraleikari, Rafn Hafnfjörð ljósmyndari, Sveinn G. Sveinsson verkfræðingur, Sverrir Scheving Thorsteinsson jarðfræðingur, Wilhelm G. Wessman fram- kvæmdastjóri, Þorbergur Aðal- steinsson handboltamaður og Sig- urþór Ch. Guðmundsson, fyrr- verandi umsjónarmaður bókhalds hjá Hafskip og einn gæsluvarð- haldsfanganna, en hann gekk í fyrra í stúkuna Mími, þar sem fyrir voru félagarnir Ragnar Kjartansson og Björgólfur Guðmundsson. í sömu stúku voru einnig fyrir nokkrir val- inkunnir sæmdarmenn, svo sem ný- skipaður ríkissaksóknari, Hall- varður Einvarðsson, Agnar Friðriksson, forstjóri Arnarflugs, og Gunnar J. Möller hæstaréttar- lögmaður, sem er stórmeistari Frí- múrarareglunnar. . . Á| ■ ú þykir sýnt að markaðs- setning íslenska fjallalambsins, sem svo heitir samkvæmt nýjum móð, hafi mistekist ef eitthvað er. 20% lækkun á dilkakjöti, sem taka á gildi einhvern næstu daga, bendir tví- mælalaust til þess að salan hafi ekki aukist eins og vonast var til. En næst verður sjálfsagt reynt með enn meiri áherslu og þá ekki ólíklegt að menn heyri minnst á t.d. háíslenskt öræfalamb, eða jafnvel Pólarlamb- ið. . . II ndirbuningi kapalvæðingar Seltjarnarness hefur miðað þokkalega áfram, þótt fítið hafi reyndar verið um framkvæmdir að undanförnu. Búið er að leggja rör víða um bæjarfélagið og hagstætt tilboð hefur borist i það efni sem til þarf. Allt lítur því út fyrir að hægt verði að þræða kapal í rörin í lok september. Þá verður svokölluð stofnlögn tilbúin, en Sjónvarpsfé- lagsmenn hafa skipt svæðinu niður í rúmlega 20 hverfi, sem síðan geta tengst þessari stofnlögn. Sjónvarps- áhugamenn á Nesinu telja þýðingar- skyldu Sverris Hermannssonar þó enn geta sett babb í bátinn. Þetta ákvæði gerir áform Seltirninga í raun óframkvæmanleg, nema að notendum verði skipt niður í svo litla hópa að ekki verði fleiri en 36 í hverjum þeirra. Þar með væri hægt að komast hjá þýðingarskyld- unni á erlendu efni, en þessi kostur mun vera töluvert dýrari en annars þyrfti að vera. Ahugamönnum finnst þetta sérlega bagalegt, eink- um vegna þess að bráðlega verða sendir á loft svokallaðir „frjálsir" gervihnettir, sem senda út efni sem öllum er leyfilegt að móttaka án nokkurrar skriffinnsku. . . L ELTIIM Bilbeltin skal aO sjálfsögðu spenna I upphafi ferOar. Þau geta bjargaO lífi I alvarlegu slysi og hindraö áverka I minni háttar árekstrum. Hnakka- púöana þarf einnig að stilla I rétta hæð. Okkar glæsilega sumarútsala hefst á morgun í báðum búðunum. Jakkar, kápur, buxur, blússur, pils, dragtir, sumardress, slopp- ar, undirfatnaður. Alvöru útsalat lym |_jT Laugavegi 26, s: 13300 — Glæsibæ s: 31300. I0 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.