Helgarpósturinn - 25.09.1986, Síða 3
FYRST OG FREMST
Á RIMINI-SLÓÐUM fer
þessa dagana fram Evrópukeppni
kvikmynda og eigum við Islend-
ingar tvær kvikmyndir ytra, aðra í
hinni eiginlegu keppni, og hina
sem eins konar aukanúmer frá Is-
landi. í fyrradag var „aukanúmer-
ið“ ,,Eins og skepnan deyr" eftir
Hilmar Oddsson sýnd í tvígang og
hlaut hún mjög góðar viðtökur.
Sérstaklega kom fram hjá kvik-
myndarýnum, að myndin væri
óvenju persónuleg tjáning, hún
bæri vott um hugmyndaríka notk-
un landslags og tónlistin væri
mjög góð. Sjálf keppnismyndin
héðan er íslensk-þýska myndin
,,Svart og sykurlaust — kvikmynd“
eftir Lutz Konnermann og Þorgeir
Gunnarsson. Hún verður sýnd í
dag, fimmtudag. Fulltrúar íslensku
dómnefndarinnar á Ítalíu eru þeir
Arni Þórarinsson ritstjóri Mannlífs
og Sigmundur Ernir Rúnarsson
Helgarpóstur. . .
I SIÐASTA Eystra-Horni, mál-
gagni Hornfirðinga er alvöru-
þrunginn leiðari um tímans þunga
nið: „Þegar dagleg rútína er kom-
in á það stig að samfarir og pulsu-
át eru framkvæmd eftir klukk-
unni, þá erum við ekki lengur að
hlýða kalli náttúrunnar. En því
miður snýst allt frá degi til dags
um að vera á réttum tíma á rétt-
um stað. Þeir, sem ekki vilja una
þessu, eiga fárra kosta völ. Meiri-
hlutinn ræður og klukkan segir
honum fyrir verkum. Hinir, sem
láta eftir eðli sínu, mega éta það
sem úti frýs“. Hart er í heimi,
Hornfirðingur!
ELDHESTAR eða Vulcano
horses heitir nýstofnað fyrirtæki í
Hveragerði. Tilgangur félagsins er
að gefa innlendum og erlendum
ferðamönnum kost á „hestaferð-
um, bæði styttri og lengri um
helstu jarðhitasvæði og sögustaði
á Ölfus- og Þingvallasvæði", segir í
tilkynningu um stofnun fyrirtækis-
ins. Eigendur firmans eru
Hródmar Bjarnason í Hveragerði,
Sigurjón Bjarnason í Reykjavík og
Þorsteinn Bjarnason í Hveragerði.
ÞAÐ ER mikið í tísku um þess-
ar mundir að leyfa borgarbörnum
á leikskólaaldri að fara í réttir og
sjá me-me. Síðastliðinn mánudag
voru t.d. 7—8 stórar rútur með
höfuðborgarbörnum við réttir í
Kollafirdi. Óvíst er hvort meira
var af rollum eða rollingum, en
fjórfætlingunum mun að minnsta
kosti hafa verið um og ó vegna
allrar þessarar athygli. . .
EINS OG alkunna er deildi
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra hart á flokksbróður
sinn Pál Pétursson fyrir ferðalög í
tíma og ótíma. Páli og reyndar
fleiri landsmönnum fannst for-
sætisráðherra tæpast hafa efni á
að kasta steinum úr gierhúsi. En
stund hefndarinnar var ekki
runnin upp fyrr en á dögunum.
Óljósar fregnir hafa borist síðustu
daga af ferðalögum Steingríms um
allar álfur og enginn veit hvaða
land hann heimsækir hverju sinni.
Af því tilefni rann upp stund
hefndarinnar — og hafi Páll
Pétursson ekki ort þessa vísu þá
er hún ort í orðastað hans og af
velvild til hans:
Steingrímur er kominn til Ktna
med kerlingarálftina stna.
Nei, heyrdu hvaö er ég ad segja?
— Hann fór til Grœnhöföaeyja.
SMARTSKOT
FRAKKAR hafa gott orð á sér
hérlendis fyrir að halda uppi til-
tölulega öflugri menningarskipta-
starfsemi milli Frakklands og
íslands. Hins vegar hafa þeir verið
svolítið seinheppnir í sendiráðinu
og lent upp á kant við litla stráka í
fótbolta, svo dæmi sé tekið.
Um daginn gerðist sendiráðið
allkræft. Þannig var að franskt
herskip var mætt til landsins í
tilefni af minningunni um Pourqois
Pas? slysið. Skipið var fullt af ung-
um frönskum dátum og var
ákveðið að lífga upp á móralinn
hjá liðinu með því að bjóða í síð-
degisdrykkju um borð. Og
hverjum skyldi sendiráðið hafa
viljað bjóða? Jú, ungum, helst
fallegum, stúlkum, sem kynnu
a.m.k. eitthvað pínu pons í
frönsku. Sendiráðsmenn gripu til
þess ráðs að hringja í Menntaskól-
ann í Reykjavík og bjóða ungum
menntaskólapíum, sem hefðu lært
einhverja frönsku. Það var
frönskukennari við MR, sem fékk
boðið og var hann nú ekki lengi
að afþakka þetta fyrsta „tilboð"
saklausra menntaskólayngismeyja.
TIMINN hefur ekki verið sér-
lega snarpur í fréttum undanfarið.
Hins vegar slógu þeir öllum blöð-
unum við á þriðjudaginn, þegar
aðalfrétt blaðsins á forsíðu fjallaði
um almyrkva, sem yrði hérlendis
3. október, en síðast mun slíkur
myrkvi hafa sést hér árið 1954.
Annars vantaði aðalatriðið í frétt-
ina, en það var að benda á þá
staðreynd, að sama dag og al-
myrkvi verður, þ.e. 3. október,
verður flokksþing krata.
Tilviljun. ..?
HELGARPÚSTURINN UMMÆLIVIKUNNAR
Stöð tvö ,,Gudi sé lof fyrir Gutenberg."
Dagskráin býður að Jóns Óttars hætti, afruglaða og trefjaríka þætti. Þá verður kynning á öli og alkóhóli, umsjónarmaður Halldór frá Kirkjubóli. LEIÐARAHÖFUNDUR MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGINN 24. SEPTEMBER 1986 UM ÞÆR BREYTINGAR SEM ERU AD VERÐA Á MARKAÐI UÓSVAKAMIÐLANNA.
Niðri. J
Katrín Fjeldsted er borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokk I Reykjavík. Hún
hefur setið (umferðarnefnd og „hefur getið sér gott orð fyrir ábyrga af-
stöðu i umferðarmálum" eins og skrifað hefur verið um hana. Það vakti
því sérstaka athygli, þegar hún bar fram tillögu I borgarráði þess efnis,
að gerð yrði innkeyrsla frá Reykjanesbraut inn að veitingastaðnum
Sprengisandi. Umferðarnefnd, sú sem Katrín sat áður í, felldi tillöguna,
þegar hún kom til umsagnar í nefndinni. Katrín Fjeldsted var á leið til
Helsinki — frá London — þegar HP náði tali af henni.
Finnst þér góðir
hamborgarar?
Katrín Fjeldsted
„Ekkert sérstaklega. Mér finnst þeir þó skárri sem gerðir eru
úr góði kjöti. Og eru í heilhveitibrauði."
— Skiptirðu mikið við Tomma-hamborgara?
„Nei, ekki mikið. Ég kem þar þó stöku sinnum."
— Af hverju viltu opna leið af stofnbraut inná ham-
borgarastað?
„Það hefur verið látið að því liggja að ég ætti einhverra sér-
staka hagsmuna að gæta. Ég vil koma því að, að svo er ekki.
Það er ekki til þess að mér gangi persónulega betur að komast
á Sprengisand — á bfl.
Röksemdir mínar eru þær, að hér sé um að ræða sjálfsagða
þjónustu við þá sem eru akandi. Þeir eiga að geta komist til
þeirra staða sem veita akandi mönnum þjónustu — í þessu til-
viki er um hamborgarastað að ræða. Staðurinn gerir ráð fyrir
að menn séu þjónustaðir í bfl. Og þessi þjónusta er ekki ósvip-
uð þeirri þjónustu, sem veitt er á bensínstöðvum. Til að taka
bensín verða menn að geta ekið að bensínstöð. Og enginn am-
ast við því þótt menn fari af stofnbraut inná bensínstöð. Af
hverju skyldu menn þá ekki geta komist að matsölustað til að
næra sig?
Aðalröksemd fyrir því að umferðarsérfræðingar veita undan-
þágu þegar um bensínstöðvar er að ræða, er sú, að það sé
nauðsynlegt að komast af stofnbraut inná bensínstöð. Annars
eigi menn ekki að fara af stofnbraut. Þessi undantekning frá
reglunni finnst mér nægileg til þess að ég viðurkenni hana ekki
sem algilda. Væri hún algild myndi ég sætta mig við hana."
— Hefurðu farið um þetta svæði í hádeginu og orðið
vitni að því hve þung umferðin er?
„Já, það hef ég gert. Ef hámarkshraði er virtur á þessari braut
þá held ég að þetta sé ekki nein slysagildra. Að mínu áliti er það
okkar hlutverk að gæta þess, að hámarkshraði sé virtur. öfugt
við það sem össur Skarphéðinsson sagði í borgarstjórn, en
hann sagði: „Vitið það það að bílar fara þarna framhjá á
80—100 km hraða?" Mér finnst ekki að við eigum að nálgast
þetta vandamál þeim megin frá."
— Studdi Tómas Tómasson þig í prófkjöri Sjálfstæð-
isflokksins?
„Ég veit ekki til þess, að Tómas Tómasson hafi tekið þátt í
prófkjöri sjálfstæðismanna."
— Studdi hann þig fjárhagslega?
„Nei."
— Má búast við því að þú leggir til í borgarstjórn, að
innkeyrslan að Miklagarði verði opnuð aftur?
„Ég var ekki mikið inní þeirri umræðu á sínum tíma. Ég var
þá í umferðarnefnd og ekki komin í borgarstjórn. Umferðar-
nefnd samþykkti þetta á sínum tíma til bráðabirgða. Og það er
rétt að minna á það núna, að þetta var niðurstaða umferðar-
nefndar."
— Muntu beita þér fyrir að þessi vegarspotti verði
opnaður útá Kleppsveginn?
„Ég hef ekki tekið það til neinnar athugunar. Og ef ég gerði
það þá verður það ekki nein geðþóttaákvörðun, frekar en
ákvörðunin sem ég tók um Sprengisand. Sú ákvörðun vartekin
að vel yfirveguðu máli og ég stend föst á henni. Ég vil hins veg-
ar minna á það, að sú ákvörðun er aðeins tekin til eins árs."
HELGARPÓSTURINN 3