Helgarpósturinn - 25.09.1986, Page 14

Helgarpósturinn - 25.09.1986, Page 14
eftir Óskar Guðmundsson myndir Jim Smart ERU MÉR FJÖTUR UM FÓT NIÐURSTAÐA SAKSÓKNARA AÐ STARFSEMI OKKAR ER LÖGLEG, SEGIR ÁRMANN REYNISSON FORSTJÓRI ÁVÖXTUNAR FENGUM ENGAR ÓSKIR FRÁ BANKAEFTIRLITINU, BARA HÓTANIR VILDI EKKI VERA í SPORUM ÞÓRÐAR i DAG EFTIR ÞESSA NIÐURSTÖÐU VALDNlÐSLA EMBÆTTISMANNS ÁVÖXTUN AÐ BYGGJAST UPP SEM HLUTAFYRIRTÆKI [ HRING FYRIRTÆKJA, BÆÐI í KJÖTI OG KRISTAL ISLENDINGAR ÓELEGANT i SAMSKIPTUM... „Það hefur markvisst veriö unniö aö því aö gera mig og mitt fyrirtœki tortryggilegt og fjölmiölunum beitt í því skyni,“ segir Armann Reynisson forstjóri Ávöxtunar í vidtali viö HR „En með niðurstöðu saksóknara, þarsem fallið er frá ákœru á okkar hendur ernú komið á hreint að okk- ar starfsemi er lögleg og viðskiptin eru tekin að blómstra á ný sem aldrei fyrr." Eftir könnun bankaeftirlitsins á starfsemi Ávöxtunar í fyrra ákvað Seðlabankinn að vísa málinu til Sak- sóknara ríkisins, þarsem starfsemin bryti í bága við nýju bankalögin og fór málið til rannsóknar hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins. í niðurstöð- um segir að forráðamenn fyrirtæk- isins hafi ákveðið að laga starfsemi félagsins að því er varðar viðtöku á peningum til ávöxtunar „að þeim óskum og ábendingum sem banka- eftirlitið hefur látið frá sér fara". Enn fremur hafi annar forsvarsmanna Ávöxtunar sótt um leyfi til við- skiptaráðuneytis um að mega reka verðbréfamiðlun. Af þessum ástæð- um sjái ákæruvaldið ekki ástæðu til frekari aðgerða í þessu máli, segir í niðurstöðum saksóknara. — Armann Reynisson, hafið þið gjörbreytt starfsemi ykkar til sam- rœmis við óskir bankaeftirlitsins? — Við höfum í rauninni aldrei fengið neinar óskir frá eftirlitinu um breytingar, heldur einungis hótanir. Á hinn bóginn hafa lengi staðið til breytingar hjá okkur. Við skrifuðum yfirlýsingu til að fræða aðilja um hvernig við ætluðum að breyta starfseminni. Þetta eru að minu mati ekki grundvallarbreytingar. í staðinn fyrir að gera skrifiegan samning milli okkar og viðskipta- vinar sem lætur okkur fá fé til ávöxt- unar verða gefin úr skuldabréf. í stuttu máli má segja að við höfum verið með lokaðan verðbréfasjóð en gerum hann nú algerlega opinn. ÞÓRÐUR DJARFUR VIÐ OKKUR — Samkeppnisfyrirtœki þín, Fjár- festingarfélagið og Kaupþing hafa ekki átt í málaferlum eins og Ávöxt- un. Kanntu einhverja skýringu? — Við höfum ekki á bakvið okkur Iðnaðarbanka, Sambandið, lífeyris- sjóði eða pólitíkusa. Fjárfestingarfé- lagið var stofnað samkvæmt lögum frá Alþingi. Þetta er almennt hluta- félag án þess að ríkið eigi hlut og frá- leitt að löggjafarsamkoman geti gert svona. Eg tel þetta misnotkun á Alþingi. Það eru landskunnir stjórn- málamenn sem standa að baki þess- um fyrirtækjum. Til dæmis á Eyjólf- urKonráð í Fjárfestingarfélaginu og meðal 8 eigenda Kaupþings eru menn einsog Baldur Guðlaugsson í Sjálfstæðisflokknum og Ragnar Arnason hugmyndafræðingur í Al- þýðubandalaginu. Þeir þora ekki að 14 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.