Helgarpósturinn - 25.09.1986, Side 36

Helgarpósturinn - 25.09.1986, Side 36
eftir Jóhönnu Sveinsdóttur Miðaldra karlmaður óskai geðgóða og skilningsríka 30—45 ára. Algjörum trúi DV fyrir 17. sept., merkt HUGLEIÐINGAR UM MAKA OG MAKALEYSI RÆTT VIÐ TVO MENN SEM HA „Mjög geðgóð kona óskar eftir aö kynnast gladvœrum manni á aldrin- um 50—60 ára sem á íbúö og bíl. Fjölbreytt áhugamál. Tilboö sendist DV fyrir 12. maí, rnerkt ,,Geögóö“.“ „Maður um fimmtugt, léttur í lund, einmana, í góöum efnum, vill kynnast heiöarlegri konu. Svar sendist DV merkt,, Heiðarlegur 937“ fyrir 10. sept." Þetta eru tvö nýleg dœmi um aug- lýsingar í einkamáladálki DV, en slíkum auglýsingum hefur fariö mjög fjölgandi á síðastliönum miss- erum. Við œtlum nú aö reyna aö varpa nokkru Ijósi á hvaö býr aö baki slíkum augtýsingum, hvers konar fólk auglýsir og eftir hverju, og spjöllum m.a. viö tvo karlmenn sem hafa talsveröa reynslu afþví aö svara slíkum auglýsingum og aug- lýsa sjálfir. En í þessu sambandi vaknar óhjákvœmilega fyrst sú spurning hvaöa valmöguleika makalaust fólk hefur hér á landi til að komast í kynni viö einstaklinga af hinu kyninu (eöa sama kyni) sem svipaö er ástatt fyrir. ÉG VIL FÁ HANA STRAX Mörgum reynist tiltölulega auð- velt að komast í samband við aðila af hinu kyninu allt frá fyrstu ungl- ingsástinni og fram að vali „lífsföru- nautar". Aftur á móti ættu þeir hinir sömu kannski fremur erfitt með að lýsa hvernig það gekk fyrir sig stig af stigi. Það er skrýtin blanda tilvilj- ana, ytri aðstæðna og ómeðvitaðra tilfinninga. Sumir tala hreint og klárt um efnafræðilegt ferli! En öðr- um er huiin ráðgáta hvernig á að „detta niður á“ ASTINA, kynlíf eða blíðu svona við og við... Hér á landi hefur það ekki verið kannað hvar kynni takast oftast með fólki. En til að gefa einhverja mynd verður hér vitnað í nýlega sænska könnun í þessum efnum. Spurt var m.a.: Hvar hittirðu núver- andi/síðasta maka þinn? Og niður- stöðurnar voru á þessa leið: Á dansstað 32% í skóla 30% í gegnum vini og kunningja 24% Á vinnustað 8% Á námskeiðum 2% Á krám eða börum 2% Einnig var spurt: Hvernig heldurðu að kynni takist oftast nær með fólki? Þá litu svörin svona út: 1. Á dansstöðum 2. í gegnum vini og kunningja 3. Á vinnustað 4. í gegnum einkamálaauglýsingar. Yngra fólk, segjum milli tvítugs og þrítugs, gerir að öllum líkindum meira af því en þeir sem eldri eru að íara á skemmtistaði í leit að félags- skap, í von um skyndikynni eða langvarandi kynni, enda eru dans- 36 HELGARPÓSTURINN staðir oft kallaðir „hjónabands- markaðir" eða „kjötmarkaðir"; tal- að er um að „kortér í þrjú gæjar“ nái sér í „skyndibita": Eg vil fá hana strax! Og meðan það fólk er, segj- um, undir þrítugu er ekki talið neitt „óeðlilegt" við það að það sé „á lausu“ og þykja skemmtistaðirnir þá býsna sjálfsagður vettvangur pör- unar. En það gefur auga leið að eftir því sem fólk eldist þrengist „markaður- inn“, æ fleiri gifta sig eða komast á fast og sumum á fertugsaldri eða þaðan af eldri þykir beinlínis pínlegt eða lítilsvirðandi að slægja skemmtistaðina í leit að maka eða ,,bráð“. Fleira getur komið til eins og feimni eða hreinlega peningaleysi. Og margt fráskilið fólk er óvant því og hreint ekki í formi eða stuði til þess. Hvaða möguleikar eru þá fyrir hendi? SÁLFRÆÐINGAR ENGIR HJUSKAPAR- MIÐLARAR Ef fólk er ekki svo heppið að par- ast til lengri eða skemmri tíma í skóla, á vinnustað eða skemmti- stöðum, eða í gegnum áhugamál á borð við hestamennsku, dans eða útivist, er ekki um auðugan garð að gresja. Hér tíðkast ekki, eins og t.d. í Bandaríkjunum, að vinir og kunn- ingjar reyni að leiða saman maka- lausa einstaklinga og verki þá sem eins konar hjúskaparmiðlun. Hér er líka varla hægt að tala um hverfis- krár eins og þær þekkjast víðast hvar í hinum vestræna heimi þar sem er ekkert tiltökumál fyrir fólk eitt á röltinu að líta inn og spjalla yfir glasi. Hérlendar aðstæður eða að- stöðuleysi öllu heldur hlýtur þó einkum og sér í lagi að sníða konum þröngan stakk því hér tíðkast ekki að konur fari einar á krár eða skemmtistaði í leit að félagsskap. Þær eru upp til hópa þannig inn- stilltar að þær verði að hafa félags- skap af einhverju tæi sem skjöld þegar þær fara út. Einn þeirra sálfræðinga sem HP spjallaði við sagði að ófáir veigruðu sér við það að skilja út af þeim fé- lagslegu tengslum sem makinn hefur vissulega í för með sér, vildu fremur kveljast í ómögulegu hjóna- bandi en halda einir út á „kjötmark- aðinn". „En það er engin spurning um að hér á landi er mjög stór hópur fólks sem veit ekki hvernig það á að kom- ast í tengsl við hitt kynið," sagði þessi sálfræðingur. „Þetta á ekki síst við um fráskilið fólk og nú skagar fjöldi skilnaða á ári hátt upp í fjölda giftinga. Það er margt fráskilið fólk á lausu sem hefur allar forsendur til að standa sig vel í samböndum, hef- ur öðlast bæði reynslu og þekkingu, og gengið í gegnum ákveðna eld- skírn á þessu sviði, en getur ekkert gert í málinu nema það eigi mjög stóran kunningjahóp eða áhugamál þar sem það er í tengslum við annað fólk. Til okkar sálfræðinganna leita oft bráðágætir einstaklingar sem eru sem kjörnir hvor fyrir annan en eru í vandræðum með að komast í samband við hitt kynið. Við reynum auðvitað að greiða götu þeirra en því miður höfum við ekki umboð hjúskaparmiðlara. Þetta fólk er oft hrætt við einkamálaauglýsingarnar í dagblöðunum, óttast að lenda í einhverjum skítakarakterum." Já, hérlendis hafa hjúskapar- eða sambandsmiðlanir aldrei náð að festa rótum. Þó birtist eftirfarandi auglýsing af og til í DV: ,,Hvaö er Kontakt? Kontakt er sambandsmiðlun sem kemur á sam- bandi milli konu og karlmanns. Kontakt er starfsemi sem hefur þróast með góðum árangri í flestum löndum. Þetta er fremur nýtt hér- lendis, en hefur samt gefið góðan árangur, komið á góðum samskipt- um hjá fólki á öllum aldri. Þið sem eruð ennþá í einmanaleikanum og eruð hrædd við að fara út úr ein- angruninni í leit að góðum félaga, hafið samband hvar sem er á land- inu. Pósthólf 8192, 128 Rvík.“ Er þetta ekki einmitt mergurinn málsins, að rjúfa einangrun sína með því að eignast góðan félaga? Einn af viðmælendum HP hafði samband við Kontakt fyrir tveimur árum og var hann þá beðinn um að gefa upp nafn, heimilisfang og ýms- ar persónulegar upplýsingar og borga þúsund krónur fyrir að kom- ast á skrá og síðan var lofað að haft yrði samband við hann. Um tíma reyndi hann árangurslaust að hringja í það símanúmer sem hon- um var gefið upp og aldrei hefur verið haft samband við hann. En vonandi hafa einhverjir haft heppn- ina með sér. Þá hafði sami viðmælandi látið skrá sig í Félag makalausra og mætt á fundi og skemmtanir hjá þeim framan af. Honum leist vel á stofnun þess félags þar sem gert var ráð fyrir að það myndi beita sér í ýmsum hagsmunamálum ein- hleypra, svo sem skattamálum. En að hans mati er Félag makalausra fyrir löngu orðið að eins konar skemmtiklúbbi, fremur dauflegum, og hefur hann því gefist upp á að mæta á samkomur þess. FJÁRSTUÐNINGUR OG TILBREYTING — GREIÐI GEGN GREIÐA En lítum nánar á einkamáladálk- ana í smáauglýsingum DV. Af aug- lýsendum eru karlmenn í talsverð- um meirihluta og virðast á öllum aldri, frá 17 og upp fyrir sextugt. Engan þarf að undra að ein auglýs- ingin er frá tveimur þrítugum sem eru þreyttir á ballstandi og vilja kynnast konum sem svipað er ástatt fyrir. Ákjósanlegustu eiginleikarnir, og þá bæði þeirra sem auglýsa og þeirra sem auglýst er eftir, eru geð- prýöi, skilningur, traust, reglusemi, vinátta, barngœöi, lífsgleöi eða glaðvœrö, svo og heiöarleiki. Þá auglýsa sumir, bæði karlmenn og pör, eftir tilbreytingu, konur eftir fjárstuöningi eða hreinlega „reglu- sömum sambúðarmanni sem á íbúð“. Þá auglýsir ein eftir „traust- um og heiðarlegum manni sem á íbúð og bíl“. Þá auglýsir fólk, þó einkum konur, greiöa gegn greiöa, þar á meðal ung og falleg kona frá Jamaica. Orðalag einnar auglýsing- arinnar sker sig nokkuð úr en hún hefur birst býsna oft í DV undanfarn- ar vikur og hljóðar svo: ,,Ég er ungur, myndarlegur mað- ur með góðan smekk og óska að kynnast stúlku, 17—30 ára, sem væri til í að borða með mér pítu á hinum frábæra veitingastað American Style í Skipholti. Uppl. með mynd sendist DV, merkt „Góð- ur matur". P.S. Ég borga." Þá sjást af og til auglýsingar þar sem vinur auglýsir eftir vini eða vin- kona eftir vinkonu. Þar mun vera um samkynhneigt fólk að ræða, en auglýsingadeild DV hefur harðneit- að slíku fólki um að nota orðin hommi og lesbía þó að fréttamenn sama blaðs geti notað þau kinnroða- laust. Hér er á ferðinni sami tví- skinnungurinn og hjá ríkisfjölmiðl- unum. Að lokum má geta þess að algengt er að auglýsendur taki fram að þeir séu einmana og að börn séu engin fyrirstaöa. Og oftar en ekki er heitið fyllsta trúnaði eða 100% þag- mœlsku. Hérlendis hefur engin könnun farið fram á einkamálaauglýsingum blaðanna enda er fjöldi þeirra eng- an veginn sambærilegur við það sem gerist í nágrannalöndum okkar þar sem slíkar auglýsingar tíðkast í nánast hverju dag- og vikublaði, sama hvers eðlis það er. Það að einkamálaauglýsingar skuli ekki vera algengari hér en raun ber vitni talar sínu máli um hversu mikið feimnismál einmanaleikinn er. En til fróðleiks má geta þess að nýverið tóku félagsráðgjafarnemar við há- skólann í Gautaborg sig til og athug- uðu 700 einkamálaauglýsingar í dagblöðunum þar í borg. Þá kom í ljós að 64% þeirra sem auglýstu voru karlmenn, flestir um þrítugt. Langflestir eða þrír fjórðu hiutar aug- lýsenda voru að leita sér að félaga eða þráðu að rjúfa félagslega ein- angrun sína. Aðeins 9% voru sér- staklega að leita eftir kynferðislegu sambandi, ef marka má þeirra eigið orðalag. PENINGALEYSI OG BASL En hugum nú að reynslu þeirra tveggja viðmælenda HP sem hafa talsvert gert af því að svara einka- málaauglýsingum og auglýsa sjálfir. Eðli málsins samkvæmt óskuðu þessir menn nafnleyndar. Annar er fjörutíu og fjögurra ára skrifstofu- maður sem hefur aldrei kvænst né verið í sambúð og gengið fremur illa að stofna til langvarandi sambanda við konur þannig að viðunandi væri. Hann hefur oft svarað auglýs- ingum og einu sinni auglýst sjálfur. „Það var ekkert sérlega athygli vert sem kom út úr því,“ segir hann. „Fimm manneskjur svöruðu. Yfir- leitt voru engar upplýsingar í svar- bréfunum nema nafn og símanúm- er. Ég hringdi í þær allar og þrjár komu til mín til að ræða málin. En reynsla mín af þessum svörum svo og þeim konum sem ég hef svarað hef- ur yfirleitt verið á þann veg að við- komandi konur hafa átt í miklum erfiðleikum, fjárhagslegum eða sál- rænum. Margar höfðu nýlega geng- ið í gegnum hjónaskilnað og sumar virtust hafa búið við mikla einangr- un, verið lítið út á við. Því voru fund- irnir yfirleitt hálfvandræðalegir." En þessi maður hefur þó stundum lent í skammtímasamböndum sem hófust á þennan hátt. Fyrir nokkr- um árum „lenti" hann ,,í“ sambandi við konu sem bjó í Breiðholti en hún átti við drykkjuvandamál að stríða og því gafst hann upp á því eftir fá- einar vikur. „Síðan svaraði ég einu sinni aug- lýsingu frá konu sem reyndist vera fráskilin og bjó í íbúð á vegum Fé- lagsmálastofnunar," heldur hann áfram. „Hún átti uppkomin börn en átti svo von á barni. Það var allt tóm vitleysa og vesin, peningaleysi og basl á allan hátt. Hún átti ekki einu sinni fyrir mat. Hún hafði dottið út úr vinnu og sagðist hafa auglýst af því að hún væri svo einmana. Ég fór bara einu sinni heim til hennar og við spjölluðum saman yfir glasi, en mér leist ekkert á blikuna." Þessi maður segist oft hafa drukkið dálítið illa á árum áður og einu sinni í fylliríi hafi hann fengið þá hug- mynd að svara auglýsingu konu sem bjó norður í landi. „Og það var ekk- ert með það að á miðnætti á laugar- dagskvöldi skellti ég mér norður með leigubíl með fullan kassa af brennivíni í skottinu," segir hann og hlær. „En ég þorði ekki að banka upp á hjá konunni fyrr en ég hafði djammað áður úti í bæ sem aldrei skyldi verið hafa. Þetta var allt tóm

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.