Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 25.09.1986, Qupperneq 39

Helgarpósturinn - 25.09.1986, Qupperneq 39
FRETTAPOSTUR Minni þorskafli Hafrannsóknastofnun hefur lagt til aö þorskkvótinn fyrir næsta ár verði 300 þúsund lestir. Gert er ráð fyrir að þorskafli verði um 350 þúsund tonn í ár. í skýrslu Haf- rannsóknastofnunar um nytjastofna sjávar og umhverfis- þætti 1986 kemur fram að árgangarnir 1983 og 1984 séu mjög stórir og að óvenjulegt sé að tveir svo stórir árgangar fari saman. Sjór umhverfis landið hefur kólnað á fyrrihluta þessa árs. Rainbowmálið lagt fyrir Alþingi Nú hefur verið ákveðið að Rainbowmálið verði tekið fyrir á Alþingi. Pyrstu fréttir og ummæli Matthíasar Mathiesen utanrikisráðherra bentu til að þetta mál væri alfarið í hönd- um öldungadeildar Bandaríkjaþings og kæmi Alþingi ekki við! Kom það mörgum á óvart þar sem hér er um milliríkja- samkomulag — samkomulag tveggja þjóða — að ræða. Nú hafa ráðamenn ákveðið að Alþingi skuli staðfesta samkomu- lagið — til að forða skandal. Bylgjan best bjá DV Samkvæmt skoðanakönnun DV frá þvi um síðustu helgi þykir útvarpshlustendum nýja útvarpsstöðin Bylgjan einna best fyrirliggjandi rása. 39% sögðu Bylgjuna besta, 34,3% nefndu rás 1 og tæplega 10% nefndu rás 3, en 16,6% gáfu ekki upp ákveðna afstöðu. Af hinum ákveðnu hlaut Bylgjan um 47%, rás 1 um 41% og rás 2 um 12%. Nýleg könnun á vegum Hagvangs um útvarpshlustun, þar sem hlutur Bylgjunnar reyndist verulega mikill, hefur hins veg- ar verið mjög dregin i efa hvað marktækni varðar, auk þess sem hlustun á nýja rás er auðvitað mest í byrjun þegar fólk er að kynna sér nýjungina. Hafskip í hendur ríkissaksóknara Rannsóknarlögreglan hefur nú lokið athugun sinni í Haf- skipsmáli. Voru niðurstöður rannsóknarinnar sendar til ríkissaksóknara í gær. Engar upplýsingar hafa verið gefnar um niðurstööu rannsóknar. Þetta er ein umfangsmesta rannsókn sem RLR hefur gert á seinni árum. Graskögglaverksmiðjur á hausnum Graskögglaiðnaðurinn á í erfiðleikum. Skuldir Vallhólms hf. í Skagafirði eru taldar nema rúmlega 60 milljónum króna, en í næsta mánuði lýkur fimm mánaða greiðslu- stöðvun fyrirtækisins. Tap graskögglaverksmiðja þeirra sem ríkið er með fingurna í var á síðasta ári um 40 milljónir, að viðbættu tapi Vallhólma hf. Stefnt er að því að ríkið losi sig við verksmiðjurnar, sem nú eru fimm í eigu ríkisins. Kjötfjallið hækkar — í verði Nýtt kjötverð tók gildi á mánudaginn var. Fjallalambið hækkaði um 4,83%, nautakjöt um 3,43%. Verðlagsgrund- völlur landbúnaðarafurða hækkaði um 2,86%. Vinnslu- kostnaður sauðfjárafurða hækkaði um 7% og 6% fyrir naut. Niðurgreiðslur hafa aukist um H3% á einu ári. Munch í Norræna húsinu Kærkomin sending er komin til landsins. Það eru 40 verk hins heimsþekkta listamanns, Edvards Munch. Fjöldi þekktra verka er i pakkanum frá Noregi og fengur fyrir al- menning að eiga þess nú kost að sjá verk meistarans í Norræna húsinu. „Staða bókarinnar" á Hótel Loftleiðum góð Bókasamband íslands hélt bókaþing á Hótel Loftleiðum i vikunni. Lauk þinginu í fyrradag. Á bókaþingi kom fram mikil bjartsýni í röðum bókaáhugamanna og telja menn ekki ástæðu til að örvænta. Stjórn Bókasambandsins lagði fram á þinginu drög að stefnuskrá, eða stefnuyfirlýsingu, vegna stöðu bókarinnar. Var henni vísað aftur til stjórnar eftir nokkrar umræður. Saksóknarar skipaðir Forseti íslands hefur skipað tvo saksóknara frá 1. október að telja. Þeir eru Björn Helgaspn og Jón Erlendsson. Björn lauk námi í lögum frá Háskóla íslands árið 1952. Hann starf- aði hjá Samvinnutryggingum, var lögfræðingur varnarliðs- ins á Keflavíkurflugvelli, starfaði sjálfstætt og hefur gegnt stöðu hæstaréttarritara frá 1972. Jón Erlendsson lauk laga- námi frá Háskóla íslands 1968. Hann var fulltrúi ríkis- saksóknara, var fulltrúi sýslumanns í N.-Múlasýslu og sakadómari frá 1982. Sjö aðrir sóttu um saksóknarastöð- urnar tvær. Þeir voru Arngrímur ísberg, Egill Stephensen, Gunnar Stefánsson, Hjörtur 0. Aðalsteinsson, og Karl F. Jó- hannsson. Sovétmenn sprengja á íslandi Sovéskir vísindamenn hafa undanfarið stundað spreng- ingar í Byjafirði — í vísindaskyni. Eru sprengingarnar gerð- ar í samvinnu við Orkustofnun. Tökum hun^s\u * g< dvalaT' HUN DAGÆSLUHEIMILI Hunclavmafélags íslands ög Hundaræktarfélags íslands ARNARSTÖÐUM, Hraungerðishreppi 801 Selfoss - Símar: 99-1031 og 99-1030 AMSTRAD PCW tölva meö íslensku RITVIIMIMSLUKERFI, ísl. 3ja tíma leiðbeiningum á snældum, SAMSKIPTAFORRITI fyrir telex, gagnabanka o.fl. og PRENTARAI - fyrir aðeins 39.900,- kr. Stóri bróðir, AMSTRAD 8512, er með 2 drifum og stærra minni og kostar aðeins 49.900,- kr. Hann er auk þess hægt að fá með fullkomnu fjárhagsbókhaldi eða með viðskiptamanna-, sölu- og lagerkerfi fyrir 59.900,- kr., og með hvoru tveggja fyrir aðeins 64.900,— kr. - allt í einum pakka - geri aðrir beturl AMSTRAD PCW 8256 ritvinnslutölvan: 256 K RAM (innbyggður RAM diskurf I drif; skjár: 90 stafir x 32 línur. Prentari: Punktaprentari, 90 stafir á sek. AMSTRAD PCW 8512 ritvinnslu-og bókhaldstölvan: 512 K RAM |innb. RAM diskurf 2 drif IB-drif er I megabyte), skjár: 90 st. x 32 línur. Prentari: punktaprentari, 90 stafir á sek. Báðum gerðum fylgir íslenskt ritvinnslukerfi (LOGO- SCRIPT). Dr. Logo og CP/M+. (sl. lyklaborð, fsl. leiðbeiningar, 3ja tíma kennsluefni á 2 snældum (isl.). prentari meö mörgum fallegum leturgerðum og -stærðum. Með AMSTRAD 8512 er einnig bægt að fá fullkomin bókhaldskerfi sem henta mjög vel litlum og meðalstórum fyrirtækjum. FORRIT FYRIR AMSTRAD: Samskiptaforrlt: BSTAM, BSTMS, Chit-Chat, Crosstalk, Honeyterm 8256, Move-it. Áætlana- og relknlforrlt: Pertmaster, Milestone, Brainstorm, Statflow, Cracker, Master Planner, Multiplan, PlannerCalc, SuperCalc. Gagnagrunnsforrlt: Cambase, Cardbox, dBase II, dGraph, dUtil, Delta, Flexifile. Telknlforrlt: Dataplot plus, Datplot III, DR Draw, DR Graph, Polyplot, Polyprint. Forrltunarmál: DR C Basic, Mallard, Basic, Microsoft Basic, Nevada Basic, Cis-Cobol, Nevada Cobol, RM Cobol, HiSoft C, Nevada Fortran. Pro FortrarvDR PL/I, DR Pascal MT+, Nevada Pascal, Pro Pascal, Turbo Pascal. Annaö: Skákforrit, Bridgeforrit. íslensk forrlt: Ritvínnsla ffylg ir), Fjárhagsbókhald, Viðskiptamannafor- rit, Sölukerfi, Lagerbókhald, Nótuútprentun, Límmiðaútprentun. Auk þúsunda annarra CP/M forrita. Bókabúð Braga TÖLVUDEILD O v/Hlemm Símar 29311 & 621122 ÞETIA ER TOLVAN! FYRIR EINSTAKLINGA OG FYRIRTÆKI Námskelð: Tölvufræðslan sf. Ármúla 36. s. 687590 & 686790. Fjárhagsbókhald 6 tfmar aöeins 2.500 kr. ViOskiptamanna-. sölu- og lagerkerfi 6 tímar aðeins 2.500 kr. Ritvinnslmámskeíð 6 tímar aðeins 2.500 kr. Umboösmenn útl á landl: Akranes: Bókaskemman. Akureyrl: Bókabúðin Edda. Blönduós: Kaupfélag Húnvetninga. DJúpavogl: Verslunin Djúpið. Grlndavik: Bókabúö Grindavíkur. Hafnarfjörðúr: Kaupfélag Hafnfirðinga, Húsavlk: Búkaverslun Þórarins Stef. Isafjörður: Hjómborg. Keflavfk: Bókabúð Keflavíkur. Vestmannaeyjar: Vfdeóleiga GS. Seltjarnarnes: Verslunin Hugföng. Öll verö miöuö viö gengi l sept. 1986 og staögreiöslu TÖLVULAND HF., SÍMI 17850 TÆKMD0LD Hallarmúla2 Slmi832Il HELGARPÓSTURINN 39

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.