Helgarpósturinn - 19.03.1987, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 19.03.1987, Blaðsíða 27
LISTAP ER EINLÍFI EINA VONIN? Alþýðuleikhúsið setur upp verk í veitingahúsi að þessu sinni. Viðfangsefnið er eyðni og hennar mörgu hliðar í afar skemmtilegu verki eftir Finnana Bengt Ahlfors og Johan Bergum. Alþýduleikhúsið (öðru nafni Flökkuleikhúsið) hefur sýnt á flest- um mögulegum og ómögulegum stöðum í borginni á ferli sínum. Nú er leikhúsið að fara afstað með suo- kallað hádegisleikhús, sem er ný- lunda hér á landi, en hefur að sögn fróðra notið töluuerðra uinsœlda er- lendis um langan tíma. Leikritið sem sýna á heitir Eru tígrisdýr í Kongó? eftir Finnana Bengt Ahlfors og Johan Bargum, sem starfa með Lilla Teatern í Hel- sinki. Verkið hefur gengið fyrir fullu húsi þar í landi síðan í ágúst á síðast- liðnu hausti. Leikritið fjallar um tvo rithöfunda sem hafa fengið það verkefni að skrifa verk um eyðni. í fyrstu hyggjast þeir skrifa einhvers- konar farsa með það að leiðarljósi að hláturinn sé stysta leiðin að inn- sæi, en verður fljótlega ljóst að slík leið gengur ekki. Þess í stað gerast þeir persónulegir og leitast við að setja hvorn annan inní þær aðstæð- ur sem fólk lendir í þegar það er upplýst að það hafi smitast af eyðni. Með þessum hætti draga þeir fram ýmsar hliðar málsins og velta upp ýmsum erfiðleikum sem þeir lenda í sem verða fyrir því óláni að smit- ast. Þeim verður ljóst að staðreyndir málsins verða að koma fram, það gengur ekki að umgangast þennan vágest á annan hátt, þessvegna skiptir það máli hvort það eru raun- verulega tígrisdýr í Kongó. Leikritið verður sýnt í hádeginu í veitingahúsinu I Kuosinni, a.m.k. fjóra daga vikunnar og býður veit- ingastaðurinn gestum létta máltíð og glas af léttu víni meðan þeir njóta sýningarinnar. KK Höfundarnir: Bengt Ahlfors er með kunnari leikhúsmönnum (Finnlandi. Hann hefur unnið með hinu sænskumælandi leikhúsi Lilla Teatern frá 1948 sem leikstjóri, leikari og höfundur. Hann er einna þekktastur fyrir leikgerð slna á verkinu Umhverfis jörðina á áttatíu dögum, en þá leikgerð sýndi Lilla Teatern í Reykjavík á Listahátíð fyrir ekki svo margt löngu. Johan Bergum hefur einnig unnið með Lilla Teatern. Hann kom fyrst fram á sjónarsviðið sem smásagnahöfundur, hefur síðan sent frá sér nokkrar skáldsögur en í seinni tíð snúið sér æ meira að skrifum fyrir leikhús og sjónvarp. KRISTJÁN Guðmundsson myndlistarmaður (bróðir Sigurðar) opnar um helgina sýningu í Ás- mundarsal og sýnir þar skúlptúra og teikningar. Að sýningu Kristjáns afstaðinni hefst önnur ekki síðri sýning, en þá getur að líta teikning- ar eftir Guðjón Samúelsson fyrrver- andi húsameistara ríkisins. Sýning þessi er í tilefni af hundruðustu ártíð Guðjóns og verður opnuð 15. apríl. Viðar Eggertsson og Harald G. Haraldsson (hlutverkum rithöfundanna sem fá það hlut- verk að skrifa leikrit um eyðni en vita ekki alveg hvaða aðferð þeir eiga að beita. Mjög vel skrifað verk segir Harald G. Haralds, annar leikendanna Leikstjóri verksins er Inga Bjarna- son en leikendurnir tveir sem fara með hlutverk rithöfundanna eru þeir Viðar Eggertsson og Harald G. Haralds. HP greip þann síðar- nefnda að lokinni æfingu á verkinu í Kvosinni og spurði hann fyrst hvort hann teldi að leikhúsið væri góður vettvangur fyrir umræðu af þessu tagi? ,,Já, það hefur gjarna reynst það, leikhúsið hefur oft átt stóran þátt í að breyta hugmyndum fólks um marga hluti, um eitthvað sem erfitt er að koma á framfæri á annan hátt. í leikhúsinu getur fólk sett sig í að- stæður sem það getur annars ekki.“ — En er þetta ekki eitthuað meira en innlegg í umrœðuna um eyðni? „Þetta er ekki umræða. Þetta er fyrst og fremst leikrit sem kemur fram með ýmis sjónarhorn. Það er í fyrsta lagi mjög vel skrifað og sem leikrit er það mjög „skemmtilegt", mér finnst það að minnsta kosti. Það ætti engum að leiðast." — Huernig líst mönnum á að fara að leika fyrir matargesti? „Ja, það er ómögulegt að segja fyrr en reynsla er komin á, hvernig það er. Þetta er að vísu nýlunda hér heima en hefur lengi verið stund- að, t.d. í London þar sem það er mjög vinsælt. Þetta ætti að verða góð tilbreyting í menningarlífinu. * SIM (Samband íslenskra myndlist- armanna) hefur gefið út 1. töiublað þessa árs af fréttabréfi sínu. Meðal efnis í blaðinu er viðtal sem Rúrí tekur við Kristján Guðmundsson, sem illu heilli er að verða þekktast- ur fyrir að vera bróðir Sigurðar Guðmundssonar, en ekki vegna eig- in verðleika. Viðtalið er allsérstætt því spurningar sendi Rúri Kristjáni í sendibréfi og hann svaraði sömu- leiðis bréflega. í viðtalinu spyr Rúrí Kristján m.a. að því hvaða áhrif dvöl hans erlendis hafi haft á list hans. Kristján gefur ekki ýkja mikið útá að það hafi skipt máli en bætir svo við að hann verði að viðurkenna að honum hafi þótt aðeins meiri gerjun og hvatning í listalífinu í Amsterdam heldur en á Hjalteyri... en þar bjó hann um þriggja ára skeið. NN LEIKUST Lífiö er KABARETT Leikfélag Akureyrar: Kabarett. Söngleikur byggður á sögum Christopher Isherwood og leik- gerð John Van Druten. Handrit: Joe Masteroff. Söngtextar: Fred Ebb. Tónlist: John Kander. Pýðing: Óskar Ingimarsson. Leikmynd og búningar: Karl Aspelund. Lýsing: Inguar Björnsson. Hljómsueitarstjóri: Roar Kuam. Höfundur dansa: Ken Oldfield. Leikstjóri: Bríet Héðinsdóttir. Velkomin í Kit-Kat, næturklúbb- inn eða kabarettstaðinn einhver- staðar í Berlín, einhverntímann rétt fyrir árið 1933. Skemmtana- lífið er taumlaust og villt, verð- bólgan æðir stjórnlaust áfram og Weimarlýðveldið á brauðfótum. Það er samkynhneigður, bresk- ættaður rithöfundur, Christopher Isherwood að nafni, sem á heiður- inn af því að sýna okkur inn í þetta ótrúlega firrta, en jafnframt ótrú- lega umburðarlynda andrúmsloft, en uppúr bók hans „Berlín kvödd“, og kvikmyndagerð henn- ar „Eg er myndavél", sem reyndar er einkar táknrænt nafn, er söng- Ieikurinn „Kabarett" saminn. Söngleikur er einmitt það form sem líklega kemur þessu and- rúmslofti hvað best til skila. Og nú hefur Kit-Kat klúbburinn verið settur upp á svið gamla góða Samkomuhússins á Akureyri, í til- efni sjötugsafmælis leikfélagsins, ásamt með öðrum þeim stöðum sem mynda umgjörð þessarar að mörgu leyti eftirminnilegu sýning- ar. Leikmynd Karls Aspelund er einstaklega vel og haganlega gerð, þannig að sviðsskiptingarn- ar bókstaflega líða átakalaust framhjá. Þá er lýsing Ingvars Björnssonar ekki til að spilla fyrir. Hún er einhver sú besta sem ég man eftir héðan úr leikhúsinu, en einmitt lýsing gegn- ir hér mjög þýðingarmiklu hlut- verki. Þá eru leikhljóð stundum skemmtilega notuð, til að mynda í járnbrautarklefaatriðunum sem eru alveg ótrúlega eðlileg. Allir þessir þættir sameinast svo í eina samstæða heild undir öruggri stjórn Bríetar Héðinsdóttur sem með hugkvæmni sinni hefur kom- ið þessu verki fyrir á hinu tak- markaða sviði Samkomuhússins, Mönnum er sennilega í fersku minni Óskarsverðlaunamynd sú sem gerð var 1972, og byggð á söngleiknum Kabarett, þar sem Liza Minelli sló rækilega í gegn í hlutverki kabarettsöngkonunnar Sally Bowles. Þetta hlutverk er á Akureyri í höndum Asu Hlínar Svavarsdóttur, og er best að taka það strax fram, að þeir sem leggja leið sína í Samkomuhúsið til að sjá þar einhverja Lizu Minelli hljóta að verða fyrir vonbrigðum. Ekki þar fyrir, að Ása geri þessu hlut- verki ekki þokkaleg skil, hún tók bara þá ákvörðun að vera ekkert að leika Lizu Minelli, og verður að segjast, að sú ákvörðun var skyn- samleg. Að vísu hefði maður ef til vill kosið að Ása hefði virkað dálít- ið útþvældari, eins og hin raun- verulega fyrirmynd Sally Bowles mun hafa verið. Líklega hefur hún bara verið tiltölulega nýstrokin að heiman frá sér blessunin. Einar Jón Briem sýnir okkur hinn veiklundaða og vingulslega rithöfund Clifford Bradshaw sem mun víst vera Isherwood sjálfur, mann sem í rauninni er hið mesta góðmenni, en slysast samt ein- hvernveginn til þess að valda öðr- um ógæfu, eða verða verkfæri hins illa. Einar kemst ágætlega frá þessu hlutverki. Þó hefði maður stundum kosið meiri snerpu í leik hans, til að mynda þegar hann síð- ast í leiknum uppgötvar það að Sally hefur látið eyða fóstri því sem hann hafði getið. Einnig mætti framsögn hans stundum vera dálítið skýrari. Þá er komið að leiklistarafreki þessarar sýning- ar, en það vinnur tvímælalaust Pétur Einarsson leikhússtjóri, sem æfa varð hlutverk Rudolf Shultz, karlkynshluta hins parsins sem leikurinn snýst um, á tveimur sól- arhringum vegna skyndilegra veikinda þess mæta listamanns Þráins Karlssonar, sem í framhjá- hlaupi eru sendar bestu kveðjur undirritaðs. Shultz er að sumu leyti ekki ólíkur Bradshaw, hið mesta góðmenni og hrekklaus, en dálítið seinheppinn, meðfram vegna þessa hrekkleysis síns. Pét- ur túlkar þessa persónu af ein- stakri hófsemi og stillingu þannig að eftir er tekið. Einstaklega skyn- samlegur leikmáti þegar tillit er tekið til aðstæðna. A móti honum leikur Soffía Jakobsdóttir í hlut- verki ungfrú Schneider, sem eins og margar aðrar persónur leiksins mun vera sannsöguleg, og reynd- ar eru piparjónkur eða rosknar ekkjur af hennar sauðahúsi ekki svo fátíðar í Evrópu. Þessi persóna hefur þann tilgang helstan í lífinu að komast af hvað sem tautar og raular, og því heldur hún vitanlega eins og hún segir með nasistum í dag, kommúnistum á morgun, og kemst ávallt af stundandi þá at- vinnu að hafa fé af blönkum út- lendingum eða námsmönnum með því að leigja þeim herbergi. Soffía nær nokkuð góðum tökum á þessari persónu sem fórnar jafn- vel ást sinni fyrir afkomuna, hún hefði þó ef til vill mátt vera sýnd enn útsmognari, og jafnframt dá- lítið ellilegri. Þá ber að nefna Guð- jón Pedersen sem sýnir stórleik í hlutverki hins útsmogna, sið- blinda Siðameistara, Þjóðverja fram í fingurgóma, en þó samnefn- ara fyrir ýmsa í hinum alþjóðlega skemmtanaiðnaði. Gestur E. Jónas- son sem reyndar hafði hlutverka- skipti við Guðjón stendur sig einn- ig vel í hlutverki unga nasistans Ernest Ludwig. Fagmennska er fyrsta orðið sem kemur upp í hugann þegar maður leiðir hugann að þessari afmælis- sýningu Leikfélags Akureyrar, því- næst atvinnumennska, en ein- hverjar blikur virðast vera á lofti varðandi framtíð atvinnuleikhúss á Akureyri. Eftir að hafa horft á svona sýningu sannfærist maður um það að atvinnuleikhús á Akur- eyri megi hreinlega ekki leggja niður. Slíkt yrði óbætanlegur skaði og áfall ekki aðeins fyrir Ak- ureyri og Norðurland allt, heldur fyrir allt leiklistarlíf í þessu landi. HELGARPÓSTURINN 27

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.