Helgarpósturinn - 19.03.1987, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 19.03.1987, Blaðsíða 15
Birkir rifjar upp það sem hann er búinn að skrifa. Eruð þið frá Helgarpóstinum? Ég seldi hann oft áður en ég varð blindur! sagði Kjartan eldri. sjáandi jafnaldrar þeirra, og brátt var von á rútu sem færi með þau í sundið. Það átti meira að segja að vera próf í dag. Svolítils kvíða gætti varðandi það atriði og krakkarnir sögðust vona að þau fengju samt að leika sér að lokinni kennslustund- inni. Kjartan eldri var búinn í einkatím- anum og varð nú við þeirri bón að sýna okkur noktun hvíta stafsins. Hann vissi heldur betur deili á Helg- arpóstinum, því í ljós kom að hann hafði oft og mörgum sinnum selt blaðið, áður en hann varð blindur. Upp hófust því miklar umræður um sölulaun, blaðaútburð og fleira. Síð- an fengum við að fyigjast með því hvernig Birkir hellti mjólk í glas. Það þykir sjáandi fólki kannski ekk- ert til þess að sýna áhorfendum svona sérstaklega, en fyrir blinda getur þessi einfalda athöfn verið af- rakstur margra vikna þjálfunar. Það sama er að segja um jafn hversdags- legan viðburð og að renna upp rennilás. „ÞETTA VAR EKKI MAGGI, HELDUR LÁRUS' Blind börn horfa ekki út um glugga — eða hvað? A meðan á þessu stóð, hafði Kjart- an yngri þó einmitt verið að „horfa" út um gluggann. Fyrir utan voru krakkar að leik í skólaportinu og brátt kom rútan til þess að aka litla hópnum í sund. Um leið og heyrðist í farartækinu, vissu krakkarnir hvaða bíl var um að ræða, en fjórar rútur skiptast á um að sinna þessu hlutverki. Einn kennarinn sagði mér hreint ótrúlega sögu um það hve vel börnin þekkja rúturnar í sundur: Sólveig var stödd á strætisvagna- biðstöð á Háaleitisbrautinni með bekkjarfélögum sínum, þegar ein smárútan ók framhjá. Kennarinn sagði henni að Maggi bílstjóri hefði veifað til þeirra, en sú stutta var fljót að leiðrétta það. „Þetta var ekkert Maggi, þetta var Lárus!“ Og hún hafði rétt fyrir sér. Nú var einn af þessum bílstjórum mættur og við kvöddum börnin hrærð og þakklát fyrir að hafa feng- ið innsýn í veröldina þeirra. Móttök- urnar höfðu verið bæði hlýjar og innilegar og minningarnar þeirrar tegundar, sem ekki gleymast svo glatt. STÖRKOSTLEGT PLAKÖT OG MYNDIR HELGARPÓSTURINN 15

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.