Helgarpósturinn - 19.03.1987, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 19.03.1987, Blaðsíða 16
Kristján Torfason, bæjarfógeti í Vestmanna- eyjum, snýr aftur til starfa þann 1. apríl næstkom- andi, tæpum tveimur mán- uðum eftir að hafa verið fundinn sekur í Hæsta- rétti um brot í opinberu starfi. Dómur Hæstaréttar hefur vakið mikla athygli. Ekki fyrir það að í honum var skipaður bæjarfógeti fundinn sekur um brot í op- inberu starfi, heldur fyrir hversu væga refsingu Kristján hlaut. Þá þykir það einkennilegt að Jón Helgason dómsmálaráð- herra skuli leggja blessun sína yfir að Kristján hverfi aftur til starfa með þennan dóm á bakinu. DÓMUR HÆSTARÉTTAR VELDUR ÓÁNÆGJU Mikill kurr varð í Sakadómi Reykjavíkur þegar dómur Hæsta- réttar var birtur. Gunnlaugur Briem, yfirsakadómari í Reykjavík, var dómsformaður í undirrétti þeg- ar mál Kristjáns var tekið þar fyrir. Asamt Gunnlaugi sátu dóminn þeir Haraldur Henrysson, sakadómari í Reykjavík og Asgeir Pétursson, bæj- arfógeti í Kópavogi. í undirrétti hafði Kristján verið dæmdur til 5 mánaða fangeisisvistar ásamt Ólafi Jónssyni, fyrrverandi aðalbókara bæjarfógetaembættisins í Vest- mannaeyjum, fyrir brot í opinberu starfi. Ólafur áfrýjaði ekki dómnum og hefur nú setið hann af sér. Hins vegar áfrýjaði Kristján og hefur nú verið dæmdur í 80 þúsund króna sekt í Hæstarétti fyrir brot í opin- beru starfi. Dómur Hæstaréttar gengur því algerlega í berhögg við dóm undirréttar. Bæði var Kristján sýknaður af rangfærslu skjala í Hæstarétti og refsingin fyrir brot í opinberu starfi varð miklum mun vægari en í undirréttinum. En dómur Hæstaréttar kom einn- ig starfsmönnum Ríkisendurskoð- unar á óvart. Það var í kjölfar athug- unar þeirrar stofnunar á bæjar- fógetaembættinu í Eyjum að mál Kristjáns og Ólafs komu í dagsljósið. Ríkisendurskoðun vann einnig náið með Rannsóknarlögreglunni að rannsókn málsins. Starfsmönnum Ríkisendurskoðunar þykir Kristján hafa sloppið vel frá ákæru vegna meðferðar embættisins á innstæðu- lausum tékkum. Þeir voru bókfærð- ir sem greiðsla hjá embættinu þegar tekið var við þeim, þrátt fyrir að ljóst hafi verið að þeir voru inn- stæðulausir og ekki leystir út fyrr en seint og um síðir. Vinna lagðist að mestu niður hjá Ríkisendurskoðun daginn eftir að Hæstiréttur birti dóm sinn. DOMSMALARAÐU- NEYTIÐ LAGÐIST GEGN RANNSÓKN Nú er ekki óalgengt að dómar Hæstaréttar falli á allt annan veg en var í undirrétti. Þekktasta dæmi þess í seinni tíð er sjálfsagt „okur- málið". Það veldur því sjaldnast ókyrrð í sakadómi þegar Hæstirétt- ur tekur mál öðrum tökum en gert hafði verið þar. Það sem veldur sérstöðu máls Kristjáns Torfasonar eru afskiþti dómsmálaráduneytisins af málinu frá upphafi og sú staðreynd að Krist- ján og Jón Helgason dómsmálaráð- herra eru systkinabörn. Strax í upphafi rannsóknarinnar tók dómsmálaráðuneytið sérstæða afstöðu. Þegar Ríkisendurskoðun sendi ráðuneytinu fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar um afgreiðslu bæj- arfógetans á ótollafgreiddum vör- um og vörslu embættisins á inn- stæðulausum ávísunum frá Ólafi Jónssyni aðalbókara, skipti ráðu- neytið málinu í tvennt. Það sendi málið til Ríkissaksóknara með því fororði að rannsókn hans skyldi ein- ungis beinast að þætti Ólafs. Ráðu- neytið sagði að þáttur Kristjáns i skýrslu Ríkisendurskoðunar væri „umfjöllun um málefni stjórnsýslu- legs eðlis“ og óskaði ekki frekari rannsóknar á honum. Það reyndist síðar ómögulegt að skilja þátt Kristjáns í málinu frá öðr- um þáttum rannsóknarinnar. Þó Ólafur hafi gerst stórtækari í brotum sínunx, hafði hann í fæstum tilvikum gert annað en það sem Kristján hafði einnig gert og alltaf með vit- orði yfirmanns síns. RÁÐUNEYTIÐ GAT EKKI KOMIÐ í VEG FYRIR ÁKÆRU En afskiptum dómsmálaráðuneyt- isins af málinu var ekki þar með lok- ið. A meðan það var í höndum Rannsóknarlögreglunnar kvörtuðu starfsmenn þeirrar stofnunar undan hnýsni ráðuneytisins. Þegar svo Rík- issaksóknari leitaði álits ráðuneyt- isins á niðurstöðum rannsóknarinn- ar áður en hann birti ákæruskjal í málinu, kom enn sama skoðunin fram hjá ráðuneytinu; þáttur Krist- jáns væri „stjórnsýslulegs eðlis". Þegar hér var komið var orðið ljóst að Kristján hafði margsinnis tekið sér fé úr sjóðum bæjarfógeta- embættisins og gefið út kvittanir þess vegna um „endurgreiðslu á of- greiddum þinggjöldum", en slíkt hafði í engu tilfelli verið um að ræða. Þá hafði hann afhent frá embættinu ótollafgreiddar vörur. Auk þess kom fram í rannsókninni að Kristján hafði tekið við og bók- fært innstæðulausar ávísanir frá gjaldendum og geymt þær í sjóðum embættisins um lengri eða skemmri tíma, eins og áður sagði. Þrátt fyrir afstöðu dómsmálaráðu- neytisins var ákæra birt bæði á hendur Ólafi og Kristjáni. Þeir voru ákærðir fyrir brot í opinberu starfi; í fyrsta lagi fyrir að hafa tekið sér lán úr sjóðum embættisins, í öðru lagi fyrir að hafa ekki framselt inn- stæðulausar ávísanir í banka og í þriðja lagi fyrir að afhenda ótollaf- greiddar vörur. Þetta ákæruskjal hefur síðan vald- ið miklum vangaveltum og í raun má rekja mikið af þeirri gagnrýni, sem dómar sakadóms og Hæsta- réttar hafa hlotið, til þess. Sakadómi fannst fyrsta atriðið of þröngt í ákærunni og endurskoðendur hjá Ríkisendurskoðun telja að annað atriðið beinist að röngum þætti í meðferð fógetaembættisins í með- ferð ávísananna. Höfuðatriðið hafi verið að tékkarnir voru bókfærðir áður en innstæða var fyrir hendi. REFSINGIN ÁKVEÐIN INNAN MARKA ÁKÆRUATRIÐA í dómi undirréttar er tekið fram að samkvæmt verknaðarlýsingu í ákæruskjali og framburði vitna, varði brot Kristjáns og Ólafs við ákvæði í refsilögum um auðgunar- brot, þó þeir hafi ekki verið ákærðir fyrir slík brot. Þá kom fram í dómi undiréttar að Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari sótti málið á þessum nótum, talaði m.a. um „einkabanka fógetans". En þrátt fyrir að dómarar í undir- rétti hafi talið verknaðarlýsinguna fjalla um auðgunarbrot, ákváðu þeir refsingar Kristjáns og Ólafs innan marka 139. gr. refsilaga um brot í opinberu starfi. Þeir voru báðir dæmdir til 5 mánaða fangelsisvistar, þ.a. 2 mánuði óskilorðsbundna. Eins og áður sagði áfrýjaði Kristján, en Ólafur hlítti dómnum. Hann hefur nú þegar setið hann af sér. Fljótlega eftir að þessi dómur var kveðinn upp ritaði Stefán Már Stef- ánsson, lagaprófessor, grein í Tíma- rit lögfrœðinga, þar sem hann gagn- rýndi dóminn. í grein sinni sagði Stefán að það væri undirstöðuregla í íslensku réttarfari að menn væru dæmdir eftir ákæruskjali. Ef dómar- ar færu út fyrir þau ákvæði sem til- greind væru þar, væri um leið kippt fótunum undan vörn hinna ákærðu. Þetta taldi Stefán að dómarar í und- irrétti hefðu gert í máli Kristjáns, er þeir sögðu brot hans falla undir auðgunarbrot í niðurstöðum sínum. Eins og áður sagði var hann einung- is ákærður fyrir brot í opinberu starfi. SNÝR AFTUR TIL STARFA MEÐ DÓMINN Á BAKINU Hæstiréttur tók undir þessi sjónar; mið Stefáns í niðurstöðum sínum. í þeim er sérstaklega tekið fram að dómnum beri ekki að taka afstöðu til hvort brot Kristjáns hafi verið auðgunarbrot eða ekki, þar sem slíkt hafi ekki verið tilgreint í ákæru. Þá segir í dómi Hæstaréttar að þrátt fyrir að augljóst sé að Kristján hafi látið bókfæra innstæðulausar ávís- anir, og ætla megi að slíkt hafi verið gert til að blekkja þá sem síðar fóru yfir bókhaldið, sé ekki hægt að dæma hann fyrir það, þar sem ákæran hafi beinst að því að ávísan- irnar hefðu verið geymdar hjá embættinu. Slíkt geti ekki talist sak- næmt. Ef Kristján hefði verið ákærður fyrir auðgunarbrot, eins og undir- réttur virðist hafa talið eðlilegt, og verið fundinn sekur um slíkt, hefði refsing hans ákvarðast innan refsi- marka þeirra lagagreina er um það fjalla. Við það hefði bæst tvöföldun refsingar, vegna stöðu hans sem op- inbers starfsmanns. Refsimörkin hefðu verið 12 ár fyrir auðgunar- brot, auk 6 ára fyrir rangfærslu bók- haldsins vegna innstæðulausu ávís- ananna. Kristján var hins vegar ákærður fyrir brot á 139. gr. refsilaga, en við- urlög við því eru allt að tveggja ára fangelsi. Hæstiréttur dæmdi Kristján í 80 þúsund kr. sekt fyrir brot á þessari lagagrein. Dómurinn sýknaði hann af ákærum um meðferð ávísana, en Jónatan Pórmundsson, lagaprófess- or, skilaði sératkvæði vegna niður- stöðu réttarins um það atriði. Hann taldi Kristján sekan um það og taldi refsingu hæfilega ákveðna 3 mán- aða varðhald. í grein sem Jón Ormur Halldórs- son skrifar í nýjasta hefti tímaritsins Heimsmyndar fjallar hann um sið- ferði í stjórnmálum. Þar skiptir hann siðferðisbrotum stjórnmála- manna í þrennt og segir hygli til ætt- menna mælast verst fyrir af öllu. Strax eftir að ddmur var kveðinn upp í Hæstarétti varð ljóst að Krist- ján Torfason mun snúa aftur til starfa sem bæjarfógeti í Vestmanna- eyjum. Það gerist 1. apríl. Kristján Torfason, bœjarfógeti í Vestmannaeyjum, snýr aftur til starfa þann Fógetinn var sektaöur um 80 þúsund krónur fyrir brot í opinberu starfi í Hœstarétti og hverfur nú aftur til starfa. Adalbókari embœttisins sat hins vegar á Kvíabryggju fyrir sömu sakir. Dómsmálaráduneytið hefur reynt ad forda frœnda Jóns Helgasonar frá ákœru. Nú er dómur Hœstaréttar gagnrýndur, ekki síst sakir þessa þrýstings ráðuneytisins. eftir Gunnar Smára Egilsson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.