Helgarpósturinn - 19.03.1987, Blaðsíða 40

Helgarpósturinn - 19.03.1987, Blaðsíða 40
BJARNABORG FYRSTA FJÖLBÝLISHÚS LANDSINS BREYTIR UM SVIP Bjarnaborg var fyrsta fjölbýlishús landsins, kennt viö smiöinn Bjarna snikkara. Þaö var reist á árunum 1901—1902, af Bjarna þessum eftir hans eigin teikningu og á hans reikning. Bjarni, sem auk þess aö vera smiöur var timburkaupmaöur, fátœkrafulltrúi og dannebrogsmaö- ur, var afkastamikil! húsasmiöur og er taliö aö hann hafi byggt aö minnsta kosti 140 hús, flest í Reykja- vík. Bjarni var ættaður úr Mosfells- sveit og ólst þar upp við mikla fá- tækt en réðst til Reykjavíkur í snikk- aranám ungur maður. Hann stund- aði mublu-, glugga- og hurðasmíðar á vetrum en húsabyggingar á sumr- in og náði fljótt töluverðum efnum. Með Bjarnaborg rættist draumur hans um að reisa sér minnisvarða. Hann átti þó húsið aðeins til 1904, eða í tvö ár. Eftir það gekk húsið kaupum og sölum fram að 1916, eig- endurnir leigðu út herbergi og íbúð- ir en leigjendur stóðu fæstir lengi við. Árið 1916 keypti Reykjavíkur- borg húsið og Ieigði fólki í húsnæð- ishraki. Það fólk sem þá fiutti inn var komið til frambúðar og margt bjó þar í tugi ára. 1 öndverðu var Bjarnaborg í út- jaðri Reykjavíkur og því langt að sækja vatn, en Bjarni leysti það vandamál með því að grafa sérstak- an brunn austan við húsið sem dugði íbúunum þar til 1909 þegar Vatnsveitan leysti hann af hólmi. Rafmagn kom síðan 1922 og er tal- að um að stolt Bjarna snikkara hafi þá ljómað eins og heil borg þegar rafmagnsljósin voru kveikt þar fyrsta sinni. Þegar Reykjavíkurborg keypti húsið, eins og fyrr sagði 1916, fékk fátækranefnd það til ráðstöfunar og 40 HELGARPÓSTURINN veitti fólki í húsnæðisvandræðum. Margir íbúar fengu húsaleigustyrk fyrstu árin en fáir voru á fátækra- styrk. Smám saman féll svo húsa- leigustyrkurinn niður eftir því sem fólk kom undir sig fótunum en fólk varð að sýna fram á að það gæti staðið á eigin fótum ef það vildi fá leigt. Eitt af einkennum Bjarnaborgar var mannmergðin sem þar bjó alla tíð, eins og áður er getið var það í raun fyrsta íslenska fjölbýlishúsið en þarna var þó miklu þrengra búið heldur en í nútímafjölbýlishúsi. Frá árum fyrri heimsstyrjaldarinnar og næstu tvo áratugina eftir var mann- mergðin mest, árið 1917 voru til að mynda 168 manns búsettir í húsinu. Þetta er geysilega mikið þegar tillit er til þess tekið að grunnflötur hverrar hæðar er aðeins um 270 fm. Teikning Bjarna að húsinu var mjög sérstæð og sklþulag allt frábrugðið því sem við þekkjum í dag. Sameig- inleg notkun var mikil og húsinu skipt niður í einingar, frekar en íbúðir. Á árunum milli stríða var al- gengt að ein eða tvær fjölskyldur byggju í hverri íbúð, sem var þrjú herbergi, tvö búr og eitt eldhús, en í risinu voru aðeins leigð stök her- bergi. Til að komast þangað upp þurfti að príla bratta og þrönga stiga sem voru líkastir skipsstigum, þann- ig nýttist plássið best, enda var greinilega meiningin hjá Bjarna að gjörnýta hvern krók og kima. Oft á tíðum voru f jölsky ldurnar jafnmarg- ar og herbergin. Upp úr 1930 fækkaði íbúum Bjarnaborgar nokkuð, börnin, sem alltaf höfðu verið stór hluti búenda, skriðu úr hreiðrinu, efnahagur batn- aði og fólk flutti annað þegar það gat borgað hærri leigu, enda ýtti borgin undir að svo væri þegar fólk fór að hafa meira fé milli handa. Húsið var í eigu Reykjavíkurborg- ar allar götur þar til nú og var jafnan notað til leigu fyrir þá sem minna máttu sín. Alla jafna voru í húsinu 10—12 íbúðir auk herbergja í risi. Húsið nýttist alla tíð ágætlega sem leiguhúsnæði, bæði vegna þess að hörgull var á slíku og vegna stað- setningarinnar, auk þess sem þarna bjó margt fólk sem ekki hafði kynnst neinu skárra. Á árunum 1964-67 var húsið tekið í gegn, eld- húsin voru endurnýjuð og snyrting- arnar færðar til, þ.e.a.s. færðar inn í íbúðirnar; áður höfðu þær aðeins verið á jarðhæðinni. Um árabil var í húsinu fólk sem átti við drykkjuvandamál að stríða en að sögn forsvarsmanna Félags- málastofnunar, var það stefna borg- aryfirvalda að hafa ekki vandræða- fólk í húsinu þannig að þetta varð aldrei mikill vandi. Hins vegar varð stöðugt meiri vandi að halda húsinu við, enda þá orðið gamalt og ákaf- lega vandmeðfarið, t.d. vegna eld- hættu. Það var því ákvörðun borg- aryfirvalda árið 1985 að stefna að rýmingu sem nú hefur farið fram og þá er bara að bíða framtíðarinnar og sjá hvað verður úr þessu stolti og ævarandi minnismerki þess merka húsbyggjara, Bjarna snikkara. (Aðalheimild: Sagnir ’85) Bjarni snikkari Jóns- son. Mikill athafna- maður á fyrsta áratug aldarinnar en færðist of mikið (fang eftir það og lést slyppur og snauður 1915, aðeins 56 ára að aldri. (Þjóð- minjasafn íslands.) Bjarnaborg við Vita- torg var stærsta íbúðarhús landsins þegar það var reist árið 1902. Þá stóð það reisulegt í útjaðri borgar sem var að verða til, núna kúrir það lágreist í miðjum bæ, en eftir langa sögu sem íbúðarhús fær það nýtt hlutverk innan tíðar.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.