Helgarpósturinn - 19.03.1987, Blaðsíða 17
Dagbókin
hennar
Dúllu
Föstudagur, 13. mars 1987
Kæra dagbók!
Hvað heldurðu? „Lóa lenska" (ís-
lenskukennarinn minn, þú veist. . .
þessi þarna pipraða kvennalista-
kerling) heimtaði að við fylgdumst
með einhverjum eldhúsþætti í sjón-
varpinu í gærkvöldi. Og ég sem ætl-
aði að sjá myndina með Meryl
Streep um konuna sem fattar að
kallinn hennar er á kafi í öðrum
skvísum, þegar hún er kasólétt.
(Djö ... myndi ég brjálast í hennar
sporum. Ég myndi bara kaupa mér
byssu og skjóta hann, held ég!)
Svakalega var þetta eldhúsvesen
annars leiðinlegt! Svo fattaði ég
ekki fyrr en seint og síðarmeir að
þetta var í sjónvarpinu líka. Það er
nú þó skárra að sjá hver er að æpa
á mann, en ég held næstum að ég
vildi heldur horfa á íþróttaþátt frá
byrjun til enda en þetta kjaftæði.
Læknakonan — flokkssystir Lóu
lensku, best að hrósa henni í rit-
gerðinni til að fá háa einkunn —
sagði soldið merkilegt, sem ég vissi
ekki áður. Sæmilegur þýddi einu
sinni „sæmandi". Eg meina það!
Geta orð bara hætt að þýða eitt og
farið að þýða annað? Annars sagði
hún auðvitað margt annað, en það
er bara svo erfitt að muna þetta allt.
Ég skrifaði þess vegna hjá mér
nokkra punkta til minnis vegna rit-
gerðarinnar. T.d., að konur sem
komast áfram í ,,blönduðu“ flokk-
unum eru ekki líklegar til að vinna
að baráttumálum kvenna. (Þá sló
mamma sér á lær og sagði: „Sjáðu
bara Möggu Thatcher og Ragnhiidi"
við pabba, en hann sagði að þetta
væri mannfyrirlitning og umburð-
arleysi í henni. Hún fór þá inn í eld-
hús, fékk sér sérrí og hlustaði þar.
Mér fannst það líka ágætlega við-
eigandi hjá henni.. . Vonandi er
þetta ekki ný þáttaröð! Verð að
spyrja mömmu.)
Annars talaði allt þetta fólk á ein-
hverju máli, sem ég skildi lítið í og
var svo ógeðslega alvarlegt. Og
klæðnaðurinn á þeim. Ég meina
það! Annað hvort sorgarklæðnaður
eða skrípaföt eins og maðurinn
hennar þarna með stífa brosið á
Stöð 2, sem pabbi var svo skotinn í
þegar ég var lítil.
Bless, bless. Farin í bíó.
Dúlla.
NORÐURLAND EYSITto
VALDIMAR
Valdimar Bragason, útgerðarstjóri, er fyrrverandi bæjarstjóri
á Dalvík. Hann starfar nú að sjávarútvegsmálum
og hefur aflað sér mikillar þekkingar á því sviði.
í 5. sæti.
í 4. sæti.
a Hjaltadóttir er formaður Alþýðusambands Norðurlands.
hefur um árabil starfað innan verkalýðshreyfingarinnar
barist ötullega fyrir hagsmunum verkafólks.
I 3. sæti
Jóhannes Geir Sigurgeirsson, bóndi. Hann hefur tekið virki
þátt í störfum ungmennafélagshreyfingarinnar, gegnt fjölda
trúnaðarstarfa fyrir bændur og er talsmaður nýrra tíma
í íslenskum landbúnaði.
ndur Bjarnason, alþingismaður. Störf hans sem sveitar-
manns, bankastjóra og alþingismanns sýna að hér er á
ni ótvíræður foringi kjördæmisins.
BRAGI
í 6. sæti. ‘--'ilX
Bragi V. Bergmann er kennari og ritstjórnarfulltrúi Dags.
Hann býr yfir þekkingu á æskulýðs- og kennslumálum og t
virkan þátt í störfum íþróttahreyfingarinnar.
.. ... V :
sæti er Valgerður Sverrisdóttir, húsmóðir.
jhefur víðtæka reynslu af félagsmálum, er í stjórn Kaupfélags
rðinga og Sambandsins. Valgerður hefur vaxið með hverju starfi og
eina konan sem á möguleika á þingsæti í þessu kjördæmi.
Ef málid
snýst um
EYÐNI
þá hringiröu í
91-62 22 80
IP
GEGN EYÐNI
VIÐKYNNUM
6 EFSTU MENN
FRAMBOÐSLISTANS
FORSENDA ÖFLUGRAR
BYGGÐARSTEFNU
er traustur rekstrargrundvöllur
sjávarútvegsins.
LÍFÆÐ LANDSBYGGÐAR
er samgöngukerfið.
FRAMBOÐSLISTI OKKAR
er skipaður ungu fólki sem er
reiðubúið að berjast fyrir hags-
munamálum Norðlendinga.
Góð menntunarskilyrði, örugg
atvinna og framboð húsnæðis
á viðráðanlegum kjörum eru
meðal helstu baráttumálanna.
FRAMSOKNAR
FLOKKURINN ItlJ
HELGARPÓSTURINN 17