Helgarpósturinn - 19.03.1987, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 19.03.1987, Blaðsíða 14
AHRIFAMIKIL HEIMSOKN TIL BLINDU BARNANNA f ÁLFTAMÝRARSKÓLA eftir Jónínu Leósdóttur myndir Jim Smart eða frásögn af því hvernig fjórir krakkar smugu inn f hjartarætur hörkutóla frá Helgarpóstinum Blinda, eins og öll önnur fötlun, er nokkuö sem vid, þessi alheilbrigdu, erum mjög dugleg aö leiöa hjá okk- ur. Flest erum viö gjörsamlega blind á þann heim, sem sjónskert og sjón- laust fólk lifir í. Blaöamaöur HP leit inn hjá blindum börnum íÁlftamýr- arskóla í síöustu viku og sá margt, sem kom á óvart. Blinda er sem betur fer ekki innan míns reynsluheims, fremur en svo margra annarra. Einhvers staðar innra með okkur býr hins vegar hræðsla við sjónleysi og vitneskja um að engin fjölskylda hefur trygg- ingu fyrir því að þurfa aldrei að kynnast þessari tegund fötlunar. Þar af leiðir að maður er ósjálfrátt svolít- ið forvitinn um þetta ástand, eins og önnur óþekkt fyrirbæri. Þegar við Jim ljósmyndari smeygðum okkur inn á skólalóðina við Álftamýrar- skóla, vorum við bæði tvö eitthvað hátíðleg og öðruvísi en við áttum að okkur. Leið okkar lá á vit hins ókunna — inn í framandi heim, þar sem kornungir krakkar voru „með allt á hreinu" en við fjölmiðlafólkið eins og nýlentir Marsbúar. BLINDUR STEINA- SAFNARI, SEM ÆTLAR „HRINGINN" í SUMAR Blindu börnin í deildinni reyndust vera fjögur. Tvö þeirra, Sólveig og Birkir, voru að vélrita af miklu kappi. Kjartan yngri beið þess þolin- móður í næsta herbergi að kennar- inn, Margrét Siguröardóttir, kæmi til þess að æfa hann í lestri. Kjartan Allir þekkja hvað smákrakkar eru klaufa- legir, þegar þeir eru að byrja að hella sjálfir, mjólk I glas. Samt hafa þeir horft á full- orðna fölkið framkvæma þessa athöfn mörg hundruð sinnum. Það ætti því ekki að koma okkur á óvart að það getur tekið margar vikur að kenna blindu fólki að helia í glas. Hinn blindi verður að setja fingur ofaní glasið til þess að vita hvenær það er að fyllast. Sólveig og Birkir endursegja sögu, sem þau höfðu nýlokið við að lesa. Um dag- inn gerði Sólveig Ktilsháttar mistök [ vél- rituninni og heyrðist þá tauta hvurslags eiginlega þetta væri með þennan ráð- herra menntamála í landinu. . . Hann hefði táknin alltof lík hvert öðru! Nú stóð einmitt til að ráðherrann kæmi ( heim- sókn í blindradeildina og Sólveig var að hugsa um að segja honum hvað þau bráðvantaði tölvur. Þar hefurðu það, Sverrir. „Ertu að taka mynd af mér að horfa út um gluggann?" spurði Kjartan yngri allt í einu. Hvernig hann vissi að myndavélin beindist einmitt að honum þá stundina, var hinum sjáandi gestum gjörsamlega hulin ráðgáta. eldri var í einkatíma annars staðar í húsinu. Vélritunarmeistararnir voru að endursegja sögu sem þau höfðu les- ið, en auðvitað var það ákveðin truflun að fá aðkomufólk frá Helgar- póstinum í heimsókn, sem forvitn- aðist um alla skapaða hluti. Við fengum afskaplega greið svör og að minnsta kosti tvær spurningar frá þeim fyrir hverja eina frá okkur. Ungur kunningi minn, sem heitir Davíö, hafði sagt mér frá Birki, því þeir eru bekkjarfélagar og gera tölu- vert af því að skipta á steinum sín á milli. Birkir fræddi mig heilmikið um steinasafnið sitt og sagði að pabbi væri búinn að lofa að fara með sig „hringinn" í sumar svo hann gæti aukið við steinaeignina og fyllt í eyðurnar. „VARST ÞÚ EKKI í SJÓNVARPINU UM DAGINN?" Blindi drengurinn í herberginu við hliðina, Kjartan yngri, var ekk- ert hrifinn af því að fara á mis við athygli þessa forvitna aðkomufólks. Hann kallaði til okkar og vildi vita nánari deili á okkur áður en hann tæki til við lesturinn. Þegar fingur þessa blíðlega snáða höfðu leikið um blindraletrið á síðunum um stund, undir leiðsögn Margrétar, stóð hann upp og bað Jim að leiða sig. Seinna komumst við að því að hann gat svo sannarlega spjarað sig sjálfur, en með þessu móti komst hann í nánara samband við ljós- myndarann, sem bráðnaði líka gjör- samlega og gekk um eins og hann leiddi fjöregg heimsins sér við hlið. Ég hef sjaldan orðið vitni að jafn hrærandi sjón. Haf i herra Smart komist við þegar hann fann athygli og blíðu Kjartans, datt hreinlega af honum andlitið við næsta atvik. Sólveig kippti allt í einu í ermina á Jim og sagði: „Varst þú ekki í Geisla í sjónvarpinu um dag- inn?“ Við göptum af undrun og eftir langa mæðu tókst ljósmyndaranum að jánka þessu og stara um leið eins og spurningarmerki framan í kenn- arann. Þau eru sko ekkert blávatn, blindu börnin í Álftamýrarskóla — steinasafnarar, fjölmiðlaneytendur og hjartaknúsarar, með meiru... SELDI HP ÁÐUR EN HANN VARÐ BLINDUR Blind börn læra að synda, eins og INNRÖMMUN ALHLIÐA INNRÖMMUN, SMELLURAMMAR, TILB. ÁLRAMMAR 'm OPIÐ NÆG LAUGARDAGA TIL KL. 16.00 BÍLASTÆÐI 14 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.