Helgarpósturinn - 19.03.1987, Blaðsíða 28
Grétar Reynisson opnar á laugar-
daginn sýningu í Gallerí Svart á
hvítu. Þar sýnir hann olíumálverk
eingöngu en ádur hefur hann aðal-
lega gert skálptúra. Hann sýndi síð-
ast íNýlistasafninu fyrir einu ári og
er sennilega þekktastur meöal al-
mennings fyrir leikmyndir sínar, til
að mynda þá sem nú prýðir hið nýja
skemmuleikhús Leikfélags Reykja-
víkur í sýningunni Djöflaeyjunni.
— Er þessi sýning að einhverju
leyti framhald af þeirri síðustu sem
þú hélst?
„Já, þetta er svona óbeint fram-
hald, þaö er ekki um stórar kúvend-
ingar að ræða. Efnið ræður líka svo-
lítið ferðinni — síðast var ég mest
með akrýl og þá voru þetta grófari
myndir, villtari."
— Ertu mjög meðvitaður í þinni
hugmyndafrœði þegar þú málar?
„Pælingarnar eru sáralitlar fyrir-
fram, það er eins og myndirnar
vinni meira með mann sjálfan, ég
gef mér ekkert í upphafi. Maður er
að mála og teikna og leita að ein-
hverju sem gerist, kannski að því
óiiklega og síst gefna. Fílósófían er
ekki sjáanleg — ég get ekki definer-
að hana. Eg vinn beint í efnið, nota
engar skissur eða slíkt, heldur leita
að funksjón, að því að myndin virki
fyrir mig sem mynd. Þegar það tekst
hefur maður náð árangri."
— Hvaö með mótíf?
„Já, þetta eru einskonar stemmn-
ingar og fígúrur sem hafa eitthvað
með þær að gera. Eg er líka með litl-
ar myndir sem eru hrein formstúd-
ía. Mörg mín form hafa komið úr
skúlptúrnum, sem ég vann mest
með áður, en þessa stundina er mál-
verkið að ná yfirhöndinni. Þó ég viti
að ég á eftir að vinna meira í skúlpt-
úr."
— Hvað gerist með málaranum
þegar hann sýnir verkin sín?
„Ja, ef maður væri ekki nokkuð
öruggur á þessu sjálfur þá væri
maður ekkert að sýna. Annars er
þetta einskonar hringrás, maður
íokar sig inni í einhvern tíma og
verður síðan að komast út aftur, það
gerist með þessum hætti. Þetta er
ekki tómleikatilfinning. Til þess að
haida áfram verður maður að losa
sig við ákveðin tímabil í sinni mynd-
sköpun."
— Hvað með áhrif frá annarri
myndlist?
„Maður er aldrei hreinn af áhrif-
um en án þess að prófa sjálfan sig
verður aldrei neitt úr neinu." KK.
Leit að því
ólíklega
LEIKHUSfólki þykir einsýnt að
Kabarett Leikfélags Akureyrar eigi
eftir að njóta mikillar velgengni
fram að vori. Þessi uppsetning Bríet-
ar Héöinsdóttur á söngleiknum
fræga þykir einkar snjöll eða eins og
þekktur leikhúsmaður úr Reykjavík
sagði HP nýkominn af frumsýning-
unni fyrir norðan: „Fagmennskuna
leggur úr litla kassanum þeirra" og
átti þar vitaskuld við sviðið í gamla
Samkomuhúsinu. HP heyrir jafn-
framt að umræður í starfsmanna-
hópum sunnan heiða snúist nú um
hvort ekki sé sniðugt að skella sér
norður á leikinn (og svo í Sjallann
vitaskuld). Þetta stafi ekki síst af
þeirri almennu auglýsingu sem
Akureyri hefur fengið undanfarnar
vikur sem forvitnilegur ferða-
mannabær að vetri — og svo af
hinu, hvað Kabarett sé einfaldlega
svakalega lokkandi stykki...
KVIKMYNDIR
Át og ólétta
Nicholson og Streep í Heartburn Mike Nichols.
Regnboginn, Hjartasár — Brjóst-
sviði (Heartburn): ★★
Framleiðendur: Robert Greenhut
og Mike Nichols. Leikstjórn: Mike
Nichols. Handrit: Nora Ephron,
eftir eigin sögu. Kvikmyndun:
Nestor Almendros. Aðalleikarar:
Jack Nicholson, Meryl Streep,
Maureen Stapleton og Jeff
Daniels.
Michael Igor Peschkowsky heit-
ir hann reyndar fullu nafni, fædd-
ur Þjóðverji og fyrrum skemmti-
kraftur á alla vega búllum. Núna
hátt á sextugsaldri, löngu farinn
vestur í leikstjórn þar sem hann á
að baki nokkrar athyglisverðar
bíómyndir, allt frá Hver er hrœdd-
ur við Virgíníu Woolf? með Taylor,
Graduate með Hoffman og nýlega
Silkwood með Streep. í nýjustu
mynd sinni Heartburn, hefur Mike
Nichols — eins og hann hefur heit-
ið frá og með Bandaríkjunum í lífi
sínu — fengið Streep í lið með sér
aftur og reyndar annan hæfileika-
mann, ennþá nákunnari þessari
sterku leikkonu, snillinginn Nest-
or Almendros kvikmyndatöku-
mann sem manna gerst þekkir til
myndrænna möguleika hennar.
Þau unnu saman í Kramer vs.
Kramer, Still ofthe Night og þeirri
mynd sem Streep hefur líkast til
tekist best upp í til þessa, Sophie's
Choice.
í Heartburn leikur Jack Nichol-
son á móti Meryl Streep. Myndin
byggir á margfrægu ástarsam-
bandi bandaríska blaðamannsins
Carls Bernstein og fyrrum konu
hans sem fór í hundana fyrir
margt löngu. Saga sambúðarinn-
ar, skráð af Noru Ephron, vakti
firnamikla athygli vestan hafs og
hefur bókin reyndar verið á met-
sölulista um alllanga tíð. Svart á
hvítu hefur þegar látið þýða verk-
ið sem Brjóstsviða og býður það
nú kúnnum í rekkum bensín-
stöðva og víðar. í þessu sambandi
er rétt að taka fram að ég hef
hvorki lesið íslenska þýðingu bók-
arinnar ennþá né gluggað í ensku
útgáfuna. Heartburn er því fyrir
mér einasta kvikmynd án bók-
menntalegrar og tilfinningalegrar
fortíðar. Hún lýsir að mínu viti
heldur hversdagslegum hjóna-
skilnaði — ef nokkur möguleiki er
að komast svo að orði — þar sem
persónurnar sem koma við sögu,
eru hvorki merkilegri, skemmti-
legri eða á nokkurn hátt eftir-
tektarverðari en hver annar mað-
ur.
Semsé hversdagssaga. En Mike
Nichols tekst að gera hana svo
flata og snauða af allri einlægni,
innri spennu og áhugaverðri fléttu
að undrum sætir, þar eð efnið er
sólt í meinta metsölubók. Persón-
urnar vekja ekki hughrif áhorf-
enda, hvað þá að þær nái sam-
bandi við þá. Fléttan er ekki frum-
leg — og fyrir þá sem hafa ekki
áhuga á að snobba fyrir frægunv
blaðamönnum (Bernstein) er hún
hvorki fugl né fiskur. Þó er margt
reynt; Streep er ólétt lungann úr
myndinni, Nicholson með pizzu-
fullan gúlann og aðrir ýmist ét-
andi ellegar að segja mergjaðar
kjaftasögur um náungann. Furðu-
legt rán kemur svo fyrir inn á milli
þessa alls, svona rétt til að vekja
spennu eða samúð sögupersóna,
ég veit ekki hvort.
Leikstjórn Nichols í þessari
mynd er mestan part óskiljanlegt
hik og vandræðagangur. Hann
gerir sig víða sekan um að apa upp
senur úr síðustu myndum manna
á borð við Woody Allen, en gjarn-
an árangurslaust, þar eð söguna
vantar allan innri þrótt og áreið-
anleika. Ef ekki væri fyrir góða
spretti Streep og Nicholson á
stöku stað, mjúka og notalega
töku Nestors og fallega tónlist,
væri þetta afar ómerkileg mynd.
Hún ber ekki með sér þá stemmn-
ingu sem gamli kabarett-dansar-
inn hefur sjálfsagt ætlast til af
henni, ekki þann sæta blæ vináttu
og hrifa sem fólk er svo gjarnan
svag fyrir í bland við undiröldu.
-SER.
KjaftϚi
Bíóhöllin, Heartbreak Ridge: ★
Bandarísk, árgerð 1986.
Framleiðandi og leikstjóri: Clint
Eastwood. Handrit: James
Carabatsos. Kvikmyndun: Jack
H. Reen. Tónlist: Lennie Niehaus.
eftir Sigmund Erni Rúnarsson
Aðalleikarar: Clint Eastwood,
Marsha Mason, Everett McGill,
Moses Cunn og Boy Gaines.
Það er svo gott sem tilgangs-
laust að horfa á þessa nýjustu
kvikmynd Clint Eastwood, nema
ef vera kynni að maður sé gírugur
inn á troðfulla gúla af klámi,
mannfyrirlitningu og innihalds-
lausan æsing. Heartbreak Ridge
hefur ekki neitt fram að færa sem
kvikmynd getur státað af. Hún er
kjaftæði um kynfæri og afturenda.
Ráma hetjan úr vestri pírir í
þetta skipti augun á herflokk sem
hingað til hefur ekki verið þekktur
fyrir samæfingu, dugnað og
áræðni. En gamli maðurinn er
harkan uppmáluð, skorinn og
brenndur í fési með marga hildina
að baki, and here we go, one-two-
three-four. Sem liðsforingja tekst
honum að gera hermannanefnur
sínar hæfar á hreint undraverðum
tíma.
Hugmynd og handrit þessa
verks er aumlegt. Enn einu sinni
er kvikmynd drifin áfram af aga
hermennskunnar og sniðin að
þeirri einföldu — en gjarnan
áhrifamiklu — uppbyggingu sem að
þjálfun stríðsmanna lýtur. Sögu-
hetjan er bitur og fráskilin og æf út
í yfirmanninn sem er bleyða og
sjálfsagt hommi. Núna er lokaat-
riðið Grenada, nánast skemmtiferð
útskriftarhóps úr USA-Army á
strendur eyju í Karabíska hafinu að
heimta landa úr höndum komma.
Þetta er í fyllsta máta ósannfær-
andi bíó, þar sem tíðum er gripið
til örþrifaráða til að skyggja á
veika og fálmandi leikstjórn bæj-
arstjórans. Heartbreak Ridge bæt-
ir engu við þar sem skástu her-
skólamyndunum lýkur, en fer þess
í stað á valhoppi í kringum kræf-
ustu klámbrandara líðandi stund-
ar. Þetta er karlamynd, konur góð-
ar, hundleiðinleg karlamynd...
BRÍET Héðinsdóttir 'eik-
stjóri hefur áður sett upp leikverk
nyrðra, fyrst fyrir sex árum Jómfrú
Ragnheiöi eftir Guðmund Kamban
og ári síðar Atómstöðina Halldórs
Laxness. Hún var því kunn staðhátt-
um undir brekkubrúninni nyrðra
þegar hún skellti sér þangað eftir
Aidu Verdis í Gamla bíói, sem var
síðasta uppfærsla hennar fyrir
Kabarett. „Alltaf gott að starfa á
Akureyri," segir Bríet og síðan
spurð um viðbrigðin að taka við
gleðisöngleik eftir stærsta óperu-
verk sögunnar: „Það eru engin tvö
verk eins."
ÞEYR kemur við sögu framar í
þessu tölublaði HR Við getum sagt
þær fréttir af þessari þekktu grúppu
sem gerði það gott fyrir fimm árum
að £n/'gma-fyrirtækið í Bandaríkj-
unum hefur nú afráðið að gefa út
safnplötu með nokkrum bestu verk-
um hljómsveitarinnar, sem hafði
m.a. innanborðs Sigtrygg Baldurs-
son trommara, Magnús Guðmunds-
son söngvara, Birgi Morthensen
bassa og Guðlaug Jónsson gítarleik-
ara. Það er umboðsmaður Smither-
eens vestra sem hefur haft milli-
göngu um útgáfu skífunnar, sem er
líkast til væntanleg með vorinu...
DAÐI Guðbjörnsson opnar í dag,
fimmtudag, sýnipgu í Gallerí Borg
við Austurvöll. A sýningunni ætlar
Daði að sýna 35 verk sem hann hef-
ur unnið á tveimur næstliðnum ár-
um. Um er að ræða ferns konar
tækni; olíumálverk, vatnslitamynd-
ir, pastelmyndir og grafík. Þetta er
sjöunda einkasýning Daða en að
auki hefur hann tekið þátt í fjölda
samsýninga hérlendis og erlendis.
28 HELGARPÓSTURINN