Helgarpósturinn - 19.03.1987, Blaðsíða 36

Helgarpósturinn - 19.03.1987, Blaðsíða 36
FYRIR NOKKRUM ÁRUM VAR HELGI ÓSK- ARSSON TALSVERT í FRÉTTUM. HANN VAR DVERGUR SEM FÓR TIL RÚSSLANDS í LENG- INGARAÐGERÐIR. NÚ ER HANN TÆPLEGA 18 ÁRA AÐ ALDRI, HEFUR HÆKKAÐ UM 36 SENTIMETRA OG EKUR UM Á EIGIN BÍL — ENDA MEÐ KRÓNÍSKA BÍLADELLU! Helgi Óskarsson er adeins tœp- lega 18 ára, en á erfid ár að baki. Hann hefur lengst af œvi sinnar búið við það þunga hlutskipti að vera dvergur. Fyrir um 6 árum var Helgi aðeins 114 sentimetrar á hœð og átti ekki í vœndum að verða mikið hœrri. En nýjasta tœkni og vísindi lœknisfrœðinnar sagði annað. Undanfarin ár hefur Helgi farið til Rússlands í nokkrar lengingaraðgerðir og árangurinn hefur verið slíkur, að nú hefur hann hcekkað um 36 sentimetra, er orðinn 150 sentimetrar og á eftir að togna eitthvað í viðbót. Helgi gœti hœglega farið í fleiri lengingaraðgerðir, en segir sjálfur að hann sé að hugsa um að láta þetta duga hvað lengdina varöar. „Eg er nú vissulega lágvaxinn, en ekki svo að óeölilegt sé,“ segir hann sjálfur. Hann getur með sanni sagt að nú sé hann fyrrver- andi dvergur. Helgi komst talsvert í sviðsljósið fyrir nokkrum árum þegar ævin- týrið var að hefjast. „Þetta er nú orðin ansi löng saga. Ég var fyrst þarna úti í eitt ár og það var erfitt ár. En hlutirnir komu svona smám saman. i fyrstu lotu voru leggirnir lengdir. Ég fór aftur utan í skoðun og tók það 3 mánuði. Enn fór ég utan og þá fór með mér stelpa úr Hafnarfirði. i það skiptið voru iær- leggirnir lengdir um 11 senti- metra. Það var árið 1985, en síðan hef ég stundað æfingar hérna heima, á Grensásdeildinni. Ég ætla að láta þessa lengingu duga, held ég, en í haust, eða í síðasta lagi eftir áramót, fer ég hins vegar utan og þá stendur til að lengja á mér handleggina. Það gerist ósköp svipáð og í hinum aðgerð- unum, beinin eru brotin upp og langir ,,spísar“ eða naglar boraðir í gegn hér og þar. Þetta verður síðasta aðgerðin, en eftir hana á líkaminn að samsvara sér,“ segir Helgi. Helgi er rólegur og eðlilegur í fasi. Hann virðist í fullkomnu jafn- vægi þrátt fyrir erfiðleika síðustu ára. „Þetta hefur vissulega verið mjög erfitt, sérstaklega í fyrstu og sjálfum aðgerðunum fylgdu tals- verðar kvalir og lengi á eftir. Þessar kvalir sátu í manni, en aldrei þó eins mikið og vonin, sem alltaf skein í gegn. Ég fann það strax við að stækka bara um nokkra sentimetra hvað þetta hafði mikið gildi fyrir mig. Ég kem aldrei til með að jafna mig, eða verða fullkomlega góður líkamlega, en allt mitt líf er orðið eðlilegra en áður. Fólk veitir mér ekki eins mikla athygli og áður.“ Móðir Helga, Ingveldur Höskuldsdóttir, tekur undir þetta. „Þetta hefur verið strembið, en gengið mjög vel. Það hefur orðið gífurleg breyting á Helga, líkam- lega en ekki síður andlega. Ég segi nú ekki að hann hafi verið langt niðri, en hann var alls ekki ánægður með lífið eins og það var. Nú eru sjónarmiðin allt önnur og hann lítur björtun. augum á framtíðina. Hann er núorðið opinn og glaðvær, hann á orðið fullt af kunningjum, svo það er engu saman að jafna,“ segir Ingveldur. „Maður er óneitanlega mun ánægðari með lífið núna,“ segir Helgi. „Þetta er allt annað líf á allan hátt. Ég segi kannski ekki bylting, en mjög mikil breyting til batnaðar." Helgi hefur nýlokið mikilvægum áfanga, sem honum hefði reynst torsóttur í meira lagi án lengingar- innar. í vetur tók hann sem sé bíl- próf og er nú hæstánægður bíl- eigandi. „Helsta áhugamál mitt eru einmitt bílarnir, ég er með króníska bíladellu. Það gekk alveg Ijómandi vel að taka bílprófið og ég þarf engin hjálpartæki — fyrir utan lítinn púða.“ Helgi segir að það hafi verið erfitt að vera dvergur hér á landi eins og sjálfsagt alls staðar. Alltaf hafi þurft að taka tillit til þessa og haga hlutum eftir því. Hann nefnir t.d. að það hafi orðið að gera sér- stakar breytingar á hjóli hans. Og auðvitað var erfitt að verða sífellt fyrir sérstakri athygli. „Ég kynntist þremur strákum sem voru eins og ég og áttu eða eiga við sömu vandamál að glíma. Nú er einn þeirra að fara til Israel í svipaðar aðgerðir, ekki þó alveg eins. Hann er 9 ára og ég þykist vita að það gangi vel hjá honum, það er enda betra að fara út í þetta því yngri sem maður er, meðan líkaminn er enn að vaxa. Og ég hef trú á því, að eftir því sem aðgerðirnar þróast verði það ekkert stórvægilegt vandamál að fæðast dvergur. Þetta er í rauninni ósköp lítið mál í sjálfu sér, nema kannski í lengingunni sjálfri," segir Helgi. Móðir hans bætir við: „Það er alveg stórkostlegt að það skuli vera hægt að hjálpa fólki á þennan hátt. Sjálfur leggur maður auðvitað allt á sig sem mögulegt er til að hjálpa. Framtíðin er Helgi (bifreið sinni. Hann tók bílpróf (vet- ur sér til mikillar ánægju, enda að eigin sögn með „krónlska bíladellu". óráðin, en við erum bjartsýn." Þegar Helgi hefur farið í næstu og væntanlega síðustu aðgerðina og handleggir hans lengdir, mun líkaminn samsvara sér að fullu og þá verður erfitt að sjá að Helgi hafi eitt sinn verið dvergur. Hann verður að sönnu lágvaxinn og lætur sjálfsagt eiga sig að æfa körfubolta, en að öðru leyti bíður hans næsta eðlilegt líf, sem að óbreyttu hefði aldrei verið annað en draumur. Nú keppist hann við að ná upp því sem hann hefur dregist aftur úr í námi og hefur nægan tíma til að ákveða starfs- vettvang. Hefur Helgi einhver skilaboð til þeirra sem á þennan hátt eiga undir högg að sækja í þjóðfélaginu? „Aldrei að missa vonina. Aldrei að gefast upp.“ Það ber ekki mikið á örunum eftir leng- ingaraðgerðirnar. Raunar erfitt að sjá að nokkuð meiriháttar hafi átt sér stað. . . Myndin til vinstri er nokkurra ára gömul mynd úr DV, tekin eftir fyrri hluta aðgerðanna. Hin myndin er tekin fyrir nokkrum dögum og er munurinn greinilegur. Nú er Helgi 150 sentimetrar á hæð. Ein aðgerðalotaer eftir; framundan er að lengja handlegginaog eftir það mun líkaminn samsvara sér að fullu. eftir Friðrik Þór Guðmundsson myndir Jim Smart 36 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.