Helgarpósturinn - 19.03.1987, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 19.03.1987, Blaðsíða 20
ISKOÐANAKÖNNUN HELGÆRPOSTSINS Tómas Ingi Olrich. Þarf hann að kenna áfram nyröra — eða kemst hann ( mál- skrafið suður? Kemur enn til greina. Sigurbjörn Gunnarsson. Sest hann f stól afa slns, Steindórs Steindórssonar, sem sat á þingi ( nokkra mánuði 1959? Svanfr(ður Jónasdóttir. A litla möguleika samkvæmt Skáls, en mikla samkvæmt skoðanakönnun Félagsvlsindastofnunar. En hvað gerist ( kosningunum? Málmfríður Sigurðardóttir. Traust og virt heimaog heiman, — öðruvlsi þingmaður á leiðinni að norðan...? Stefán Valgeirsson þarf nokkur prósent ( viðbót. beynast þau í dreifðum byggðum kjördæmisins og neita að koma fram? SJÁLFSTÆÐISFLOKK- URINN STERKASTUR Stjórnarflokkarnir halda velli í Norðurlandi eystra — Kvennalistinn kœmi að manni — Allaballar töpuðu fylgi Framsóknarflokkurirm fer sæmi- lega út úr skoðanakönnuninni sem fram fór um sl. helgi í Norðurlandi eystra ef tekið er mið af hörðu klofn- ingsframboði Stefáns Valgeirssonar í kjördæminu. Hins vegar hefur D- listi Sjálfstœdisflokksins töluverða yfirburði með yfir 30% fylgi. Stefán Valgeirsson er nokkuð frá því að komast inn á þing samkvæmt þess- ari könnun og Þjódarflokkurinn víðs fjarri því. Alþýðuflokkurinn sækir í sig veðrið frá síðustu kosn- ingum, bætir við sig um 7%, en Al- þýðubandalagið tapar hiiðstæðu f*á síðustu kosningum, samkvæmt þessari könnun. Kvennalistinn mæl- ist sterkt í könnuninni með tæplega 8% atkvæða. Norðurlandskjördæmi eystra er talið verða með flesta lista í fram- boði við næstu kosningar eða 9 tals- ins. Hins vegar gerðist það í könnun HP um helgina að hvorki Bandalag jafnaðarmanna né Flokkur manns- ins mældust með atkvæði. Af þeim 300 sem úrtakið náði til gáfu 189 upp afstöðu sína til framboðslist- anna. Hér er um að ræða fyrstu könnun sem HP lætur gera sérstak- lega um fylgi flokka í einu lands- byggðarkjördæmi fyrir þessar kosn- ingar. STJÓRNARFLOKKARNIR SIGURVEGARAR Segja má að stjórnarflokkarnir standi með pálmann í höndunum ef kosningaúrslitin verða á svipaða lund og þessi skoðanakönnun gefur til kynna. Sjálfstæðisflokkurinn styrkti stöðu sína heldur frá síðustu kosningum og Framsóknarflokkur- inn stæði ævintýralega vel af sér framboð Stefáns Valgeirssonar. Er Halldór Blöndal að fá á sig ímynd héraðshöfðingjans nyrðra? Fylgi D- listans er gífurlegt eða um 30% sam- kvæmt þessari könnun — og ef úr- slit fylgja eftir — má segja að líkur aukist á áframhaldandi ríkisstjórn- arsamstarfi Framsóknar og Sjálf- stæðisflokks. Niðurstaða þessarar könnunar hlýtur þó sérstaklega að fá brúnina á framsóknarmönnum til að lyftast ögn, þar sem flokkurinn hefur legið niðri í flestum könnun- um að undanförnu. Með þessari vís- bendingu og fleiri hliðstæðum úr síðustu skoðanakönnunum verða framsóknarmenn áfram í ríkis- stjórn með Sjálfstæðisflokknum að afloknum kosningum. STEFÁN ÚTI Samkvæmt þessum niðurstöðum er Stefán Valgeirsson töluvert frá því að komast inn á þing. Hann er með 20 HELGARPÓSTURINN 6.3% fylgi þeirra sem taka afstöðu, en þyrfti að vera með milli 9% og 10% til að komast nærri þingsæti. Margir telja að fylgi Stefáns sé sér- staklega svæðisbundið, — en könn- unin er hins vegar framkvæmd þannig, að spurt er eftir tölvuskrá símanúmera. Þetta gæti valdið mis- vísandi tölum, en að sjálfsögðu ekk- ert hægt að fullyrða frekar um mál- ið. Þjóðarflokkurinn er rétt stofnað- ur og hefur ekki tilkynnt skipan framboðslista síns í Norðurlandi eystra. Hitt er víst að flokkurinn fær í könnuninni ekki nema 2.6%, sem er víðs fjarri þingsæti. GAGNVIRKT FLÆÐI Að venju var gengið harðar að þátttakendum í þessari skoðana- könnup og þeir spurðir hvort þeir gætu hugsað sér að kjósa aðra flokka. Það sem virðist koma aftur og aftur upp á í svörum við þessari spurningu fyrir komandi kosningar, er að það gæti verið flæði milli Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuflokks ann- ars vegar og Kvennalista og Alþýðu- bandalags hins vegar, Aðrir straum- ar eru fyrirferðarminni. Sú var einn- ig raunin í þessari könnun í Norður- landi eystra og er þá um ámóta styrk straums að ræða milli áðurnefndra framboðslista. TRÚ Á STEFÁNI Þá voru þátttakendur spurðir hverju þeir spáðu sjálfir um skipt- ingu þingsæta í Norðurlandskjör- dæmi eystra. Ef atkvæði þeirra allra sem gáfu upp afstöðu sína til flokka auk þeirra meðal óákveðinna sem treystu sér til að spá eru dregin sam- an í stigatöflu þá er niðurstaðan þessi: A-listi: 87, B-listi: 159, D-listi: 224, G-listi: 97, V-listi: 15, J-listi: 53 stig. Þessi „tiltrúarstig" endurspegla að vissu leyti niðurstöðu hinnar al- mennu könnunar um fylgi fram- boðslistanna, með þeim frávikum þó, að meiri trú er í kjördæminu á því að listi Stefáns Valgeirssonar nái inn manni heldur en sjálf könnunin gefur til kynna. Þá ríkir almennari vantrú á því að Kvennalistinn komi að manni heldur en raun er á í því efni. Enn fremur er meiri tiltrú á gengi G-listans en A-listans heldur en kemur fram í almennu könnun- inni. Þar sem G-listinn kemur mikl- um mun betur út úr könnun Félags- vísindastofnunar á dögunum, mætti álykta að hann hafi mælst óeðlilega illa í þessari könnun. FRÆÐSLUSTJÓRAMÁLIÐ VEGUR ÞUNGT Þá var loks spurt um eitt mesta hitamál síðustu mánuði í kjördæm- inu, fræðslustjóramálið svonefnda. Ljóst er að Norðlendingar láta sig þetta mál miklu skipta eins og sést af meðfylgjandi töflu. 66.5% þeirra sem afstöðu taka eru andvígir ákvörðun ráðherra en 33.4% styðja ráðherrann. Væntanlega mun þetta mál koma mjög til umfjöllunar í kjördæminu í kosningabaráttunni. Það gæti sýnt, að í hverju kjördæmi eru sérstakar aðstæður, sem skipta miklu í komandi kosningum, — að- stæður sem valda meiru um fylgi flokka í kjördæmunum, heldur en áhrif á landsvísu. FLÓKNIR ÚTREIKNINGAR Við úthlutun þingsæta samkvæmt nýju kosningalögunum fær D-listinn að sjálfsögðu fyrsta þingmanninn, annar þingmaðurinn er af B-lista, sá þriðji af A-lista, fjórði þingmaður kjördæmisins verður annar maður D-lista, fimmti G-listamaðurinn, sjötti verður annar maður B-lista. Þingmenn kjördæmisins verða því í réttri röð: Halldór Blöndal, Guð- mundur Bjarnason, Árni Gunnars- son, Björn Dagbjartsson, Steingrím- ur Sigfússon, Valgerður Sverrisdótt- ir. Sjöunda þingsæti kjördæmisins er jafnframt uppbótarsæti. Eftir áður- nefnda úthlutun stendur V-listinn best að vígi, þ.e. með flest atkvæði á bak við sinn mann. Þess vegna reiknum við með því að sjöunda þingsæti falli í skaut Kvennalista, Málmfríðar Sigurðardóttur. Þetta veltur auðvitað á því hversu at- kvæði hafa nýst viðkomandi listum í öðrum kjördæmum við úthlutun þingsæta. í okkar könnun standa á eftir V-listamanninum best að vígi 3. maður af D-lista, Tómas Ingi Olrich og annar maður af A-lista, Sigur- björn Gunnarsson. Þetta er auðvit- að að vissu leyti sæti sem kallast mætti happadráttur, því það er ekki fylgi lista í viðkomandi kjördæmi sem ræður úrslitum, heldur nýting atkvæða á bakvið þingmenn í heild- ina. Þannig lendir t.d. Svanfrtöur Jónasdóttir af G-lista nær þessu þingsæti í könnun Félagsvísinda- stofnunar heldur en hjá Skáís. Slíkar mismunandi niðurstöður út úr könnunum undirstrika þá fyrir- vara sem allir verða að hafa í huga við lestur skoðanakannana: þær eru til fróðieiks og skemmtunar og geta ekki komið í stað hinna alvöru- þrungnu kosningaúrslita. GREINARGERÐ SKAÍSl Þessi skoðanakönnun var gerð laugardaginn 14. mars. Hringt var í 300 einstaklinga skv. tölvuskrá yfir símanúmer í Norðurlandskjördœmi eystra. Spurningunum var beint til þeirra sem svöruðu og voru 18 ára eða eldri og var miðað við jafnt hlut- fall kynja. Spurt var í þessari röð: 1. Ef kosið væri til Alþingis núna, hvaða lista myndirðu kjósa? 2. Kæmi til greina að kjósa annan lista? — Hvaða lista? 3. Hvernig spáir þú að þingsæti skiptist milli framboðslista í Norður- landskjördæmi eystra? 4. Styður þú eða styður þú ekki ákvörðun menntamálaráðherra í fræðslustjóramálinu? Ef kosið væri til Alþingis núna hvaða lista myndirðu kjósa? Norðurlandskjördæmi eystra: fjöldi % af heild % þeirra sem tóku afstöðu Alþýðuflokkur 34 11,3 18,0 Framsóknarflokkur 45 15,0 23,8 Bandalag jafnaðarmanna . 0 0,0 0,0 Sjálfstæðisflokkur 57 19,0 30,2 Alþýðubandalag 21 7,0 11,1 Kvennalisti 15 5,0 7,9 Flokkur mannsins 0 0,0 0,0 Framb. Stef. Valgeirss. 12 4,0 6,3 Þjóðarflokkur 5 1,7 2,6 Óákveðnir'. 61 20,3 — Kjósa ekkifekila auðu 21 7,0 — Neita að svara 29 9,7 — Listar Kosningar '83 Fél.vís, Dagur Skáís, HP A 11% 16,9% 18,0% B 34,7% 20,6% 23,8% C 4,5% 0,3% 0,0% D 27,2% 25,3% 30,2% G 16,8% 18,2% 11,1% V 5,8% 4,7% 7,9% J — 8,1% 6,3% M — 2,4% 0,0% Þ — 3,4% 2,6% Til samanburðar birtum við hér úrslit kosninganna 1983 og skoöanakönnun Dags á Akureyri, sem fram- kvæmd var af Félagsvísindastofnun um sama leyti. Framboð Stefáns Valgeirssonar er merkt bókstafnum J, Flokks mannsins bókstafnum M og Þjóðarflokksfram- boðið er merkt Þ. Ákvörðun menntamólaróðherra í fræðslustjóramólinu Norðurlandskjördæmi eystra: Styðjum ákvörðun menntamálaráðherra Styðjum ekki ákvörðun ráðherra ............... Óákveðnir Annað svar.............. Neita að svara.......... fjöldi % af heild % þeirra sem tóku afstöðu 73 24,3 33,5 145 48,3 66,5 23 7,7 30 10,0 — 29 9,7 —

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.