Helgarpósturinn - 19.03.1987, Blaðsíða 44

Helgarpósturinn - 19.03.1987, Blaðsíða 44
| blaðinu í dag er viðtal við ein- stæða móður sem hefur þurft að leita til Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar eftir aðstoð. í síðasta HP var grein um þá hópa sem fá fjárhagsaðstoð hjá stofnun- inni. Þar kom fram að 25% ein- stæðra foreldra í Reykjavík leituðu eftir henni á síðasta ári, 1.400 ellilíf- eyrisþegar og mikill fjöldi öryrkja. Til þess að fá aðstoð þarf fólk í raun að segja sig til sveitar og reynist mörgum það erfitt. Fólk vill síður verða byrði á samborgurum sínum, en borgarsjóður varði um 70—80 milljónum króna í fyrra til þessarar fátækrahjálpar. Hins vegar fer því fjarri að einstæðar mæður, ellilífeyr- isþegar eða öryrkjar séu helstu bón- bjargamennirnir á borgarsjóði. Met- hafarnir í þeim hópi eru sjálfsagt beir ísbjarnarbræður, Vilhjálmur og Jón Ingvarssynir. Á árinu 1985 tók Davíð Oddsson 200 milljónir króna af skuldum Bæjarútgerðar- innar á borgarsjóð til þess að hægt yrði að sameina hana Isbirninum. Ef það hefði ekki verið gert hefði Grandi h/f orðið gjaldþrota á fæð- ingardegi sínum, því þó Bæjarút- gerðin hafi átt fyrir skuldum áður en Davíð tók 200 milljónirnar af henni, þá var staða ísbjarnarins svo slæm að nægt hefði til að draga Bæj- arútgerðina í svaðið. Sama ár, 1985, námu framfærslustyrkir borgarinn- ar til skjólstæðinga Félagsmála- stofnunar um 65 milljónum króna. Það má því segja að hvor bróðir- inn um sig þiggi stærri ölmusu úr borgarsjóði en allir einstæðir for- eldrar.ellilífeyrisþegar, öryrkjar og aðrir sem orðið hafa undir í þjóðfé- laginu, til samans. Misskipt er mannanna auði.. . s ^^■tjórnmálaflokkarnir eru að vissu marki að breytast til batnaðar á íslandi. Þannig hlýtur það að telj- ast jákvæð breyting, að þeir eru farnir að rífa sig upp úr hólfunum, sem málgögnin þeirra á stundum eru. Dæmi um þetta eru fjölmörg nú fyrir kosningarnar. D-listi Sjálfstæð- isflokksins í Reykjaneskjördæmi átti góðan leik í auglýsingastríðinu við Olaf Ragnar, sem átt hefur frum- kvæði fram að þessu í þeim slag. Sjálfstæðisflokkurinn kynnti lista sinn með auglýsingum um sl. helgi bæði í Þjóðviljanum ogTímanum. Með þessu er líklega rofinn múr þröngsýnna flokkssjónarmiða auk þess sem slíkar auglýsingar eru skemmtileg tilbreyting frá öðru efni blaðanna. Þá eru stjórnmálaflokk- arnir farnir að standa fyrir alls kon- ar ráðstefnum um málefni og það er einnig ánægjuleg breyting við slíkt ráðstefnuhald, að það er ekki halelújakór viðkomandi stjórn- málaflokks, sem talar eða situr fyrir svörum, heldur færist í vöxt að fag- Viö erum með hagstœðu verðin og úrvalið líka! fl^Alternatorar 2L Startarar ötal og ttfftaytondt varahMk. Kúplingsdiskar og pressur . I eftirtaWa tólksbila og |eppa Amoriska — Enska Franska — italaka ' Saonska — Þyzka Enntremur kúpkngadiska I BENZ - MAN - SCANIA - VOLVO „fljðtandl glfl Bílabón í sérflokki J.jl !! : í| rj B m j IIIIIII r FIAT van ahlut Bremsuklossar í úrvali LLL • Auðvelt í notkun • Auðvelt að þrífa e Margtöld endlng Bónoóu td. brettl og geróu lomanburó vtö oöror bóntegundlr. Þú tekgr enga öhcBttu þvt vlð ondurgrolöum önotaöor etttrjtöövar ef þú erl ekkl tytiiiega önœgö/ur meö örongurlnn QHaMHilx ri I Betri bíll fyrir lítinn pening Varahlutir i kveikjukerfið |1| Einnlg úrval kveikjuloka, ■i hamra..Hlgh Energy" ■HJi hóspennukefla ■ og transistorkveikjuhluta fNtan I amerfska al bfla, fró 1976 og yngrl. KERTAÞRÆÐIR,; Kdpg ■« deyflt Injflondl torbytglur. Glóðarkerti í úrvali fyrir TOYOTA ISUZU DATSUN MERCEDES BENZ OFL. Olíusíur Spíssadísur Fœðidœlur Auk þess meðai annarc Stýrisendar Spindlikúlur Vatnsdœlur Miðstððvar og mótorar LJðs og perur HABERG r HÁBERG ” HABERG ! SKEIFUNNI 5A. SIMI 91-8 47 8 SKEIFUNNI 5A SIMI 91-8 47 8 SKEIFUNNI 5A. SIMI 91-8 47 8 menn og pólitískir andstæðingar séu fengnir til að flytja mái og skoð- anir á siíkum ráðstefnum. A-listinn hefur nýlega haldið stjórnmája- skóla, þar sem flokksfjendur krat- anna kenndu vísindin og um næstu helgi verður haldin sérstök ráð- stefna um menningarmál á Hótel Sögu á vegum Alþýðubandalagsins, þar sem málflytjendur eru m.a. Markús Örn Antonsson útvarps- stjóri... ^^^gstöðvarbyggingin nýja á Keflavíkurflugvelli verður tekin í notkun með pompi og prakt 14. apríl n.k., en hætt er við að ekki verði mikil kátína ríkjandi meðal þeirra sem vinna eiga í bygging- unni, a.m.k. ekki fyrst í stað. Flug- stöðin er langt frá því að vera fullbú- in og reyndar er flest sem viðkemur starfsfólki hálfkarað. Meðal þess sem enn er hálffrágengið er frí- hafnarverslunin fyrir aðkomufar- þega. Hún verður fyrst opnuð í lok júní. Verslun fyrir „transit" farþega og þá sem eru að fara úr landi verð- ur þó opnuð fyrr, en ekki hefur ver- ið sótt um leyfi til að komufarþegar geti verslað þar, enda ólíklegt að slíkt leyfi fengist. Ljóst þykir að Frí- höfnin verður fyrir umtalsverðu tekjutapi af þessum sökum. . . áverður,,transit“svæðiflug- vallarins opið fyrir alla í fyrstu, enda ekki fullfrágengið við opnun. Hluta af gegnumlýsingarbúnaði á að setja upp fyrir opnunina, en óvís.t er taiið að takist að setja upp nema lít- inn hluta öryggistækja þessara fyrir 14. apríl. . . D ómur Hæstaréttar yfir Kristjáni Torfasyni, bæjarfógeta í Vestmannaeyjum er til umfjöllunar hér í blaðinu. Þar kemur fram að mörgum þykir Kristján hafa sloppið vel með 80 þúsund króna sekt vegna brota í opinberu starfi. Dóm- ur Kristjáns er þriðji dómurinn sem Hæstiréttur kveður upp vegna brota í opinberu starfi á undanförnum tveimur árum. Kristján Rafn Guð- mundsson, lögregluvarðstjóri á ísafirði, var dæmdur í tveggja mán- aða varðhald í desember 1985 og Sigurður K. G. Sigurðsson, fræðslustjóri á ísafirði, var nýlega dæmdur í sex mánaða fangelsi, báð- ir fyrir brot í opinberu starfi... O................... ina. Samgangur á milli „transit" far- þega og þeirra sem bíða í veitinga- skála á neðri hæð hússins verður einfaldur, enda skilur tveggja til þriggja metra hár glerveggur þessi tvö svæði af. Víðast hvar erlendis eru „transit“ svæðin girt af með loft- föstum glerveggjum. Hér gætu menn því verið að bjóða þeirri hættu heim, að „transit" farþegar gætu komið undan óæskilegum varningi, s.s. fíkniefnum eða vopn- um, t.d. með því að kasta í veitinga- sal varningi þar sem engin leit er gerð. . . \ KOSNINGASKRIFSTOFA B.J. M"“IíSS TEMPLARASUNDI 3 62323 44 HELGARPOSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.