Helgarpósturinn - 19.03.1987, Blaðsíða 31

Helgarpósturinn - 19.03.1987, Blaðsíða 31
Kórinn er hljóðfæri Sérstaða Háskólakórsins felst m.a. í því að hann leggur áherslu á frumflutning íslenskra verka. Árni Harðarson hefur unnið gott starf sem stjórnandi hans undanfarin misseri og hér ræðir HP við hann Háskólakórinn leggur land undir fót í dag fimmtudag, og heldur til Italíu. Kórinn hefur á undanförnum árum uakið athygli manna fyrir rœktsína vid nýja íslenska tónlist og tónskáld. HP hitti kórstjórann, Árna Hardarson, ad máli í Tónlistarskóla Kópavogs þar sem hann kennir píanóleik og spurdi hann útí eigin feril og kórstarfid, fyrst hvar hann lœrði eftir að hann lauk námi hér heima. „Ég lærði í London frá 1977-L83, við Royal College of Music. Var þar í píanóleik og tónsmíðum." — Hvernig kom það til að þú fórst að stjórna kór? „Ja, ég veit það eiginlega ekki, ég fékk bréf út þar sem mér var boðið að koma og taka við stjórn Háskóla- kórsins, þegar fyrrverandi stjórn- andi, Hjálmar H. Ragnarsson, hætti.“ — Hafðirðu komið eitthvað ná- lœgt kórstarfi áður? „Ég hafði aldrei stjórnað kór áður, hafði að vísu verið aðstoðarstjórn- andi kórs Menntaskólans í Kópavogi þegar ég var þar og svo söng ég í kór skólans í London. Þetta kom mér mjög á óvart þessvegna." — Var þetta ekki mikið öðruvísi en þú bjóst við? „Jú, ég get ekki neitað því. Þarna voru alveg nýir hlutir að fást við. Það að eiga við nóturnar á pappír er allt annað en að vera stjórnandi stórs hóps og þurfa að blása lífi í tón- listina fyrir aðra. Ekki bara að hugsa um sjálfan sig en gera líka upp við aðra hvernig maður kemur músík- inni á framfæri." — Hvernig verkar kór á þig sem hljóðfœri? „Já, kór er auðvitað hljóðfæri í vissri merkingu en ég vil ekki bera það saman við önnur hljóðfæri, hvert þeirra hefur sín einkenni. Kór er samt alveg stórkostlegt hljóðfæri, þó ekki væri nema fyrir söngrödd- ina — fjöldinn gefur líka svo mikla möguleika í túlkun og framsetn- ingu. Það eru líka miklir möguleikar í kór vegna þess að hann er lifandi og getur verið hreyfanlegur. Mörg tónskáld hafa glímt við það að nota fólkið sjónrænt og ég hef alltaf verið mjög spenntur fyrir því. Hef reynd- ar hugsað mér að gera eitthvað siíkt með kórnum, þar sem hann er í fleiri hlutverkum en bara söngnum. Við höfum líka gert þetta í Háskóla- kórnum, haustið ’84 settum við upp Sóleyjarkvæði sem gekk mjög vel og var mjög skemmtilegt." — Þú hefur fengist töluvert við að semja leikhúsmúsík, er ekki svo? „Jú, það hefur aukist mikið, sér- staklega núna síðasta árið. Ég hef bæði samið tónlistina, t.d. í Draum- leik eftir Strindberg hjá Stúdenta- leikhúsinu og Ómunatíð eftir Þórar- in Eldjárn hjá Nemendaleikhúsinu. Að auki hef ég valið og æft tónlist í aðrar sýningar og verið með tónlist í útvarpsleikritum." — Víkjum aftur að Háskólakórn- um. Hann hefur markað sér nokkra sérstöðu með frumflutningi á nýjum íslenskum tónverkum. „Ja, ég veit ekki hvort það er rétt, hinsvegar er það í lögum kórsins að hann skuli frumflytja a.m.k. eitt nýtt íslenskt tónverk á ári. Auðvitað gefur þetta kórstarfinu ferskan svip, undanfarin ár hafa þetta verið mest verk eftir yngstu tónskáldin. Verk sem hafa verið sérstaklega samin fyrir kórinn." — Þú hefur sjálfur verið að skrifa fyrir kórinn, er það ekki? „Jú, ég hef gert það. Hann hefur frumflutt eftir mig bæði stærri og smærri verk. Ég hef oft haft þann háttinn á að nota æfingar til að end- urskapa verkin og þannig látið kór- inn eiga sinn þátt í sköpuninni." — En píanóleikurinn, hefur hann orðið að víkja? „Já, hann hefur að mestu legið niðri eftir að ég kom frá námi. Það má segja að kórstarfið hafi tekið þann tíma sem ég hefði þurft í píanóleikinn og svo hafa tónsmíð- arnar líka stöðugt leitað meira og meira á hugann. Ég hef reyndar átt í erfiðleikum með að skilgreina mig sem tónlistarmann, þó er ég kannski frekast tónsmiður núorðið." — Og nú ertu að fara með kórinn til Ítalíu. „Já, við erum að fara núna 19. mars og ætlum að syngja í fimm borgum á Ítalíu, reynum að kynna okkur sjálf, íslenska tónlist og land- ið í leiðinni. Það má kannski koma fram að við verðum með nýtt verk eftir Hauk Tómasson, ungt tón- skáld, í farteskinu, en það samdi hann fyrir okkur. Þetta ferðalag er okkur hvatning til að gera vel og leggja hart að okkur.“ KK KVIKMYNDAHÚSIN ALLAN QUATERMAIN OG TÝNDA GULLBORGIN (Allan Quatermain and the Lost City of Gold) NÝ Spennu- og ævintýramynd með Richard Chamberlain. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. ÉG ER MESTUR (Aladin) ★ Gamanmynd með Bud Spencer. Sýnd kl. 5. BROSTINN STRENGUR (Duet for One) ★★★ Afskaplega hreint hrífandi mynd. Konchalovsky leikstýrir úrvalsleikurum. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. I NAUTSMERKINU (I tyrens tegn) ★ Ein af þessum dönsku léttdjörfu og pínu fyndnu. Bönnuð yngri en 16 ára. Endursýnd kl. 5, 7, 9 og 11. LIÐÞJÁLFINN (Heartbreak Ridge) ★ Nýjasta mynd borgarstjórans Clint East- wood. Hann leikur liðþjálfa sem þjálfar njósna- og könnunarsveit innan hers- ins. Sýnd kl. 5, 7.05, 9.05 og 11.15. NJÓSNARINN (Jumpin Jack Flash) ★★ Gamanmynd með Whoopi Goldberg, stjörnunni úr Color Purple. Sýnd kl. 5, 7.05, 9.05 og 11.15. GÓÐIR GÆJAR (Tough Guys) ★★★ Tveir gamlir kallar uppgötva að tíminn stendur ekki kyrr. Sýnd kl. 5 og 9.05 FLUGAN (The Fly) ★★ Jeff Goldblume breytist íflugu. Galdrar og hrollur fyrir það sem þess er virði. Bönnuð yngri en 16 ára. Sýnd kl. 7.05 og 11. ABENDING PENINGALITURINN (The Color of Money) ★★★ Tekur við þar sem The Hustler hætti. Nú er Newman kominn í hlutverk hins ráðsetta og reynda. Sýnd kl. 5, 7.05, 9.05, 11.15. KRÓKÓDÍLA DUNDEE (Crocodile Dundee) ★★★ Mick Dundee, Ástralíubúi kemur til New York. Sýnd kl. 3, 5 og 9.05. SJÓRÆNINGJAR (Pirates) ★★★ Mikil mynd að vöxtum eftir þann fræga Rolanski. Matthau fer að vísu á kostum en það er ekki mikið meira. Sýnd kl. 7.05 og 11.15. Ráðagóði róbótinn, Hundalff, öskubuska og Hefðarkettir sýndar kl. 3 um helgina. BÍÓHÚSIÐ THE ROCKY HORROR PICTURE SHOW ★★ Eftirminnileg mynd frá áttunda ára- tugnum. Endursýnd kl. 5, 7, 9 og 11. ífrlj^WjlASKOLABIO 'ii TRÚBOÐSSTÖÐIN (Mission) ★★★ Vönduð stórmynd eftir Bretann Roland Joffé með þeim Robert de Niro og Jeremy Irons í aðalhlutverkunum. Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. LAUGARÁS BIO FURÐUVERÖLD JÓA (Making Contact) ★★ Ævintýramynd um dulræna atburði. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. EFTIRLÝSTUR L(FS EÐA LIÐINN (Wanted Dead or Alive) ★★★ Hörku spennumynd með Rutger Hauer og Gene Simmons. Bönnuð yngri en 16. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. EINVlGIÐ (Race of Honour) ★ Ninja mynd með Sho Kosugi. Bönnuð yngri en 16 ára. Sýnd kl. 5, 9 og 11. LAGAREFIR (Legal Eagles) ★★★ Mjúkt lögfræðingadrama. Sýnd kl. 7. HJARTASÁR (Heartburn) NÝ Karlremban Jack Nicholson og hinn frjálsi sterki kvenmaður Meryl Streep saman í mynd. Það hlaut að koma að því. Sýnd 3, 5.30, 9 og 11.15. SKYTTURNAR ★★★ Ný íslensk mynd eftir Friðrik Þór. Fer hægt af stað en sterkur endir. Sýnd kl. 3.10, 5.10, 7.10, 9.10 og 11.10. HEPPINN HRAKFALLABÁLKUR (Foreign Body) ★ Gamanmynd með Victor Benerjee. Inn- flytjandi frá Indlandi gerist læknir á fölskum forsendum. Sýnd kl. 3 og 5. FERRIS BUELLER ★★ Gamanmynd um skróp og Ferrari bíl. Sýnd kl. 3.05,5.05,7.05,9.05 og 11.05. ÞEIR BESTU (Top Gun) Sætur strákur (flugvél að skjóta niður Rússana. Sýnd kl. 3, 5 og 7. NAFN RÓSARINNAR (The Name of the Rose) ★★★ Var Kristur kátur? Sterk mynd. Sýnd kl. 9. TARTUFFE NÝ Frönsk, gerð eftir leikriti Molíéres. Mánudagsmynd, sýnd kl. 7 og 9.30. STATTU MEÐ MÉR (Stand by Me) ★★ Unglingar sem ákveða að finna lík sem ekki finnst. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. ÖFGAR (Extremities) ★★★ Farrah Fawcett kemur öllum á óvart. Bönnuð yngri en 16. Sýnd kl. 5, 7 og 9. SUBWAY ★★★ La bella Isabella. Sýnd kl. 11. Kærleiksbirnir og Völundarhús kl. 3 um helgina. VÍTISBÚÐIR (Hell Camp) ★ Um ameríska hermenn sem lenda í ýmsu misjöfnu. Bönnuð yngri en 16. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ★ ★ ★ ★ framúrskarandi ★ ★ mjög góð ★ ★ miðlungs ★ þolanleg O mjög vond Tlmi er til kominn að rifja upp kynnin af Rocky Horror sem nú er endursýnd f Bíóhúsinu. Tveir af frægustu leikurum samtíðarinnar eru saman f myndinni Heartburn ( Regnboganum, en gengur vfst ekki alveg jafn vel og til var ætlast. MYNDBÖND CANNERY ROW ★★★ 77/ leigu hjá ToppMyndum, Álfheimum Bandarísk, árgerð 1982. Leikstjóri: David Ward. Leikarar: Nick Nolte, Debra Winger, M. Emmert Walsh og Audra Lindley. Sögumaður: John Huston. Mynda- taka: Sven Nykvist. Við „Dollugötu" býr mjög sér- stætt gallerí af fólki, vændiskonur og drykkjumenn og fleiri, sem hjúp- að er sérkennilegum ljóma í sam- ræmi við sögurnar Cannery Row og Sweet Thursday eftir meistara John Steinbeck. Aðalpersónur myndar- innar eru ung og ákveðin kona, sem Winger leikur, og einstæðingur, sem er sjávarlíffræðingur, leikinn af Nolte. Myndin fjallar um fólkið við Dollugötu og seintekið ástarsam- band aðalpersónanna. Þetta er úrvalsmynd og ætti m.a. að höfða sérstaklega til þeirra, sem unna góð- um bókmenntum og leikverkum. Á köflum dregur myndin mjög dám af hreinu leikhúsverki. HH. WHOSE LIFEISIT ANYWAY? ★★★ 77/ leigu hjá ToppMyndum og Vídeóspólunni m.a. Bandarísk, árgerð 1981. Leikstjóri: John Badham. Leikarar: Richard Dreyfuss, John Cassa- vetes, Christine Lahti, Bob Balaban, Kenneth McMillan og Kaki Hunter. Hér er upphaflega um að ræða leikhúsverk (sem sýnt var hérlendis fyrir fáum árum) er fjallar um ungan skúlptúrista, Ken Harrison, sem lendir í bílslysi og lamast upp að hálsi. Hann berst fyrir rétti sínum til að deyja vegna þess að hann getur ekki ímyndað sér tilveruna án þess að geta hreyft hvorki legg né lið. Richard Dreyfuss fer á kostum í hlut- verki listamannsins, sem býr yfir einstakri kímnigáfu og hugrekki. Þessi mynd er hvort tveggja í senn harmleikur og gamanleikur. Hinn lamaði listamaður er bráðfyndinn og skemmtilegur um leið og hann á í innra stríði vegna hörmulegra ör- laga sinna. Hann vill deyja, en allir í kringum hann vilja að hann lifi. í enskri umsögn um þessa mynd seg- ir eitthvað á þá leið, að áhorfandinn sitji að lokum grátandi en brosandi út í bæði. HH HELGARPÖSTURINN 31

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.