Helgarpósturinn - 19.03.1987, Blaðsíða 18
eftir Önnu Kristine Magnúsdóttur
mynd Jim Smart
NATTURUNNI
ALLUR I
Það er hœgt ad segja allt annad um Örn Svavarsson en ad hann sé óhress.
Honum lídst líka ýmislegt uegna þessarar hressu framkomu, til dœmis hjá
uidskiptafyrirtœkjum sínum í Suiss og Þýskalandi þar sem hann kallar alla
meö fornafni, huort heldur hann er að tala uið sendla eða framkuœmda-
stjóra. Meira að segja tíðkast það í einu þýsku fyrirtœkjanna að menn sem
hafa unnið saman í yfir tuttugu ár áuarpi huorn annan „Herr-Doctor“ —
en hjá Erni heita þeir bara Michel og Helmut.. .
Örn er umsvifamikill heildsali hér í borg.
Hann er þó ólíkur öðrum heildsöium að mörgu
leyti. Skrifstofan hans er í litlu bakhúsi við
Laugaveginn og vörurnar sem hann flytur inn
eru náttúruvörur. Þeirra vegna lenti Örn í sviðs-
ljósinu í fyrra en þá fór Lyfjaeftirlitið þess á leit
við hann að hann skilaði inn ákveðnum jurta-
lyfjum til eyðingar. En hvaðan kemur hann,
þessi maður sem að sumu leyti brýtur í bága við
svo margt?
„Ég kem úr Landsveitinni en er nú bara fædd-
ur í Reykjavík, nánar tiltekið í Barmahlíðinni,"
segir Örn og hlær. „Mamma mín, Elfriede Kjart-
ansson, er þýskur flóttamaður og þegar hún átti
von á mér var henni sagt að hún væri orðin svo
gömul að það þýddi ekki að bíða á spítalanum,
barnið kæmi ekki fyrr en eftir „dúk og disk“. Það
passaði, hún var rétt komin heim í Barmahlið
þegar ég ákvað að koma í heiminn. Ég man nú
lítið eftir mér úr Barmahlíðinni því við fluttum
í Kamp Knox þegar ég var þriggja ára og þar
bjuggum við í fjögur ár. Pabbi minn, Svavar
Hafstein Jóhannsson og mamma skildu um það
leyti og mamma fluttist síðar með mig og yngri
systur mína Droplaugu austur í Landsveit þar
sem hún giftist bóndanum í Flagbjarnarholti,
Stefáni Kjartanssyni, mætum manni."
í Landsveitinni ólst Örn upp og sinnti þeim bú-
störfum sem til féllu. Skólagangan „er ekkert til
að flíka," segir Örn. „Ég lauk bara skyldunni frá
Laugalandsskóla í Holtum og tók ekki einu sinni
gagnfræðapróf." Hann er kannski lifandi sönn-
un þess að margt er hægt að læra í skóla lífsins
því ekki aðeins talar maðurinn fallega íslensku
heldur svissar hann úr henni yfir í þýsku,
sænsku, dönsku eða ensku þegar þess þarf með:
„Þýskuna lærði ég af mömmu sem talaði alltaf
við okkur systkinin á þýsku en við svöruðum á
íslensku," segir hann. „Mamma gerði þann góða
hlut að láta okkur skrifast á við vini sína í Þýska-
landi og þannig lærðum við mun meira í málinu
en ella. Sænskuna fékk ég frítt ef svo má segja
því ég var giftur sænskri konu í mörg ár.“
Þegar Örn var 17 ára lagði hann leið sína til
Reykjavíkur. „Ég vann mér inn peninga til að
eyða í ferðalög, enda alltaf verið mikil ferða-
löngun í mér," segir hann. „Sumarið áður en ég
varð tvítugur lést fóstri minn svo ég flutti aftur
austur. Við mamma vorum þá að velta fyrir okk-
ur hvort við ættum að halda búskapnum áfram
en ekkert varð úr því, aðallega vegna þess að
við vorum ekki sammála um hvernig ætti að
reka búið. Ég vildi að við losuðum okkur við allt
sauðfé og settum upp 50—100 kúa fjós en sem
betur fer varð ekkert af því. Nú er allt í mínus og
borgaðar 15 krónur á hvern lítra sem ekki er
framleiddur!" Hann hlær hrossahlátri þegar við
ímyndum okkur hvort hann fengi ekki þessa
peninga greidda á þeirri forsendu að hann
„hefði ætlað að setja upp kúabú" ...
LEIÐSÖGUMAÐUR . . .
„A þessum fyrstu Reykjavíkurárum hafði ég
unnið í verkamannavinnu, á bílaverkstæði og
var í íhlaupavinnu í Straumsvík en frétti svo að
það vantaði þýskumælandi leiðsögumenn. Ég
gekk því inn á ferðaskrifstofu Zoéga og spurði
hvort þá vantaði ekki leiðsögumann og var sagt
að koma aftur næsta dag. Mér þótti ég bara
nokkuð djarfur því á þessum árum var ég hrika-
lega feiminn, kunni ekki neitt eða vissi nokkuð
og var nýkominn af traktornum í sveitinni. En
næsta morgun mætti ég og var þá sagt að dag-
inn eftir kæmi þýskt skemmtiferðaskip hingað
til lands og ég ætti að fara með hópinn á Gullfoss
og Geysi. Þangað hafði ég raunar aldrei komið
en lét það ekki uppi, fékk lánaðar bækur hjá vin-
konu minni sem var ieiðsögumaður og las mér
til um allt sem vert var að vita. Þetta varð ein-
hver besti túrinn minn . . . ! í gegnum leiðsögu-
starfið kynntist ég mörgum og átti inni heimboð
um allan heim sem mér fannst kjörið að þiggja.
Þetta var áhugavert starf og það eru ekki nema
2—3 ár síðan ég hætti alveg í þessu starfi. Fram
að þeim tíma tók ég að minnsta kosti eina, tvær
ferðir á sumri, fyrst hótelferðir og síðan fjalla-
ferðir hjá Úlfari Jacobsen."
GLUGGAPÚSSARI . . .
Örn starfaði um tíma með vini sínum Sigvalda
Kaldalóns við það að pússa glugga þangað til
hann ákvað að fara út í það starf sjálfur: „Ég
keypti mér fötu, sköfu, kúst og stiga og labbaði
inn í fyrirtæki þar sem mér fannst rúðurnar vera
óhreinar. Á Laugaveginum þvoði fólk greinilega
sjálft gluggana á fyrstu hæðum svo ég einblíndi
upp á aðra og þriðju hæð og bauðst til að þvo
gluggana gegn ákveðnu gjaldi viku- eða mánað-
arlega. Þetta var stórgóð vinna því flestir vilja
hafa hreinar gluggarúður og fyrr en varði var ég
kominn með þrjá menn í vinnu. Þetta starf hlóð
utan á sig og ég held bara að ég hafi um tíma
verið stærsti gluggapússarinn í borginni!"
. . . OG HEILDSALI
Hann segist hafa verið í gluggapússarastarfinu
alveg þar til hann opnaði verslun sína Heilsu-
húsið rétt fyrir jólin 1979. Þá var hann þó löngu
byrjaður á að flytja inn heilsuvörur og ég spyr
hann um aðdraganda þess:
„Þannig var að mamma hafði komist í kynni
við svissneskar náttúruvörur frá fyrirtækinu
Bioforce. Sá sem flutti þær hingað inn var
danskur maður sem hafði byggt upp starf Votta
Jehóva hér á landi, ómenntaður bóndasonur frá
Danmörku en alveg óhemju vel gefinn. Hann
las hin ólíklegustu tungumál, s.s. hebresku,
grísku og latínu og talaði að auki íslensku betur
en nokkur íslendingur en hafði ekki hundsvit á
peningum. Gáfur og peningavit fara nefnilega
ekki alltaf saman! Nú, þessi innflutningur var
alveg í kaldakoli hjá honum en þar sem hann
vissi af áhuga okkar mömmu á náttúruvörum
bauð hann okkur að taka við umboðinu. Ég sló
til og var fyrst með þetta á skrifborðinu heima,
flutti svolítið inn og seldi í verslanir og þetta
gekk alveg ágætlega. Áhugi fyrir þessum vörum
varð alltaf meiri og meiri og ég pantaði sífellt
meira. Þessar vörur seldi ég aðallega í Náttúru-
lækningabúðina en einnig í aðrar verslanir og
allir stóðu við sitt. En svo kom nýr verslunar-
stjóri í Náttúrulækningabúðina . .
ÉG VAR BARA LÍTILL OG AUMUR
„Af því ég var bara lítill og aumur og ekki stór
bógur fannst honum allt í lagi að draga greiðslur
til mín. Þær komu alltaf á endanum en ég var
orðinn leiður á þessu eilífa veseni og eins loka-
setningu hans í hvert skipti sem við áttum við-
skipti: „Þá er bara okkar viðskiptum lokið!" sagt
með þjósti í hvert skipti sem ég vildi fá greiðsl-
urnar á réttum tíma. Einn daginn fékk ég mig
fullsaddan og svaraði því til að það væri líklega
best. Gekk út og fór að leita mér að plássi til að
opna eigin verslun. Um þær mundir var ég að
þvo gluggana hjá Pfaff á Skólavörðustíg, en þeir
voru þá að flytja inn í Borgartún og ég spurði
Magnús hvort hann væri ekki til í að leigja mér
og var það auðsótt mál. Ég opnaði Heilsuhúsið
svona einn, tveir og þrír með ágætis úrval af
vörum. Um svipað leyti fór ég að selja Gericom-
plex."
AUGLÝSINGAR HEILLA MIG
Hann segist hafa lesið allt sem hann náði í sem
viðkom heilsuvörum og óskaði eftir að fá fyrir-
lestra af heilsuþingum senda til sín. I einni send-
ingunni fékk hann fyrirlestra sem fluttir höfðu
verið í Sviss, þar á meðal einn um ginseng:
„Nokkru áður höfðu Moonistar á Islandi flutt
inn ginseng og skrifað um það opnugrein í Vísi
og það varð allt vitlaust hér, allir vildu fá gin-
seng. Þeir voru aftur á móti eitthvað seinir við
að flytja það inn svo mér fannst kjörið að prófa.
I fyrirlestrinum kom m.a. fram að eina ginseng-
ið sem vit væri í væri G115 og ég fann út hverjir
framleiddu það. Skrifaði út til Sviss og óskaði eft-
ir umboði. Þeir svöruðu mér um hæl og sögðu
að það væru fleiri hér á landi að óska eftir um-
boðinu og hvað ég teldi mig geta selt mikið. Ég
skaut á einhverja tölu og sendi svarið út. Þessi
snöggu viðbrögð öfluðu mér umboðsins því
hinn aðilinn svaraði ekki. Talan sem ég skaut á
reyndist fjarri lagi — íslendingar keyptu mun
meira af ginseng en ég hafði áætlað!
Ég hef alltaf verið heillaður af auglýsingum og
ákvað að fyrsta auglýsingin um Gericomplex
skyldi verða sterk. Lét mig meira að segja hafa
það að bíða vikum saman eftir viðskiptum við
þá auglýsingastofu sem ég treysti best. Það tókst
og auglýsingin sló í gegn. Eitt af því sem hreif
mig í sambandi við auglýsingar var þegar ég las
hvernig Wrigleys náði tyggjómarkaðnum. Þeir
auglýstu heilsíðu í lit á sama tíma og engum öðr-
um kom einu sinni til hugar að prenta í lit. Salan
fór fram úr öllum mínum vonum og ég flutti inn
Gericomplex í tonnavís næstu mánuðina. Þá var
ég einn í þessu og var hreinlega bara í því að
keyra töflurnar út í apótekin. Þetta var ævintýri
líkast og árið 1983 var slegin metsala á þessari
tegund hér á landi, sala sem hvergi í heiminum
hefur verið slegin út miðað við fólksfjölda!"
ÉG ÓTTAST EKKI SAMKEPPNI
„Það verður því að segjast eins og er að það
var verslunarstjóri Náttúrulækningabúðarinnar
sem kom mér á sporið. Hann hefur ábyggilega
ekki ætlast til að svona færi . . . Annars er ég
persónulega hrifinn af samkeppni og óttast
hana ekki því ég er sannfærður um að aukinn
fjöldi heilsubúða eykur neyslu á heilsuvörum,
alveg eins og aukinn fjöldi veitingahúsa hefur
orðið til þess að fleiri fara út að borða. Það hefur
alltaf verið stefnan hjá mér að lækka vöruverð,
m.a. með því að flytja inn vörur í lausu og pakka
þeim inn sjálfur. Besta varan er auðvitað alltaf
dýr en það er óþarfi að hafa hana enn dýrari
með því að borga erlendum aðilum fyrir pökkun
sem maður getur auðveldlega séð um sjálfur.
Það hafa komið upp fleiri svona verslanir hér á
landi frá því ég opnaði Heilsuhúsið 1979 og
þetta er töff bransi. Það hleypur enginn inn í
hann, það er alveg öruggt. Maður verður að vita
nákvæmlega hvað maður er að gera. Það er
ekki nóg að panta bara B-vítamín, maður þarf
að vita nákvæmlega hvað maður er með í hönd-
unum, úr hverju varan er unnin, styrkleika
hennar að sjálfsögðu, hvaða aukaefni eru í
henni og þar fram eftir götunum. Alfa og omega
hjá mér er að slaka aldrei á gæðunum."
Örn segir verslunina hafa þróast æ meira út í
gourmet-verslun eftir að hann hóf að selja te og
kryddvörur frá Frakklandi. „Mér fannst töff að
vera með kryddjurtir og te í stórum sekkjum og
selja það beint. Þannig fær maður ferskt og gott
krydd á góðu verði."
„ . . . EN HÉR ER ÞETTA
BANNAÐ"
Við víkjum talinu að blaðadeilum sem Örn
stóð í við aðstoðarlandlækni á síðasta ári:
„Ef við byrjum á byrjuninni vil ég benda á að
alls staðar í heiminum er seit mikið af góðum
náttúrumeðulum, s.s. jurtaupplausnum og jurta-
teum. Þetta er selt á Norðurlöndunum, í Þýska-
landi og Bretlandi og meira að segja í Bandaríkj-
unum þar sem þetta hefur fengið náð fyrir Food
and Drug Administration, sem er mjög strangt
eftirlit — en þetta er bannað hér. Þetta bann
kom til vegna breytinga á lyfjalögum og var sett
fyrir nokkrum árum. Ég hafði flutt þessar vörur
inn í mörg ár og fékk alltaf samþykki „með fyrir-
vara" því það átti alltaf að gera eitthvað í málinu.
Svo var allt í einu tekið fyrir innflutning á þess-
um vörum og auðvitað varð fólk óánægt. Hér
hafa margir fengið bót á kvillum sínum með því
að nota jurtalyf. Ástæðan fyrir banninu var sögð
vera sú að þessi lyf innihaldi „virk efni". Auðvit-
að innihalda þau virk efni, annars myndu þau
ekki virka!“ segir Örn og glottir. „Önnur eru
bönnuð vegna þess að þau eru leyst upp í áfengi
en það er nauðsynlegt til þess að virku efnin ná-
ist úr jurtunum. Hér má aftur á móti selja köku-
dropa í matvöruverslunum þótt þeir innihaldi
sama styrkleika af áfengi og þessir heilsudropar.
Þetta er fáránlegt. Ég spurðist einu sinni fyrir
um þetta hjá Lyfjaeftirlitinu og fékk það svar að
það væri sennilega vegna þess að kökudropar
væru svo eitraðir að fólk væri löngu komið með
eitrun af essensnum áður en áfengið hefði skað-
leg áhrif.
Að mínu mati er það skýlaust brot á mannrétt-
indum og skýlaust brot á stjórnarskránni að
meina fólki aðgang að þeim efnum sem geta lin-
að þjáningar þess. Þetta er töluvert svæsið
spursmál, ég held bara að fáir geri sér grein fyrir
því. Hvaða rétt hafa þessir menn til að segja: Það
er ég sem ákveð hvað þú notar ... ? Þér til fróð-
leiks get ég sagt þér að lœknar voru farnir að
vísa mikið á eitt af þessum efnum því það var
svo milt en virkaði samt vel.“
„STÓRHÆTTULEG EFNI"
„Það var svo í janúar í fyrra að starfsmaður frá
Lyfjaeftirlitinu mætti í verslunina — án þess að
kynna sig — og spurði hvort eitthvað væri til við
hinu og þessu sem hún nefndi. í framhaldi af því
fékk ég bréf frá Lyfjaeftirlitinu þar sem ég var
beðinn um að afhenda ýmsar vörur til eyðingar
hvað ég og gerði. Einhver sagði sjónvarpinu frá
þessu og tekið var viðtal við mig og aðstoðar-
landlækni þar sem hann fullyrti m.a. að sum
þessara efna væru „stórhættuleg". Ég vil auðvit-
að ekki sitja undir því að ég sé að selja fólki
„stórhættuleg efni“ og svaraði honum í blöðum.
Upp úr því hófust blaðaskrif okkar á milli og les-
endur létu einnig í sér heyra. Sko, Lyfjaeftirlitið
á bara að hafa eftirlit með því að hingað séu ekki
flutt inn skaðleg efni. Það er allt og sumt sem
það á að gera. En á meðan mér er bannað að
flytja inn skaðlausar lækningajurtir er leyfður
innflutningur á annarri jurt hingað til lands í
tonnatali í hverjum mánuði. Það er jurt sem vit-
að er að dregur svo og svo marga til dauða á
hverju ári. Tóbak. Sú jurt kostar heilbrigðiskerf-
ið tugi ef ekki hundruð milljóna á hverju ári
meðan jurtirnar sem ég flyt inn geta stuðlað að
lækkun kostnaðar í heilbrigðiskerfinu. Meðan
fólk notar náttúrulyf þarf það ekki þessi dýru lyf
sem nú er verið að fjalla um á Áiþingi. Þetta
kostar heilbrigðiskerfið ekki neitt, þetta sparar
því peninga en misvitrir menn geta ákveðið að
þetta sé bannað. Takk. Það hefur ekkert breyst
í aldanna og árþúsundanna rás. Það er alltaf mis-
viturt yfirvald sem getur ákveðið líf og dauða
fólks. Þegar Galileó sagði að jörðin væri hnöttótt
og snerist átti að taka hann af lífi því sú kenning
stríddi í bága við það sem fræðimenn og ráða-
menn höfðu ákveðið og héldu fram. Þá átti hinn
litli maður bara að þegja. Og þetta er nákvæm-
lega eins í dag. Ef hinn litli maður leyfir sér að
hafa aðra skoðun en yfirvaldið þá er hann bara
kýldur niður, vær sá god! Svona hefur þetta allt-
af verið og svona er þetta enn í dag, á tuttugustu
öldinni — á íslandi. Við upplýstir íslending-
ar..!“
VINNA OG STARF
ÓAÐSKILJAN LEGT
Örn hefur nú látið móðan mása varðandi
vinnumálin og því tilhlýðilegt að skipta um um-
ræðuefni svo lesendur fái örlitla innsýn í persón-
una Örn Svavarsson. Ég bið hann fyrst að lýsa
sjálfum sér:
„Ég held það sé best að láta aðra um slíkt!"
segir hann og hlær.
En hvernig aðskilur svona vinnuforkur einka-