Helgarpósturinn - 26.03.1987, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 26.03.1987, Blaðsíða 3
FYRST OG FREMST HELGARPÚSTURINN UMMÆLIVIKUNNAR FYRIR skemmstu fjölluðu koll- egar okkar á Morgunbladinu um manninn að baki þáttanna Vest- rœn veröld, sem nú er verið að sýna í ríkissjónvarpinu. Heitir sá John Roberts og er þekktur, bresk- ur sagnfræðingur. Moggamönnum bregst þó svolítið bogalistin, þegar þeir þýða núverandi starfstitil Bretans. Stendur í greininni, að hann hafi „verið skipaður vara- rektor háskólans í Southamptori', en þarna hefði þýðandinn betur ráðfært sig við einhvern sem þekkir til i ríki hennar hátignar, Elísabetar II. ,,Vice-chancellor“ þýðir einfaldlega „rektor" eða „skólameistari" og er sá sem ber titilinn stjórnandi skólans og hreint engin varaskeifa. Fyrir þá fróðleiksfúsu má geta þess, að við breska háskóla er líka staða „chancellors", eða „heiðurs- rektors". Það þykir mikill virðing- arvottur að hljóta slíka nafnbót, en okkar ágæti Magnús Magnús- son sjónvarpsmaður er einmitt heiðursrektor við einn af háskól- unum í Bretaveldi. STÖLLURNAR Agnes og Helga í Stundinni okkar hafa fund- ið upp á ýmsu skemmtilegu í vet- ur. Nú er t.d. af og til matreiðslu- kennsla í þættinum, sem tveir ungir krakkar sjá um. Fyrir nokkru útbjuggu þau ferskt ávaxtasalat og stóðu þá fyrir fram- an kvikmyndatökuvélarnar með brýnda kuta og skáru niður epli, appelsínur og fleira. Skyndilega fann maður fyrir því að filman hafði verið klippt og viti menn: litla stúlkan með hnífinn var allt í einu komin með plástur og eplið orðið svolítið brúnleitt! HÁÞRÝSTINGUR gerir mörgum nútímamanninum lífið leitt, en sem betur fer eru þó til ýmis ráð við þessum leiða kvilla. Nýverið kom t.d. út bók um aðferðir prófessors í Baltimore við að lækka blóðþrýsting sjúklinga sinna. Hann heldur því fram að fólk með of háan þrýsting tali hraðar en aðrir. Meðferðin felst þess vegna m.a. í því að kenna sjúklingunum að tala hægar, taka sér málhvíld og fleira í þeim dúr. Hafi einhver áhuga, nefnist ritið New ways to lower your blood pressure og er eftir Claire Safran. LYFJANOTKUN hefur mikið verið til umræðu hér á landi að undanförnu. í Bretlandi hafa þeir kannað þessi mál og komist að því, að um þriðjungur afgreiddra lyfja endar í ruslakörfunni. Læknir nokkur þar í landi heldur því þar að auki fram, að nær sjöfalt færri lyf væru notuð, ef fólk hætti alveg SMARTSKOT að reykja. Reykingamenn fá nefni- lega miklu oftar meðul en bindindismenn á tóbak. HEITA og kalda drykki má gjarnan fá úr nokkurs konar sjálf- sölum á íslenskum vinnustöðum. Þessi drykkjarvara er þó kanski ekki jafnsakleysisleg og ætla mætti samkvæmt rannsókn sem gerð hefur verið í Wales. Þar kom í ljós, að bakteríur voru í upp undir helmingi heitu drykkjanna og um 6% þeirra kældu. TANNLÆKNINGAR og þá ekki síst kostnaðarhliðin við þær, þykja gjarnan kræsilegt umræðu- efni. í breska tannlæknaritinu The British Dental Journal var kast- ljósinu hins vegar nýverið beint að tannlæknunum sjálfum og líðan þeirra. Þar kom í ljós í könnun meðal tæplega 500 tannlækna, að þeir eru alveg sérdeilis kvíðafullir einstaklingar. Þriðjungur tann- læknanna kvaðst óánægður í vinnunni og fjöldinn allur kvartaði undan ónotum í maga, svimaköstum og löngun til að bresta í grát, sem þeir urðu að bæla niður fyrir framan sjúklingana. Raunar var ástandið mun betra meðal kvenkyns tann- lækna en karlanna, hverju sem það er nú að þakka. VIÐRÆÐUÞÁTTUR ingva Hrafns Jónssonar og Halls Halls- sonar, „bestu fréttamanna lýð- veldisins", eins og þeir eru stundum kallaðir, við Albert Gudmundsson vakti óskipta athygli. Og gárungarnir voru fljótir til að vanda. Nú er ekki talað um fréttastofu ríkissjón- varpsins lengur. Nú tala menn um Sjónvarp Sjálfstœdisflokksins. Litli kallinn og litli maðurinn Lilli sverfa lét til stáls, „Hvad er ad ske?" en lagði vopnin niður. ALBERT GUÐMUNDSSON, FYRRUM IÐNAÐAR- Það að vinna verk til hálfs RÁÐHERRA, I SPJALLI VIÐ INGA HRAFN JÖNSSON er vondur siður. OG HALL HALLSSON SL. ÞRIÐJUDAGSKVÖLD. Niðri Ásta K. Ragnarsdóttir , Já, það held ég sé óhætt að fullyrða! Hann er kannski ekki hægur — en hávær er hann ekki." — Hvernig er að vera gift Stuðmanni? „Ég lít ekki á hann sem Stuðmann... Þegar ég kynntist Valgeiri vissi ég ekki að hann var Stuðmaður því Stuðmenn var leynihljómsveit á þeim tíma. Mér var þó kunnugt um að hann var í Spilverki þjóðanna! Ég heyrði hann flytja þau lög sem Spil- verkið var að leika inn á plötu og þannig kynntist ég honum — og heillaðist. Þá voru Stuðmenn búnir að gefa út plötuna „Sumar á Sýrlandi" en ég var svo græn að ég áttaði mig ekki á að þetta væri sama fólkið! Það var síðan vinkona mín sem benti mér á það. Hún var að hlusta á Spilverks-upptökuna og sagði: „En þetta eru Stuðmenn!" Þannig vissi ég fyrst að Val- geir væri Stuðmaður. Hann hafði ekki sagt mér það! Það má því segja að ég hafi fengið hálfgert sjokk í fyrstu!" — Semur þú sjálf, lög eða Ijóð? ,Já ég skrifa Ijóð í laumi." — Hafa þau aldrei komið út? „Nei nei, þetta er bara fyrir sjálfa mig. Svona nokkurs konar unglingakomplexar". — Hvað finnst þér um lagiö , ,Hægt og hljótt"? „Mér finnst það alveg yndislegt lag og hefur alltaf fundist svo, alveg frá upphafi. Ég heillaðist strax af því." — Fylgdistu þá með frá því lagið varð til? (AJá allan tímann." — Þú hefur ekki komið nálægt textanum sjálf? „Nei það gerði ég ekki. Ég fylgdist með úr fjarlægð og svo var lagið sungið fyrir mig þegar það var fullgert." — Ertu hlynnt keppni eins og Eurovision? , Já — að minnsta kosti dró ég ekki úr Valgeiri að senda lag í keppnina!" — Hefurðu einhvern tíma reynt að hafa áhrif á laga- eða textagerð Valgeirs? irJá já — ég skipti mér svolítið af! Að vísu geri ég enga stóra hluti en ef mérfinnsteinhverjir þættir mega beturfara þá hef ég orð á því." — Hvernig finnst þér sviðsljósið? „Ég held mig alveg frá því." — Þú verður ekki vör við að fólk viti að þú sért konan hans Valgeirs Stuðmanns? „Nei ég hef alveg losnað við slíkt. Ég hef reynt að halda mig fyrir utan sviðsljósið því það er ágætt þegar hjón geta verið tvær sjálfstæðar verur." — Ætlarðu með til Brussel? „Það er óvíst enn sem komið er. Ég hef hug á að vera við- stödd en það kemur bara í Ijós hvort af því verður." Ásta Kristrún Ragnarsdóttir er námsráðgjafi við Háskóla Islands. Hún er llka eiginkona Valgeirs Guðjónssonar, þess hins sama og bjó til lagið „Hægt og hljótt" sem sigraði í Söngvakeppninni á mánudagskvöldið. Slmalínur útvarpsstöðvanna voru rauðglóandi á þriðjudagsmorguninn og áheyrendur virtust flestir hafa myndað sér ákveðna skoðun á því hvort lagið hefði átt að sigra eða ekki. Fáir þekkja þó Valgeir og lögin hans betur en Ásta. Þau hafa búið saman (13 ár og eiga saman soninn Árna Tómas sem verður 10 ára f maí. HP sló á þráðinn til Ástu og fékk að heyra viðhorf hennar. Er hann hægur og hljóður sjálfur? HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.