Helgarpósturinn - 26.03.1987, Blaðsíða 47

Helgarpósturinn - 26.03.1987, Blaðsíða 47
FRÉTTAPÓSTUR Albert úr ráðherrastól - sérframboð kannað. Mál málanna í íslenska þjóðfélaginu síðustu viku eða frá því HP kom síðast út er Albertsmálið. Eftir að HP hafði upp- lýst um að formaður Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Páls- son, hefði lagt að Albert að segja af sér vegna afsláttar- greiðslna frá Hafskip sem ekki komu fram í bókhaldi heild- sölufyrirtækis Alberts, afréð formaðurinn að halda sér- stakan blaðamannafund í Alþingi strax að loknum þing- lausnum á fimmtudag. Þar lýsti formaðurinn því yfir að um alvarlegt mál væri að ræða og siðferðisspursmál þar sem Albert hefði verið fjármálaráðherra (og um leið yfirmaður skattamála) þá er afsláttargreiðslurnar áttu sér stað. Albert var þá i embættiserindum í Kaupmannahöfn, en kom til landsins á laugardag. Þá þegar var ,,Hulduher“ Alberts kominn á stjá. Á sunnudag átti Albert fund með Þorsteini þar sem formaðurinn gerði honum ,,tilboð“ sem Albert átti að hugsa um í 1-2 sólarhringa. Það gerðist síðan á þriðjudag að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins var kallaður saman og lagði Albert þar fram lausnarbeiðni sem samþykkt var samhljóða. Síðar um daginn hélt stjórn fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna í Beykjavík fund og var á dagskrá hvort kveða skyldi fulltrúaráðið saman til að ákveða hvort Albert yrði áfram í fyrsta sæti listans í Reykjavik. Stjórnin ákvað að niðurstöður prófkjörsins skyldu standa. Sama morgunn höfðu stuðningsmenn Alberts á hinn bóginn sótt um sér- stakan listabókstaf — S — með hugsanlegt sérframboð í huga. TJm kvöldið lýsti formaður flokksins þvi yfir i sjón- varpi að ekki kæmi til greina að Albert verði ráðherra ef Sjálfstæðisflokkurinn verður í næstu ríkisstjórn og hljóp við þetta endurnýjuð illska í deiluna. Sjálfur segist Albert ekki skilja það hvernig hægt er að vantreysta honum sem ráðherra en trey sta honum fyrir þvi að leiða flokkinn i kom- andi kosningum í Reykjavík. í gær, miðyikudag, kom Helena Albertsdóttir til landsins, en hún hefur verið talin e.k. ,,liðsstjóri“ Hulduhersins og kosningastjóri Alberts við hin ýmsu tækifæri. Hlutirnir gerast hratt og þegar þetta er skrifað, síðdegis á miðvikudegi, er enn biðstaða í valdatafl- inu, en frestur Alberts-manna til að boða framboð rennur út á föstudag. „Afleit“ staða í kennaradeilunni Enn virðist langt í land með að samningar takist milli HÍK og ríkisins. Á mánudaginn slitnaði upp úr samningaviðræð- um milli þeirra og að sögn Kristjáns Thorlacius, formanns HÍK strönduðu viðræður á launakjörum. Kennarar gengu á fund Þorsteins Pálssonar fjármálaráðherra og Sverris Hermannssonar menntamálaráðherra í síðustu viku en fengu að sögn litlar undirtektir. Nemendur í framhaldsskól- um eru orðnir þreyttir á biðinni og mótmæltu í fyrradag. Hópur þeirra settist að í fjármálaráðuneytinu og hyggst dvelja þar uns ríkisstjórnin hefur ákveðið „einhverja menntastefnu" og annar hópur þeytti bilflautur víðs vegar um borgina. Tilboð ríkisins felur í sér að þeir kennarar sem lengri starfsaldur hafa borgi kostnaðinn við launahækkun byrjenda. Guðlaugur Þorvaldsson rikissáttasemjari sagði á þriðjudag að honum litist illa á stöðuna í samningunum og afleitlega á stöðuna í kennaradeilunni. Enginn sáttafundur var haldinn í gær. (Sjá nánar um kennaradeiluna i Innlendri yfirsýn). 90% styfija hugmyndina um kjarnorkuvopnalaus Norður- lönd Utanrikisráðherrar Norðurlanda hittust á fundi í Reykja- vik, 25. og 26. mars. Helsta umræðuefni ráðherranna verð- ur skipan nefndar um það markmið að lýsa Norðurlönd kjarnorkuvopnalaus en talsverður þrýstingur hefur verið frá hinum Norðurlöndunum um að ísland taki þátt í þessu samstarfi. Allt bendir til þess að íslendingar taki þátt í störf- um nefndarinnar. Til þess að leggja áherslu á vilja almenn- ings í þessu efni þá ákváðu ýmsir listamenn að halda úti- fund á Lækjartorgi í kjölfar skoðanakönnunnar sem Pélags- vísindastofnun gerði, þar sem fram kom að um 90% íslend- inga eru hlynntir hugmyndinni um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd. Á fundi þessum bar margt til tíðinda en helst það að honum bárust blóm og skeyti frá Yoko Ono Lennon, þar sem hún sagði að hjarta hennar væri hjá fundarmönn- um og þakkaði þeim fyrir að stiga skref í friðarbaráttunni. Að loknum fundinum gengu fundarmenn að fundarstað utanríkisráðherranna og afhentu þeim bók Halldórs Lax- ness, Atómstöðina, sem skáldið áritaði sérstaklega í tilefni þess. Préttapunktar • Danskt flutningaskip strandaði við Rif aðfaranótt þriðju- dagsins 24. mars. Skipið var að koma frá Patreksfirði og átti það að lesta saltfisk á Rifi. Strekkingsvindur var og bræla er strandið átti sér stað en skyggni ágætt. Aðfaranótt miðviku- dagsins náði svo varðskipið Óðinn að draga skipið á flot. Tal- ið er að undirstöður vélar skipsins hafi skekkst við strand- ið. • Eimskipafélag íslans átti lægsta tilboð í sjóflutninga fyrir Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli. Eimskip fær því 65% flutningana að þvi er bandaríski sjóherinn hefur skýrt frá. Talið er að afgangurinn komi í hlut Rainbow Navigation. • Fjöldi stéttarfélaga er í verkfalli eða á i samningaviðræð- um. Verkfall háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga hófst 19. mars og ríkir neyðarástand á Landsspítalanum að sögn yfirlæknisins þar, nær 90 rúm standa auð. Verkfallið er óháð nýgerðum kjarasamningi Hjúkrunarfélags íslands. • Við viðgerð á gólfi Bessastaða komu í ljós fornleifar, sem eru frá Konungsgarði og húsi landfógeta frá því á fyrri hluta 17. aldar. • Indriði G. Þorsteinsson og Ingvar Gíslason hafa verið ráðnir ritstjórar á Tímanum, þar sem fyrir sat sem slíkur Niels Árni Lund. • Að lokum minnir HP á, að föstudagurinn 27. mars er reyklaus dagur. Drepum í. E9KKURINK Smiöshúö 4, 210 (iaröabæ sími 45430. i Garðabæ atiglvsir Nú fer í hönd tími ferminga og annarra mannfagnaða. Við í Kokknum leitumst við að gera veisluna sem ánægjulegasta. Bjóðum meðal annars heita og kalda rétti, fiskhlaðborð og austurlenska rétti. Veislan er í öruggum höndum hjá okkur. Upplýsingar og pantanir í síma 656330 og 79056 heima. Kr. 5.500J Hámarksþœgindi fyrir iágmarks- verð. Hann er loksins kominn stóllinn sem sameinar þessa tvo kosti. Þessi stóll styður vel við bakið og gœtir þess að þú srtjir rétt. Hann er með léttri hœðastillingu, veltanlegu baki og fimm arma öryggisfœti. Þetta er gœðastóll á góðu verði. Þetta er góð fermingargjöf. ALLT I EINNI FERÐ J fJYUUft- i Hallarmúla 2 Sími 83211 s 7TT7T ~TTTTvt HELGARPÓSTURINN 47

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.