Helgarpósturinn - 26.03.1987, Blaðsíða 44

Helgarpósturinn - 26.03.1987, Blaðsíða 44
eftir Önnu Kristine Magnúsdóttur mynd Jim Smart o.fi. kuSTIN Sumir virdast alltaf vera aö flytja rœöur. Þaö er sama hvert maöi^r fer, alltaf skal þaö vera sama fólkiö sem ser um rœöuflutning. Og aldrei skal því mistakast. Þaö er alveg sama hvort áheyrendur eru tíu eöa hundraö, rœöufólkiö viröisl alltaf jafn afslappaö og mismælir sig ekki einu sinni. Eöa er þaö annars svo? Getur ekki vel veriö aö margir hafi mismœlt sig, jafnvel gleymt hvaö þeir œtluöu aö tala um og séu meira aö segja meö slíkan skrekk áöur en þeir halda rœöur aö þeir séu ákveönir í aö gera þetta aldrei aftur? HP hringdi til fjögurra aöila sem eru þekktir fyrir rœöusnilld sína. Þaö kom á daginn aö enginn veröur óbarinn biskup í þessu tilfelli frekar en öörum og öll höföu þau fengiö smjörþefinn af því. . . Þau voru spurö hvort þau muni enn eftir fyrstu rœöunni sinni og þá hvers vegna, hvort þau hafi ákveöinn kœk viö rœöu- höldin (sumir standa á táberginu, aörir ríg- halda sér í páltiö o.s.frv.j, hvernig eigi aö undirbúa rœöuhöld, hver sé besta rœöa sem þau hafi heyrt (aörar en rœöur þeirra sjálfra!) og hvern þau telji besta núlifandi rœöumanninn. Þau svara einnig spurning- unni hvort þau hafi einhvern tíma œtlaö aö vera fyndin í rœöu en mistekist og hvernig tilfinning þaö sé aö halda rœöu (hvort þeim finnist þau hafa vald eöa vera yfir áheyr- endur hafin). VILHJÁLMUR HJÁLMARSSON, FYRRVERANDI MENNTAMÁLARÁÐHERRA „Eiginlega má segja að ég hafi flutt þrjár „fyrstu ræður“. Þá fyrstu flutti ég í Mjóafirði þegar ég var bókavörður lestrarfélagsins þar og gaf skýrslu, aðra í skólanum að Laugar- vatni og sú ræða er mér einna minnisstæð- ust. Ég man að ég svitnaði og bókstaflega reri á púltinu. Þetta hefur sjálfsagt verið skelfilegt úr því ég man þetta svona vel frá 19 ára aldri! En svo jafnaði þessi skrekkur sig og undir lok ræðunnar var mér bara far- ið að líða vel. Fyrsta ræðan mín í pólitík held ég hafi verið þegar ég fór á fund hjá Nýsköpunarstjórninni sem haldinn var að Eiðum. Þar var Sigurður Kristjánsson, sjálf- stæðismaður af Vestfjörðum og ég hellti mér 44 HELGARPÓSTURINN yfir hann þegar allir höfðu talað og ég tal- aði af miklum móð og æstist allur upp. Það sem gerði þetta svo eftirminnilegt var að þegar ég var að ganga til sætis míns sagði Sigurður svo hátt að allir heyrðu: „Já, hann jarmar fallega þessi!“ Eftir það fyrirgaf ég Sigurði allt. . .! Eg er ekkert frá því að mig hafi órað fyrir að ég ætti eftir að flytja ræður oft á lífsleið- inni því þrátt fyrir þennan mikla skrekk sem ég fékk í skólanum á Laugarvatni þá gekkst ég upp í að flytja ræður og hafði gaman af því sem og af félagsmálum. Svo tel ég alveg víst að það sé eitthvað í ræðufólki, einhver löngun til að láta bera á sér. Einhver svo- leiðis ólukkunáttúra! Þessi skrekkur fer aldrei alveg af manni, a.m.k. hef ég aldrei losnað alveg við hann. Ég veit ekki til að ég hafi einhvern kæk þegar ég flyt ræður og held að ég sé að minnsta kosti afskaplega tilþrifalítill með höndunum. Hins vegar má kannski flokka það undir kæk að ég hef ræðurnar alltaf frekar lengri heldur en styttri! Það er mjög vanalegt að ég gleymi úr ræðu og annað hitt, að ef ég held langa og ítarlega ræðu þá þarf ég helst að fara aftur í ræðupúltið til að útskýra hvað ég hafi átt við! Hins vegar dett ég ekki alveg út í miðri ræðu, slíkt hefur aldrei hent mig því ég er kominn nokkuð vel upp á lag með að halda áfram þótt það sé ekki alveg orðrétt ef ég er með skrifaða ræðu. Já, ég hugsa nú að einhvern tíma hafi ég ætlað að vera fyndinn og enginn brosað en í seinni tíð hef ég aðallega flutt ræður á elliheimilum og sjúkrahúsum og þar hefur gengið vel með brandarana. Ekki man ég til að ég hafi alveg orðið undir þar! Varðandi undirbúning fyrir ræðuflutning hefur það reynst mér best að hafa ræðurnar stuttar. Vandinn er hins vegar sá að ræðurn- ar verða að hitta í mark og ég hef oft fengið að heyra að það vanti broddinn í þær hjá mér. Sjálfur hef ég tekið eftir því þegar ég les ræður sem skrifaðar hafa verið beint eft- ir mér af Alþingi að einn ávana hef ég. Hann er sá að ef mér lánast að segja eitt- hvað ákveðið — þá bæti ég gjarnan ein- hverju stuttu aftan við svona aðeins til að draga úr því sem ég hef sagt! Þetta er auð- vitað afleitur kækur. . . Ég held að besta ræða sem ég hef heyrt hafi verið flutt af Tryggva Þórhallssyni. Þetta álit er auðvitað iitað, enda hef ég alltaf haft ákveðnar skoðanir á pólitík... Þessa ræðu flutti Tryggvi í fyrstu útvarpsumræð- unni 1931, í þingrofshasarnum. Stuðnings- menn hans voru feiknalega hrifnir af þessari ræðu og hún er mér óskaplega minnisstæð. Ég hef hins vegar aldrei reynt að gera upp við mig hverjir mér finnast bestu núlifandi ræðumennirnir, mér finnst enginn bera al- gjörlega af og það eru margir menn mál- snjallir. Mér finnst góð tilfinning að halda ræðu og það er sjálfsagt þess vegna sem maður er alltaf að þessu. Manni finnst maður vera að segja eitthvað sem snertir aðra og því kemst maður í samband við þá. Ég held það sé frekar það sem veitir manni ánægjuna held- ur en að þetta sé einhver valdstilfinning. En auðvitað þykir manni alltaf betra þegar eftir ræðunni er tekið og það er náttúrlega ein- hvers konar valdstilfinning — að maður sé kominn í snertingu við áheyrendur og hafi því dálítið vald yfir þeim. . .“ ÞÓRUNN GESTSDÓTTIR, RITSTJÓRI VIKUNNAR „Mér finnst nú skondið að ég skuli flokk- ast undir það að vera ræðusnillingur því ég hef aldrei séð sjálfa mig í því ljósi eða fund- ist ég tilheyra þeim hópi! Ég man nú ekkert eftir fyrstu ræðunni sem ég héit, að minnsta kosti hef ég ekki fengið svo mikinn_skrekk að ég gleymi henni aldrei! Það hefur hins vegar alltaf verið skrekkur í mér áður en ég held ræður. Þegar ég hef fundið mig knúna til að fara í ræðustól eða þurft á þvi að halda er alltaf skrekkur í mér dágóða stund áður, alltaf einhver ónotatilfinning sem gagntekur mig. Þessi tilfinning hefur þó far- ið minnkandi upp á síðkastið. Aftur á móti held ég að það sé allt í lagi að vera með „skrekk". Það er svipað og með leikara sem er að fara á svið. Að minnsta kosti er sagt að það sé bara betra ef hann er haldinn skrekk og með smá flugu í maganum því annars vanti adrenalínið og það að maður geri eins vel og hægt er. Það fer svo alveg eftir andrúmsloftinu hversu fljótt skrekkurinn fer af mér. Ef ég finn að ég hef náð tökum á áheyrendum þá hverfur skrekk- urinn en þáð fer líka eftir málefninu. Ef það er eitthvað sem mér er mikið í mun að koma frá mér þá tekur málefnið af mér ráð- in og ég gleymi sjálfri mér. Hvort ég hafi einhverja kæki í ræðustól? Já, að minnsta kosti er mér sagt að ég ræski mig mikið! Ég hef oft gleymt úr ræðu, þú veist nú um þessa þekktu formúlu um ræðu- menn að þeir flytji alltaf þrjár ræður. Ræð- una sem þeir ætluðu að flytja, ræðuna sem þeir fluttu og loks ræðuna sem þeir flytja þegar þeir eru búnir með aðalræðuna og hafa gleymt öllu! Maður man ansi margt þegar maður er sestur niður aftur! Ég hef bjargað mér út úr svona kringumstæðum með því að fara að tala um eitthvað annað, en þó í samhengi við fyrri hluta ræðunnar! Hér áður fyrr var ég alltaf með skrifaðar ræður en nú hef ég reynt að þjálfa mig upp í að tala út frá punktum. Auðvitað fer það þó eftir tilefninu hvort ég er með ræðu skrifaða eða ekki. Ef mér er til dæmis boðið sem ræðumanni kvöldsins af hátíðlegum til- efnum, fer ég að sjálfsögðu með skrifaða ræðu en aðrar tækifærisræður skrifa ég eðli- lega ekki. Ég held það sé undirstaða í allri ræðumennsku að fara ekki í ræðustól nema vita hvernig maður ætiar að byrja og enda ræðuna. Ef maður er búinn að þessu fyrir- fram getur maður yfirleitt bjargað sér \ skammlaust. \ Ég hef oft mismælt mig í ræðum en aldrei s svo að ástæða sé til að skrá það á spjöld sögunnar! Það skiptir líka máli í ræðuflutn- ingi að vera vel til hafður og það hefur ansi mikið að segja að bera sig vel. Gæta þess til dæmis að það sé ekki saumspretta á jakkan- um, lykkjufall á sokknum eða matarklessa á fötunum sem öruggt má telja að dragi að sér athyglina! Jú, jú, ég hef líka oft ætlað að vera fyndin í ræðum og enginn brosað. Það er svona hálfgerð „frysting" en þá verður maður bara að hugga sig við að maður hafi öðruvísi húmor en hinir í salnum Besta ræða sem ég hef heyrt var ræða Þorsteins Pálssonar sem hann flutti á lands- fundi Sjálfstæðisflokksins árið 1983, þegar hann var kosinn formaður flokksins. Hann er mikill ræðumaður og það var stórkostlegt að upplifa þann ræðuflutning. Hann náði

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.