Helgarpósturinn - 26.03.1987, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 26.03.1987, Blaðsíða 4
Nú standa yfir samningavidrœður milli Álafoss og Iðnaðardeilda Sam- bandsins um hugsanlega samvinnu og jafnvel samruna fyrirtœkjanna. Bœði standa þau illa eftir harðœri í ullariðnaðinum og er hugmyndin með viðrœðunum að slá á áhriftap- reksturs undanfarinna ára. Staða Alafoss er þó sýnu verri. Fyrirtœkiö skuldar um einn milljarð króna. Tap síðasta árs gekk svo nœrri eiginfjár- stöðu Álafoss að ekki má dragast nema fáeinar vikur að auka eigið fé fyrirtœkisins. Staða Álafoss er orðið vont mál fyrir eiganda fyrirtækisins, Fram- kvœmdasjóð íslands. Á sama tíma og það er yfirlýst stefna Fram- kvæmdasjóðs að losa hann undan eignaraðild að atvinnufyrirtækjum, er nú sýnt að ekki verður komist hjá því að sjóðurinn leggi fram 100 miíl- jónir króna til að bæta eiginfjár- stöðu Álafoss. Framkvæmdasjóður er nú þegar með 117 milljónir af eigin fé sínu bundnar í hlutabréfum í Álafossi. Það eru um 19% af eigin fé sjóðsins. Þegar 100 milljónirnar bætast við hefur Framkvæmdasjóður íslands bundið um 35% af eigin fé sínu í sama fyrirtækinu. Fyrirtæki sem stendur mjög illa og skuldar um einn milljarð króna. Sökum þessa hefur Fram- kvæmdasjóður verið tregur að leggja fé til Álafoss, þrátt fyrir að krafa þar um hafi komið frá stjórn Álafoss fyrir nokkrum árum. Sam- kvæmt upplýsingum Þórðar Frið- jónssonar, formanns stjórnar Fram- kvæmdasjóðs stóðu yfir viðræður við nokkra aðila á síðasta ári um f-ugsanlega sölu á Álafossi. Þær náðu hins vegar ekki fram að ganga og nú hefur stjórn sjóðsins snúið sér til Sambandsins. FRAMKVÆMDASJÖÐUR iS- LANDS MEÐ 35% AF EIGIN FÉ SÍNU BUNDIÐ í ÁLAFOSSI, SEM ER Á BARMI GJALDÞROTS. FYR- IRTÆKIÐ SKULDAR EINN MILU- ARÐ KRÖNA. SAMNINGAR STANDA YFIR VIÐ IÐNAÐAR- DEILDIR SAMBANDSINS TIL ÞESS AÐ FORÐA STÓRSLYSI. SAM- BANDSMENN DRAGA AÐ SÉR HENDUR ÞEGAR RAUNVERULEG STAÐA ÁLAFOSS LIGGUR FYRIR. FRAMKVÆMDASJÓÐUR SIT- UR í SÚPUNNI. Samkvæmt heimildum Helgar- póstsins voru það einkum fjárfest- ingarlánasjóðir iðnaðarins, Iðn- lánasjóður og Iðnþróunarsjóður, sem voru inní myndinni á síðasta ári. Þeir eiga töluverðra hagsmuna að gæta, þar sem skuldbindingar Álafoss við þá nema um 200 milljón- um króna. Þrátt fyrir þessa hags- muni treystu sjóðirnir sér ekki til að leggja meira fé til fyrirtækisins. Samkvæmt heimildum Helgar- póstsins kemst Framkvæmdasjóður ekki hjájsví að leggja fram 100 millj- ónir til Álafoss, hvers svo sem niður- staðan verður í viðræðunum við Iðnaðardeildina. Stjórnarmenn í Álafoss ganga reyndar út frá því sem vísu að þetta framlag komi til á næstu vikum. Guðmundur B. Ólafs- son, forstöðumaður sjóðsins, sagði í samtali við Helgarpóstinn að þetta framlag hefði verið til umræðu í sjóðnum allt síðasta ár, en engin ákvörðun hefði enn verið tekin. Þórður Friðjónsson vildi heldur ekki segja af eða á með þetta. Annar stjórnarmaður Framkvæmdasjóðs, Sigurgeir Jónsson, varðist allra frétta, en sagðist ekki vilja draga dul á að hér væri um mjög slæmt mál að ræða. Orsökin fyrir slæmri stöðu Ála- foss er margþætt, eins og gefur að skilja. Undanfarin þrjú ár hafa verið ullariðnaðinum erfið í skauti. Mjög mikill samdráttur hefur orðið í sölu á hefðbundnum íslenskum ullar- fatnaði á Vesturlöndum. Samhliða því hefur dollarinn lækkað og tekjur ullariðnaðarins á Ameríkumarkaði því lækkað meir í krónutölu en sem nemur samdrætti í sölu. Ofan á þetta bætist að Rússlandsmarkaður hefur verið ótryggur; árið 1984 voru ullarvörur seldar þangað fyrir 4 milljónir doliara, en árið 1985 féll salan niður í 1 milljón dollara. Fall Bandaríkjadollars hefur einnig dregið úr raungildi viðskiptanna við Sovétríkin. Innanlands hefur þróunin einnig verið óhagstæð. Verðbólga hefur haldist í tugum prósenta og kostn- aður við framleiðsluna því aukist á sama tíma og minna fæst fyrir hana á erlendum mörkuðum. Ein skýringanna á slæmri stöðu Álafoss er ekki einungis að finna í aðstöðu ullariðnaðarins sem heild- ar. í lok góðæristímans fyrir þremur árum stóðu Álafossmenn í umfangs- miklum fjárfestingum, sem fjár- magnaðar voru að öllu leyti fyrir lánsfé. Keyptar voru til landsins stórvirkar tætingsvélar og stórhýsi var reist fyrir söludeild og birgða- geymslu. Þeir aðilar innan ullariðn- aðarins sem Helgarpósturinn ræddi við töldu að ef ekki hefði komið til ótímabærra fjárfestinga væri staða fyrirtækisins mun betri í dag. Samkvæmt milliuppgjöri frá 30. september voru skuldir Álafoss orðnar 935 milljónir króna. Þar af voru skammtímaskuldir rúmar 737 milljónir króna. Fjármagnskostnað- ur fyrirtækisins var því óheyrilegur og greiðslustaðan slæm. Þegar þessi staða lá fyrir tók Framkvæmdasjóð- ur erlent lán og endurlánaði Álafoss 120 milljónir króna til að greiða nið- ur skammtímaskuldirnar, Önnur fyrirtæki í ullariðnaðinum fengu á sama tíma skuldbreytingalán, en minni að vöxtum. Auk þessarar lánveitingar hefur Framkvæmdasjóður veitt Álafossi fyrirgreiðslu til skamms tíma. Þá keypti sjóðurinn húseign fyrirtækis- ins að Vesturgötu 2 á síðasta ári og greiddi fyrir hana 35 milljónir króna. Ef þetta hús er tekið inn í myndina og skuldbreytingalánið frá í haust, er Framkvæmdasjóður með 60% af eigin fé sínu bundið í Ála- fossi, eða vegna erfiðleika fyrirtæk- isins. Samkomulag mun hafa verið gert um að Álafoss keypti húsið aft- ur af sjóðnum þegar betur áraði. Ekki iiggur enn fyrir hversu mikið tap varð á rekstri Álafoss á síðasta ári. Lokauppgjör liggur enn ekki fyrir en samkvæmt upplýsingum Benedikts Antonssonar, stjórnarfor- manns fyrirtækisins, bendir allt til þess að tapið verði ekki undir 50 milljónum króna. Tap ársins 1985 var 9,5 milljónir króna. Álafoss mætir því ekki með sterka stöðu til samningaviðræðna við Sambandið. Þrátt fyrir að kreppan í ullariðnaðinum hafi leikið Iðnaðar- deildirnar grátt, er staða þeirra ekki jafn slæm og Álafoss. í því sambandi má benda á að skuldir Iðnaðardeild- anna eru meira en helmingi minni en skuldir Álafoss. Helgarpósturinn hefur heimildir fyrir því að í þessum viðræðum meti Álafossmenn fyrir- tækið á 50 milljónir króna. Það telja aðrir, sem til þekkja, hins vegar of hátt mat. Stjórnarmenn í Álafoss binda miklar vonir við þessar viðræður og vonast jafnvel til að þær leiði til samruna fyrirtækjanna. Samkvæmt heimildum Helgarpóstsins eru litlar líkur á að af því verði. Sambands- menn meti stöðuna svo að slæm staða Álafoss muni á skömmum tíma éta upp þann akk sem í sam- einingunni væri fólginn. Og því fer fjarri að Sambandið ætli sér að fórna sér við að bjarga Fram- kvæmdasjóði og „huldufyrirtæki" hans úr vondum málum. Jón Sigurðsson, forstjóri Iðnaðar- deilda Sambandsins, vildi lítið tjá sig um málið þegar Helgarpósturinn innti hann eftir gangi viðræðnanna. Hann staðfesti að ýmiss konar sam- vinna væri inni í myndinni, til dæm- is varðandi ullarkaup og ullarþvott. „Það er eitt form hugsanlegrar sam- vinnu," sagði Jón og bætti við: „Svo er hægt að hugsa sér þetta víðtæk- ara á ýmsan máta, eða þá að þetta verði ekki neitt.“ Ingjaldur Hannibalsson, nýráð- inn forstjóri Álafoss, sagðist í sam- tali við blaðið binda vonir við sam- vinnu á Austur-Evrópumarkaðinum og einstökum framleiðsluþáttum, auk þeirra sem Jón minntist á. Ingjaldur sagðist hins vegar vera vantrúaður á að til samruna kæmi í kjölfar þessara viðræðna. Það virðist því allt benda til þess að Framkvæmdasjóði takist ekki að koma Álafossi yfir á Sambandið. Álafoss er búinn að bíta sig fastan í sjóðinn og lítil von til þess að fyrir- tækið losi takið í bráð. Þrátt fyrir bjartsýnisorð forsvarsmanna Ála- foss segja heimildamenn Helgar- póstsins í ullariðnaðinum að því fari fjarri að þar sé bjart framundan. Þar sem ekki hefur tekist að selja Ála- foss, mun fyrirtækið halda áfram að vera baggi á Framkvæmdasjóði ís- lands. Vesturgata 2: Þetta hús keypti Framkvæmdasjóður islands af Álafossi á síðasta ári á 35 millj- ónir króna. Verslun Álafoss er þar enn til húsa og það mun vera samkomulagsatriði að Ála- foss geti keypt húsið aftur þeg- ar betur árar. 4 HELGARPÓSTURINN eftir Guhnar Smára Egilsson myndir Jim Smart

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.