Helgarpósturinn - 26.03.1987, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 26.03.1987, Blaðsíða 9
ALBERTSMÁLIÐ/ÁTÖKIN i SJÁLFSTÆDISFLOKKNUM Þeim tókst að beygj'ann en ekki brjót'ann. Ólafur G. Einarsson, form. þingflokks, skýrir frá afsögn Alberts í kaffistofu Alþingis. FERILL ALBERTS GUÐMUNDSSONAR - STIKLAÐ Á STÓRU HVÍTA PERLAN HEFUR UNDIRTÖKIN ÞEIM tókst aö beygj’ann — en ekki brjót’ann STYÐST viö lágstéttina í Sjálfstœöisflokknum FLOKKSHESTUR í líki píslarvottar GOÐSÖGNIN um snauöan dreng sem braust til valda Albert Guðmundsson er pólitísk goðsögn. Hvíta perla stjórnmál- anna. Nákvœmlega eins og ífótbolt- anum. Vakandi fyrir veikleika and- stœðinganna. Eldfljótur að átta sig á glufum sem myndast í vörn þeirra. Hann er sókndjarfur einleikari. Þekkir fautaháttinn á sviðinu, hvort sem um er að rœða boltann, eða leikvöll stjórnmálanna. Tilbúinn að reisa menn við — og klappa þeim á öxlina — eftir að hafa brugðið þeim. Hann er maður áhorfenda — massans. Hinn óheflaði snillingur, sem ólst upp t fátcekt á Grettisgöt- unni. Töframaður á hvaða leiksviði sem er. Ómenntaður. Hrjúfur, stund- um elegant. Drengurinn snauði, sem lœrði fólskubrögð stjórnmál- anna, og er tilbúinn að beita þeim sjálfur, þegar í hart fer. Albert Guðmundsson haslaði sér vöfl í útjaðri Sjálfstœðisflokksins. „Ég er fyrirgreiðslupólitíkus", hefur hann sagt um hlutverk sitt í stjórn- málum. Og það er hann. BORGARFU LLTRÚIN N ALBERT Hvíta perla knattspyrnunnar hasl- aði sér völl í pólitík með stuðningi Mánudagsblaðsins fyrir borgar- stjórnarkosningarnar 1970. í blað- inu var því haldið fram, að rógsher- ferð hefði verið farin gegn Albert Guðmundssyni til að koma í veg fyr- ir stjórnmálaáhrif hans. Þá lenti Albert í 5. sæti á framboðslista Sjálf- stæðisflokks og var strax skilgreind- ur sem „vandamál í flokknum". Óvíst er hvort það voru stuðnings- menn hans, eða andstæðingar, sem komu þessari skilgreiningu opinber- lega á framfæri. En þessi staða, staða utangarðsmannsins, hefur gagnast Albert í þeirri pólitísku ref- skák, sem hann hefur teflt af mikilli list síðan. „Aibert hefur í gegnum árin fest sig í sessi sem talsmaður þess fimmtungs flokksmanna sem e.t.v. mætti kalla lágstéttina í Sjálfstæðis- flokknum," sagði einn þeirra manna sem hvað best þekkja til innanbúð- armála í Sjálfstæðisflokki. „Þetta er fólkið sem hann hefur hjálpað til að komast inní bæjar- íbúðir, inn í verkamannabústaði, inn á elliheimili, eða greitt fyrir á annan hátt. í bönkum, eða útvegað vinnu. Hluta fylgisins sækir hann til trúarhreyfinga í Reykjavík og sumir þeirra sem átt hafa við áfengis- vanda að stríða og sigrast hafa á þessum veikleika eru í hópi ákafra stuðningsmanna hans,“ sagði þessi forystumaður sjálfstæðismanna í Reykjavík í samtali við HP. Auk þessa hóps hafa ungir at- hafnamenn, sem ekki hafa þótt gjaldgengir á teppalögðum gólfum forystumanna flokksins, fyllt flokk stuðningsmanna Alberts Guð- mundssonar. ,,Hafskipsdrengirnir“ Guðlaugur Bergmann, Halldór Ein- arsson í Henson, Asgeir Hannes Eiríksson og Guttormur Einarsson í Ámunni eru allt menn sem styðja, eða studdu Albert. „Stuðningsmenn Alberts Guð- mundssonar í viðskiptalífinu eru yfirleitt menn sem flokkurinn hefur hafnað á einn eða annan hátt," sagði sjálfstæðisþingmaður í samtali við HP. Og þetta sýnist rétt. Albert Guð- mundsson er sameiningartákn lág- stéttarinnar í Sjálfstæðisflokknum og þeirra sem ekki hafa komist til metorða innan flokksins, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Áhrifum sínum innan borgar- stjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins hefur Albert Guðmundsson fyrst og fremst beitt í hagsmunaskyni fyrir stuðningsmenn sína. Og hafði hann lengi vel lykilaðstöðu í borgar- stjórn til hvers kyns fyrirgreiðslu. Hann átti sæti í borgarráði á árun- um 1972—1983 og í þýðingarmikl- um nefndum á vegum Reykjavíkur- borgar, hafnarstjórn og launamála- nefnd vegna byggingar stofnana í þágu aldraðra. Hann sat í hafnar- stjórn á sama tíma og hann gegndi stjórnarformennsku í Hafskip og beitti sér í því sambandi fyrir því sem kom Hafskip vel á uppgangsár- um fyrirtækisins. Albert var forseti borgarstjórnar 1982—1983. ÞINGMAÐURINN — BORGARFU LLTRÚIN N Það er mál manna, sem HP innti álits á sterkri stöðu Alberts innan Sjálfstæðisflokksins, að skýringuna á sterkri stöðu í prófkjörum vegna alþingiskosninga mætti einkum rekja til þeirrar fyrirgreiðslu, sem hann veitti skjólstæðingum sínum í starfi borgarfulltrúa. Fyrir alþingiskosningar 1974 náði Albert sjöunda sæti á lista flokksins í Reykjavík og komst inn á þing. Og var frá 1974 bæði þingmaður og borgarfulltrúi. Á árinu 1986 ákvað Albert að gefa ekki kost á sér í borg- arstjórn. Á valdatíma ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar 1974—1978 styrkti Albert stöðu sína mjög innan flokks- ins í Reykjavík. Og þá þegar var ljóst að hann stefndi hátt. Geir Hall- grímsson lenti í vandræðum í sam- skiptum sínum við verkalýðshreyf- ingu og óvænt fylgisaukning Ál- þýðuflokks gerði honum erfitt fyrir. 1 prófkjöri árið 1977 komu vinsældir Alberts og kapp berlega í ljós. Hann sigraði í prófkjöri vegna alþingis- kosninganna 1978 og skaut for- manni flokksins ref fyrir rass. Geir Hallgrímsson hafnaði í öðru sæti. Úrslitin voru mikið áfall fyrir for- mann flokksins og þá forystumenn, sem Albert og stuðningsmenn hans skilgreindu sem andstæðinga sína innan flokksins. í ríkisstjórnartíð Geirs Hallgríms- sonar á þessum árum gagnrýndi Albert oft ríkisstjórnina. Jafnframt tók hann eindregna afstöðu með Gunnari Thoroddsen í harðnandi deilum Gunnars og Geirs Hallgríms- sonar. Albert Guðmundsson var kosinn í framkvæmdastjórn flokksins árið 1978 og var þá þegar mjög valda- mikill innan flokksins, þrátt fyrir goðsögnina um „minnihlutamann- inn — þyrninn í augum flokksforyst- unnar", eins og stuðningsmenn hans kusu að nefna hann. FORMANNSDRAUMAR — OG FORSETA Á landsfundi Sjálfstæðisflokks 3.-6. maí 1979, ári eftir kosningaaf- hroð flokksins, gerði Albert Guð- mundsson tilraun til að velta Geir Hallgrímssyni úr formannsstóli. Albert tapaði í þessum slag með miklum atkvæðamun. Almennt er talið að hann hafi boðið sig fram fyrir orð Gunnars Thoroddsens. Gunnar bauð sig fram til varafor- manns og náði naumum sigri yfir þeim Matthíasi Bjarnasyni og Davíð Oddssyni, núverandi borgarstjóra. Eftir haustkosningar og langvar- andi stjórnarkreppu myndaði Gunn- ar Thoroddsen ríkisstjórn í febrúar- byrjun 1980. Voru þeir Albert Guð- mundsson og meðframbjóðandi Þorsteins Pálssonar í Suðurlands- kjördæmi, Eggert Haukdal, kallaðir „guðfeður" ríkisstjórnar Gunnars. Gunnar Thoroddsen óskaði eftir því við Albert að hann tæki sæti í ríkis- stjórninni sem viðskiptaráðherra, en Albert tók það ekki í mál. Var Albert þá farinn að undirbúa for- setaframboð sitt og hefur það lík- lega ráðið mestu um að hann hafn- aði viðskiptaráðuneytinu. Albert var einn f jögurra frambjóð- enda í forsetaslagnum árið 1980. Varð hann fyrstur til að tilkynna framboð sitt og gerði hann það áður en sitjandi forseti tilkynnti formlega að hann hygðist ekki bjóða sig fram aftur. í forsetakjöri fór eins og í for- mannskjöri. Albert Guðmundsson náði ekki kjöri. Síðar á árinu 1980 tók Albert að sér formennsku í bankaráði Útvegs- banka íslands, gegn því að ríkissjóð- ur hlypi undir bagga með bankan- um, sem þá var í verulegum erfið- leikum. Er það mál þeirra sem til þekkja, að Albert hafi litið á það sem hlutverk sitt í æðstu stjórn ríkis- bankans að greiða fyrir skjólstæð- ingum sínum. Síðan kom upp Haf- skipsmálið og óhjákvæmilega blandaðist Albert í það vegna for- mennsku sinnar hjá Hafskip og Út- vegsbankanum. Og eftir því, sem leið á varð æ Ijósara, að tengsl Alberts gætu orðið honum að falli. Völd hans í borgarstjórn voru tak- mörkuð, enda Albert í minnihluta. Skær stjarna reis hratt á borgar- stjórnarhimni Sjálfstæðisflokksins. Fyrirsjáanlegt var að olnbogarými Alberts Guðmundssonar á þeim vettvangi fór minnkandi. VARÐ TIL í TÓMARÚMI Albert Guðmundsson var ekkert í stjórnmálum fyrir 1970. Sjálfstæðis- flokkurinn var undir styrkri stjórn Bjarna Benediktssonar. Bjarni hafði óskorað vald í flokknum, en um- fram allt virðingu. Kannski ótta- blandinni virðingu, enda beitti hann valdi sínu af varfaerni. Hörmulegur dauðdagi Bjarna Benediktssonar og fleiri áföll hittu Sjálfstæðisflokkinn illa. Það losnaði um forystu flokksins og valdahlut- föll riðluðust. Erfitt reyndist að fylla þau skörð sem urðu í forystusveit flokksins. I þessu tómarúmi fór Albert Guðmundsson að láta á sér kræla. Gunnar Thoroddsen, sem þá var starfandi erlendis, ákvað um þetta leyti að halda heim og hasla sér völl á nýjan leik í stjórnmálum. Fljótlega eftir heimkomu hans varð gott á miili hans og Alberts. Báðir voru „útherjar" í flokknum. Og brutust fram á köntunum, hver með sínum hætti. Ávallt tilbúnir að vinna sam- an gegn „flokkseigendafélaginu" í Sjálfstæðisflokknum. Albert Guðmundsson var auk þess náinn samverkamaður þáver- andi formanns flokksins, Jóhanns Hafstein, og byggðist samvinna þeirra m.a. á því, að Albert tók að sér umsjón með byggingu félags- heimilis sjálfstæðismanna, Valhall- ar. Þykir hann hafa gengið vasklega fram í því máli. En úr tómarúminu reis hann. Og gerðist fulltrúi fyrir þá stuðnings- menn flokksins, sem „alla tíð var haldið í tómarúmi innan Sjálfstæðis- flokksins", eins og einn forystu- manna flokksins orðaði það í sam- tali við HP. Hann krafðist áhrifa og valda og þegar litið er yfir afrekaskrá Alberts Guðmundssonar á vettvangi flokks- ins kemur í ljós, að hann hefur hlot- ið margar vegtyllur „á þyrnum stráðri píslargöngu sinni til valda og áhrifa". GOÐSÖGNIN ALBERT Það var í Mánudagsblaðinu, sem menn heyrðu fyrst um meinta rógs- herferð gegn Albert Guðmunds- syni. Þar mátti og lesa um það að Álbert væri til „vandræða innan Sjálfstæðisflokksins". Til vandræða fyrir flokkseigendafélagið. Hann skilgreindi sjálfan sig utan forystu- sveitar flokksins, en hefur hins veg- ar verið innsti koppur í búri í fiokkn- um þann tíma sem hann hefur stundað stjórnmál. Goðsögninni um utangarðsmanninn, fyrirgreiðslu- pólitíkusinn, „vin litla mannsins" o.fl. hefur hann hins vegar ætíð við- haldið. Fundurinn í Þórscafé er í rauninni hápunkturinn á stjórn- málaferli Alberts Guðmundssonar. Þar stóð hann aftur — hvíta perl- an. „Einn og yfirgefinn". Og aðdá- endur hans hvöttu hann til dáða. Þeir gáfu dauðann og djöfulinn í þau borgaralegu verðmæti, sem Sjálf- stæðisfiokkurinn vildi standa fyrir, og heimtuðu að Albert — „okkar maðut" — goðsögnin holdi klædd yrði látinn í friði, þrátt fyrir yfirlýs- ingar formanns Sjálfstæðisflokksins um að skattamál iðnaðarráðherra væru með þeim hætti að samrýmd- ist ekki stöðu hans sem ráðherra í ríkisstjórn. Albert Guðmundsson, flokkshest- urinn, sem stjórnaði byggingu Val- hallar og hefur gegnt fleiri ábyrgð- arstöðum fyrir flokk sinn, en aðrir í bingflokki Sjáfstæðisflokks, tókst þrátt fyrir feril sinn að stilla sér upp í Þórscafé eins og honum var stillt upp í Mánudagsblaðinu forðum. Hann var enn einu sinni einstakling- urinn sem var að berjast við ofurefl- ið. Snauði drengurinn af Grettisgöt- unni sem sagði áferðarfallegri for- ystusveit til syndanna, þegar hún tók að ofsækja hann. Og af iiverju lifir goðsögnin, hin hvíta perla stjórnmálanna? Skyldi svarið við spurningunni felast í ein- hverju af því sem rann upp úr afsett- um iðnaðarráðherra í sjónvarpi, þegar hann spurði fréttamennina tvo, hvernig íonnaður Sjálfstæðis- flokksins færi að því að leggja eina siðferðilega mælistiku á sig í alþing- ishúsinu, og aðra í Valhöli? H.M.A. HELGARPÓSTURINNS 9

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.