Helgarpósturinn - 26.03.1987, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 26.03.1987, Blaðsíða 22
Magnús Geir Þórðarson Hann er 13 ára en hefur gert sér grein fyrir aö geri maöur hlutina ekki sjálfur þá gerast þeir ekki. Hann er þess vegna orðinn yngsti leikhússtjóri á Islandi, sjálf- sagt yngsti leikstjórinn líka, sér um búninga og smink og gerir það sem gera þarf til að vekja athygli á húsnœðislausu leikhúsi. Hann heitir Magnús Geir Þórðarson og er einn af stofnendum Gaman Leikhússins. Áhuga á leiklist rekur hann allt til fyrstu stundar „eða síðan rétt eft- ir fæðingu," segir hann brosandi. „Eg held bara að þessi áhugi hafi komið vegna þess að ég hafi alltaf viljað vekja á mér athygli," bætti hann við. Að minnsta kosti hefur hann sótt leiksýningar frá því hann var mjög ungur og 9 ára gamall tók hann sig til og samdi leikritið „Keisarinn": „Þá lékum við nokkrir krakkar með Barna- leikhúsinu Tinnu sem Guðbjörg Guðmundsdóttir stofnaði en við sáum sjálf um æfingar. „Keisarinn" var fyrsta verkefnið okkar og síð- an sýndum við „Madúsku" á Hótel Loftleiðum. Eftir það ákváðum við að gera þetta bara sjálf og hafa engan fullorðinn með,“ segir hann og opnar töskuna sína. Dregur upp úr henni þrjár leikskrár. Greinilega með allt á hreinu þessi drengur. „Fyrst voru það bara krakkar úr Vesturbænum sem voru í Gaman Leikhúsinu, en nú hafa fleiri bæst við enda erum við orðin um þrjátíu í stað fimmtán. Við stofnuðum Gaman Leikhúsið 29. ágúst 1985 og sýndum þrjú verk á fyrsta leikárinu. Það voru „Töfralúðurinn" eftir Henning Nielsen, „Madúska" eftir Marianne Sönderback sem við sýndum í sjónvarpinu og „Gilitrutt" eftir Ragnheiði Jónsdóttur." ÆÐISLEGA DÝRT Magnús Geir talar hratt og örugglega og þarf ekki að hugsa sig um þegar hann nefnir höfund- ana! Hann heldur áfram eins og þrautþjálfaður ræðumaður: „Nú, á þessu leikári ákváðum við að setja bara upp eitt verk og leggja allt okkar í það. Það gerðum við líka, byrjuðum að æfa „Brauðsteikin og Tertan" fyrir jólin og höfum haft fjórar sýningar á því.“ Gaman Leikhúsið hefur sýnt á Hótel Loftleiðum en nýjasta verkið þeirra var sýnt í Galdra-Lofti í Hafnarstrætinu: „Þar þurfum við að borga sáralitla leigu,“ segir hann. „Sú sem á Galdra-Loft- ið er Sigrún Valbergsdóttir, fram- kvæmdastjóri Bandalags ísl. leik- félaga, og hún veit hvað það er að vera með leikfélag og ekkert hús- næði svo hún hefur leigt okkur þetta á vægu verði." Aðspurður hvort það kosti ekki mikið að setja upp svona leiksýn- ingu svarar hann: „Jú, þetta er alveg æðislega dýrt. Við létum smíða sviðsmyndina hjá Sviðs- myndum í Kópavogi en hingað til hef ég séð sjálfur um sviðsmynd. Þessa teiknaði ég upp og fór með teikninguna til þeirra og þeir gáfu mér ráð en mín hugmynd hélt sér samt alveg. Búningana fengum við lánaða hjá Litla leikfélaginu í Garði því við erum aðilar að Bandalagi íslenskra leikfélaga og þess vegna getum við fengið bún- inga lánaða hjá öðrum ieikfélög- um.“ Hann segir að það þurfi að sækja formlega um inngöngu í Bandalagið. Og hver sá um það, spyr ég: „Ég gerði það sjálfur. Það eftir Önnu Kristine Magnúsdóttur mynd Jim Smart 22 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.