Helgarpósturinn - 26.03.1987, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 26.03.1987, Blaðsíða 14
„LADDI A SÖGU"SÝNINGIN I HEILD KOSTAR 100 ÞÚSUND KRÓNUR HALLI OG LADDI - 40 ÞÚSUND KR. FYRIR CA. HÁLFTIMA SKEMMTIDAGSKRÁ ÞÓRSKABARETT - (FÉKKST EKKI UPPGEFIÐ. UM ER AÐ RÆÐA NOKKURN FJÖLDA SKEMMTIKRAFTA I HVERT SINN, M.A. ÞÁ ÓMAR RAGNARSSON OG HERMANN GUNNARSSON) ÓMAR RAGNARSSON - 22 ÞÚSUND KR. FYRIR 30 MÍNÚTNA SKEMMTIDAGSKRÁ MEÐ UNDIRLEIKARA MAGNÚS ÓLAFSSON - (BJÖSSI BOLLA O.S.FRV.) - 18-20 ÞÚSUND KR. FYRIR HÁLFTÍMA DAGSKRÁ MEÐ UNDIRLEIKARA JÖRUNDUR OG JÚLÍUS BRJÁNSSON - 25 ÞÚSUND KR. FYRIR 25-30 MÍNÚTUR RlÓ TRlÓ - 40 ÞÚSUND KR. FYRIR SKEMMTIDAGSKRÁ (CA. 40 MÍNÚTUR) SPAUGSTOFAN - 35 ÞÚSUND KR. FYRIR SKEMMTIDAGSKRÁ (U.Þ.B. 30 MÍN.) DANSSTÚDÍÓ SÓLEYJAR - 24.500 KR. FYRIR 6 DANSARA l' 4-5 MÍNÚTUR DANSSKÓLI AUÐAR HARALDSDÓTTUR - 15 ÞÚSUND FYRIR 16 DANSARA Í CA 8 MÍNÚTUR KARON-SAM fÖKIN - SÝNING Á 25 FLÍKUM Á U.Þ.B. 12.500 KR. (VERSLUNAREIGENDUR BORGA SÝNINGARFÓLKINU ÞAR AÐ AUKI SVIPAÐA UPPHÆÐ FYRIR AÐ KOMA FATNAÐINUM Á FRAMFÆRI) 14 HELGARPÓSTURINN ef+ir Jónínu Leósdóttur myndir Jim Smart Þegar sagt er ad fólk fari út „ad skemmta sér“, er venjulega átt vid heimsókn á vínveitingahús. A mörgum slíkum stöðum eru skemmtiatriði af einhverju tagi innifalin í aögangseyri eða kostn- aði við málsverð. Einnig er hœgt að fá aðkeypta afþreyingu í einka- samkvœmi, svo sem árshátíðir og annan fagnað. En hvað skyldi þaö kosta að láta kitla hláturtaugarn- ar, gleðja augað eða gœla við tón- eyrað? Slík þjónusta getur auð- veldlega kostað upp undir fimm þúsund krónur á mínútuna... svo það er eins gott að skemmta sér vel! LÍTIÐ LEIKHÚS Á 100 ÞÚSUND Hin svokölluðu Ladda-kvöld á Hótel Sögu eru vitaskuld viða- meiri en venjuleg skemmtiatriði, sem algengt er að fá á árshátíðir úti í bæ. Sjö manns koma fram í sýningunni og einn starfsmaður vinnur „bakvið tjöldin" við umsjón með búningum og fleiru, svo þetta er í raun eins og lítið leikhús. Samkvæmt upplýsingum frá Þórhalli Sigurðssyni (alias Laddi) kostar sýningin í heild sinni upp undir 100 þúsund krónur fyrir kvöldið. Af þessari upphæð eru skemmtikröftunum síðan greidd laun, en þar með er sagan þó ekki öll sögð. Laddi rekur þetta „litla leikhús“, eins og hann kallar sýninguna, og aðdragandinn að henni var um 10 vikur. A þeim tíma var dagskráin samin og æfð og búningar gerðir á alla, sem fram áttu að koma. Sagði Laddi búningana hafa kostað sig 250 þúsund krónur og fyrir þá, textagerð og æfingar er einnig verið að greiða með fyrr- greindri upphæð fyrir sýninguna. Laddi hefur hins vegar einnig komið fram á skemmtunum ásamt Haraldi, bróður sínum, þegar sýn- ingarnar á Hótel Sögu hafa ekki verið í gangi. Þá taka þeir bræð- urnir 40 þúsund krónur fyrir að koma fram, samanlagt. Mikil leynd hvíldi yfir mönnum í Þórscafé. Þeir sögðu það tölu- verðum erfiðleikum bundið að reikna út kostnað við eitt stykki Þórskabarett. Þar kæmi svo margt til. . . HLÁTURSKOSTNAÐUR HJÁ ÓMARI OG FLEIRUM Ómar Ragnarsson á eflaust lengsta sögu íslenskra skemmti-

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.