Helgarpósturinn - 26.03.1987, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 26.03.1987, Blaðsíða 27
SKÁK Savielly Tartakower Nú í febrúar var liðin öld frá því að Savielly Tartakower var í heim- inn borinn, en fáir taflmeistarar voru kunnari en hann á fyrra helmingi þessarar aldar. Hann var margfróður, hugmyndaríkur og svo orðheppinn að mörg orðtök hans lifa enn á vörum skákmanna. Hann var hámenntaður og fjöl- hæfur, þýddi ljóð úr rússnesku á þýsku og frönsku og orti sjálfur. Hann skrifaði fjölda bóka um skák og ógrynni greina í skáktímarit á mörgun tungum. Rit hans Die Hypermoderne Schachpartie kom út í Vínarborg 1924, og var hátt á 6. hundrað síður og um langt skeið það grundvailarrit sem ungir skákmenn sóttu fróðleik í. Tartakower var mikill tungu- málagarpur, en hann kunni ekki pólsku, sem þó átti að heita móð- urmál hans, því að hann taldi sig Pólverja og tefldi í sveit Pólverja á sex ólympíumótum, síðast í Buen- os Aires 1939. Annars bjó Tarta- kower í París frá 1924. Hann barð- ist í her frjálsra Frakka í síðari heimsstyrjöldinni og gat sér góð- an orðstír. Og hann tefldi í sveit Frakka í Dubrovnik 1950. Mörg nöfn taflbyrjana eru runnin úr frjó- um huga Tartakowers: „Drekinn", „indversku" varnirnar, „spænska spennitreyjan" og fieiri. í skákbókmenntum munu bestu skákir Tartakowers lifa lengi. Hann var frumlegur og djarfur fléttusnillingur, síleitandi að feg- urð. Tartakower er sagður hafa verið afar andríkur og skemmti- legur í viðræðum. En hann var engu að síður einfari og átti senni- lega fáa nána vini. Og ekki hélst honum vel á fé, hann var einn þeirra manna er hættir til að eyða aleigunni á einu kvöldi við spila- borð. Þannig fléttuðust saman kostir hans og gallar. En jafnvel þeim sem aðeins þekktu hann af bókum verður maðurinn minnis- stæður. 1. Tartakower — Vidmar. Vínar- borg 1905-6 23 e6! „Það verður að negla líkkistuna rækilega aftur,“ segir Tartakower um þennan leik. Við 23 - fe6 er svarið 24 cd3 Bxc3 25 Hxg6 og mátar á g8 eða g7. Reyni svartur 23 - Bf5 kemur 24 Hdhl fe6 25 Dxg7+ og mátar í 3. leik. Vidmar reyndi. 23. ... Hxc3 og skákinni lauk þannig: 24 bc3 Dc8 25 Bd4! f6 26 gf6 ef6 27 Bxf6! Db7 28 Dh8+ Bxh8 29 Hxh8 mát. 2. Tartakower — Spielman Úr stuttu einvígi þessara ungu full- huga í Vín 1910. eftir Guðmund Arnlaugsson Kóngur Spielmans er lagður á flótta yfir á kóngsvæng, en Tarta- kower vinnur býsna rösklega úr yfirburðum sínum, hann fórnar skiptamun til þess að opna sér sóknarlínu: 28 Hxe6! Kxe6 29 Dg4+ Kf6 Kóngurinn verður að flýja yfir á f-línuna (Kd6(e7) 30 Ba3+) 30 Hfl+ Kg7 31 De6 Hgf8 m m ivii ix|i isíí m i í m m m m i mmrnm m m m m i ^ g Andæfir á f-línunni. Er Tarta- kower hefur séð lengra: 32 Bxd4+! Hxd4 33 De7+ Kg6 34 Dxf8 Og svartur gafst upp. Hann get- ur ekki valdað bæði f6 og f7. (34 - De5 35 Df7+ Kh6 36 Hf6+ eða 34 - Hd7 35 Hf6+ Kh5 36 Hh6+ Kg4 37 h3+ Kxg3 38 Df2 mát). 3. Jón Guðmundsson — Tarta- kower. Ólympíumótið í Hamborg 1930. Hvítur á traustlega stöðu og peð yfir. En honum hefur sést yfir ráð- brugg svarts. 26 ... Rxd5! 27 Ddl 27 Hxd4 Dxe 5 kostar skipta- mun. En betra var De3. ... Dxe5! 28 fe5 Hf 1 + 29 Kg2 H8f2 30 Kh3 Hxdl 31 Hxdl Re6 32 b4 He2 33 Hxd5?! „Betri er endir með skeifingu en skelfing án enda,“ hugsar hvítur, 33 Bf4 He4 leiðir örugglega til taps. 33... cd5 34 c6 Hf2 En hvorki 34 í bc6 35 b7, né 34 - Hc2 35 cb7 og hvítur vinnur. 35 Bf4 Rxf4 + og hvítur gafst upp. GÁTAN SPILAÞRAUT LAUSN Á MYNDGÁTU Til hvers er þessi dálkur eiginlega? • ■ enaq BAIQUI QB SSSCj (jX :IBAS Suður er sagnhafi í 4 spöðum, án þess að A-V hafi blandað sér í sagnir. Útspil vesturs er laufdrottn- ing: ♦ K732 V K32 ♦ 864 4- K43 ♦ ÁG854 Á95 <> ÁD5 4* Á6 Við borðið vann sagnhafi á ás. Spilaði trompi á kóng, A-V voru báðir með. Tromp úr blindum, austur fleygði laufi og suður fór upp með ásinn. Þá lauf á kóng og lauf trompað. Síðan tveir efstu í hjarta og Ioks var vestri nú fleygt inn á trompdrottningu. Ekki alvond spilaáætlun, eða hvað finnst þér? Hvernig hefðir þú spilað? Lausn á bls. 10. Lausnin á verðlaunamyndgátunni sem birtist á þessum stað í blaðinu fyrir tveimur vikum var: Bílasími er orðinn nauðsyn Ómar Ragn- arsson á farsíma. Dregið hefur verið úr réttum lausnum. Vinningshafinn er Guðný Pálsdóttir, Sigtúni 27, 450 Patreksfirði. Hún fær senda bók- ina Konur fyrir rétti, eftir Jón Óskar, sem AB gaf út nýlega. Frestur til að skila inn myndgát- unni hér að neðan er til annars mánudags frá útkomu þessa tölu- blaðs. Merkið lausnina Myndgáta. Verðlaunin að þessu sinni eru kjör- bók hestamannsins, bókin Áfang- ar, sem út kom fyrir síðustu jól og vakti óskipta athygli. Góða skemmtan. HELGARPÓSTURINN 27

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.